Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
Verkamannaflokknum má enn
nefna efnahagsmálasérfræðing-
inn Peter Shore, sem þykir
manna málsnjallastur en er um
margt sérkennilegur í skoðun-
um. Þannig vill hann, að Bret-
land segi sig úr EBE, en er aftur
á móti eindreginn stuðnings-
maður NATO.
Roy Hattersley (fyrir miðju) við
brottför á Reykjavíkurflugvelli í
nóvember 1975 er hann og hinir
brezku fulltrúarnir í landhelgis-
riðræðunum þá héldu heim í fússi
;ftir aðeins 40 mínútna fund, eftir
ið slitnað hafði upp úr viðræðun-
im.
því yfir; að þessi slit á samn-
ingaviðræðum stofnuðu í hættu
„lífi og öryggi fjölmargra
brezkra sjómanna. Ef brezka
flotans reynist þörf, þá er hann
til reiðu og mun verða sendur til
hjálpar á Islandsmið".
Hattersley tók þátt í samn-
ingaviðræðum Breta við Efna-
hagsbandalag Evrópu, þegar
Bretland gekk í bandalagið og
það kom mörgum á óvart, að
hann skyldi ekki segja skilið við
Ströng ganga framundan
Hvernig sem fer með val á
leiðtoga Verkamannaflokksins,
blasir sú staðreynd við, að flokk-
urinn á fyrir höndum erfiða og
langa göngu til þess að komast
til fyrri áhrifa í brezkum stjórn-
málum. Nýbyrjuðu kjörtímabili
lýkur ekki fyrr en 1988 og það
má búast við að ekki verði efnt
til nýrra kosninga fyrr en þá.
Þannig að Verkamannaflokkur-
inn verði allan þennan tíma í
stjórnarandstöðu. Jafnvel þótt
flokkurinn muni að nýju sveigj-
ast nær miðju, en í því liggur
Kinnock eða Hattersley
Hvor verður leiðtogi
brezka Verkamannaflokksins?
Baráttan innan brezka verkamannaflokksins um, hver
taka skuli við af Michael Foot sem leiðtogi flokksins er
þegar komin í algleyming. Það er líka mikið í húfi. Bæði
stefna og gengi flokksins eru að sjálfsögðu að verulegu
leyti komin undir því, hver valinn verður. Denis Healey,
varaformaður flokksins hefur vafalítið haft hug á því að
gera sína síðustu tilraun til þess að verða flokksleiðtogi, en
skoðanakannanir í vor sýndu, aö hann var vinsælastur af
forystumönnum Verkamannaflokksins á meðal almenn-
ings. Staöreyndin er hins vegar sú, að margir af áhrifa-
meiri forystumönnum brezku verkalýðshreyfíngarinnar
hafa ótvírætt gefíð í skyn, að hann væri orðinn of gamall.
Nú sé rík þörf á að fá fram yngri mann, sem geti gefíð
flokknum nýjan svipð.
Tony Benn, sem um langt jafnframt er hann þó talinn vera
sem um
skeið hefur verið einn helzti for-
ingi vinstri arms Verkamanna-
flokksins og var einn helzti höf-
undur hinnar misheppnuðu
stefnuskrár flokksins fyrir ný-
afstaðnar þingkosningar, hafði
áformað að gefa kost á sér sem
flokksleiðtogi. En hann féll
óvænt í kosningunum og er því
væntanlega úr leik að sinni.
Kinnock sigurstrang-
legastur
Sá, sem nú þykir líklegasti eft-
irmaður Foots er Neil Kinnock
frá Wales. Hann er aðeins 41 árs
gamall, rauðhærður og talar
með sterkum hreim Wales-bú-
ans. Hann þykir góður ræðu-
maður og nýtur sín vel í sjón-
varpsumræðum, sem setja æ
meiri svip á alla kosningabar-
áttu jafnt í Bretlandi seem ann-
ars staðar. Tengsl Kinnocks við
Verkamannaflokkinn eru gömul
og rótgróin. Faðir hans og afi
voru báðir námuverkamenn í
Wales og sjálfur hefur hann
starfað í þágu Verkamanna-
flokksins lengst af, eftir að hann
komst til vits og ára og verið
þingmaður flokksins um alllangt
skeið. Hann hefur þó aldrei verið
ráðherra, á meðan Verkamanna-
flokkurinn hefur farið með völd,
en hefur hins vegar farið með
menntamál i svonefndu skugga-
ráðuneyti flokksins undanfarin
ár.
Kinnock þykir um margt
vinstrisinnaður. Hann hefur
krafizt þess m.a., að Bretar af-
vopnist einhliða og gangi úr
Efnahagsbandalagi Evrópu. En
kænn hagsýnismaður og virðist
þegar hafa skipt um skoðun að
verulegu leyti varðandi aðild
Bretlands að EBE. Það, sem háir
honum helzt, er sennilega
reynsluskortur, því að sumum
finnst hann enn of ungur og
óreyndur til þess að verða leið-
togi Verkamannaflokksins, en þá
yrði hann samtímis leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í landinu.
Strax og Kinnock tilkynnti, að
hann gæfi kost á sér sem flokks-
leiðtogi, hlaut hann stuðningsyf-
irlýsingar frá ýmsum fjölmenn-
ustu verkalýðssamböndum Bret-
lands, sem stutt hafa Verka-
mannaflokkinn frá fornu fari.
Veðmálastofur í landinu, sem
aldrei láta sitt eftir liggja, veðja
nú 6—4 um, að Kinnock verði
flokksformaður, en formanns-
kjörið fer fram í október eftir
allflóknu kerfi, þar sem verka-
lýðssamböndin ráða yfir 40% at-
kvæða, flokksfélögin 30% og
þingflokkur Verkamannaflokks-
ins í brezka þinginu yfir 30% at-
kvæða. Staða Kinnocks hefur
styrkzt verulega að undanförnu.
Þannig lýsti samband starfs-
fólks í verzlunum yfir stuðningi
sínum við Kinnock sl. mánudag
og Roy Hattersley sem vara-
formann, en formleg kosning á
þó eftir að fara fram í aðildarfé-
lögum sambandsins, sem eru
ekki færri en 1.000 að tölu.
Kinnock kann þó að eiga enn
erfiða baráttu fyrir höndum. Frá
vinstri verður vafalaust vegið að
honum af róttækum flokks-
mönnum, sem ekki hafa gleymt
því, að hann átti þátt í þeirri
atlögu, sem gerð var að trotsky-
Neil Kinnock ásamt Michael Foot. — Kinnock þykir hvað líklegaatar til |
leiðtogi Verkamannaflokksins, er Ookksþingið kemnr saman í febrúar.
istunum innan flokksins (Milit-
ant Tendency), er reynt var að
reka sem flesta þeirra úr Verka-
mannaflokknum.
Hattersley — kunnur
íslendingum úr
þorskastríðinu
Helzti keppinautur Kinnocks
um formannsstöðuna verður lík-
lega Roy Hattersley, sem til-
heyrir hægri armi Verkamanna-
flokksins. Hattersley er senni-
lega kunnari íslendingum en
flestir aðrir brezkir stjórnmála-
menn, sem nú eru í fararbroddi.
Hann var aðstoðarutanríkisráð-
herra Breta í þriðja þorskastríð-
inu 1975 og aðalsamningamaður
þeirra í viðræðunum þá við ís-
lenzk stjórnvöld. Um miðjan
nóvember það ár átti sér stað
sögulegur fundur í þessum
samningaviðræðum, þar sem
slitnaði upp úr viðræðunum eftir
aðeins 40 mínútna fund hér í
Reykjavík og Hattersley og hinir
brezku samningamennirnir
héldu heim í fússi. Við heimkom-
una til London lýsti Hattersley
Verkamannaflokkinn og ganga í
hinn nýstofnaða jafnaðar-
mannaflokk, S.D.P. Engu að síð-
ur lét hann það skýrt í ljós í
kosningabaráttunni í vor, að
hann var á öndverðum meiði við
hina róttæku kosningastefnu-
skrá flokksins. Þannig er hann
andvigur einhliða afvopnun
Bretlands og er því fylgjandi, að
Bretar verði áfram aðilar að
EBE.
Stuðningsmenn Hattersley
hafa nú uppi mikinn viðbúnað í
því skyni að stöðva framsókn
Kinnocks. Hafa þeir óspart lýst
þeim síðarnefnda sem Michael
Foot endurbornum, sem eigi ekki
eftir að verða Verkamanna-
flokknum annað en byrði, verði
hann flokksleiðtogi. Hyggjast
stuðningsmenn Hattersleys ein-
kum sækja stuðning honum til
handa hjá bandalagi opinberra
starfsmanna og hjá sambandi
flutningaverkamanna, en bæði
þessi stéttarsambönd eru mjög
vel skipulögð og öflug í Bret-
landi.
Af öðrum hugsanlegum fram-
bjóðendum til formannskjörs í
i aft taka við af Michael Foot sem
sennilega helzta von hans til
þess að vinna tapað fylgi að
nýju, þá virðist slíkt engu að síð-
ur falið einhvers staðar inni í
fjarlægri framtíð.
Von Verkamannaflokksins til
þess að komast til valda fyrr,
kann helzt að vera fólgin í því,
að íhaldsflokkurinn tæki upp
öfgakennda hægri stefnu eða að
fyrirheit íhaldsflokksins um
batnandi efnahagsástand i
Bretlandi nái ekki fram að
ganga. Sjálfur býr Verkamanna-
flokkurinn enn við slík innan-
flokksvandamál, að hann verður
fyrst að ná að leysa þau, áður en
hann hyggur á annað og meira.
Innan flokksins ríkir mikil
togstreita bæði að því er snertir
menn og hugmyndafræði og svo
langt gæti gengið, að flokkurinn
ætti eftir að klofna í andstæðar
fylkingar, sem þá verðu kröftum
sínum fyrst og fremst hver gegn
annarri en ekki gegn íhalds-
flokknum og stjórn hans.
(Samantekt: Magnús Sigurðsson.
Heimildir: Economist, Sunday
Times o.fl.)