Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 36

Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Gullskip í sjó og gullskip á landi Byggja ber skemrau yfir Het Wapen van Amsterdam, t.d. í Hafnarfírði, i sama hátt og gert var með Vasaskipið 1961. — eftir Þorvald Friðriksson fornl eifafræðing Gullskipið eða Indíafarið Het Wapen van Amsterdam er nú á hvers manns vörum, þar sem framkvæmdir eru nú hafnar við að grafa skipið upp á Skeiðarár- sandi. Vonandi verða leitarmenn fengsælir og eitt er víst að hafi þeir fundið skipið í sandinum, sem þeir telja, þá er hér um einn merkasta fornminjafund á íslandi fyrr og síðar. Þar sem hér er í mikið ráðist og miklu til kostað, væri ekki úr vegi að huga að því, sem er að gerast í þessum efnum hjá öðrum þjóðum. Fundin skip Merkilegasta björgunin í seinni tíð, á sokknu skipi, er eflaust er breska herskipinu Mary Rose var lyft upp af hafsbotni í október í fyrra. En skipið sökk 1545 fyrir utan Portsmouth í Englandi. En eitt merkasta afrek í björg- un sokkinna skipa unnu Svíar á árunum 1959—1961, þegar her- skipinu Vasa var lyft nánast heilu af hafsbotni. Vasa var höfuðprýði sænska herskipaflotans, þegar það var byggt 1627, en það sökk í jómfrúferð sinni. í dag er Vasa-skipið einn mesti dýrgripur Svía, þar sem það stendur í Vasa-safninu í Stokk- hólmi og hefur öllu öðru fremur dregið ferðamenn til Svíþjóðar hvaðanæva úr heiminum. Vasa fannst eins og Indíafarið á Skeiðarársandi fyrir tiistilli og þrotlausa leit einstaklinga, eða réttara sagt einstaklings. Anders Franzén hét sá eldhugi, sem eftir mikla leit fann skipið í leðjunni á botni Straumanna við Stokkhólm árið 1956. En Anders Franzén hefur ekki lagt árar í bát. Árið 1980 fann hann flakið af herskipinu Kronan, fyrir austurströnd Ölands. Stærsta skip síns tíma Kronan var flaggskip sænska flotans á seinni hluta 17. aldar. Það var smíðað á árunum 1665—1668, undir stjórn enska skipasmiðsins Francis Sheldon. Kronan var 60 m að lengd, ca. 14 m á breidd. Frá siglutoppi til kjal- ar voru 50 m og alls var skipið 2140 tonn að stærð og var þannig stærsta skip síns tíma. Skipstjóri á Kronan var aðmír- állinn og ríkisráðið Lorentz Creutz. Frá skipi sínu stýrði aðmírállinn sænska flotanum í sjóorrustu við dönsk og hollensk herskip árið 1676. Orrustunni lauk með því að skot hæfði púður- geymslurnar á Kronan og skipið sprakk í loft upp. Þúsundir forngripa Eftir að flak Kronan fannst árið 1980, var umfangsmikilli forn- leifarannsókn hleypt af stokkun- um af hálfu sænska þjóðminja- safnsins og lénssafnsins í Kalmar og hefur rannsóknum verið haldið áfram á hverju sumri síðan. Svæðið var fyrst kvikmyndað og mælt og mönnum varð ljóst að flakið af Kronan var einn merkasti fornleifafundur neð- ansjávar, sem gerður hefur verið í Svíþjóð. Þó rannsóknin sé enn skammt á veg komin, þá hefur þegar verið bjargað þúsundum forngripa, sem hafa gífurlegt menningarsögulegt gildi. Sænska sjónvarpið sýndi nýver- ið mynd af því, þegar fornleifa- fræðingar opnuðu stráheila kommóðu úr skipinu, sem reyndist hafa að geyma fágætt safn sigl- ingatækja. Fundist hafa margar sjó- mannskistur, hundruð ýmissa trébúta úr skipinu, m.a. hjól und- an fallbyssum, tindiskar, leirker, föt, skór og 18 fallbyssur af ýms- um gerðum. Margar af fallbyssunum eru herfang, þær eru bæði danskar og þýskar, auk sænskra. Ein er frá 1514 og er það elsta fallbyssan, sem vitað er um í Svíþjóð. Önnur er tólfhyrnd, skreytt liljum af óþekktum uppruna. Skipið mun hafa borið 128 fallbyssur, þegar það sökk. GuNmynt fyrir milljónir Gull og gersemar hafa og fund- ist, sem viðeigandi er. Rúmlega 100 gullpeningar fundust, er froskmenn unnu við að hreinsa holu nálægt skipsb'otninum. Þar fannst og gullhringur með áletr- uninni LCD, sem líklegast hefur legið í sömu kistu og gullpen- ingarnir. Þetta getur hafa tilheyrt skipstjóra skipsins, aðmírálnum Lorentz Creutz. Gullmyntin er metin á nokkrar milljónir sænska króna, sé miðað við verð á almennum myntmark- aði. Einn gullpeningurinn er sex- dúkatur, sleginn af Karli 9unda. Aðeins eitt eintak af slíkum pen- ingi er áður þekkt og er það varð- veitt í konunglega myntsafninu í Stokkhólmi. Hver borgar björgun fornleifanna? Þegar við upphaf rannsóknar- innar gaf sænska ríkið í skyn að það hyggðist ekki standa undir „Það er ekkert efamál að leitarmenn eiga mik- inn heiður skilið fyrir sína þrotlausu leit að Indíafarinu Het Wapen van Amsterdam, fyrir að finna skipið og fyrir að grafa það upp. En það mun vera nokkuð á huldu hvað þeir ætla að gera við fornleifar þær, sem þeir kunna að finna á Skeiðarársandi.“ öllum kostnaði við rannsókn skipsflaksins. Stjórnvöld hafa lagt til útbúnað frá sjóhernum og strandgæslunni, m.a. rannsókn- arskipið Mare Balticum, þaðan sem Peter Norman, sjávarforn- leifafræðingur, stjórnar rann- sóknunum. Fé til rannsóknarinnar hefur að mestu fengist með frjálsum fram- lögum einstaklinga og sjóða. T.d. stóð fjárgjöf frá bókaútgáfufyrir- tækinu Bra Böcker undir rann- sókninni um tíma og frá einstakl- ingi fékk lénssafnið í Kalmar 75.000 skr. til forvörslu á trégrip- um, sem komið hafa upp. Geysimikið og erfitt starf er nú unnið á söfnum við að forverja þá gripi, sem upp úr sjó hafa komið, en myndu eyðast á skömmum tíma ef ekkert væri við þá gert, né þeir meðhöndlaðir á þar til gerðan hátt. Forvarsla er nauðsyn Ljóst er að rannsóknin á flaki Kronan leiðir til þess að ómetan- legir menningarsögulegir fjár- sjóðir koma upp á yfirborðið. Vel er staðið að öllum undirbúningi til þess að taka á móti fornleifum og þeim strax komið í forvörsiu svo þær megi varðveitast um alla framtíð. Það mun og ljóst vera að upp- gröftur Indíafarsins Het Wapen van Amsterdam á Skeiðarársandi mun líklegast ekki gefa af sér færri forngripi, sem hafa menn- ingarsögulegt gildi, cn sænska skipið. En þá vaknar spurningin, hvernig staðið verður að því að taka á móti öllum þeim fornleif- um, sem koma upp á yfirborðið. Að öllum líkindum munu kynstrin öll af timbri finnast. Timbur, sem legið hefur í vatni eða jörð þarf að forverjast strax eftir að það er grafið upp, annars eyðist það á skömmum tíma. Það er augljóst mál að tilgangs- lítið er að grafa upp Indíafarið, sé ekki gert ráð fyrir forvörslu á timbrinu og öllum forngripum öðrum, sem upp munu koma. Nýlega hafa lokið námi 2 eða 3 íslendingar, sem stundað hafa nám í forvörslu forngripa og lista- verka í mjög fullkomnum skóla í Kaupmannahöfn. Eðlilegt er, að sú sérhæfða þekking, sem til er á íslandi á þessu sviði, sé nýtt til hlítar. Líklegt er þó að leita verði aðstoðar erlendis frá t.d. um for- vörslu skipsskrokksins. Mikil reynsla hefur fengist af slíku á Vasa-safninu í Stokkhólmi, svo dæmi sé nefnt. Vasa-skipið hefur verið í stöðugri forvörslumeðferð, allt frá því að það var tekið upp úr sjó 1961. íslenskar fornleifar seldar úr landi? Það er ekkert efamál að leitar- menn eiga mikinn heiður skilinn, fyrir sína þrotlausu leit að Indía- farinu Het Wapen van Amster- dam, fyrir að finna skipið og fyrir að grafa það upp. En það mun vera nokkuð á huldu hvað þeir ætla að gera við fornleifar þær, sem þeir kunna að finna á Skeið- arársandi. Helst er á þeim að skilja að selja eigi fornminjarnar á opnum markaði hæstbjóðanda. Bergur Lárusson, einn af fyrir- svarsmönnum leitarmanna, segir í Þjóðviljanum 4. ágúst 1982, að fornleifarnar, sem kunni að finn- ast í Skeiðarársandi séu ekki ís- lenskar, heldur hollenskar og því óviðkomandi Þjóðminjsafninu, en hollenska ríkið eigi heldur ekkert tilkall til fornminjanna, þar sem þær hafi legið svo lengi á Islandi. Samkvæmt þessu þá virðist Bergur Lárusson telja sig óháðan öllum fornminjalögum og að hann og félagar hans geti ráðstafað því, sem kann að finnast að eigin geð- þótta. En málið er ekki svo einfalt. Ár- ið 1960 sótti Bergur Lárusson og félagar um leyfi ríkisstjórnarinn- ar til leitar að Indíafarinu Het Wapen van Amsterdam. I leyf- isbréfi forsætisráðuneytisins til Bergs segir m.a.: Flak herskipsins Kronan (1676) er talið einn merkasti fornleifafundur neð- ansjávar í seinni tíð. Hér hefur lítið skatthol verið sótt í djúpin. (Ljósm.: Lénssafniö í Kalmar, Peter Norman.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.