Morgunblaðið - 28.06.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
7
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verö.
Steinull — glerull — hólkar.
Armúla 16 sími 38640
Þ ÞORGRÍMSSON & CO
Lærið vélritun
Ný námskeiö hefjast mánudaginn 4. jútí. Kennsla ein-
göngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00.
Vélritunarskólinn,
Suöurlandsbraut 20.
Ath.: Vantar nýlega bíla á staöinn.
SYNINGARSVÆÐI UTI OG INNI
TS'ítamalkadulLnn
12- I ■$
Peugot 305 1982
BrúnsanMraöur akinn aAatna t þúa. km.
Kassettutakt o.S. Varö 270 þúa.
*
*tm
Toyota Crown
1982
Qullsanseraöur, sjálfskiptur m/öllu. Bíll í
Qrásanseraöur, kasaattutakl. aklnn 17 þús sérflokki Verð 420 þús. (sklptl mðfluleg).
km. Beinsklptur, ýmslr aukahlutlr. Verö kr. Vandaður tramdrifsbill
330 þús.
a 'jtsp* — -■=-«*
Toyota
1979
Svartur, ekinn aöeins 44 þús km. Sjátfskipt-
ur, snjódekk ♦ sumardakk. Verö 170 þús.
Toyota
FramdritsMI. GuNsanaeraður, S flira, akinn
15 þús. km.. sn)ódakk, sumardakk. Qullfal-
legur bíu. Verð kr. 255 þúe. (aklptl é ðdýrarl)
-
Jeppi
Range Rover 1975. flrér. Alkir endurnýjaður.
sportfelgur, vönduð Innrétting o.fl. Bnn sá
fallegastl á götunni.
Dodge Van 100
húsbíll 1979
Drapplitur, 8 cyt. 316 m/öliu. Nýinnfluttur frá
USA. Ekinn aöeins 25 þús. km., gullfallegur
bill. Verö kr. 550 þús. Ýmis skipti möguleg.
SOVÉZKT .RANNSOKNARSKIP- vio strendur ISLANDS.
Vaxandi ágengni Sovét-
ríkjanna viö Norðurlönd
„Einn þáttur í vaxandi ágengni sovézkra hernaðarsinna eru
feröir kjarnorkukafbáta í landhelgi norrænna ríkja. Þær hafa
gengið svo langt, aö einn báturinn strandaöi uppi í fjöru langt
inni í firði í Svíþjóö.
Þessi sérstæöa frekja hefur leitt til hugleiðinga innan og
utan Svíþjóöar um, aö tímabært sé fyrir Svía aö endurskoða
stööu sína í heiminum, áöur en þeir eru nauöugir farnir aö sitja
og standa eins og Andrópof þóknast.“
(Úr leiöara Dagblaðaina Viaia sl. laugardag).
Tilefnissmíö á
Þjódviljasíðum
SkrifTinnar Þjóðviljans
ganga af og til ■' þau spor
Mr. Ó. (irímssonar að
skapa Sovétríkjunum „til-
efni“ til gjöreyðingarhót-
ana — með því að gera
þeirri endaleysu skóna, að
hér séu geymd kjarnorku-
vopn. Að þessum hótunum
er vikið í forystugrein
Dagblaðsins Vísis þar sem
segir m.a.:
„Hlutleysi Svía var á
sínum tíma reist á grund-
velli toluverðs varnarmátt-
ar þeirra. Nú er hins vegar
svo komið, að útþenslu-
menn austursins hafa
þennan mátt í flimtingum
og athafna sig eftir þorfum
í sænskum fjörðum.
Hótun Rauða hersins er
meðal annars ætlað að
vara Svía við að láta hug-
leiðingar um endurmat
ganga svo langt, að þeir
taki upp samstarf við Atl-
antshafsbandalagið. Þá
verða þeir sprengdir eins
og Danir, Norðmenn og Is-
lendingar.
Um leið er hótunum
þessum ætlað að styðja við
bak fimmtu herdeildanna í
Danmörku, Noregi og á ís-
landi. iH-ssar deildir eru
skipaðar nytsömum sak-
leysingjum, sem halda. að
þeir stuðli að friði með
þátttöku í ýmsum hreyfing-
um.
Ein skæðasta „friðar"-
plágan er hugmyndin um
samkomulag um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum. Hún bygg-
ist á þeirri firru, að mark
sé takandi á undirskriftum
Kremlverja undir alþjóð-
lega eða fjölþjóðlega samn-
inga.
Sönnu er nær, að slíkar
undirskriftir eru fremur
vísbending um, að Andró-
pof og félagar hugsi sér til
hreyfings í hina áttina.
Mannréttindabrot þeirra
hafa til dæmis stóraukizt
eftir undirritun Helsinki-
sáttmálans.
Kjarnorkuvopnalaus
lönd á borð við Norðurlönd
þurfa engar yfirlýsingar
Kremlverja um kjarnorku-
vopnalaus svæði, ekki
fremur en gagn er að
hliðstæðum yfirlýsingum
um, að þeir verði ekki fyrri |
til að beita kjarnorkuvopn-
um.
Vfirlýsingar af þessu tagi
eru verri en marklausar.
Til dæmis er dómur reynsl-
unnar, að „ekki-árásar-
samningur" er af hálfu
slíkra stjórnvalda talinn
eðlilegur aðdragandi árás-
ar, — hluti af vinnubrögð-
um |K'irra.
Á sama tíma og Andró-
pof var aö skipuleggja geð-
veikrahælin fyrir leyniþjón-
ustuna lærði hann að full-
komna utanríkisstefnuna,
sem felst í útþenslu með
góðu og illu til skiptis. Nú
hentar honum að byrja að
hóta okkur.
TU þess að varðveita
friðinn er okkur affarasæl-
ast aö standa þótt saman í
vó.ninni og láta „friðar"-
hreyfingum ekki takast að
rjúfa nein þau skörð í múr-
inn, sem Kremlverjar eru
að blekkja þær til að reyna
I að gera."
„Þessi hótun
kemur ekki á
óvart“
Dagblaðið Tíminn fjalla-
og í forystugrein sl. laug-
ardag um hótanir Sovét-
ríkjanna. sem nú er beint
að íslendingum, Dönum og
Norðmönnum. Þar segir
m.a. orðrétt:
„Frá því hefur verið
skýrt í fjölmiölum, aö
Kauða stjarnan, málgagn
rússneska hersins, hafi
viðhaft þau ummæli, að
yrði gerð kjarnorkuárás á
Sovétríkin, sem á einhvern
hátt mætti rekja til Norður-
landa, yrði því svarað með
kjarnorkuárás á Noreg,
Danmörku og ísland.
Þessi hótun kemur ekki
neitt á óvarL fslendingar
munu yfirleitl ckki gera
sér vonir um, jð þeir
sleppi, ef til styrjaldar
kæmi milli risaveldanna.
Því veldur lega landsins.
lH‘tta gildir jafnt, hvort hér
væri her eða ekki her. Það
er >nikill misskilningur, að
hlutkysi myndi nokkru
breyta í þessum efnum.
Þátttaka íslands í Atl-
anLshafsbandalaginu hefur
því ekki aðallega byggzt á
því, að hægt væri að verja
landið á ófriðartímum,
heldur miklu meira á hinu,
að slík samtök vestrænna
þjóða gætu stuölað að því,
að ekki kæmi til styrjaldar.
Kina örugga leiöin fyrir ís-
land til að sleppa við ógnir
kjarnorkuárásar er sú, að
ekki komi til styrjaldar.
Tilgangur Atlantshafs-
bandalagsins er að koma i
veg fyrir styrjöld. Banda
lagið vill vinna að þessu
eftir tveimur leiöum. Önn-
ur er sú, að koma á og við-
halda hernaðarlegu jafn-
vægi, svo að Ijóst verði, að
árás borgar sig ekki. Hin
er sú að vinna að auknum
viðskiptum og samskiptum
og draga úr tortryggni og
ófriðarhættu á þann hátt."
Höfum fengið
pottþéttar ítalskar
pizzuumbúðir
Sumarferó
Landsmálafélagsins
Varðar 1983
Sumarferðin verður farin laugardaginn 2. júlí
Lagt af stað frá Valhöll Háaleitisbraut 1, kl. 8.00.
Verð fyrir fullorðna kr. 490.00
og ffyrir börn kr. 260.00
★ Ekið veröur um sögusvið
Njálu — Rangárvelli —
Landeyrar — Fljótshlíð.
★ Morgunkaffi drukkið viö
Hellu — Hádegisverðar
verður neytt innst í Fljóts-
hlíð viö bakka Markarfljóts.
★ Einhver fallegasti áning-
arstaöur sem til er.
★ Aöalfararstjóri verður Einar
Þ. Guöjohnsen.
★ Miðasala alla virka daga frá
og meö 27. júní í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, kl. 9—
17.00 og frá 29. júní kl.
9.00—21.00 — Sími 82900.
JITril Leið sem fáir hafa farið — Landeyrar
n I n. og innst í Fljótshlíð.
VARÐARFERÐIN - 2. JÚLÍ - FRÁ VALHÖLL KL. 08.00.