Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 18

Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 Karlar útskrif- ast sem fóstrar og hyggja á meira nám NÚ Á dögum aukiiLs jafnréttis hefur kvenfólk verið í sífelldri sókn inn í þau starfssvið sem áður þóttu aðeins við hæfi karla. Sjaldnar heyrist þó af karlmönnum í „kvenmannsstöfum" en við skólaslit Fósturskóla íslands 27. maí sl. útskrifuðust í fyrsta sinn hér á landi karlmenn með fóstur- menntun og hafa þeir báðir hafíð störf sem fóstrar. Það voru þeir Þorfínn- ur Guðmundsson og Þröstur Brynjarsson sem gerðust brautryðjendur í greininni og þegar Mbl. spjallaði við þá félaga á dögunum var ekki annað á þeim að heyra en að þeir hefðu valið nám sér við hæfí. Fyrst voru fóstrarnir spurðir hvað það hefði verið sem réði því að þeir völdu fósturnám og sagði Þröstur að eftir þriggja ára nám á félagsfræðisviði í Flensborg hefði hann verið ákveðinn að starfa til frambúðar á einhvern hátt að fé- lagsmálastörfum. 19 ára gamall hefði hann svo fengið sumarvinnu á barnaheimili og upp úr því verið ákveðinn að fara í fósturnám. Þorfinnur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands en sagðist að því loknu ekki hafa get- að hugsað sér framtíðarvinnu á bak við skrifborð. Hann sendi um- sókn til Fósturskólans en fékk synjun tii að byrja með, tók þá til starfa á barnaheimili og ákvað að vera þar áfram þegar honum var veitt innganga í skólann sama haust. Sagðist hann vera því feg- inn nú að hafa unnið fyrst sem aðstoðarmaður á barnaheimili og voru þeir fóstrar sammála um nauðsyn slíkrar vinnu sem undir- búning fyrir námið sjálft. Aðspurðir um skólann voru þeir á einu máli um ágæti hans og ekki fannst þeim erfitt að stunda nám með 52 kvenmönnum í sama ár- gangi. Sögðu þeir að þeim hefði verið tekið á algerum jafnréttis- grundvelli af bekkjarsystrum sín- um og voru ánægðir með það and- rúmsloft sem ríkti í skólanum. Þó bekkjarsystur þeirra Þor- finns og Þrastar, eins og þeir sjálfir, sjái engan mun á karl- eða kvenfóstru þótti fróðlegt að vita hvernig almennt væri litið á fóstra og sagði Þorfinnur að fólk væri ekki svo undrandi á karl- manni í starfinu sem slíku, enda karlmenn nú á dögum orðnir virk- ari sem uppalendur og hugarfar gagnvart barnauppeldi mikið breyst frá því sem áður var. Það sem hann sagði fólk undrast mest væri að sjá karlmann mennta sig fyrir jafn launalágt starf og fóstrustarfið væri, og Þröstur bætti því við að sumum fyndist þetta hreint ábyrgðarleysi. Voru þeir sammála um að launum fóst- urmenntaðra og aðstoðarmanna á barnaheimilum yrði að breyta, því líklega mætti rekja tíð aðstoðar- Fóstrarnir Þröstur Brynjarsson (Lv.) og Þorfínnur Guðmundsson (Lh.) ásamt krökkum frá skóladagheimilinu við Suðurhóla. Ljésm. MbL/ Gutjóa. mannaskipti á slíkum stotnunum til lélegra launa. Til að dagvistir störfuðu á sem eðlilegastan hátt þyrfti að koma í veg fyrir þessar tíðu mannabreytingar, það yrði betra fyrir alla aðila, sérstaklega börnin. Einnig sagðist Þröstur vonast til að fleiri karlmenn færu í fósturnám því börn hefðu mjög gott af því að kynnast karlfóstr- um, þau væru orðin of vön kven- fólki á öllum dagvistum og skól- um, sum sæju jafnvei feður sína ekki nema á sunnudögum. Að lokum voru þeir fóstrar spurðir um framtíðaráætlanir sín- ar. „Eins og er vinn ég á skóladag- heimilinu við Suðurhóla," sagði Þorfinnur, „ég býst við að halda því starfi áfram um einhvern tíma, annars langar mig í nám sem kalla má tónlistar-fóstrun, þ.e. ekki bein tónlistarkennsla barna heldur fósturstarf með tónlist sem tengist hreyfingu, leikrænni tjáningu og því að örva börn til sköpunar á eigin tónlist. Fyrst ætla ég þó að vinna á barna- heimili og fá sem mesta starfs- reynslu." „Fósturnámið er hægt að nýta á margan hátt,“ sagði Þröstur, „enda felst starfið í fleiru en vinnu á dagheimilum, það eru ýmsar stofnanir aðrar þar sem gert er ráð fyrir fósturmenntuðu fólki, t.d. skólar og heimili fyrir börn með sérþarfir. Ég fer örugglega í frekara nám sem tengist fóstur- störfum, t.d. sérkennslu, en áður en ég ákveð það ætla ég að öðlast meiri starfsreynslu og núna vinn ég á Vistheimili barna við Dal- braut." ve. ORION VERNDIÐ FÆTURNA OG BAKIÐ Höfum nú aftur fengið hinar vinsælu plastgólf- mottur sem draga úr þreytu í fótum og baki þar sem standa þarf við vinnu. Einnig eru þær tilvaldar í böð og búningsklefa. Mottunum má krækja saman á öllum köntum. Hagstætt verð, góð framleiðsla. Eigum einnig ávallt til ýmsar gerðir af plast- kössum, bökkum og umbúðafötum. B. Sigurðsson s.f. Nýbýlavegi 8, Kóp. Sími 46216 mKsosmiiK "NEI, ÞETTH ERU EKKI50VÉSKIR RPMÍRRLHR 3EM HflFR FRILIPFVRIR BORR ÞETTH ERU VE3TFIR3KIR SÝSLUMENN 5EM HRFH VERtÐ HP FHGNH FORSETRNUM"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.