Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 48
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
Staðan í
2. deild
• Um helgina var frestað leikjum
Fram og KA sem leika átti í Laug-
ardal og leik FH og UMFN sem
átti að vera í Kaplakrika. Nsasti
leikur í 2. deildinni er fyrirhugaö-
ur á fimmtudaginn og eigast þá
við líð Fylkis og Víðis.
KS — Einherji 2—0
Víðir — Reynir 1—0
Völsungur — Fylkir 2—1
Völsungur
KA
Njarövík
Fram
Víöir
Siglufjöröur
Reynir
Einherji
FH
Fylkir
7 5 11 9—3 11
6 3 2 1 12—6 8
6 4 0 2 8—3 8
5 3 11 6—3 7
6 3 1 2 3—3 7
7 1 4 2 6—7 6
8 1 2 4 4—11 4
4 112 1—4 3
5 113 3—7 3
7 115 7—10 3
KS vann sinn
fyrsta sigur
Siglfírðingar unnu sinn fyrsta
sigur í 2. deildinni um helgina
þegar þeir sigruðu Einherja frá
Vopnafiröi á Siglufiröi, 2—0. Völl-
urinn á Siglufiröi var eitt forar-
svað og setti það nokkuö mark
sitt á leikinn. Óli Agnarsson skor-
aði fyrra mark KS snemma í fyrri
hálfleiknum og Hafþór Kolbeins-
son kom þeim í 2—0 á 75. mín. og
var þaö jafnframt síðasta markið
í þessum leik.
Tveimur leikjum var frestað í 2.
deildinni um helgina, báöum
vegna þess hve blautir vellirnir
eru hér fyrir sunnan. Fram átti að
leika gegn KA á Laugardalsvelli
og FH átti að fá Njarövíkinga í
heimsókn en þessum leikjum var
báðum frestað.
Eftir leiki helgarinnar eru Völs-
ungar efstir með 11 stig og hafa
aðeins tapað einum leik. Annars
er staðan þannig:
Stórleikur á
grasvelli Vals
viö Hlíöarenda
Fyrsti stórleikurinn á grasvelli
Vals við Hlíöarenda fer fram í
kvöld. Þá leika kl. 20.00 íslands-
og bikarmeistarar Vals 1976 viö
Valsliöið í ár sem veröur fyrir
nokkurri blóðtöku til tvöföldu
meistaranna frá '76. Þess vegna
er nú unniö aö því aö fá til liös við
þá stórspilarana og fyrrverandi
Valsmennina þá James Bett og
Pétur Ormslev og hugsanlega
fleiri.
Áhorfendum er lofaö aö þeir fái
ekki aö sjá baráttuleik meö
bægslagangi og takkaförum á
bringum manna, heldur veröi bolt-
inn látinn ganga.
Lið Vals 1976 verður og var
þannig skipaö: Siguröur Dagsson
og Siguröur Haraldsson, Vilhjálm-
ur Kjartansson, Grímur Sæmund-
sen, Guðmundur Kjartansson, Dýri
Guömundsson, Atli Eövaldsson,
Magnús Bergs, Guömundur Þor-
björnsson, Hörður Hilmarsson,
Ingi Björn Albertsson, Hermann
Gunnarsson og Jón Einarsson.
Valsliöiö í dag: Brynjar Guö-
mundsson, Guömundur Hreiöars-
son, Þorgrímur Þráinsson, Sigurö-
ur Sveinbjörnsson, Úlfar Hróars-
son, Magni Pétursson, Hilmar Sig-
hvatsson, Njáll Eiðsson, Bergþór
Magnússon, Hilmar Haröarson,
Valur Valsson, Samúel Grytvik,
Guöni Bergsson, Jón Grétar
Jónsson, Ingvar Guðmundsson og
Udo Lattek.
Þessum ágætu mönnum til aö-
stoöar verða hugsanlega ofan-
nefndir gestaleikmenn.
Valsvöllurinn veröur strikaöur t
Wembley-stærö 80x110 metrar,
sem eer 13 metrum breiöara og 5
metrum lengra en Laugardalsvellir.
Þaö veröur nóg pláss fyrir góða
knattspyrnu.
Miöaverö sama og í 1. deild.
• Júlíus Jónsson, einn besti maðurinn í liði Reynis, skallar frá marki eftir mikla pressu.
Morgunblaðiö/Arnór Ragnarsson.
Sanngjarn 1-0 sig-
ur Víðis yfir Reyni
Daníel Einarsson í fjögurra leikja bann
Víðir í Garöi sigraði nágranna sinn Reyni í Sandgeröi með einu
marki gegn engu á heimavelli úti á Garðskaga sl. sunnudagskvöld.
Það var Vilhjálmur Einarsson sem skoraði markið með skalla eftir
ágæta sóknarlotu Víðismanna.
Fátt eitt markvert gerðist í fyrri hálfleik. Reynismenn voru öllu meira
með boltann en náðu ekki að skapa sér marktækifæri. Áttu þeir aðeins
eitt markskot sem rataöi á markið. Aftur á móti áttu Víöismenn nokkur
marktækifæri, en markvörður Reynis varði markið með tilþrifum.
Nokkuö lifnaði yfir leiknum í síö-
ari hálfleik og voru þá Víöismenn
áberandi betri aðilinn. Þaö var svo
á 14. mín. síöari hálfleiks sem þeir
skora eins og áöur sagði. Næsta
tækifæri í leiknum var svo Reynis
þremur mínútum síðar, þegar Gísli
markvörður Víöis fór í ævintýra-
ferö út úr markinu. Mínútu síöar
átti Pálmi Einarsson ágætt skot aö
marki Reynis, en rétt yfir. Reyn-
ismenn bjarga svo á línu í horn á
24 mínútu og fjórum mínútum síö-
ar fer Jón markvöröur Reynis í
sína ævintýraferð sem endaöí meö
því að Grétar Einarsson skallaði
rétt framhjá marki.
Fleiri góö tækifæri uröu ekki í
leiknum. Bæöi liðin áttu ágæt upp-
hlaup en náöu ekki aö skapa sér
marktækifæri. Víöisliöiö er aö ná
sér eftir slaka byrjun en Reynisliö-
iö viröist brokkgengt.
Gífurlegur fjöldi manna var á
leiknum, sem fór fram í ágætis
veðri.
Þá má geta þess aö Daníel Ein-
arsson, markakóngur Víöis og 3.
deildar í hitteöfyrra, hefir veriö
dæmdur í 4 leikja bann fyrir slæma
hegöan á leikvelli. Hann lék meö
Keflavík í fyrra en gekk aftur yfir í
Víöi í vetur sem leiö.
A.R.
Meistaramótiö í kraftlyftingum:
Kári stigahæstur
Meistaramót islands í kraftlyft-
ingum tór fram um helgina í
Laugardalshöll. Keppendur á
mótinu voru 18 frá fimm félögum.
Það var lið KR sem sigraði meö
miklum yfirburðum í stigakeppni
félaganna, hlaut 32 stig, en IBV
varð í ööru sæti með 12 stig og
ÍBA kom svo í þriðja sæti með 10
stig. Ekkert íslandsmet var sett á
mótinu.
Kári Elíasson náði góðum ár-
angri í sínum flokki svo og stór-
efnilegur ungur maður, Torfi
Ólafsson, í yfirþungavigt. En úr-
slit mótsins urðu þessi:
Fl. Nafn: HnébeygjaBekk- Réttst.lyftaSamanlagt
60 kg Már Óskarsson, ÚÍA 115,0 pressa 70,0 145,0 330,0
67,5 kg Kári Elísson, ÍBA 210,0 150,0 235,0 595,0
Þorkell Þórisson, Á 175,0 102,5 170,0 447,5
Björgúlfur Stefánss., ÍBV 150,0 97,5 182,5 430,0
75 kg Halldór Eyþórsson, KR 230,0 110,0 225,0 565,0
Gunnar Hreinsson, ÍBV 150,0 92,5 200,0 442,5
82,5 kg Hermann Haraldsson, ÍBV 175,0 132,5 220,0 527,5
Alfreö Björnsson, KR 195,0 127,5 202,5 525,0
Birgir Þorsteinsson, KR 175,0 107,5 207,5 490,0
áO'kg Olafur Sigurgeirss., KR 235,0 180,0 245,0 660,0
Jóhann Gislason, ÍBV 210,0 120,0 235,0 565,0
100 kg Agnar M. Jónsson, KR 170,0 110,0 215,0 495,0
110 kg Hjalti Árnason, KR 220,0 130,0 265,0 615,0
Matthías Eggertsson, KR 220,0 140,0 250,0 610,0
125 kg Víkingur Traustason, ÍBA 300,0 165,0 265,0 730,0
+125 kg Torfi Ólafsson, KR 300,0 167,5 332,5 800,0
Stigahæstur einstaklinga var Kári Elísson ÍBA með 433,0 stig.
„Brasilía ekki meö
knattspyrnulandslið“
CARLOS Alberto Parreira, þjálf-
ari Brasilíu í knattspyrnu, var
ekkert of hress meö strákana
sína eftir Evrópuferö þeirra á
dögunum. Hann sagði við kom-
una til Brasilíu að í augnablikinu
hefði Brasilía ekkert landsliö í
knattspyrnu og í sambandi við þá
fjölmörgu sem eru á förum til it-
alíu sagöi hann: „Gott landslið
byggir mikið á góöum leik-
mönnum og auðvitað snertir það
okkur að missa þessa menn, en
það þýðir ekkert aö gefast upp
viö erum aö byggja upp nýtt
landslið og það tekur sinn tíma.“
Lozano frá
Anderlecht
SÓKNARMAÐURINN Juan
Lozano, sem leikið hefur
með Anderlecht, hefur skrif-
að undir samning viö Real
Madrid á Spáni, en hann er
Spánverji og er því kominn á
heimaslóöir á nýjan leik.
Kaupveröið var 1,5 millj.
dollara, sem eru rúmlega 41
millj. íslenskar, en þaö mun
vera nýtt met í Belgíu.
Enskir breyta
reglunum
ENSKA knattspyrnusam-
bandiö samþykkti á fundi
sínum á dögunum að breyta
reglum varðandi aukaspyrn-
ur í Englandi. Ef lið er að
reyna að tefja að aukaspyrna
sé framkvæmd meö því aö
stilla veggnum upp alveg við
boltann eins og svo algengt
er, þá hefur dómarinn rétt til
að færa spyrnuna 10 metra
nær markinu eöa að víta-
teigslínu.
Laudrup til
Juventus en
ekki Liverpool
VIÐ skýrðum frá því í síð-
ustu viku aö Michael Laud-
rup væri aö ganga til liðs við
Liverpool. Nú hefur aldeilis
orðið breyting á því, Laud-
rup hefur skrifað undir
samning við Juventus, en
hann mun þó ekki leika með
þeim næsta keppnistímabil,
því þeir ætla aö hafa Platini
og Boniek áfram, en eins og
kunnugt er má hvert lið að-
eins hafa tvo erlenda leik-
menn. Laudrup mun þó leika
í 1. deildinni á Ítalíu, því Juv-
entus hefur lánað hann til
Lazio, en þeir eru nýliðar í 1.
deildinni þar í landi.
Teitur
til Cannes
TEITUR Þórðarson mun á
næsta keppnistímabili leika
í Frakklandi. Hann hefur
skrifað undir tveggja ára
samning við AS Cannes sem
leikur í annarri deild þar í
landi. Teitur hefur undanfar-
in tvö ár leikið með Lens í
fyrstu deildinni, en ætlar nú
aö reyna fyrir sér í annarri
deild eins og áður segir.
Sigurbjörg
skoraði sex
SIGURBJÖRG Sigþórsdóttir
skoraði sex mörk á fimmtu-
daginn, þegar KR malaði FH,
8—1, á Kaplakrikavellinum í
Hafnarfiröi í bikarkeppni
kvenna í knattspyrnu. Staö-
an í hálfleik var 3—0. Sigur-
björg skoraði eftir 10 mínút-
ur, síðan Kolbrún Jóhanns-
dóttir og Ragnheiður Rúriks-
dóttir. Sigurbjörg skoraði öll
mörk KR í síðari hálfleik.
Þegar 10 mínútur voru eftir
af leiknum skoraði Halldóra
Siguröardóttir eina mark FH.
UBK vann Fylki 4—0 á
Árbæjarvelli. Ásta M. Reyn-
isdóttir skoraði fyrsta mark
leiksins eftir 10 minútur, 1—0
í hálfleik. Ásta B. Gunnlaugs-
dóttir bætti ööru við, 2—0,
þriöja markið var sannkallaö
draumamark, en þaö skoraöi
Sigríöur Tryggvadóttir meö
föstu skoti af löngu færi efst í
vinkilinn. Ásta M. Reynisdóttir
innsiglaöi svo sigur UBK þeg-
ar 15 sekúndur voru eftir.