Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 29

Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 33 anna þriggja var á rammari grunni en oftast virðist um sam- félög á öld eigingirni. Þetta sam- félag var lán Baldurs. Pyrir það varð líf hans fyllra en flestra. Baldur var heimakærasti maður sem ég hef þekkt. I því friðsama en glaðværa húsi, Ásvallagötu 28, kom lífsfyllingin til hans, hann þurfti ekki að fara um heiminn og snúa við steinum í leit hennar. Hann skildi við börn sín fyrr en hann ætlaði en hann skildi við þau í meiri þroska, við meira öryggi og í betri höndum en feður geta al- mennt vænst. Þau guldu honum líka skuld sína betur en nokkur faðir væntir. Þau stóðu við hlið hans i þessu síðasta erfiða stríði af því einstaka æðruleysi, sem ein- kenndi Baldur sjálfan og hann mat svo hjá öðrum. Síðasta gjöf Baldurs til ástvina sinna var erfið viðtöku en verður okkur dýrmæt þegar fram líða stundir. Hann átti lengi í þeirri lokaorrustu sem allir tapa en barðist svo vel og af slíku æðru- leysi að enginn mun gleyma. Þeir sem á horfðu munu síður tapa átt- um í volæði yfir smámunum, þeirra mat á hvað er smátt og hvað er stórt er annað en áður. Frá honum stafaði fegurð og mildi, mitt í stríði og myrkri. Hann kenndi án orða til hinstu stundar. Börnum Baldurs, Sigurði, Jó- hanni og Ingibjörgu, og konu hans, Jóhönnu, get ég ekki með orðum tjáð samúð mína. Þau bjuggu Baldri gott líf og þá fegurð í lokin, sem við hin erum svo þakklát fyrir. Sú fegurð var af þeim sama meiði og sú fegurð, sem sigrar dauðann að lokum. Guð geymi þennan góða dreng. Jón Ormur Halldórsson. Senn eru 75 ár liðin síðan Kenn- araskóli fslands tók til starfa. Tuttugu ár eru síðan skólinn flutti í hús sitt við Stakkahlíð en röskur áratugur frá því Kennaraháskóli íslands var settur á stofn; arftaki Kennaraskólans, sprottinn úr jarðvegi þeirra umbrota, sem ein- kenndu sjöunda áratuginn. Magnús Helgason og Freysteinn Gunnarsson stýrðu skólanum í hálfa öld og fimm árum betur en undanfarin tuttugu ár hafa tveir menn farið þar með forystu, þeir Broddi Jóhannesson og Baldur Jónsson, en Baldur var kjörinn rektor Kennaraháskólans 1975 og endurkjörinn 1979. Aðstoðarrekt- or var hann frá stofnun KHÍ 1971 og þar áður yfirkennari við gamla kennaraskólann lengst af frá því dr. Broddi tók við skólastjórn. Hér er ekki staður né stund til að fjalla um þróun kennaramennt- unar á íslandi. Á því sviði er mikið verk óunnið, einkum að rekja þræði úr sögu síðustu 20 ára, sem voru svo viðburðarík enda urðu á þeim tíma alger þáttaskil í skipan starfsmenntunar kennara í land- inu. Fullyrða má að Baldur Jóns- son frá Mel í Skagafirði, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju, átti með störfum sínum, fyrst við Kennaraskólann og síðar Kenn- araháskólann, veigamikinn þátt og farsælan í umbótastarfi þess- ara ára. — Aðrir, sem voru dag- legum störfum hans við skólann nákunnugri en undirritaður, munu nú eða síðar lýsa verkum hans á þeim vettvangi. Hann helg- aði skólanum starfskrafta sina óskipta af þeirri trúmennsku, lát- leysi og ósérhlífni, sem einkenndi allt hans líf bæði embættisstörf og persónuleg samskipti við fólk. — Hér verða aðeins nripuð á blað sundurlaus persónuleg minninga- brot sem koma í hugann á svipulli stund. — Við Baldur Jónsson vorum sam- sýslungar — nær jafnaldra — og hann var aðeins einum bekk á undan mér þau þrjú ár, sem við áttum samleið í Menntaskólanum á Akureyri. Samt voru persónuleg kynni okkar lengi framan af árum næsta lítil. Þegar ég hóf störf við Æfingaskóla KHÍ fyrir röskum áratug urðu samskipti okkar hinsvegar veruleg og oft hittumst við daglega. Við hlutum að fjalla um mörg sameiginleg viðfangs- efni, sum örðug úrlausnar. Því er ekki að leyna að okkur greindi oft á um ýmisleg efni. Við skoðuðum menntun kennara oft og tíðum af ólíkum sjónarhóli og vorum komn- ir til sameiginlegra verka eftir nokkuð mismunandi leiðum. En þótt undirritaður sjáist lítt fyrir í orðaskiptum og sé líklega stundum óvæginn í daglegu þrasi, ef menn standa vel við höggi, þá varð okkur þessi hvatvísi mín sjaldan til verulegra óþæginda. Þetta er til marks um ljúft skap Baldurs og góðvilja. — Má ég nú minnast þessa með þakklæti. — Kennaraskólinn bjó við ótrúlega erfið starfsskilyrði á árunum kringum 1970 og raunar bæði fyrr og síðar þótt um þverbak keyrði um þetta leyti. Hefir löngum reynst erfitt að gera yfirvöldum þetta skiljanlegt. Það veit ég með vissu að starfsdagur Baldurs var á þessum árum oft ákaflega langur og þreytandi. Stundum mun sum- arleyfið líka hafa orðið býsna ódrjúgt. Eftir 1970 hófst svo hið torsótta verk, sem enn stendur yfir, að færa starfshætti kennaranámsins af almennu framhaldsskólastigi á háskólastig og laga það jafnframt að kröfum um breytta starfshætti í grunnskólanum. Á þessum óvissu tímum þegar sviptivindar breytinga og nýjunga skullu yfir var það vafalaust far- sælt að skólinn naut forsjár Bald- urs Jónssonar. Persónulegir eig- inleikar hans gerðu hann einkar vel til þessa hlutverks fallinn. Hanh var gæddur ágætum hæfi- leikum og skýrleik í hugsun, þekk- ing hans yfirgripsmikil ekki að- eins á sérsviði hans, heldur einnig almennt og um skólamál sérstak- lega. — Hér skipti þó mestu máli að Baldri var gefin óvenju traust skapgerð. Hann var jafnlyndur og rólegur á hverju sem gekk. Per- sónulegur hlýleiki í viðmóti var áberandi eiginleiki í dagfari hans og umgengni. Kennurum og nem- endum þótti ákaflega gott að leita til hans með vandamál sín og drógu ekki í efa einlægan áhuga hans að verða að liði og greiða götur manna eftir bestu getu. Um þetta get ég borið vitni af eigin raun og sama hefi ég heyrt frá öllu samstarfsfólki hans. Mannkostir Baldurs, kjarkur hans og hugarró, komu hvað skýr- ast i ljós í hinu langa sjúk- dómsstríði, sem hann varð að heyja síðustu árin. Þessu kynntist ég nokkuð síðustu mánuðina, sem hann lifði. — Atvikin höguðu því svo að ég heimsótti hann alloft undanfarna mánuði, stundum vikulega. Fyrir þessar samverustundir er ég sér- lega þakklátur. — Baldur miðlaði mér mikilvægum upplýsingum um ýmislegt varðandi starfsemi Kennaraháskólans og stöðu ein- stakra verkefna, sem skólinn stendur andspænis um þessar mundir. — Mér kom það satt að segja nokkuð á óvart hve viðhorf okkar til kennaramenntunar virt- ust svipuð i grundvallaratriðum og þá ekki síður hvaða verkefnum á vegum skólans væri brýnast að sinna. — Þessar viðræður verða mér minnisstæðar. Þessar komur mínar í stofuna á Ásvallagötu 28, þegar daginn var tekið að lengja og nálægð vorsins lá í loftinu, gáfu mér líka sýn á einn þátt í lifi Baldurs, sem ég vil gjarnan nefna úr því ég á annað borg sting niður penna. Baldur Jónsson var ábýggilega heimakær maður í bestu merk- ingu þessara orða. Heima vildi hann vera meðan þess var nokkur kostur. Ástúðin og hlýjan í sam- skiptum þeirra hjóna og barnanna leyndi sér ekki. Kannski skiptir að lokum ekkert máli nema þetta . eitt. Mér finnst um fáa menn megi segja með meiri sanni en Baldur Jónsson frá Mel að hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu og á engu níðast því sem honum var til trúað. Jónas Pálsson Dcyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur id sama, Þessi orð hinna fornu fræða fela í sér æðruleysi og yfirvegun. Þau votta um djúpan skilning þess er mælir, sátt við lífið og óumflýjan- legar staðreyhdir þess. Þau eru einnig formáli annarra orða sem boða háleita lífsstefnu: en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við nemendur KHÍ fengum full- lítil kynni af rektor okkar, Baldri Jónssyni, næstliðna tvo vetur. Við vissum að hann háði baráttu sína um iífið, við vissum einnig að hann rækti embætti sitt að ystu mörkum þess, er heilsufar hans leyfði, var og slíks von þar sem hann var. Baldur var mildur stjórnandi og ætíð hlýr í viðmóti, gott til hans að leita með erindi. Hann hlustaði, skilningur hans á vandamálum var sannur, ráð gaf hann eftir bestu samvisku og hvikaði þá hvergi frá samvisku sinni. Hann hafði lag á að skýra afstöðu sína þannig, að þótt um ágreining væri að ræða, hlaut gagnkvæmur skiln- ingur að ríkja. Við minnumst hans með hlýju og virðingu og vottum fjölskyldu hans, ættingjum og vinum inni- lega samúð okkar. Vísan hér á undan, úr Hávamál- um, er verðug eftirmæli um jafn ágætan mann. Hvíl í friði Baldur Jónsson. Nemendur KHÍ Margs er að minnast við fráfall Baldurs Jónssonar, rektors Kenn- araháskóla íslands, en hæst í minningunni ber sjálfa manngerð- ina. Eftir rúmlega 20 ára samstarf við hinar fjölbreyttustu aðstæður skólastarfsins, stendur ljóslifandi minningin um hið einstaka and- lega jafnvægi og traustu skaphöfn þessa greinda, dula og tilfinn- inganæma manns. Aldrei var kvartað um annríki og af skilningi og nærgætni var hann ætíð reiðu- búinn að hlusta á vandamál sam- starfsmanna jafnt og nemenda. Athugull og æðrulaus hlýddi hann á skoðanir og röksemdir, en lét ógjarnan sínar skoðanir í ljósi að fyrra bragði. Ekki skorti hann sjálfstæði í skoðunum og var fast- ur fyrir ef því var að skipta. Hann tók tillit til skoðana annarra og fylgdi þeim eftir, ef hann taldi þær vera málstaðnum til góðs. Málflutningur hans einkenndist af hógværð og óeigingirni en mál- efnalegri festu. Aldrei var kvartað um álag né þunga byrði marg- þættra starfa á ábyrgðarmiklum starfsferli. Orðið þreyta viðhafði hann aldrei um sjálfan sig svo ég viti, ekki einu sinni eftir að veik- indi og þjáningar tóku að hrjá hann. Á sjúkrabeði hélt hann sínu andiega jafnvægi til hins siðasta og fylgdist af áhuga með mönnum og málefnum. Gjarnan ræddi hann um málefni Kennaraháskól- ans og vakti fleiri spurningar, en svör voru við. Frá fyrstu samstarfsárum okkar Baldurs og ætíð síðan var mér ljós sú mikla ást og umhyggja er hann bar fyrir fjölskyldu sinni, Jóhönnu konu sinni og börnunum þremur, Sigurði, Jóhanni og Ingi- björgu. Kynni mín af heimili þeirra hjóna sannfærðu mig um að persónueinkenni Baldurs nutu sín í enn ríkari mæli í samskiptum við fjölskylduna. Einnig þar ein- kenndu ljúfmennska og tillitssemi far hans allt en jafnframt var hann hin trausta kjölfesta heimil- isins. Tilfinningar hans til fjöl- skyldunnar voru ríkulega endur- goldnar ekki síst þegar mest á reyndi í veikindum hans og hafa vafalaust verið honum meira virði en orð fá lýst. Áhrifa samferðamanna gætir löngu eftir að þeir eru horfnir. Þökk fyrir samfylgdina og þau spor sem hún skilur eftir í minn- ingunni. Ég votta eiginkonu og börnum mína dýpstu samúð og vona að minningin megi lýsa ykkur um ókomin ár og lina þjáningar líð- andi stundar. Sigríður Valgeirsdóttir I hugum íslendinga táknar Jónsmessan sigur vors og lífs í landinu. Þá er döggin máttug og á Elífsfjalli fljóta upp óskasteinar. Þjóðtrúin greinir frá stúlku sem fann þar stein og óskaði sér. Hún var samstundis stödd í veislu í veglegri höll. En hún stóðst freist- inguna, kastaði steininum og varð farsæl í héraði. Nú er til moldar borinn Baldur Jónsson, rektor okkar í Kennara- háskólanum. Við minnumst hans sem samverkamanns og yfir- manns en þó fyrst og fremst vinar sem vildi hvers manns götu greiða. Af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun skólans 1971 hefur Baldur verið rektor í átta ár. Þessi ár hafa á ýmsan hátt verið tíðinda- söm. Skólinn hefur verið í vexti og örri mótun. Á slíkum tímum mæð- ir mikið á stjórnandanum sem verður að sýna hvort tveggja í senn: sveigjanleika og staðfestu. Baldur Jónsson var ávallt reiðubú- inn að hlusta á tillögur kennara og nemenda og var öðrum gleggri að meta gildi breytinga. Styrkur hans sem stjórnanda lá þó fyrst og fremst í trú hans á manninn, trú hans á íslenskan arf og trú hans á að gefa mönnum og málefnum svigrúm til að þróast. Stjórn hans var án stóryrða og einkenndist af alúð. Aldrei urðu fundir svo langir og hvimleiðir að rektor ætti ekki til góðlátleg gamanyrði og bros á þreytulegu andliti. Viðnámsþrótt sækja menn í sólskin löngu liðinna sumra — sólnætur fyrir norðan þegar steinar fljóta upp á dumb- rauðum fjöllum. Skóli á hausti er ávallt annar en sá sem var í vor. í þetta sinn yerð- ur breytingin mikil í KHÍ. Skólinn horfir á bak leiðtoga sínum á besta aldri. Baldur Jónsson kemur ekki til starfa oftar. Það er skarð í mannhringinn og við munum sakna hans í önn dagsins. Baldur Jónsson var maður þeirrar gerðar að hefði hann fund- ið óskasteininn á Elifsfjalli hefði hann líklega fleygt honum eins og stúlkan í sögunni. Hann var tor- trygginn á skjótfengnar lausnir og miklar ákvarðanir. Hann var far- sæll maður í lífi og starfi. Þær lýsa honum best þjóðsögurnar að norðan þaðan sem hann kom. Dauðinn hefur boðað til fundar. Það fundarboð fáum við öll að lok- um. Nú lauk svo fundi að helstríð- ið varð að Jónsmessunótt. Við þökkum Baldri samfylgdina og færum fjölskyldu hans samúð- arkveðjur. Starfsfólk við Kennaraháskóla íslands Baldur Jónsson rektor er látinn fimmtíu og níu ára að aldri. Hann var fæddur á Mel í Skagafirði, sonur hjónanna Jóns Eyþórs Jón- assonar og Ingibjargar Magnús- dóttur. Móðir hans lést fyrir þremur árum, en faðir hans fyrir ári og voru bæði á níræðisaldri. Baldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1946. hann nam íslensk fræði við Háskóla íslands og lauk cand. mag.-prófi 1952. Hann stundaði framhaldsnám í norrænum þjóð- fræðum við Uppsalaháskóla um eins árs skeið og nam uppeldis-og " kennslufræði við Háskóla íslands. Baldur kenndi íslensku við skóla gagnfræðastigsins í um ellefu ár, en réðst til Kennaraskóla íslands árið 1964. Sá skóli og arftaki hans, Kennaraháskólinn, varð síðan starfsvettvangur hans til æviloka eða í nítján ár. Þetta tímabil varð viðburðaríkt í sögu kennara- menntunar á íslandi. Talsverðar breytingar urðu á stöðu Kennara- skólans og gegndi hann nánast hlutverki almenns menntaskóla um skeið og tók við miklum fjölda nemenda. Þetta voru um margt erfið ár við slæm starfsskilyrði. Samtímis er hafinn undirbúning- ur að stofnun Kennaraháskólans og voru lögin um stofnun hans samþykkt 1971. Árin 1971—1974 voru um margt millibilsár, þar sem fjölmennir árgangar luku námi eftir eldri skipan samtímis því sem ný skipan var tekin upp með mörgum krefjandi viðfangs- efnum. Eftir þetta tók við annas- amt tímabil frekari mótunar hins nýja skóla eftir því sem reynsla hans og starfsliðsins óx. Þetta tímabil varir enn. Baldur Jónsson tengdist fljótt stjórnunarstörfum eftir að hann koma að Kennaraskólanum. Hann varð yfirkennari 1967, aðstoðar- rektor Kennaraháskólans 1971, kjörinn rektor 1975 og endurkjör- inn 1979. Hann átti aðeins eftir fáar vikur í starfi til að ljúka síð- ara kjörtímabili sínu, er hann lést fyrir aldur fram. Enginn einn maður hefur starfað jafn mikið og Baldur að stjórnun í menntastofn- unum kennara á því viðburðaríka skeiði, sem lýst var að nokkru hér að framan. Rektorsstörf í KHÍ sem og víða annars staðar eru mjög fjölþætt störf og reyna á manninn allan er starfanum gegnir. Starfslið KHÍ hefur ólíkan bakgrunn menntunar og reynslu. Því er skipað saman í stjórnunareiningar eða skorir eft- ir kennslugreinum. Allir eiga þó að vinna að einu marki — mótun heilsteyptrat kennaramenntunar. Það er mikið komið undir rektor skólans, hvernig tekst að tengja og samstilla starfsliðið til að vinna að settu markmiði. Á hröðu mót- unarskeiði skólans reynir meira á þetta en ella, þegar finna þarf leiðir og útfærslur er svara kröf- um tímans. Baldur Jónsson hafði margt til að bera, er gerði honum kleift að takast á við vandasöm viðfangs- efni skólans. Hann var jákvæður í viðhorfum, umburðarlyndur og hreinskiptinn stjórnandi, er starf- aði fyrir opnum tjöldum og leitaði eftir hugmyndum samstarfsfólks- ins að úrlausn helstu viðfangs- efna. Hann lét nemendur njóta sanngirni í samskiptum og mat hugmyndir þeirra og tillögur eigi síður en annarra. Undirritaður var náinn sam- starfsmaður Baldurs rektors í fjögur ár. Þessi tími verður mér lengi minnisstæður og margt hef ég lært af Baldri á þessum tíma. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Ég varð vitni að því, hvernig hann leitaði lausna á erf- iðum málum og yfirvegaði þær í ljósi þekkingar sinnar á bak- grunni og þróun skólastarfs í KHÍ. Baldur varði miklum tíma til að sinna málum annarra þátta skóla- starfsins en grunnnáms kennara. Hann tók mikinn þátt í skipulagn- ingu endurmenntunar fyrir starf- andi kennara og fagnaði árangri af því starfi; vann að undirbúningi og stjórnun framhaldsdeilda við skólann; réttindanámi grunn- skólakennara og uppeldis-og kennslufræðinámi fyrir fram- haldsskólakennara í tækni-og verkgreinum. Áhugi Baldurs fyrir frekari þróun kennaramenntunar í land- inu beindist að ýmsum atriðum, en tvennt vil ég nefna hér sér- staklega. Hann taldi að tengsl KHÍ og annarra kennaramennt- unarskóla þyrfti að efla og endur- skoða og hann hvatti til þess að skipulagt yrði framhaldsnám fyrir starfandi skólastjóra og yfir- kennara. Að loknum starfsdegi Baldurs Jónssonar við KHÍ er ljóst að margt hefur áunnist. Ung stofnun hefur þróast og mótast. Einna at- hyglisverðust er að mínu mati þróun innra starfs skólans og þess skipulega samstarfs sem komist hefur á með starfsliði hans. Baldur Jónsson var að eðlisfari hægur og hlédrægur maður, sem ekki barst mikið á. Hann var glað- sinna og einstaklega ljúfur maður í allri viðkynningu. Baldur kvæntist 10. júní 1957 eftirlifandi konu sinni, Jóhónnu Jóhannsdóttur skjalaþýðanda, og eignuðust þau þrjú börn, sem öll dvelja í foreldrahúsum. Þau eru, Sigurður, fæddur 1960 og lærir flugumferðarstjórn, Jóhann, fæddur 1962, laganemi við HÍ og Ingibjörg, fædd 1965 og er í menntaskóla. Þau áttu saman traust og gott heimili ríkt af trún- aði og samhjálp. Ég veit að Baldri var það mikils virði og hann lét ekki ytri aðstæður og boð um mannvirðingar slíta sig frá konu og börnum. Baldur barðist við ill- an sjúkdóm í rúm tvö ár. Við sem fylgdumst með þeirri baráttu úr nokkrum fjarska fengum að reyna, hvað hugur hans var bund- inn skólanum, málefnum hans og SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.