Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 33

Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 37 ekki eftir voru vegtyllurnar einsk- is verður hégómi. Þótt Vilmundur hafi fyrst og fremst verið kunnur vegna stjórn- málaþátttöku sinnar átti hún síð- ur en svo hug hans allan. Mér eru ógleymanlegar þær stundir þegar setið var yfir kaffibolla og spjallað um lífið og tilveruna. Þegar talið barst að innihaldsríkri ljóðlist færðist Vilmundur allur í aukana. Ljóð eins og Yngismey eftir Davíð, þar sem ort er um mannlegar til- finningar, þótti honum vænst um. Sjálfur var hann mjög tilfinn- inganæmur, en þó laus við það sem við köllum tilfinningasemi. Seinustu misserin var Vilmund- ur óþreytandi við að útskýra fyrir mér mannkærleik anarkismans, þesssarar misskildu stjórnmála- stefnu sem ranglega hefur verið kennd við stjórnleysi. Ég hygg að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því hve frjálslyndi var ríkur þáttur í lífsafstöðu hans. Honum fannst óskir manna, vonir og þrár svo margbreytilegar að dauðlegir valdsmenn hefðu ekki rétt til að setja fólki úrslitakosti í lífinu. Innst inni hafði hann óbeit á öllu valdi. Fyrir kom að stjórnmálabarátt- an varð miskunnarlaus og olli sár- um. Þó að lagt væri til Vilmundar með ósæmilegustu vopnum, minn- ist ég þess ekki að hann hafi borið kala til nokkurs manns. Þvert á móti fannst mér það nokkrum sinnum horfa til hreinna vand- ræða hve fljótur hann var að fyrirgefa og gleyma. Vilmundur velti mikið fyrir sér heimspekilegum og siðferðilegum spurningum, spurningum um gott og illt, rétt og rangt. Þá var það ekki síst sjálft lífið, hamingja þess og harmar, sem honum fannst mikilvægt að brjóta heilann um. Mannlífið var honum óþrjótandi uppspretta til íhugunar. Vilmund- ur leitaði víða fanga og var stór- fróður um hinar aðskiljanlegustu lífsskoðanir manna. Hann sagði til dæmis að einar skemmtileg- ustu stundir námsára sinna í Bretlandi, hefði hann átt i rök- ræðum um eilífðarmálin við kat- ólska presta. Virðing fyrir fólki var Vilmundi í blóð borin. Þótt hann gagnrýndi af hörku, neitaði hann að trúa því að maðurinn sjálfur væri slæmur í hjarta sínu. Trúin á mannfólkið og traustið til samferðamannanna var með ólíkindum. Það er þyngra en tárum taki að þurfa nú að kveðja Vilmund og þola þá tilhugsun að eiga ekki eft- ir að hitta hann framar. Við sem höfum óttast að dauðinn sé lífsins grimmi vetur reynum í dag að halda höfði og trúa hinu gagn- stæða. Þegar ég nú kveð hann Vimma í síðasta sinn langar mig að láta fylgja ljóð sem stundum var haft yfir á Haðarstígnum. Krrndi, þegar Hðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að .skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, Ijúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustrengnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. I*ó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, ég hef sæmt hann einni fvlgju: óskum mínum hvar hann geingur. (HKL) Sé Guð til þá treysti ég honum fyrir vini mínum. Megi þessi góði drengur sofa rótt í kyrrð hinnar hljóðu nætur. Garðar Sverrisson Það kemur margt upp í hugann þegar minnast skal Vilmundar Gylfasonar. Á stuttri starfsævi kom þessi atorkusami eldhugi svo vfða við að undrun sætir. Hvort sem um var að ræða ritsmíðar, fréttamennsku eða stjórnmála- afskipti var framganga hans gædd þvílíkum lífskrafti að fæstir urðu ósnortnir. Þegar horft er til baka eru endurminningarnar ótal margar og hver um sig góður vitnisburður þessum óvenjulega manni. Ég minnist kvöldstundar úr menntaskóla þegar Vilmundur lýsti hugmyndum sínum um dagskrá úr verkum Jóhannesar úr Kötlum til að flytja á jólagleði. Þekking hans og skilningur á verkum skáldsins var einstakur og tilfinningin fyrir heildaráhrifum verksins var næm. Ég minnist samfunda á árunum þegar Vilmundur var við sögunám í Bretlandi. Umræðuefnið var fréttamennska og bresk stjórn- mál. Ég man að hann lýsti fyrir mér verklagi þarlendra frétta- manna og framgöngu þeirra í dag- blöðum og sjónvarpi. Hann ræddi þetta í sambandi við íslenska þjóðmálaumræðu og lýsti hvernig upplitsdjarfari fréttamennska myndi skila okkur frjósamara stjórnmálalífi og virkara lýðræði. í gegnum þetta allt skein skilning- ur, þekking og þroski manns, sem raunverulega var að mennta sig. Ég minnist almenns kosninga- fundar úti á landi í vetur þar sem Vilmundur hélt ræðu og loftið varð rafmagnað. Þar fór kennar- inn og mælskumaðurinn, sem á ljóslifandi hátt dró upp myndir úr stjórnmálum samtímans, tengdi þær og skilgreindi. Undirtektir fundargesta voru einstæðar. Þeir höfðu komið til að sjá sinn mann og hann hafði ekki brugðist þeim. Þetta var líkast töfrum. Slíkar smámyndir koma mér í hug er ég kveð vin minn og félaga. Þessar myndir renna saman og verða að einu stóru listaverki. Vilmundur var sífellt leitandi. Viðfangsefnin áttu hug hans all- an. Næmleiki skáldsins, fram- kvæmdasemi stórhugans, þekking sagnfræðingsins, skerpa gagnrýn- andans, þolinmæði kennarans. Allir þessi þættir gerðu Vilmund svo eftirminnilegan. Nú er þessi fjölhæfi vinur minn allur. En þótt við njótum ekki lengur kraftmikillar návistar hans munu áhrif hans vara lengi. Við Dröfn vottum Valgerði og börnunum, foreldrum hans og bræðrum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Guömundur Kinarsson Þegar mér var tilkynnt, að Vimmi væri dáinn, varð mér fyrst ljóst hversu vænt mér hafði raunverulega þótt um hann. Það er óbærilegt að missa góðan vin svona snögglega og ég get ekki sætt mig við það. Með fráfalli Vilmundar Gylfa- sonar hefur þjóðin misst meiri háttar mann, bæði þjóðfélags- gagnrýnanda, stjórnmálamann og sanna manneskju. I stjórnmálum brynja menn sig og halda til orrustu. Þannig þekk- ir þjóðin Vilmund. Hann fór í krossferð gegn spillingu, í blöðum, sjónvarpi og með stjórnmálaþátt- töku. Honum varð ágengt, en hann átti mörg verk óunnin. Þess vegna er fráfall Vilmundar þjóðarmissir. Stjórnmálabarátta Vilmundar risti djúpt og mun dýpra en aðrir stjórnmálamenn vildu vera láta. Enginn einn maður hefur haft jafnmikil áhrif á íslenzkt þjóðlíf síðustu 7—8 árin, eða frá þeim tíma er verulega fór að heyrast í honum. Samt var hann aðeins 34 ára gamall. Þegar Vilmundar Gylfason kom frá námi árið 1973 fór hann að hafa afskipti af þjóðmálum. Hann vildi bæta íslenzkt þjóðfélag. Hann lagði stund á frétta- mennsku, kenndi við Menntaskól- ann í Reykjavík og tók menn á beinið í sjónvarpsþáttum. Við- mælendur hans komust ekki upp með moðreyk. Stíll og framganga Vilmundar var nýmæli á íslandi. Brátt var nafn hans á allra vörum. Síðan fór hann að skrifa fastar föstudagsgreinar í Vísi og svo Dagblaðið. Þar velti hann upp hverju málinu á fætur öðru og skipta þessar greinar hans hundr- uðum. Á þessum árum hóf hann einnig afskipti af stjórnmálum, var í framboði á Vestfjörðum í kosningunum 1974 og hafði gaman af. Og í kosningunum 1978 átti hann stærstan þátt í stórsigri Al- þýðuflokksins. Þá var hann aðeins 29 ára gamall. Fram að þessu gekk nánast allt upp hjá Vilmundi. En nú tók við nýtt tímabil. Hann var orðinn þingmaður og ég veit, að þessi ár voru Vilmundi á margan hátt erf- ið. Honum fannst þingmennskan verða sér að vissu leyti fjötur um fót. Hann var óþolinmóður og vildi sjá árangur af verkum sínum. Hann var ekki sú manngerð, sem gat sætt sig við eilífar málamiðl- anir. Hann var baráttumaður og það tók hann sárt hversu lítt hon- um varð ágengt í flokki og á þingi. Og enn sárara þótti honum að vera gagnrýndur fyrir að hafa brugðizt vonum manna. Hann brást ekki. Ytri aðstæður gerðu honum ókleift að ná þeim árangri, sem hann hefði kosið. Hann var krafinn um kraftaverk. Ég held, að fáir geri sér grein fyrir því álagi, sem hvíldi á Vilmundi. í honum sáu fjölmargir íslendingar von um betra og heiðarlegra þjóð- félag. En það var í harðan skalla að höggva. Þess vegna m.a. stofn- aði hann Bandalag jafnaðar- manna. Vilmundur Gylfason var magn- aður stjórnmálamaður og hann hafði sérstakt pólitískt skiln- ingarvit. Hann var snöggur að meta pólitísku stöðuna og hann sá langt fram í tímánn. í því efni var hann naskari en aðrir stjórnmála- menn, sem ég hef þekkt. En Vilmundur var ekki venju- legur stjórnmálamaður. Hann fór ekki troðnar slóðir. Hann var maður nýrra tíma og nýrra hug- mynda. Hann var djarfur og kom víða við. Þótt mest bæri á draumnum um betra þjóðfélag í þingmálum Vilmundar, þá fór því fjarri að hann einblíndi á mál af því tæi. Á þeim fimm árum, sem hann sat á Alþingi, sérhæfði hann sig í fleiri málaflokkum en aðrir þingmenn. Kannski af nauðsyn, því hann var í raun einstæðingur á Alþingi. Honum var annt um verkalýðshreyfinguna, hann lét mennta- og menningarmál sig varða, hann var vel heima í efna- hagsmálum, honum stóð ekki á saraa, þegar dylgjað var í fjölmiðl- um um einstaklinga, og tók upp hanzkann fyrir minnihlutahópa. Þótt Vilmundur hefði ekki hátt um afrek sín, þá minntist hann stundum stoltur á Bernhöftstorf- una. Það var hann, sem gerði endurreisn hennar kleifa á stutt- um ráðherraferli sínum. Vilmundur var maður mikilla skapsmuna og tilfinninga. í þeim skilningi var hann ekki það hörku- tól, sem margir héldu. Hann var óvæginn gagnrýnandi, og hann var gagnrýndur harðlega. Því gat hann tekið. En hann átti erfitt með að sætta sig við ómerkileg högg undir beltisstað. Þaðan af síður gat hann þolað róg. Vil- mundur fór ekki varhluta af hon- um. Hann var vinur vina sinna. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og hann gerði miklar kröfur til annarra. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en ekki minnist ég þess, að hann stundaði þá iðju að tala illa um fólk. Hann gerði greinarmun á mönnum og málefn- um. Og þótt hann gagnrýndi menn vegna verka þeirra eða afstöðu, þá lét hann það ekki rugla mat sitt á persónunum sem slíkum. Vilmundur var mikil mann- eskja. Honum var annt um ein- staklinga og hann kunni að gleðj- ast með öðrum. Hann var mikill áhugamaður um skák og tefldi reglulega. í vor fékk hann fréttir af því, að níu ára gamall bekkj- arbróðir Guðrúnar dóttur hans hefði orðið skólaskákmeistari í Austurbæjarskólanum. Hvað ger- ir ekki Vilmundur? Hann hringir í þennan unga mann, óskar honum til hamingju og fer svo að ræða við hann um skákíþróttina og ýmis- legt annað. Ég þekki þennan unga pilt, og ég veit að hann gleymir þessu aldrei. Svona var Vilmund- ur. Hæfileikar Vilmundar voru af ýmsum toga. Hann var kennari af guðs náð, hann var blaðamaður af guðs náð, hann var útvarpsmaður af guðs náð. Og hann var húmor- isti, eins og þeir gerast beztir. Honum var margt til lista lagt. Hann var sagnfræðingur, sem ef til vill naut þess bezt af öllu að gera útvarpsþætti, þar sem hann gat ofið saman sagnfræði og skáldskap. Hann var nefnilega líka skáld. Og hann kunni að meta góð skáld. Hann gerði útvarps- þætti um eitt af eftirlætisskáldum sínum, séra Matthías, og í einni af síðustu þingræðum sínum vitnaði hann í annan Matthías, ljóðið Minningu um dreng eftir Matthías Johannessen. Vilmundur flutti öll erindin. Fyrsta og fjórða erindi hljóða svona: I svipnum hans sé ég æsku nkk&r og eitthvað svo viðkvæman sumarstreng, við skiljum vart þessi óblíðu örlög sem ætla sér, vinur, þinn góða dreng. Nú bíðum við þess að bráðum komi þessi broslausi dagur — og svo þetta hö'gg. Þegar liT okkar er að lokum aðeins eitt lítið spor í morgundögg. Þegar ég kveð Vimma, kveð ég góðan vin, mann sem var kannski of mikil manneskja til þess að taka þátt í pólitík. Mín dýpsta samúð er hjá Völu og börnunum. Foreldrum, bræðr- um og vandamönnum votta ég einnig af alhug samúð mína. Halldór Halldórsson Með örfáum orðum vildi ég mega minnast Vilmundar Gylfa- sonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, og heiðra minningu hans. Fundum okkar bar nokkrum sinnum saman, og eru mér sam- skipti okkar og samtöl á þeim fundum — þó ekki væru þeir margir — mjög minnisstæð. Kom þar margt til. Hinn sérstæði leit- andi hugur hans og áleitnar spurningar um réttarvörsluna var sannarlega til þess fallið að vekja mann til frekari umhugsunar um stöðu slíkra mála í okkar litla þjóðfélagi, sem kannski stundum berst í bökkum í þeim efnum. Krafizt var svara og viðhorfa af slíkri skarpskyggni, að maður hlaut að staldra við, líta upp úr sinni möppu og reyna eftir beztu getu að gera grein fyrir réttar- farslegum gangi mála. Hreifst ég af eldlegum áhuga hans og ein- lægni í þessu sambandi, og er ég sannfærður um, að framlag Vil- mundar í þessum efnum sem og öðrum samfélagsmálefnum hafi haft veruleg áhrif. Hver þau áhrif verða til frambúðar, verður sagan ein að dæma um. Þær minningar, sem ég á um Vilmund Gylfason, eru og minningar um góðan dreng og drengskaparmann í samskipt- um. Megi guðs blessun fylgja Vil- mundi Gylfasyni og minningu hans. Eiginkonu hans, Valgerði Bjarnadóttur, börnum þeirra og öðrum ættmennum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hallvarður Einvarðsson Allir menn hafa kosti, og allir menn hafa galla, því að enginn er fullkominn nema Guð. Vilmundur Gylfason hafði marga galla, en hann hafði miklu fleiri kosti, og hann var svipmikill maður, sem sópaði að. Það var eins og inn í honum væri magnari, þannig að hvort tveggja margfaldaðist, gall- ar og kostir, og rót kæmist á allt í kringum hann. Það var stór- streymt umhverfis hann, og nú hefur ein aldan breyst í holskeflu og riðið yfir hann, svo að hann er allur. Mér fannst einkum til um þann ótrúlega þrótt, sem hann hafði — það mikla líf, sem var í honum. Hann var réttnefnd hamhleypa. Hann var og einn ódeigasti maður, sem ég hef fyrir hitt, þorði alltaf að segja sína skoðun, þegar við hin þögðum. Hann var að vísu fljót- fær, en hitti oftar en ekki í mark. Vilmundur Gylfason ólst upp á miklu menningarheimili og hlaut góða menntun í breskum háskól- um. Hann var frjálslyndur maður fordómalaus og víðsýnn, eins og aðrir af hans kyni, þótt honum hætti til nokkurrar dómhörku um menn. Hann átti stuttan en mjög ævintýralegan stjórnmálaferil, sem öll þjóðin þekkir. Ilinn glæsi- legi kosningasigur Alþýðuflokks- ins 1978 var honum öðrum fremur að þakka, á Alþingi bar hann fram ýmis merkileg mál þau fimm ár, sem hann átti þar sæti, og í kosn- ingunum 1983 tókst honum, ekki nema hálffertugum, að stofna nýj- an stjórnmálaflokk, Bandalag jafnaðarmanna, og vinna fjögur þingsæti, og var það vel af sér vik- ið. Ég held, að hann hefði bætt úr mörgu, ef hann hefði lifað lengur, þótt ekki væri ég í flokki hans. Fæsta þá, sem sáu Vilmund Gylfason í bardagaham í sjón- varpssal eða á kappræðufundi, hefur líklega grunað, að hann var í eðli sínu viðkvæmur, ljóðelskur húmanisti. Hann gaf út tvær ljóðabækur, og fannst mér mörg ljóðin í hinni síðari góð. Kuldi var ekki til í honum, stundum var þar ofsi, en oftar hlýja. Hann var ör- látur maður, gaf af sjálfum sér og öllu því, sem hann átti. Hann hafði ágæta kímnigáfu, var hressilegur í viðmóti og glaður á - góðri stund. Hann átti sér að vísu nokkra öfundarmenn, eins og við var að búast, en einnig marga vini, og leyfi ég mér að telja mig í þeirra hópi. Hann átti einnig ágæta konu, Valgerði Bjarnadótt- ur. Það var gaman að heimsækja þau hjónin, og þau voru gestrisin að gömlum íslenskum sið. Ég sendi henni, börnum þeirra, for- eldrum Vilmundar og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Hannes Gissurarson Vilmundur Gylfason var einn af þeim mönnum sem maður kemst ekki hjá að taka eftir, hvort sem hann var í fjölmenni eða einn á ferð. Svo litskrúðugur og sérstæð- ur var hann sem persónuleiki að umhverfið virtist ósjálfrátt breyt- ast þegar hann birtist. Allt frá því að við strákarnir stofnuðum skák- klúbba og málfundafélög á skóla- árum, þar til hann var orðinn einn af stormklukkum þjóðfélagsins, hélt hann áfram að hrífa menn með sér með óbifandi sannfær- ingarkrafti, eða hrista svo upp í öðrum að þeir vissu vart hvað sneri upp eða niður. Slíkum manni er ekki auðvelt að lýsa í fáum orð- um. Allar þær minningar og hugs- anir sem þjóta í gegnum hugann á þessari stundu myndu nægja sem efni í heila bók, ef ekki bókaflokk. Vilmundur var fæddur 7. ágúst 1948, sonur hjónanna Gylfa Þ. Gíslasonar prófessors og fyrrum alþingismanns og ráðherra, og Guðrúnar Vilmundardóttur. Hann var annað barn þeirra hjóna, en þau hafa eignast þrjá syni, Þor- stein, Vilmund og Þorvald. Strax á unga aldri kom í ljós að Vilmundi var óvenju margt til lista lagt. Kornungur náði hann góðum árangri sem skákmaður og áhugi hans á félagsmálum leiddi til þess að hann var kosinn formaður í fjölda félaga sem við æskuvinir hans stofnuðum okkur til ánægju og þroska. Honum lá alltaf mikið á hjarta og var farinn að gefa út fjölritað blað í barnaskóla. Þegar kom í gagnfræðaskóla tók við rit- stjórn skólablaðsins „Huginn" í Hagaskóla og formennska í nem- endafélaginu. Á þessum árum vur hann farinn að yrkja ljóð, og vildi endurbæta heiminn með ljóðum eins og við hinir, sem töldum að draga ætti allt í efa, og að ræktun efans væri vísasta leiðin til ‘.ann- leikans. Þessum eiginleika hélt hann allt til dauðadags. Hann ræktaði efa sinn öðrum nu nnum fremur. Hann vildi alltaf g>ra bet ur, ganga lengra í því að breyta til að bæta. Þegar við félagarnir hófum nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1964 var hann kjórinn formaður nemendaráðs þriðja bekkjar, og í ritnefnd árið eftir. Þennan vetur birtist oftir hann ljóð í skólablaðinu, hástemmt eins og þá var í tísku. Þetta ljóð, sem ber heitið „Hvað veistu, veröld?" hefur orðið mér mjög hugstætt vegna þess að það lýsir á listræn- an hátt þeirri djúpu alvöru sem bjó að baki alls sem hann hugsaði. Ég leyfi mér að rifja hér upp síð- ustu erindi þessa ljóðs: í lcit að því scm liAið cr þá lifn&r dauáinn fvrir mcr. I dotrun þá cr dagur minn aii falla. Kn ó hvc mig langar að líkjartt því scm lifir og dcyr, en vaknar á ný. f cyðimórk lífsins cr andvana blótnstur aó kalla. Sá sem yrkir þessar ljóðlínur SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.