Morgunblaðið - 28.06.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 28.06.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 39 En því spái ég að hann verði tal- inn í hópi merkustu stjórnmála- manna samtímans. Barátta hans hefur þegar haft áhrif og málstað- urinn stendur. Megi okkur auðn- ast að sjá pólitískar hugsjónir Vilmundar verða að veruleika. Jafnvel þó flestar samveru- stundir okkar væru helgaðar stjórnmálum vítt og breitt, bar önnur og stærri mál oft á góma. Maður skynjaði fljótt að Vilmund- ur var mikill tilfinningamaður með næma lund. Hann mátti ekk- ert aumt sjá. Alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Þeir munu margir sem vitnað geta um þetta. Aldrei verður um Vilmund sagt, að hann hafi verið fyrirgreiðslu- pólitíkus, eins og þeir hafa verið nefndir sem beita áhrifum sínum og stöðu í persónulegu greiða- skyni. Hann var, eins og áður sagði, maður leikreglna. En marg- ir sóttu til hans, leituðu ráða. Vilmundi mátti treysta og það fann fólk. Ég hef engan þekkt eins lausan við fordóma gagnvart ein- staklingum, kenndum þeirra og eiginleikum. Hann gerði aldrei mannamun, bar virðingu fyrir ein- staklingum, öllu fólki. Þetta við- mót var lykillinn að pólitískri velgengni hans og vinsældum. Ástvinir og samherjar trega góð- an dreng en minningin lifir. í svipnum hans sé ég lesku okkar og eitthvad svo viðkvæman sumarstreng við skiljum vart þessi óblíðu örlög sem ætla sér, vinur, þinn góða dreng. Við uxum úr grasi með glitrandi vonir en gleymdum oftast að hyggja að því að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi úr sæ hvern einasta dag eins og ný. Og veröldin kom eins og vorbjört nóttin með vinalegt bros eins og gleði til þín, og lífið kom einnlg með ótal drauma í óvænta franska heimsókn til mín. Nú bíðum við þess að bráðum komi þessi broslausi dagur — og svo þetta högg. Þegar líf okkar er að lokum aðeins eitt lítið spor í morgundögg. (Matthías Johannessen) Ég mun sakna Vilmundar. En hugurinn geymir góðar minningar og þakklæti fyrir samveruna. Ástvinum öllum, Valgerði, Guð- rúnu og Baldri sendi ég innilegar samúðar- og vinarkveðjur. Blessuð sé minning Vilmundar Gylfasonar. Óðinn Jónsson Vilmundur Gylfason var lengst af forustumaður samferðamanna sinna. Hann var atkvæðamikill strax frá unga aldri, fyrirferðar- mikill og óstýrilátur. Það gustaði af honum hvar sem hann fór og allir þekktu Vimma eins og hann var kallaður, ef ekki i raun þá af afspurn. Vilmundur var baldinn sem strákur og einstaklega uppá- fyndingasamur. Strangan bekkj- araga þoldi hann illa og lét ekki vel að stjórn. Kennurum tók hann misjafnlega, sumum mjög vel en öðrum miður. Vilmundur var ákaflega sjálfstæður í skoðunum og hafði mjög snemma mótaðar skoðanir á hinum ýmsu málefnum og það löngu á undan jafnöldrum sínum. Sjaldan fór hann troðnar slóðir. Á skólaárum sínum tók hann mikinn þátt í félagslífi og var allt- af í forustu. Hann var vinsæll mjög af skólasystkinum sínum og hafði mikinn metnað til forustu og athafna. Oft tefldi hann djarft í þeim átökum sem og síðar er stjórnmálin tóku við. Vilmundur var vel greindur, næmur á marga hluti og skildi fyrr en skall í tönnum. Hann var mjög hreinskiptinn, ef til vill á stundum einum of. Hann kom allt- af til dyranna eins og hann var klæddur. Ef honum líkaði eitthvað miður, þá sagði hann það beint út. Á sama hátt, ef honum líkaði eitthvað vel, þá lét hann það í ljós án undandráttar. Sem persóna var Vilmundur sérkennileg blanda af harðsoðnum stjórnmálamanni og viðkvæmum listamanni. Þeir sem þekktu hann minna sáu baráttumanninn, fastan fyrir, frekan og ákveðinn. Við sem þekktum hann frá barns- aldri sáum og skynjuðum fyrst og fremst hárfínar tilfinningar og viðkvæmni ljóðskáldsins og að- dáanda fegurðarinnar í máli og tónlist. í endurminningunni er heimili Vilmundar á Aragötunni óaðskilj- anlegur hluti af honum sjálfum. Það var notalegt menningarheim- ili, fjölsótt af vinum Vilmundar. Samverustundirnar á Aragötunni urðu margar og tilveran var áhyggjulaus og ljúf. Með þessum fáu orðum minn- umst við bekkjarbróður okkar frá upphafi skólaskyldu í Melaskólan- um í Reykiavík til stúdentsprófs í MR 1968. I tólf ár vorum við sam- an í bekk og það er sárt að sjá svo snögglega á eftir gömlum vini, eft- ir allt sem á undan er gengið. Eft- ir að skólagöngu lauk var sam- gangur milli okkar minni en áður, menn vaxa í sundur og fást við misjöfn verkefni. En minningin um skemmtilega samferð lifir og gleymist ekki. Páll Arnór Pálsson Skarphéðinn Þórisson Með fráfalli Vilmundar Gylfa- sonar verður svipminna um að lit- ast í íslenzku þjóðlífi. í vinahópi er skarð, sem ekki verður fyllt. Ástvinir eru í sárum, og hafði dauðinn þó fyrir löngu grisjað meira en nóg í þeim garði. Vilmundur Gylfason hafði margt það til brunns að bera, sem skaparinn að öðru jöfnu deilir niður á marga menn og ýmsar manngerðir. Hann var ljóðrænn fagurkeri og margfróður um sögu og bókmenntir. Hann var hvort- tveggja í senn maður hugsjóna og framtaks. Hann setti markið hátt og lagði allt í sölurnar fyrir fram- gang hugðarefna sinna, stundum óbilgjarn en alltaf heill. Hálfsann- leikur var honum fjarri, og drengskapur hans verður aldrei í efa dreginn. Hann var viðkvæmur í lund, og undir því yfirborði, sem oft var hrjúft. og gustmikið, sló stórt hjarta. Þátttaka Vilmundar Gylfasonar í þjóðmálum markar skýr og ótvíræð spor í íslenzka stjórn- málasögu. Hann var alvörumikill siðbótarmaður, vildi bæta og fegra mannlífið og trúði því af einlægni, að þess væri jafnan kostur. Hann kostaði kapps um að hefja til vegs hið smáa og einfalda, sem tíðum verður hornreka í rúmhelgri önn dagsins. Stefnumörkun hans öll bar meira svipmót frjálsræðis og einstaklingshyggju en títt er um þá, sem skipa sér til vinstri í stjórnmálum, svo marklaus sem sú skilgreining er þó oft og einatt. Hann var á hinn bóginn ævinlega umdeildur og átti sér ekki síður hatramma andstæðinga en öfluga fylgjendur. Um hlutleysi i þeirri baráttu, sem hann helgaði sig, gat aldrei orðið að ræða. Hann lagði sig þvert á móti allan fram um það, að sér mætti verða að trú sinni, og hikaði þá ekki við að leggja út á ótroðnar slóðir. Hann gaf voninni vængi. Nú hefur heljarsvali farið um loftið og straumfall dauðans hrifið með sér góðan dreng. Við Inga Ásta biðjum þess, að almættið vaki yfir ástvinum — börnunum, sem á undan fóru, og börnunum, sem eftir standa. Við biðjum Guð vors lands að gefa Völu styrk og trú á lífið, þrátt fyrir hin þungu áföll. Yfir sorg og ljúfsáran trega bregður birtu minningar um sér- stæðan mann. Sú minning er mik- ill auður. Pétur Kr. Hafstein Þegar Vilmundur Gylfason al- þingismaður er nú til moldar bor- inn minnumst við reykvískir jafn- aðarmenn hans með sorg í hjarta. Við fylgdumst með honum á upp- vaxtarárum hans og þegar hann tók að ryðja sér til rúms i stjórn- málum landsmanna hreif hann hug og hjörtu allra alþýðu- flokksmanna, sem bundu við hann miklar vonir. í almennu prófkjöri sveif hann auðveldlega inn í 2. sæti A-listans fyrir alþingiskosn- ingarnar 1978, enda þá þegar orð- inn mikill áhrifamaður á almenn- um vettvangi og einhver áhrifa- og svipmesti forystumaður Al- þýðuflokksins í landinu. Það er ekki hægt að segja, að Vilmundur hafi í stjórnmálastörf- um sínum farið fram með friði og spekt. Hann veifaði brandi sínum óspart og ýmsir flokksbræður okkar urðu fyrir honum, rétt eins og aðrir. Við lögðum ætíð við hlustir þegar hann talaði og oftsinnis náði hann sínu fram, ýmist strax eða fljótlega. Enginn vafi er á þvi, að á hans stutta stjórnmálaferli hafði hann mjög mikil áhrif og margt er gjör- breytt frá því sem var áður en hann hóf stjórnmálaafskipti sín. Og líklegt er, að margar þær breytingar muni verða varanlegar. Vilmundur starfaði fyrst og fremst innan Alþýðuflokksins í Reykjavík og var þar óþreytandi við að benda okkur á það, sem hann taldi að betur mætti fara. Samkomulagið var ekki alltaf upp á það bezta, einkum máttu sumir góðir flokksmenn binda oft um skeinur fyrst framan af. Þegar frá leið slípuðust menn þó meira sam- an og undir lokin held ég að allir hafi verið sáttir. Ég veit ekki til þess, að hann hafi átt sér neina óvildarmenn í Reykjavíkurflokkn- um um það er lauk og ekki fékk ég betur séð en hann umgengist alla jafnt. Persónulega samdi okkur tveimur ætíð vel og aldrei féll minnsta styggðaryrði okkar í milli. Fyrir það er ég þakklátur nú. Þegar Vilmundur hvarf úr Al- þýðuflokknum á liðnum vetri setti mikla hryggð að okkur alþýðu- flokksmönnum. Okkur var mjög mikil eftirsjá að honum og fannst, sem seint yrði skaðinn bættur. Það var sem mönnum féllust hendur og deyfðin tæki við. Sem betur fór hresstist þó liðið og þeg- ar upp var staðið gátum við hugg- að okkur við að hafa unnið varn- arsigur. En Vilmundur var okkur eftir sem áður nákominn, enda hafði tekist svo giftusamlega til við brottför hans, að henni fylgdi hvorki heift né sárindi, á hvorug- an bóginn, þótt vonbrigði okkar væru djúp og mikil. Svo vel hefur því miður sjaldnast tekizt til í sögu Alþýðuflokksins þegar ris- miklir stjórnmálaforingjar hafa yfirgefið hann. Ekki veit ég hvað aðrir hafa hugsað, en ég ól með mér von um, að sá tími kæmi, fyrr en varði, að við gætum á nýjan leik unnið saman innan Alþýðu- flokksins. En örlögin hafa nú tekið í þá tauma. Við alþýðuflokksmenn í Reykja- vík kveðjum nú með sorg í hjarta kæran félaga, vin og foringja, sem við bundum svo miklar vonir við. Minningin um hann og verk hans mun geymast með okkur um langa tíð og seint gleymast. Innilegar samúðarkveðjur sendum við fjöl- skyldu hans: Valgerði og börnun- um, Gylfa, Guðrúnu og bræðrum hans sem og öðrum vandamönn- um. Frammi fyrir svo mikilli sorg getur maður ekkert annað en beð- ið um styrk og blessun þeim til handa. Sigurður E. Guömundsson Við vorum heldur litlar sálir, er við stigum fyrstu sporin inn í það musteri, Menntaskólann í Reykja- vík, 1965. Ég man, að einhvern allra fyrsta daginn varð mér starsýnt á strák, að mig minnir í gráum jakkafötum. Hann hélt sig á hæsta þrepi. Hér var kominn þessi Vilmundur Gylfason, sem ég hafði heyrt talað um. Það hafði gustað um hann strax á fyrsta ári í Menntó. Vimmi hélt sig ávallt í fremstu víglínu meðal þess mannfólks sem Guðni (seinna rektor) var vanur að kalla „félagsverur“. Titillinn var til kominn af því, að þær verur sinntu félagsstörfum öðru fremur í skólanum. Og stundum var það satt, að við litum á skólann og námið sem nauðsyn. Félagslífið i skólanum var hins vegar eitthvað sem var skemmtilegt, og við töld- um okkur trú um að það væri þroskandi. Vimma héldu engin bönd. Hann ætlaði sér á hæsta tind. Veturinn, sem hann var ritstjóri skólablaðs- ins, vildi hann t.d. gefa út eitt blað í mánuði — sem virtist hrein firra. Það gekk þó eins og flest það sem Vimmi tók sér fyrir hendur. Tölublöðin urðu að vísu einum færri en mánuðirnir f skólaárinu. En ástæðan var ekki atorkuleysi Vilmundar. Hann varð fyrir slysi þann vetur, og varð að liggja rúmfastur. Ekkert var Vimma óviðkomandi í skólanum. Auk þess að vera fé- lagsvera af lífi og sál, orti hann. Hann var einn þeirra sem héldu sig vera skáld, og lásu uppi á íþökulofti og voru í framsögn hjá Baldvini Halldórssyni. Hin voru m.a. Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson, Hrafn og Ingólfur og Steinunn. Síðasta veturinn í MR var Vil- mundur inspector scholae, og það var ljóst að hann myndi kveða sér hljóðs á opinberum vettvangi að loknu háskólanámi. Vilmundur las sagnfræði í há- skólum á Englandi, en hann hafði haft mikinn áhuga á þeirri grein í menntaskóla. Að loknu námi lá leiðin á gamlar slóðir, er hann hóf kennslu við MR 1974. í kosningabaráttunni 1974 var Vilmundur í öðru sæti á lista Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum. Og þar með hófst innreið Vilmundar á opinberan vettvang. öll þekkjum við hvað síðan gerðist. Á tímabil- inu 1974 og fram á þetta ár birtust gjörðir Vilmundar á aðskiljanleg- asta hátt, í fjölmiðlum, á Alþingi, í ríkisstjórn og á hundruðum funda og samkoma víða um land. Og hann var afdráttarlaus og hreinskilinn. Þannig var Vimmi. Hann hlífði sér hvergi. Og þótti flestum nóg um. En með ótrúlegri orku tókst Vilmundi að umturna ýmsum við- teknum venjum á vettvangi stjórnmála, og út um allt í þjóðfé- laginu. Vilmundur hreif fólk. Mér eru minnisstæðir fundir á vegum Bandalags jafnaðarmanna á þessu vori. Þegar Vimma tókst sem best upp, varð úr ein herjans skemmt- an. Og þó var þetta ein „bullandi pólitík frá upphafi til enda“, eins og Vimmi hefði getað orðað það. t Hinu kynntust færri, hversu góður drengur Vilmundur var. Þrátt fyrir alla pólitík og ágreining við aðra, var Vimmi fyrst og fremst maður tilfinn- inganna. Á skilnaðarstundu er minningin huggun harmi gegn. Völu, krökkunum, foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Þorlákur H. Helgason Vinur minn, ÞÓRÐUR ÁMUNDASON, Efstalandi við Nýbýlaveg, andaðist að kvöldi 24. júní aö hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa- vogi. Fyrir hönd systkina, Ámundi Ævar t Maöurinn minn og faöir okkar, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Mariubakka, Fljótshverfi, lést í Landspítalanum aö kvöldi 24. júní. Margrét Kristófersdóttir og börn. t Eiginmaöur minn, HARRY M. ENGEL, lést á Hawaii 26. júní sl. Kristín Hallvarðsdóttir Engel. t MAGNÚS GUÐMUNDSSON, fyrrverandi bakarameistari, andaöist 25. júní aö Elliheimilinu Grund. F.h. fjarstaddra barna, systkini hins látna. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÓS ÞORSTEINSDÓTTIR, áður Grundarstíg 21, Reykjavik, lést i Landakotsspítala, sunnudaginn 26. júni. Þorbjörg Ingólfsdóttir, Páll Eggertsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Guömundur Kr. Októsson, Aðalsteinn Dalmann Októsson, Gyöa Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.