Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 41

Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JtJNÍ 1983 45 ^lVakándi SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Og svo eru menn að biðja um heilbrigt þjóðfélag Árni Helgason skrifar. „Það voru uggvænlegar fréttir sem blöðin fluttu um sfðustu helgi, að innflutningur tóbaks hefði allt að því tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Á hvaða leið er þjóð- félag okkar? Um leið og kjör fólks eru stórskert af ráðandi öflum, þá eykst notkun eiturs sem öllum er til tjóns en engum til góðs. Eitur keypt háu verði. Hvað veldur? Menn tala um óhóflegt verð matvæla í dag, þess nauðsynleg- asta til að halda heilsu og kröft- um. Hinu er sjaldan eða aldrei á loft haldið þótt tóbak hækki í verði og þjóðin eyði í slíkan varn- ing fjölmargra íbúðarhúsa virði á hverju ári. Og því síður er horft aftur á veg og litin reynsla liðinna kynslóða og afleiðingar af þessari hörmungarnautn. Hefir okkar litla samfélag efni á að kaupa þessar dýru eiturlindir bara til að blása þeim út í loftið, eyðileggja lungu og önnur líffæri og enda með hósta og harmkvæl- um á sjúkrahúsi og eyða þar jafn- vel ævinni í langvinnu stríði? Brennt barn forðast eldinn var sagt í gamla daga, en því er öfugt farið í dag. Af reynslunni læra menn var einnig sagt; þetta segir enginn í dag. Menn hrista höfuðið og jafnvel bölsótast yfir sköttum og því að erfitt sé að lifa, á meðan þeir brenna tugum og þúsundum króna í neyslu skaðlegra efna. Hvílíkt öfugstreymi. Nei, það verður ekki séð að al- menningur sé blankur í dag. Mað- ur kemur ekki svo á almenna staði að ekki sé þar púað út f loftið og framan í mann þessari eiturgufu. Ekkert tekið tillit til neins. Kæru- leysið vex á andlitunum og fjar- rænan er í algleymi. Hvílíkt og annað eins, og svo eru menn að biðja um heilbrigt þjóðfélag. A meðan illa gengur að selja af- urðir landsmanna, á meðan veiðar minnka og atvinnurekstur dregst saman, er dýrmætum gjaldeyri eytt í skaðleg efni fyrir sál og lík- ama og framtíðin þannig vörðuð skaða og skömm. Þetta er aldarandinn, segja menn. Fylgjast með fjöldanum. En væri ekki hollt að snúa þessum aldaranda við og byrja nú veru- lega að byggja upp varanlegt þjóðfélag og afhenda afkomend- unum nýtt og betra andrúmsloft? Leggja þá peninga á banka sem menn eyða í skaðlegar nautnir, sem eyðileggja manninn fyrr en síðar. Það, sem menn leggja á sjóð, kemur atvinnuvegum okkar til góða og þeim sem eru að byggja upp framtíð íslands. Er ekki vitlegra að standa að slíkri uppbyggingu?" Sfmi 44566 RAFLAGNIR ORION Stofnfundur félags höfunda kennslubóka og fræðirita veröur haldinn í Menntaskólanum viö Hamrahlíð föstu- daginn 1. júií kl. 17. Til fundarins eru boöaðir þeir sem hafa hagsmuna aö gæta vegna samninga um útgáfu og fjölföldun á kennslugögnum og fræöiritum. Nánari upplýsingar í símum 16034 og 37431. Undirbúningsnefnd. GR JÓTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Eram sértiæfðlr IFIAT og CITROEN SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 7 7840 CVERKSTÆÐIÐ nostós Hvers eigum við að gjalda? 3249-8272, 5535-5940, 7651-9595, 2586-2678 og 1446-5413 skrifa: „Velvakandi. Við sem vinnum í unglingavinn- unni viljum spyrja, af hverju við fáum ekki kaup ef við veikjumst. Við vinnum úti allan daginn. Er ekki gert ráð fyrir því, að við get- um veikst? Eigum við að trúa því, að ef við veikjumst, verðum við að gera svo vel að fá ekkert kaup þann daginn? Var ekki nýlega verið að kvarta yfir því, að kaupið væri of lágt. Það dugir ekki einu sinni fyrir skólabókum. Og ef við veikjumst í vinnu: Hver tímir þá að sleppa vinnudegi með svona kaup? Og síðan mætir maður veikur til vinnu og smit eru fljót að berast. Við eigum heimtingu á að fá kaup gegn læknisvottorði, ef slíkt kemur fyrir, sem alltaf er hægt að búast við og yfirvöld eiga að gera ráð fyrir. Þetta er argasta órétt- læti. Hvers eigum við að gjalda?“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hvernig hefur þetta gengið fyrir sig? Rétt væri: Hvernig hefur þetta gengið? Eða: Hvernig hefur þetta gerst? Eða: Hvernig hefur þetta orðið? Hamar og sög er ekkinóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eiK, furu, aski, oragon-pine gullálmi, pmrutré, bronni, antik- •ik og 10 togundum til viöbótar. ^Verö trá aöoins kr. 110,- pr. m' BJORNINN HF Skúlalúni 4 - Simi 25150 - Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.