Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 43

Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 47 aftur saman í Vélskóla tslands þar sem hann lauk vélstjóranámi og er margs að minnast frá þeim árum. Nú þegar komið er að leiðarlokum hérna megin þakka ég Hauki allar samverustundirnar og vinskapinn í þeirri trú að við megum hittast síðar hinummegin í landinu bjarta. Ég bið almáttugan guð að gefa foreldrum Hauks, unnustu hans, Ingu, og litla syni þeirra, ívari, og öðrum ættingjum styrk og blessun í harmi þeirra. Minning Hauks mun lifa, þar fór góður drengur. Hjalti Garöarsson Ekki mun deilt um sannleiks- gildi hins kunna spakmæiis: Vinn- an göfgar manninn. Piltur, sem elst upp á góðu alþýðuheimili með foreldrum sínum, sívinnandi inn- an og utan heimilis, ljómar á fermingardegi sínum sem sterkur stofn, er samfélagið væntir sér góðs af í lífi og starfi, óskir, vonir og bænir fylgja honum. Reglusemi og prúðmennska fylgdu Hauki Olasyni úr hlaði: Akurgerði 4. Foreldrar hans eru Jónína Björnsdóttir sjúkraliði og Óli Þorsteinsson pípulagninga- maður, bæði vinnuforkar. Haukur átti eldri systur, Sigrúnu, arkitekt í Danmörku. Haukur var snemma verkafús bæði við sveitastörf og í borginni og hafði sérstakan áhuga á vélum og reyndi þar nokkuð á, er hann varð eina vertíð aðstoðar- maður við vélgæslu, er mun bæði hafa ýtt undir námsvilja í þeirri grein og bent til góðra hæfileika þar til og hlaut að mér skilst vel tiltrú þeirra, er á öruggum og dug- andi manni þurftu að halda. Eftir góð námslok í Vélskólan- um, sannar það gott álit á 25 ára gömlum pilti, að vera strax ráðinn yfirvélstjóri á góðu skipi. Maður á blómaskeiði ævinnar, sem er að hefja sjálft ævistarfið, að stofna heimili með unnustu sinni og barni, leggur glaður upp í sína fyrstu sjóferð sem fyrsti vél- stjóri í fyrstu ferð þessa skips, Gunnjöns GK 506. Allt er þetta brosandi eins og æskan, djarfhuga framtaksstarf sem okkar litla þjóð byggir tilveru sína á. Þótt allt muni þar hafa verið gert sem best úr garði, svo sem hugir og hendur máttu best veita, reynum við daglega, að eitt vald í heiminum er æðra öllu mannlegu, þrek og kjarkur megna þar ekki viðnám að veita: Oft þó sigri ofsa rok ævidags á hausti og vori, enginn veit hvort ævilok eigi hann i næsta spori. Svo ægisterk var þessi ógnar- bára, eldsvoðinn, sem braut á skipinu Gunnjóni, að þola máttu skipverjar þá hörðu raun að geta ekki bjargað úr eldsvoðanum þeim félögum sínum Hauki ólasyni, Eiríki Ingimundarsyni og Ragnari Júlíusi Hallmannssyni, og þótt hjálp bærist, reyndist baráttan löng og hörð og mátti í öðru tilfelli ekki tæpara standa. Það má safna fleiru dýrmætu í sjóði en gulli. Ævistörf móðurinn- ar, Jónínu, utan heimilis að hjúkra sjúkum, gera þeim sjúkra- húsvistina sem þolanlegasta og þess utan sýna öðrum nauðstödd- um einstaklingum móðurlega um- önnun og umhyggju sem okkur þiggjendum og áhorfendum er skylt að þakka vitandi, að hún á inni í mörgum slíkum sjóðum óska og bæna. Auk okkar vandamanna og vina, efast ég ekki um, að þessar sorg- legu slysfarir snerta viðkvæma strengi mjög margra um allt land, biðjandi alveldi miskunnsem- innar, að veita syrgjendum sinn styrk: unnustu Hauks, Ingveldi Gísladóttur, með ívar son þeirra á fyrsta ári, foreldrum Hauks og systur, öðrum ættmennum og vin- um, sem og öllum, er af þessu slysi eiga um sárt að binda. Haukur var sannarlega trúr þeirri kenningu: „Vinn þú meðan dagur er, því nóttin kemur þá eng- inn getur unnið," og þótt dagurinn yrði styttri en hann og aðrir höfðu vonað, vonum við, að fagrar minn- ingar um góðan dreng mýki dýpstu sárin. Ingþór Sigurbj. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaöu’engan dag fyrir sólarlags stund. Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr, þa sólin rann í haf, var hann kominn í búr. Ilm sumardag blómió í sakleysi hló, en sólin hvarf, og éliö til foldar þaó sló. Og dátt lék sér barniö um dagmálamund, en dáið var og stirónað um mióaftans stund. í dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju ungur vinur okkar, Haukur Ólason, Akurgerði 4, son- ur Óla Þorsteinssonar pípu- lagningamanns og Jónínu Björnsdóttur, Yrsufelli 10, sem vinnur við iðjuþjálfun á Borgar- spítalanum. Eina systur átti hann, Sigrúnu Óladóttur, sem er við nám í Danmörku og býr þar með fjölskyldu sinni, en kemur heim til að kveðja kæran bróður. Við getum vart trúað að hann sé allur, hann sem var rétt að byrja starfið, nýgenginn út úr skólanum með vélstjóraprófið sitt. Það er ekki löng lífssaga tuttugu og fimm ára manns, sem er að byrja ævi- starfið og ekki margt um að segja þó að mörgum sé æskan besti tími lífsins. Víst var alvara lífsins tek- in við hjá Hauki, þar sem hann átti heitmey, Ingveldi Gísladóttur, fóstru, og lítinn níu mánaða dreng, ívar. Það var líka glaður maður, sem var að fara út í lífs- baráttuna að vinna fyrir fjöl- skyldunni sinni og byggja upp fyrir framtíðina. Allir horfðu glaðir fram á við. — Inga og Haukur hafa verið saman síðan á unglingsárum og stutt hvort ann- að í námi og starfi, einnig átti hann sitt annað heimili hjá for- eldrum hennar. Sem drengur var Haukur mörg sumur í Oddgeirs- hólum í Hraungerðishreppi og oft var rennt austur ef tækifæri gafst. — Svo oft sem við höfum verið gestir á heimili Jónínu og manns hennar Þórðar Rafns Guðjónsson- ar, glaðnaði í ranni er Haukur og Inga litu inn og litli Ivar. Nú er Haukur horfinn, við þökkum af hjarta að hafa fengið að kynnast honum. Öllum ástvinum hans vottum við dýpstu samúð og biðj- um þeim styrks á erfiðum stund- um. Við minnumst einnig skipsfé- laga hans, sem fórust með honum í brunanum í Gunnjóni GK. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu aó fótum frióarboóans, fljúgóu á vængjum morgunroóans meira aó starfa Guós um geim. Jóna Sigurðardóttir, Jón Einarsson. Sýnir í Þrastarlundi SVAVA Sigríður Gestsdóttir, Selfossi, sýnir um þessar mundir vatnslitamyndir og myndir málað- ar á rekavið í Þrastarlundi. Svava hefur stundað nám í Myndlist- arskólanum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Sýningunni lýkur 28. júní. Aðstandendur dagskrárinnar eftir Samuel Beckett. Talið frá vinstri: Árni Ibsen, þýðandi verkanna og leikstjóri Ólafur Sveinsson, framkvæmdastjóri Stúdentaleikhússins, Viðar Eggertsson, leikari og Stefanía Harðardóttir frá Félagsstofnun stúdenta. Morgunbla»ift/ Kriatján Stúdentaleikhúsið sýnir verk eftir Beckett Laugardaginn 25. júní sl. frum- sýndi Stúdentaleikhúsið fjögur stutt leikrit eftir írska rithöfund- inn Samuel Beckett, er ekki hafa verið sýnd hérlendis áður. Dagskráin nefnist Óstöðvandi flaumur. Síðasta sýning hennar verður fimmtudaginn 30. júní nk„ en sýningarstaður er Félagsstofn- un stúdenta Stúdentaleikhúsið sýnir um þessar mundir fjögur verk eftir írska ljóðskáldið, leikrita- og skáldsagnahöfundinn Samuel Beckett. Dagskráin nefnist óstöðvandi flaumur, en hún mun vera einn samfelldur orðaflaum- ur. Verkin eru: Komið og farið (Come and go), Ekki ég (Not I), Svefnþula (Rockaby) og Fátt eitt ósagt (Ohio Impromtu). Öll eru verkin leikin hér á landi í fyrsta sinn, en þýðandi og leikstjóri er Árni Ibsen. Leikendur eru fimm talsins, þau Hulda Gestsdóttir, Rósa Marta Guðnadóttir, Soffía Karlsdóttir, Hans Gustafsson og Viðar Eggertsson. Boðið er upp á veitingar eins og á fyrri sýning- um leikhússins og þannig reynt að ná stemmningu kaffileikhúss. Volvo ’82 til sölu Bíllinn er blásanseraður, mjög vel með farinn. Ekinn 30 þús. km. Útvarp og segulband. Upplýsingar í 76522 í dag og næstu kvöld. Gleðilegt sumar ’83 Hægt er að kaupa hlutina smátt og smátt ef vill, t.d. lyftanleg þök, bekkir, borð, skápar, eldhúsborð með vask, vatnsdælu, eldavél og ísskáp. Fullinnréttað íbúðarhús, bæöi á japanska og ameríska pallbíla. Húsin eru lág á keyrslu, en vel mannhæð í notkun. Danskur tjaldvagn með fortjaldi. Tekur 3 mín. aö reisa. GísH Jónsson & Co. hf., Sundaborg 41. Sími 86644. Fólksbflakerrur með Ijósum og varadekki. Stór dekk. Hjólhýsin eru komin til landsins og meira fáum við ekki í sumar. 16,18 og 20 fet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.