Morgunblaðið - 28.06.1983, Síða 44
BILLINN
BlLASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓRAVOGI
Si'mi 44566
RAFLAGNIR
samvirki
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
Háhyrningur frá
íslandi drapst í
girðingu Sealand
Já, það er rétt, einn íslensku Háhyrninganna drapst fyrir skömmu hér í
lauginni hjá okkur,“ sagði Angus Matthews, framkvæmdastjóri Sealand
Pacific-sædýrasafnsins í Victoria á Vancouver-eyju í Kanada, er hann var
spurður hvort rétt væri að einn háhyrninganna þriggja, sem safnið fékk í maí
frá íslandi, hefði drepist og tvísýnt væri hvort annar lifði vegna blóðsjúk-
dóms.
Angus Matthews sagði háhyrn-
inginn hafa drepist á 22. degi í
Sealand. Dýrið hefði látist úr
sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Sjúk-
dómsins hefði orðið vart fjórum
dögum fyrir dánardag, en tilraun-
ir til að bjarga dýrinu hefðu
reynst árangurslausar. Háhyrn-
ingurinn var á þriðja aldursári er
hann drapst.
Matthews sagði samskonar
sjúkdóms hafa orðið vart í öðrum
háhyrningi frá íslandi, en að-
standendur Sealand væru vongóð-
ir um að dýrið yrði heilbrigt að
nýju. Ekkert kvað hann ama að
þriðja dýrinu. Hann sagði háhyrn-
ingana hafa virtst við hestaheilsu
eftir flutning frá íslandi, og við
rannsókn á þeim hér á landi hefði
ekkert komið í ljós er bent hefði til
krankleika þeirra.
Matthews sagði að sjúkdómur-
inn, sem að hans sögn lýsir sér í
því að beinmergurinn hættir
framleiðslu hvítra blóðkorna, væri
algengur í háhyrningum á vissu
aldursskeiði en drægi þá mjög
sjaldan til dauða.
Páll Ingólfsson, bóndi á Reykhúsum í Eyjafirði, við heyskapinn.
MorgunblaÖið/G. Berg.
SLÁTTUR er nú hafinn víða á Suð-
urlandi og í Eyjafirði og fyrstir til
urðu nokkrir bændur á Suður-
landi, sem byrjuðu á laugardag.
Morgunblaðið hafði fregnir af því í
gær að nokkrir bændur undir Eyja-
fjöllum væru byrjaðir slátt, auk
eins í Austur-Landeyjum, eins á
Síðu og eins í Eyjafirði.
Síðasti sunnudagur var fyrsti
þurrkdagurinn á Suðurlandi eft-
ir iangvarandi óþurrkatíð, en
hann dugði ekki fyrir menn til
að ná upp heyi og í gær var aftur
komin væta. Mbl. hafði samband
við nokkra bændur á þessum
slóðum og sögðu þeir, að gras
væri yfirleitt vel sprottið og víða
væri kominn tími til að slá, gras
væri við það að vaxa úr sér. Því
má búast við því að sláttur hefj-
ist almennt á Suðurlandi þegar
þornar.
í innanverðum Eyjafirði er
gras víða vel sprottið og sláttur í
þann veginn að hefjast. Morgun-
blaðinu er kunnugt um það að
Páll Ingólfsson, bóndi á Reyk-
húsum, hóf slátt í gær og er það
aðeins einum degi seinna en í
fyrra. Undir þeim skika, sem
hann hefur nú slegið, eru heitar
lindir og hafa þær eitthvað flýtt
fyrir grassprettu þar.
Ekki er gott að segja til um hvert förinni er heitið en myndina tók Þór Ólafs.
son á torfærukeppni í Vestmannaeyjum um helgina. Sjá nánar bls. 22.
Þyrla Gæzlunnar f eftirlitsferð inn á hálendið:
Sykurverð
hækkar um
30—35%
VERULEG hækkun hefur orðið á
heimsmarkaði á sykri undanfarnar
vikur, aðallega vegna uppskeru-
brests vegna mikilla rigninga og
óhagstæðs veðurfars í ýmsum lönd-
um Evrópu.
Að sögn ólafs Karlssonar, sölu-
stjóra hjá O. Johnson & Kaaber,
má gera ráð fyrir, að erlenda verð-
ið á sykri hækki nú um 30-35% og
komi það fram í verðlagi hér á
næstu vikum.
Raðsmíðaverkefnið:
Fær Slippstöðin
að smíða tvö skip?
„ÞAÐ VAR AFORM ríkisstjórnarinnar að Slippstöðin fengi eitt skip, en ég
var upplýstur um það fyrir helgi að gefin hefði verið út reglugerð af
fjármálaráðuneytinu um að tvö skip skyldu byggð og að það hafi því laga-
gildi. Ég get ekkert sagt um þetta endanlega núna. Ég þarf að skreppa til
Akureyrar og athuga málið betur,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráö-
herra í gær, en í viðtali við Jafet S. Ólafsson deildarstjóra í iðnaðarráðuneyt-
inu kom frara að hann teiur að fyrri ákvarðanir um að Slippstöðin á Akureyri
eigi að fá að smíða tvö skip hljóti að standa, ella þurfi að koma til reglugerð-
arbreyting af hendi fjármálaráðherra.
Eins og Mbl. hefur skýrt frá
samþykkti ríkisstjórnin tillögur
frá Sverri Hermannssyni um rað-
smíðaverkefni skipa innanlands
þar sem m.a. er ákveðið, að Slipp-
stöðin á Akureyri fái að smíða eitt
skip í stað tveggja eins og fyrri
ríkisstjórn hafði ákveðið. Þá fengu
skipasmíðastöðvar í Garðabæ, á
Akranesi og Seyðisfirði heimild til
að smíða eitt skip hver. Jafet sagði
í viðtali við Mbl. að Slippstöðin
hefði þegar selt fyrra skipið og
heimild fyrir því þegar verið fyrir
hendi. Þeir væru nú í þann veginn
að hefja smíði á síðara skipinu.
Sverrir Hermannsson sagði aftur
á móti að sér hefði ekki verið
kunnugt um að smíði á síðara
skipinu hefði verið komin í gang.
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar sagðist álíta
það á misskilningi byggt, ef taka
ætti síðara skipið af þeim. Mis-
skilningurinn lægi í því að hans
mati, að í dæminu væri reiknað
með því skipi sem þeir væru að
ljúka við og þegar hefði verið selt
til Eskifjarðar. Þá sagði hann að
búið væri að ganga frá veðsetning-
um og borga inn á ríkisábyrgðir
vegna seinna skipsins, auk ann-
arra skuldbindinga. Hann sagði
einnig að ef þetta væri á hinn veg-
inn, að taka ætti af þeim seinna
skipið, sæi hann ekki fram á
hvernig þeir leystu það mál. Ekki
væri um það að ræða að grípa til
annarra verkefna og um 300
manns hefðu atvinnu af smíðun-
um.
Straumhvörf í
— segir Valgeir Guðmundsson, lög-
reglumaður á Hvolsvelli
„ÞAÐ MÁ segja að þetta hafi verið tilbreyting frá hversdagsleikanum og
hér hafi verið farið inn á nýjar brautir í löggæzlu. Þyrlan er afskaplega
stórvirkt tæki og tilgangurinn með þessu var að reyna að koma í veg fyrir
gróðurspjöll uppi á hálendinu af völdum umferðar. Það er á stefnu-
skránni hjá okkur að reyna að verja landiö eins og hægt er og þetta er
liður í því,“ sagði Valgeir Guðmundsson, lögreglumaöur á Hvolsvelli, í
samtali við Morgunblaðið.
Valgeir fór á laugardaginn
ásamt öðrum lögreglumanni,
Árna Ólafssyni, með þyrlu Land-
helgisgæzlunnar upp á öræfin til
að kanna mannaferðir og koma í
veg fyrir bílaumferð þar, en hún
er nú bönnuð.
Valgeir sagði, að nú væru
fjallvegir upp á hálendið alveg
lokaðir vegna aurbleytu og
snævar. Menn væru hræddir um
að einhverjir færu, eins og und-
anfarið, að brjótast þarna upp-
eftir á kraftmiklum jeppum og
færu þá framhjá farartálmunum
og ynnu spjöll á gróðri. „Við
sáum ekki betur nú en töluverð
umferð hefði verið upp í
Landmannalaugar undanfarnar
helgar. Okkur sýndist það á för-
um, sem lágu víða um og höfðu
menn greinilega búið til nýjar
slóðir og valdið skemmdum. Ein-
um snerum við frá á Land-
mannalaugaveginum og var ekki
frítt við það að honum brigði er
þyrlan settist á veginn fyrir
framan hann. Þetta er það sem
menn verða að búast við, að við
komum bara svífandi niður úr
skýjunum og stöðvum þá. Það
gæti dregið úr þessum brotum.
Það sýndi sig í þessari ferð að
þörfin fyrir svona löggæzlu er
fyrir hendi, en þetta er í fyrsta
skipti sem þyrla er notuð á þenn-
löggæzlu
í eftirliLsferð lögreglu og þyrlu Landhelgisgæzlunnar upp á hálendið á
laugardag var meðal annars einum bfi snúið við á leiðinni til Landmanna-
lauga. Hér eru lögreglumennirnir, Valgeir Guðmundsson og Árni Ólafs-
son, á tali við ökumann bifreiðarinnar. Ljósmynd Kristján Jónsson.
an hátt og segja má að þetta hafi
verið straumhvörf í löggæzlu á
íslandi og full þörf er á þessu. Ef
ætti að stunda þessa gæzlu á bíl-
um, væri hún nánast ófram-
kvæmanleg vegna þess hve tíma-
frek hún er og auk þess er lög-
reglubílum ekki síður óheimilt
að vinna spjöll á landinu en öðr-
um,“ sagði Valgeir.