Morgunblaðið - 30.06.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
Filippus prins
hafði viðdvöl
í Reykjavík
Filippus prins, maður Klísabetar Englandsdrottningar, hafði hálftíma viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli í gær á ferð
sinni til Kanada. Prinsinn notaði tímann til að fá sér kaffi og rjómapönnukökur. Myndin var tekin er Filippus
prins gekk frá flugvél sinni til aðseturs Flugmálastjórnarinnar. Honum til hægri handar er William R.
McQuillan sendiherra Stóra-Bretlands á íslandi, en honum á vinstri hönd er Haukur Hauksson varaflugmála-
stjóri og Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri í Reykjavík. Ljósmji.d örn Gnnn.rSS»n
DeOur með BSRB og fjármálaráðuneyti um dagpeninga:
Ferðakostnaðarnefnd
ákvað 31% hækkun 1. júní
Fjármálaráðuneytið telur dagpeninga launatengd gjöld og eigi því að hækka um 8%
Filippus prins, eiginmaður Elísab-
etar Englandsdrottningar, haföi
hálfrar stundar viðdvöl á Reykja-
víkurflugvelli um hádegisbilið í
gær á leið sinni til Kanada.
Samkvæmt upplýsingum
William R. McQuillan, sendi-
herra Stóra-Bretlands á íslandi,
var prinsinn á leið til Kanada í
opinberum erindum og er við því
búist að hann hafi einnig viðdv-
öl í bakaleiðinni í næstu viku.
„Hann er vanur að hafa við-
komu á íslandi á ferðum sínum
yfir hafið, hann hefur unun af
að koma hingað. Meðan elds-
neyti var sett á Andover-flug-
vélina snæddi hann íslenskar
rjómapönnukökur og drakk
kaffi með,“ sagði McQuillan.
Þess má geta að Filippus
prins er vanur að stjórna flugvél
konungsfjölskyldunnar sjálfur.
16 árekstrar
frá hádegi
SEXTÁN harðir árekstrar urðu í
Reykjavík á tímabilinu frá hádegi og
fram til kvöldmatar í gær að sögn
lögreglunnar, en ekki munu þó hafa
orðið alvarleg slys á fólki.
Að líkindum hefur sólin og góða
veðrið átt sinn þátt í þessari
árekstrabylgju, en það sem af var
vikunnar hafði ástandið í þessum
efnum verið mjög gott.
Aurskriða
á ísafirði
AURSKRIÐA féll fyrir ofan byggð-
ina á Isafirði um hádegisbilið í gær.
Skriðan féll úr svonefndum Gleið-
hjalla og fór í skurð nokkurn, djúpan
og víðan, sem lá þvert á stefnu skrið-
unnar og er ætlaður til að taka á
móti aurskriðum sem þessari. Engar
skemmdir urðu á mannvikjum.
Sprengja í
trolli báts
SKIPVERJAR á Reyni AK 18 fundu
sprengju í trolli bátsins þar sem þeir
voru staddir út af Reykjanesi kl. 8 í
fyrradag. Þeir komu með sprengjuna
til hafnar í Grindavík um kl. 17.30
sama dag og afhentu hana lögregl-
unni.
Lögreglan hafði samband við
Landhelgisgæsluna sem ekki gat
sinnt beiðni um að gera hana
óvirka og var því haft samband við
Varnarliðið í Keflavík. Sérfræð-
ingar á þess vegum komu síðan og
tóku sprengjuna í sínar vörslur.
Af einhverjum ástæðum hafði
lás, sem opnast þegar sprengjunni
er hent, ekki opnast í þetta skiptið,
en sprengjan sem hér um ræðir er
notuð í mælingaskyni af Varnarlið-
inu. Henni er ætlað að springa á
tilteknu dýpi og senda frá sér
hljóðmerki. Sprengjan var 3 kg að
þyngd.
BORUN fyrstu holunnar við Kröflu-
virkjun á þe.ssu sumri stendur enn
yfir og gengur nú vel að sögn Einars
Tjörva Elíassonar, yfirverkfræðings
Kröfluvirkjunar, en borun gekk
heldur illa í fyrstu. Þessi fyrsta hola
í sumar er boruð skáhallt niður í
jörðina og urðu erfiðleikarnir þegar
farið var í gegnum óummyndað berg
sem, að sögn Einars Tjörva, féll inn
í holuna. Eftir að bormönnunum
tókst að komast í gegnum þennan
tálma hefur þetta gengið vel og er
núna búið að beygja holuna í end-
anlega stefnu.
ÁGREININGUR er risinn með
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja annars vegar og fjármálaráðu-
neytinu hins vegar vegna hækkunar
á dagpeningum innanlands. Þann
31. maí sl. sendi ferðakostnaðar-
nefnd frá sér auglýsingu, þar sem
Þegar lokið verður við borun
þessarar holu er fyrirhugað að
bora aðra nýja holu, en hún verður
boruð beint niður samkvæmt
hefðbundinni aðferð og síðan er
fyrirhugað að bora skáhallt út úr
gamalli holu við Kröfluvirkjun.
Einar Tjörvi sagði að síðustu,
aðspurður um áhrif skjálftavirkn-
innar á Kröflusvæðinu að undan-
förnu, að hún hefði engin áhrif
haft á borvinnuna, frekar en vant
væri enda þessi skjálftar það litlir
að þeir fyndust varla.
tilkynnt var að greiöslur til kaupa á
gistingu og fæði í einn sólarhring
skyldu hækka um 31%, eða úr 810
krónum í 1.060 krónur frá og með 1.
júní sl.
Þann 14. júní sl. sendi síðan
launadeild fjármálaráðuneytisins
bréf þar sem tilkynnt var, að
dagpeningar skuli hækka um 8%
og verða 875 krónur.
Eins og áður sagði er það svo-
kölluð ferðakostnaðarnefnd, sem
ákveður dagpeninga, en hún er
skipuð einum fulltrúa BSRB, ein-
um fulltrúa BHM og tveimur full-
trúum tilnefndum af fjármála-
ráðherra. Framangreind 31%
hækkun var samkvæmt frétt
BSRB ákveðin með atkvæðum
allra nefndarmanna.
Höskuldur Jónsson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins,
sagði í samtali við Mbl., að ráðu-
neytið túlkaði dagpeninga sem
hluta af launatengdum gjöldum og
bæri því að hækka þau í samræmi
við almenn laun. BSRB-menn
túlka dagper.inga hins vegar sem
greiðslu á útlögðum kostnaði.
í frétt BSRB segir, að BSRB
hafi leitað til Gests Jónssonar, hrl.,
og óskað eftir lögfræðilegri álits-
gerð í málinu. Hefur sú álitsgerð
Fjórðungsmótið
á Melgerðismelum
hefst í dag
Frá Valdimar KristinsHyni
fréttaritara Mbl. Mt*lgprdismt*lum.
í DAG, fimmtudag, hefst fjórðungs-
mót norðlenskra hestamanna að
Melgarðsmelum. f gær var byrjað að
selja inn á mótssvæðið en ekki eru
fyrirliggjandi upplýsingar um fjölda
seldra miða. Útlit er fyrir gott veður
og ef svo fer sem horfir mega kepp-
endur og áhorfendur vænta góðrar
skemmtunar.
Aðstaðan á Melgerðismelum er
mjög góð jafnt fyrir áhorfendur
og keppendur sem og starfsmenn
mótsins. Mótsgestir streyma að úr
öllum áttum bæði akandi og ríð-
andi. Að sögn þeirra sem komu
ríðandi þurftu þeir að fara mestan
ef ekki allan hluta leiðarinnar eft-
ir akvegum því reiðgötur í óbyggð-
um eru ófærar vegna bleytu og
snjóa. Þeir sem lengst eru að
komnir ríðandi eru komnir alla
leið sunnan úr Mosfellssveit.
verið send fjármálaráðherra.
„Niðurstaða lögfræðingsins er sú,
að ákvörðun launadeildar fjár-
málaráðuneytisins hafi ekki laga-
stoð. Endanlegt svar við þessari
niðurstöðu hefur enn ekki borizt
BSBR, en mjög mikið hefur verið
leitað til skrifstofunnar og spurt
ráða um viðbrögð," segir orðrétt í
frétt BSBR. Höskuldur Jónsson
sagði að málið yrði tekið til um-
fjöllunar á næstunni og augljóst
væri, að aðilar yrðu að komast að
niðurstöðu hið fyrsta.
Kristín Huld Sigurðardóttir, fornleifafræðingur, við uppgröft í Suður-
götu.
Snældusnúður úr steini
og hleðslur frá gamalli tið
VEGFARENDUR um Vonarstræti og Suðurgötu hafa eflaust margir
hverjir velt því fyrir sér hvaða framkvæmdir færu fram á þeim gatna-
mótum. Þar er annars vegar verið að undirbúa flutning hornhússins upp
í Árbæjarsafn og hins vegar er unnið að uppgreftri á lóð hússins.
þess að hann væri frá miðöldum.
Ekki er hægt að tilgreina aldur
hans enn sem komið er. Kristín
sagði að þau hefðu tafist nokkuð
við uppgröftinn vegna veðurfars,
enda óhentugt að grafa og teikna
upp svæðið í votviðri. Vonaðist
hún til, sem og flestir aðrir borg-
arbúar, að sólin færi nú að láta
sjá sig eftir mikla úrkomu und-
anfarið.
Kristín Huld Sigurðardóttir,
fornleifafræðingur, er ein þeirra
sem að uppgreftrinum standa,
og tjáði hún Mbl. að þau hefðu
komið niður á hleðslur frá fyrri
tíð, en ekki væri hægt að kveða
nokkuð á um aldur þeirra fyrr en
jarðfræðingur hefði kannað
jarðlögin í kring. Einnig hefði
fundist hálfur snældusnúður og
væri hann úr steini, sem benti til
I MM
Hagkaup opnar í Njarðvíkum
Á morgun opnar Hagkaup stórmarkaö í Njarðvíkum, nánar til tekið að
Fitjum. Þá opnar olíufélagið Skeljungur einnig þar bensín- og þjónustu-
miðstöð og Tomma-hamborgarar veitingasölu. Meðfylgjandi mynd tók
Einar Falur Ingólfsson í vikunni, þegar undirbúningur opnunarinnar
var í fullum gangi.
Borun gengur nú vel
við Kröfluvirkjun