Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
3
Tímabært að
stjórnvöld
hefjist handa
— segir Júlíus Sólnes um móttöku
sjónvarpsefnis frá Evrópugervihnettinum ECS 1
„ÞESSI tnál eru í biðstöðu hjá
okkur eins og er, nema hvað við
vinnum að upplýsingasöfnun um
þau. Einn úr nefndinni, Sigfús
Björnsson, rafmagnsverkfræð-
ingur, sem er erlendis um þess-
ar mundir, er að viða þar að sér
öllum þeim upplýsingum sem
hann getur aflað og munum við
skoða þær, þegar hann kemur
heim í sumar,“ sagði Júlíus Sól-
nes, bæjarfulltrúi á Seltjarnar-
nesi í samtali við Mbl. Hann er
formaður nefndar sem bæjar-
stjórnin kaus til að gera tillögur
um hvernig Seltirningar gætu
notið sjónvarpssendinga er-
lendra sjónvarpsstöðva.
Júlíus sagði einnig þegar álits
hans á þessum málum var leitað:
„Mér finnst fyllilega tímabært að
stjórnvöld fari nú þegar að undir-
búa og athuga hvernig best verði
að ná sjónvarpssendingum frá
ECS 1., Upplýsinga- og fjarskipta-
hnetti póst- og símamálastjórna
Evrópuíandanna. Ég var nýlega
staddur í Noregi og þar varð ég
var við að Norðmenn, sem eru að-
ilar að þessum ^fervihnetti, voru
að undirbúa breytingu á útvarps-
lögum sínum til að auðvelda
einkaaðilum að nota sjónvarps-
sendingar frá hnettinum. Það hef-
ur einnig komið fram að Norð-
menn hafa boðið hinum Norður-
landaþjóðunum að nota þessa
sjónvarpsrás.
Ef það er þörf á því fyrir Evr-
ópuþjóðir, sem njóta þetta 5—8
sjónvarpsstöðva, að auka fjöl-
breytnina hjá sér, þá er ekki síður
þörf á því hér þar sem ekkert
næst, að komast í samband við
þennan gervihnött," sagði Júlíus
Sólnes.
Sparkvöllur
viö Jaðarsel?
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í síðustu viku tillögu Sigur-
jóns Péturssonar um að fela
garðyrkjustjóra að kanna hvort
ekki væri hægt á ódýran og hag-
kvæman hátt að koma upp litlum
knattspyrnuvelli á svæðinu milli
Fljótasels og Jaðarsels. Svæðið er
við austurenda Jaðarsels skammt
frá veginum upp á Vatnsendahæð.
Jón L. í 3.—4. sæti
ásamt Skembris
JÓN L. Árnason gerði jafntefli
við Skembris í 12. umferð al-
þjóðlega skákmótsins í Bella
Crkva í Júgóslavíu og er í 3.—4.
sæti ásamt honum. Skák Mar-
geirs Péturssonar og Mirkovic
fór í bið og er staðan í skákinni
tvísýn. Karl Þorsteinsson tapaði
fyrir stórmeistaranum Sahovic,
en Jóhann Hjartarson og Elvar
Guðmundsson gerðu jafntefli í
sínum skákum við óþekkta
Júgóslava.
Biðskák Margeirs Péturssonar
úr 11. umferð við Urosevic lauk
með jafntefli. Júgóslavanum tókst
að finna jaftnteflisleið, en Mar-
geir hafði betur.
Staðan í mótinu er nú þannig,
þegar ein umferð er eftir, efstir og
jafnir eru Júgóslavarnir Mariano-
vic og Martinovic með 9 vinninga
og biðskák. í 3.-4. sæti eru þeir
Jón L. og Skembris með 9 vinn-
inga og þar á eftir þeir Murshed
frá Bangla Desh og Nikolac frá
Júgóslavíu með 8V4 vinning og
biðskák, en Murshed kom á óvart
og á unna biðskák við Marianovic,
svo vel getur svo farið að hann
verði í efsta sæti, þegar biðskákir
hafa verið tefldar. Margeir er með
8 vinninga og biðskák, Karl Þor-
steins 7'á og Elvar og Jóhann með
6Vfe vinning.
Borgarrád:
Leyfi veitt fyrir
leiktækjasal
og pylsuvögnum
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um í síðustu viku að veita leyfi fyrir
rekstri leiktækjasalar að Laugavegi
116 og fyrir rekstri pylsuvagna við
Álfabakka og Sundhöll Reykjavíkur.
Ráðið samþykkti að mæla með
veitingu leyfis til rekstrar leik-
tækjasalar að Laugavegi 116, sem
Gunnlaugur Ragnarsson og Vil-
hjálmur Svan Jóhannsson hyggj-
ast reka þar.
Þá samþykkti ráðið til bráða-
birgða að veita Sigurði Breiðfjörð
Ólafssyni leyfi til reksturs pylsu-
vagns við Álfabakka og ennfremur
var Valbirni Þorlákssyni veitt
leyfi til reksturs vagns af þessu
tagi við Sundhöll Reykjavíkur.
Minnkandi eftirspurn
eftir spariskírteinum ríkissjóðs
SÖLU verðtryggðra spariskírteina
ríkissjóðs í 1. flokki 1983 er nú að
Ijúka, að sögn Stefáns Þórarinsson-
ar í Seðlabanka íslands, en boönar
voru út 50 milljónir króna í marz-
byrjun. í fjárlögum er heimild til að
bjóða út allt að 200 milljónir króna á
þessu ári.
Þegar hafa liðlega 47 milljónir
selst, þannig að nærri liggur að
útboðið seljist upp að þessu sinni.
Utboðið nú er hins vegar nokkru
minna en á sama tíma í fyrra,
þannig að nokkuð hefur dregið úr
eftirspurn eftir verðtryggðum
spariskírteinum ríkissjóðs.
Á síðasta ári var heildarútboðið
150 milljónir króna, þar af 75
milljónir í 1. flokki, sem seldist
upp. Sala var hins vegar mun
tregari i 2. flokki og seldust skír-
teini fyrir um 53 milljónir króna.
Aðspurður sagði Stefán Þórar-
insson, að meginástæðan fyrir
minnkandi eftirspurn væru ef-
laust síauknir ávöxtunarmögu-
leikar, sem fólk hefur, sérstaklega
i bönkum og sparisjóðum. 2. flokk-
ur verður síðan væntanlega boð-
inn út um mánaðamótin ág-
úst/september nk.
AUÐUNN
VESmRSKI
hefði örugglega ekki
farið að arka suður til Rómar
ef Flugleiðir
hefðu verið byrjaðir
með bílaleigupakkana til Evrópu!
Þegar Auðunn vestfirski hafði fært Danakonungi bjarndýrið
eins og frægt varð um árið, lagði hann upp í labbið mikla
suður til Rómar til þess að fá aflausn synda sinna hjá páfanum.
Páfinn situr að vísu enn í Róm en nú er orðið minniháttar mál
að komast þangað. Flug og bílferðir Flugleiða til borga Evrópu
eru sennilega ódýrasti ferðamátinn í dag.
Borg Verð kr. Afsl. f. börn 2-11 ára Brottfarard.
París 12.312,- 4.900.- Laugardagur
Kaupmannahöfn 12.958,- 5.100,- Þriðjudagur
Stokkhólmur 14.083.- 5.800,- Miðvikudagur
Gautaborg 13.170,- 5.100,- Fimmtudagur
Osló 13.996,- 4.700.- Miðvikudagur
Glasgow 10.297.- 3.900,- Föstudagur
London 11.551,- 4.500.- Föstudagur
Frankfúrt 12.328,- 5.000,- Fim/Sun
Luxemborg 12.290,- 5.100,- Föstudagur
Verðið hér að ofan miðast við að fjórir séu saman um góðan
5 manna bíl í tvær vikur. Auðvitað er líka hægt að vera 1, 3
eða fleiri vikur og fá bæði minni og stærri bíla. Innifalið er
flugfar og bílaleigubíll með ótakmörkuðum akstri. Ekki er
inmfalið bensín, flugvallarskattur, kaskótrygging og söluskattur
af bílaleigubíl.
Við minnum einnig á ódýra hótelgistingu, svo og sumarhúsin
í Þýskalandi og Skotlandi, sem dæmi má nefna að gisting á
góðum hótelum í Bretlandi, svokallað „Drive away UK", kostar
frá kr. 712.- pr. mann á nótt eða frá kr. 9.968 - í tværvikur.
Miðað er við gengi 1/7 1983
Allar nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðs-
menn og ferðaskrifstofur.
Skyldi Auðunn hafa verið með bílpróf?
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi