Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
17
tvö stór málverk, sem bæði eru
af þeirri gerð, sem gert hafa veg
hans hvað mestan. Valtýr Pét-
ursson er einnig með í þessum
félagsskap.
Vönduð sýningarskrá fylgir
þessari sýningu. Þar er stutt
grein um Þorvald Skúlason eftir
Braga Ásgeirsson bæði á ís-
lensku og ensku ásamt tveim
málverkum litprentuðum eftir
Þorvald. Og myndir eftir alla
sýnendur í svart/hvítu eru þar
einnig.
Það er auðvitað ekki viðeig-
andi, að einn af sýnendum skuli
rita um slíka sýningu, en þannig
verður það nú samt að vera og ég
ætla að biðja forláts á því hér.
En að lokum hvet ég fólk til að
sjá þessa sýningu, sem er bæði
vönduð og skemmtileg. Hún er
einnig til sóma fyrir Listmálara-
félagið, en auðvitað verða gerðar
meiri kröfur til þessa félags-
skapar en annarra sýnenda á
málverki. Hér eru engir viðvan-
ingar á ferð, og árangur þessa
hóps verður að teljast mæli-
kvarði á vissa hluti í menningu
okkar, hjá því verður ekki kom-
ist.
heildin furðu samstæð. Það er
rúmt um verkin, og þau fá að
njóta sín. Allt eru þetta ný verk
og því gott sýnishorn af því, sem
er að gerast í málverkinu hér á
landi. Flestir þeir listamenn er
sýna eru fyrir löngu fastmótaðir
listamenn og eiga sér langan
starfsaldur að baki, en þeir beita
afar mismunandi aðferðum, og
þarna er bæði að finna fígúra-
tíva myndlist og abstrakt og allt
þar á milli.
Ágúst F. Petersen er nýlega
búinn að sýna verk sín í List-
munahúsinu, en kemur hér með
myndir, sem ekki voru á þeirri
sýningu. Hann er sjálfum sér
líkur og stendur fyrir sínu. Björn
Birnir kemur skemmtilega á
óvart með stórar myndir og
nokkuð breyttan myndgerðar-
máta. Hann lætur mikið til sin
með það að fara. Erfitt að gera
upp á milli verka hans. Þau eru
traust og vel unnin. Einar Þor-
láksson sýnir bæði olíumálverk
og teikningar. Olíumyndir hans
finnst mér miklu meira sann-
færandi en teikningarnar, sem
eru of einfaldar í sniði fyrir
minn smekk. Elías B. Halldórs-
son á þarna þrjú málverk, og eru
þau bæði vel byggð og gefa hug-
mynd um hamfarir í náttúrunni,
þrátt fyrir abstrakt stíl. Guð-
munda Andrésdóttir er afar
fersk og litsterk í myndum sín-
um. Persónulegur stíll hennar
leynir sér ekki. Hafsteinn Aust-
mann sýnir þrjú málverk, og eru
þau öll afar tengd í formi og
meðferð lita. Hafsteinn hefur
vaxið sem málari á undanförn-
um árum og vitna þessar myndir
þar um. Hrólfur Sigurðsson
Listmálarafélagið
Valtýr Pétursson
Fyrir rúmu ári var Listmál-
arafélagið stofnað. Yfir tuttugu
þekktir listmálarar voru þar að
verki, og það fer ekki milli mála
að stofnun þessa félags var
sannarlega tímabær. Það var
sem sagt fyrst og fremst stofnað
til varnar málverkinu sem slíku
þar sem mikið var um árásir á
myndina í rammanum, eins og
ungur maður komst að orði í
fjöimiðli nýlega. Uppákomur og
alls konar útúrsnúningar komu
fram í nafni myndlistar, og þá
varð það eðlilegt, að menn, sem
vildu málverkið óskaddað, tækju
til sinna ráða og gerðust virkari
en ella. Undir þessu merki var
fyrsta sýning félagsins haldin að
Kjarvalsstöðum í fyrra, og vakti
hún verðskuldaða eftirtekt. Mál-
verkið er ekki gamalt í menn-
ingu íslendinga sé miðað við aðr-
ar þjóðir, og þess má minnast, að
fyrsta einkasýning íslendings
var fyrir áttatíu og þrem árum
hér á landi. Það er því sannast
mála hvergi tímabært að hefja
niðurrif þessa unga litmiðils,
sem hefur blómstrað meira en
margt annað í þjóðlífi okkar.
Það eru til að mynda ekki marg-
ar borgir í Evrópu af sömu stærð
og Reykjavík, sem geta státað af
öðru eins fjöri í myndlist og við-
gengst í höfuðborg íslands.
Nú hefur Listmálarafélagið
efnt til sinnar annarar sýningar
að Kjarvalsstöðum. Það eru 17
listamenn sem sýna að sinni, og
eru verk þeirra rúmlega sextíu.
Mest eru það olíumálverk, en
samt má finna á þessari sýningu
grafík, teikningar og vatnslita-
myndir. Þessi sýning er nokkuð
frábrugðin þeirri fyrri, og að
mínum dómi er hún mun fersk-
ari og hefur jafnvel meiri fjöl-
breytni að bjóða en sú fyrri.
Þarna eru stílbrögð ýmiss konar,
og hver syngur með sínu nefi, ef
svo mætti segja, en samt er
Málverk eftir Jóhannes Jóhannesson.
Mílverk eftir Einar G. Baldvinsson.
Málverk eftir Hafstein Austmann.
taka. Bragi Ásgeirsson sýnir
nokkur af grafíkblöðum sínum
er hann sýndi nýlega á öðrum
stað. Hann er allur í ástarleikn-
um og fer sínar eigin leiðir. Ein-
ar Hákonarson sýnir stór og
fyrirferðarmikil málverk. Mér
finnst stærsta málverk hans
bera áf, bæði hvað uppbyggingu
forms og litar snertir, og hefur
honum sjaldan tekist betur. Ein-
ar G. Baldvinsson er sjálfum sér
samkvæmur. Sjávarsíðan er
viðfangsefnið, og hann kann vel
heldur sig við landslagið og nær
föstum tökum á viðfangsefni
sínu. Þessar myndir eru hnit-
miðaðar og bera með sér mikla
natni og vandvirkni. Jóhannes
Geir á þarna gott samsafn mál-
verka. Eitt þeirra finnst mér
framar öllum hinum, „Áning í
þoku“, sem er sérlega fíniegt og
viðkvæmt í lit og gefur visst
andrúmsloft úr óbyggðum á
sannfærandi hátt. Jóhannes Jó-
hannesson er að vanda með tæra
og sterka liti, sem eru mjög ein-
kennandi fyrir hann, og „Á hvít-
um grunni" er traust og vel gerð
mynd. Kjartan Guðjónsson er
persónulegur að vanda og teikn-
ing hans ber vott um sérgáfu,
sem ekki mörgum er gefin.
Kristján Davíðsson á þarna þrjú
verk, öll mjög í ætt við hans
venjulegu myndgerð, og litameð-
ferðin svíkur ekki. Sigurður Sig-
urðsson sýnir mjög eftirtektar-
verðar myndir, eitt besta fram-
lag hans til sýningar sem ég man
eftir. Þorvaldur Skúlason sýnir
Myndlist
ERTUITAKTVID
TÍMfíNN....?
Snorrabraut simi 13505 Glasiba simi 34350
Hamraborg simi 46200 Midvangi simi 53300