Morgunblaðið - 30.06.1983, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
Nafiiið Jesús
eftir dr. Sigurbjörn
Einarsson biskup
Árni Böðvarsson tók fyrir
nafnið Jesú í einum þátta sinna
um daglegt mál, skýrt og skil-
merkilega. Það var þakka vert.
En vanþökk eina hefur hann
fengið opinberlega. Það má hann
þó vita, að það hlióð kom úr ein-
angruðu horni. Eg á við pistil
þann, sem sr. Bjartmar Krist-
jánsson birti í Velvakanda
skömmu eftir að Árni flutti
þáttinn. Það var vígaleg og
gustmikil aðför, víst öðrum ætl-
uð fremur en Árna. Sr. Bjartmar
staðhæfir þar, að „skaðsemdar-
verk“ hafi verið framið á hinu
helga nafni frelsarans, að því
hafi verið „umturnað", að tvö
þúsund ára hefð um meðferð
þess hafi verið brotin. Þessi ill-
virki eiga þeir að hafa unnið sem
gengu frá texta nýju biblíuútgáf-
unnar og Sálmabókarinnar.
Reyndar hafði nú Sálmabókin
verið í almennri notkun í áratug
áður en presturinn hafði upp-
götvað þessi „lýti“ á henni og var
það þá annar maður, sem vakti
athygli hans á þessu. Handbókin
nýja er sama marki brennd að
þessu leyti, þó að sr. Bjartmar
geti hennar ekki. Á hann
kannski eftir að lesa hana?
Þessi stóru skot sr. Bjartmars
hæfa engan, þeim er skotið út í
geiminn á bletti, sem eru ekki til
nema i augum hans sjálfs. En
hann meiðir sjálfan sig í þessum
látum. Það þykir mér miður, því
mér er vel við hann. Hann gerir
aðför að sinni eigin greind, þeg-
ar hann segir, að tvö þúsund ára
hefð hafi verið rofin í nýlega
prentuðum íslenskum bókum.
Svo gömul er ekki kristnin á ís-
landi, þótt gömul sé, né íslenskt
kirkjumál. Sama máli gegnir um
grískukunnáttuna, sem hann
auglýsir. Grísk málfræði á lítið
erindi í umræðu um íslensk
nöfn. Og íslensk eru nöfn frels-
arans i munni fslendinga og i
íslensku ritmáli, hvað sem upp-
runa þeirra líður, en nöfnin hans
bæði, Jesús Kristur, eru ekki
gfisk, heldur arameisk, réttara
sagt hebresk. Væru þau rituð
eða borin fram í sinni tvö þús-
und ára gömlu mynd, yrðu fáir
að bættari.
Ég skal ekki fortaka nema ein-
hverjir séu til, sem halda að
sérkennilegur eldmóður prests-
ins sr. Bjartmars hljóti að eiga
eitthvað skylt við skynsemi eða
kristilegt vandlæti. Áð visu hef
ég ekki orðið var við það. En i
þessum svifum bárust mér til-
mæli, sem ég tek mark á, um að
skýra með nokkrum orðum
málavexti, og það vil ég gjarnan
gera, ef einhverjir þyrftu á að
halda eða vildu nýta.
í þeim bókum kirkjunnar, sem
nefndar voru, Biblíu, Sálmabók
og Handbók, er nafnið Jesús haft
í nefnifalli í ávarpi (þú Jesús),
eins og öll önnur íslensk nöfn að
fornu og nýju, þar með talið hið
annað nafn frelsarans, Kristur,
eins og það hefur verið notað í
rituðu og mæltu máli um langan
aldur. Og þolfallið er Jesú, (ekki
Jesúm).
Hvaða rök eru til þessa?
Rifjum það upp, að nöfn frels-
arans eru tvö, Jesús Kristur. Þau
tóku óhjákvæmilega nokkurri
svipbreytingu um stöfun og
beygingu, þegar þau voru lögð á
varir griskumæiandi manna og
aðlöguð grísku máli. Og þegar
Ritningin var þýdd á latínu
gerðist hið sama, nöfnin voru
beygð að latneskum hætti. Sú
aðferð að hneigja þessi helgu
nöfn að lögmálum þeirrar tungu,
sem kristnar ritningar voru
þýddar á, er m.ö.o. jafngömul
kristninni. ólíkustu þjóðir hafa
frá öndverðu og til þessa dags
tileinkað sér nöfnin á þann veg.
Sigurbjörn Einarsson
sem best samþýddist tungu
þeirra. Þau eru samt auðþekkj-
anleg hverjum sem heyrir eða
sér, oft hið eina, sm maður skil-
ur í máli framandi þjóðar. það er
engin önnur almenn kristin hefð
til í þessu en sú, að hver þjóð fer
um framburð og beygingu að
lögum síns máls.
En latínan varð áhrifamikil í
Evrópu, einnig á Islandi. Lærðir
voru þeir taldir, sem kunnu lat-
ínu. Þeir námu allt af latínubók-
um og kenndu síðan öðrum. Nöfn
frelsarans eru Iesus Christus á
latínu. Þannig voru þau lengi
rituð í íslenskum textum og
beygð í föllum að latneskum
hætti (önnur biblíunöfn líka,
Paulus, Petrus o.s.frv.). Alþýða
manna vandist þessu. Menn
sungu: „Dýrðlegi kóngur
Christe". En líka kemur fyrir
ávarpið Jhesus Christus. Og
stundum er ritað Christur.
Fleira mætti nefna, sem gefur til
kynna að hér var ekki full sam-
kvæmni. En latneskur ritháttur
og beygingar voru algengastar í
guðsorðabókum, m.a. i passíu-
sálmum og Jónsbók. Menn lærðu
þar að segja Jesúm Kristum
(Christum, þolfall), Jesú Kristó
(þágufall), Jesú Kristí (eignar-
fall). En latínan hefur fleiri föll
en íslenskan, m.a. ávarpsfall. í
ávarpi eru nöfnin samkvæmt
latneskri reglu Jesú Kriste (oft
ritað Kristi í stað Kriste, sbr.
t.d. iagboðann „Kær Jesú
Kristi“).
Það er langt síðan að Christus
varð kristur í íslensku máli og
allir eru fyrir löngu hættir að
beygja það nafn i latneskum
föllum. Ég veit ekki, á hvaða
landshorni þeir hafa verið stað-
settir, sem „umturnuðu" þessu
helga nafni á þann veg. Én það
má ég fullyrða, að enginn hefur
talið það til helgispjalla né
skemmda á íslenskri tungu.
þvert á móti. Það var heilbrigð
íslensk málkennd, sem færði
þetta nafn að fullu i íslenskan
búning.
Latnesk beyging hefur loðað
nokkru lengur við nafnið Jesús
að þvi leyti að þolfall þess hefur
verið Jesúm og ávarpsfaliið Jesú.
Ég endurtek og undirstrika, að
hvort tveggja er latína, hvorugt ís-
lenska. Það heyrir því ekki undir
íslenska málvernd að halda i
þessar myndir nafnsins. Fyrir
mitt leyti hef ég lengst af haldið
barnsvana mínum og notað þessi
föll. Eldri kynslóð er auðvelt að
fara rétt með nafnið samkvæmt
þessari reglu. En öðrum ekki.
Meira að segja prestar ruglast i
þessu rimi i seinni tíð. Einkum
verður mönnum hált á því sem
von er að gera greinarmun á
nefnifalli og ávarpsfalli.
Ávarpsfall er ekki til í íslensku.
íslendingar nota nefnifall i
ávarpi. Það eru engin rök fyrir
því að gera undantekningu með
það, þegar frelsarinn er ávarp-
aður. Ef því væri haldið til
streitu ætti væntanlega sama
regla að gilda um bæði nöfnin,
sem tíðast eru notuð saman og
óaðskiljanleg, en varla kemur
neinum í hug að hverfa aftur til
þeirrar venju að segja Kriste í
ávarpi. Það er og greinilegt, að
latneska ávarpsfallið Jesú var á
leiðinni að útrýma nefnifallinu
Jesús. Það er eðlilegt, ef haldið
er i þessa latínu, þvi oft er Jesús
ávarpaður og mönnum er það
hulinn leyndardómur, af hverju
þurfi að breyta nafni hans, þeg-
ar talað er til hans.
Þolfallsendingin -um er ekki
íslenskuleg. Það er staðreynd, að
þessar latnesku beygingar eru
fyrndar leifar, dauð erfð. það
hefur verið dregin eðlileg álykt-
un af þeirri staðreynd í þeim
bókum kirkjunnar, sem komið
hafa út á síðustu árum. Og það
hefur verið miðað við þá beyg-
ingu, sem nú er almennust og
eftir atvikum íslenskust. Jesús í
nefnifalli, óbreytt í ávarpi, eins
og öll önnur íslensk nöfn, hin
föllin þrjú Jesú. Það varð aldrei
ofan á hér á landi að beygja
nafnið Jesús eins og önnur er-
lend heiti, sem enda á -ús. Og
það verður ekki úr þessu. Nafnið
er samt rótfast í íslensku máli,
þjált og meðfærilegt, þegar
óeðlilegt latínuhrúður hefur ver-
ið fellt af því.
Auðvitað hefði mátt reyna að
halda í útlendar beygingar-
myndir hins helga nafns og
sjálfsagt mætti takast að berja
það inn í einhver ungmenni, að
þeir megi ekki taka sér fyrra
nafn frelsarans í munn nema
beygja það upp á latfnu (þó að
síðara nafnið megi að ósekju
beygjast eins og hestur). Én
kirkjunni er fullerfitt að skýra
mikilvægari leyndardóma, þótt
hún létti þessu af sér. Og prestar
og aðrir uppfræðendur geta var-
ið tíma og kröftum til sálu-
hjálplegri hluta.
Sýslufundir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu:
Hvetja til stórátaks
til endurreisnar
Reykholtsstaðar
Borgarnesi, 22. júní.
AÐALFUNDIR sýslunefnda Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu voru haldnir nýlcga
í Borgarnesi. Á fundunum voru af-
greiddir reikningar sýslusjóða og
sýsluvegasjóða fyrir síðasta ár og gerð-
ar fjárhagsáætlanir fyrir yfirstandandi
ár, segir í fréttatilkynningu frá sýslu-
nefndunum.
Heildarútgjöld sýslusjóðs Mýra-
sýslu á þessu ári eru áætluð 1,1 millj.
króna. Stærstu útgjaldaliðirnir eru
vegna þátttöku í byggingu safnahúss
Borgarfjarðar, lögbundinna útgjalda
til atvinnumála og heilbrigðismála,
hlutafjárkaupa í Skallagrími hf.,
auk ýmissa rekstrarstyrkja til
félagasamtaka í héraðinu, s.s.
UMSB, Sögufélags Borgarfjarðar,
Búnaðarsambands Borgarfjarðar,
safnanna o.fl.
Heildarútgjöld sýsluvegasjóðs
Mýrasýslu á þessu ári eru áætluð 1,6
millj. króna, þar af er 1,1 millj. til
viðhalds og heflunar sýsluvega og
400 þúsund til nýbygginga.
í Borgarfjarðarsýslu eru heildar-
útgjöld sýslusjóðs á þessu ári áætluð
750 þúsund krónur. Stærstu út-
gjaldaliðirnir eru vegna þátttöku í
byggingu safnahúss Borgarfjarðar,
lögbundinna útgjalda til atvinnu-
mála og heilbrigðismála, hlutafjár-
kaupa í Skallagrími hf„ auk ýmissa
rekstrarstyrkja til félagasamtaka í
héraðinu.
Heildarútgjöld sýsluvegasjóðs
Borgarfjarðarsýslu eru áætluð 1,3
millj. króna, en þar af eru 875 þús-
und ætlaðar til viðhalds og heflunar
vega og 300 þúsund til nýbygginga.
A sýslufundunum voru gerðar
samþykktir um hagsmunamál hér-
aðsbúa í vegamálum, símamálum
o.fl. Talið var að Vesturlandskjör-
dæmi hefði orðið afskipt á síðari ár-
um hvað varðar nýbyggingu vega og
lögn á bundnu slitlagi, og var hvatt
til aukinna framlaga í þessum efn-
um. Þá var mótmælt þeirri breyt-
ingu á vegalögum, sem gerð var í
vor, að undanskilja vegaskatti
sumarbústaði og orlofsheimili, enda
rýrði þessi breyting tekjumöguleika
sýsluvegasjóðanna verulega. Sam-
þykkt hafði verið á aðalfundum
sýslunefndanna í fyrra að gera áætl-
un um aukið viðhald vega að sumar-
bústaðahverfum, en sú samþykkt
verður nú tekin til endurskoðunar,
vegna þessara breyttu forsendna.
Itrekuð var samþykkt síðustu að-
alfunda um að skora á yfirvöld Pósts
og síma og alþingismenn kjördæmis-
ins að sjá til þess að gjaldskrá fyrir
símaþjónustu verði notendum sem
hagkvæmúst og að héraðið verði allt
gert að einu gjaldskrársvæði.
Sýslunefndirnar samþykktu að
skora á Alþingi og stjórnvöld að
gera nú stórátak til endurreisnar
Reykholtsstaðar í Borgarfirði. Reyk-
holt væri á hverju ári sótt heim af
fjölda fólks, innlendu og erlendu, og
væri ekki annað sæmandi en að
staðnum væri sýndur sá sómi, sem
honum hæfði, hvað varðar viðhald
mannvirkja og alla umhirðu.
Ýmis önnur mál voru tekin fyrir á
sýslufundunum.
HBj.
PURINA kattafóðrið fæst í helstu
MATVÖRUVERSLUNUM
NÆRING VIÐ HÆFI - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI
PURINA Umboðið