Morgunblaðið - 30.06.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 30.06.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 1LÖGUN afléttvíni og þú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 21 C.S. AUTOGUMMI SUMARHJÓLBARDAR GÆÐA HEILSOLUÐU RADIAL DEKKIN v KOMIN ÞJONUSTA MEÐ GÆÐA VORUM Erum bunir að fá dönsku heilsóluðu radial sumardekkin fra C.S. AUTOGUMMI i flestum stærðum. Full ábyrgð — hagstæð verð. ^ VÉIADEILD SAMBANDSINS HJÓLDARÐAR Hötöabakka 9 Rvík S: 83490 Sirkus a Islandi Sirkus Arena í Laugardal dagana 17. júlí til 7. ágúst Forsala aðgöngumiða hjá Rakarastofu Jör- undar Guðmundsson v/Hlemmtorg alla virka daga frá kl. 1—5 frá og með 1. júlí nk. Sími 23800. GALLA CIRKUS ’83 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON ÍJ ^ Amintore Fanfani fráfarandi forsætisriAberra greiðir atkveði I kosning- unum. De Mita reyndist dugmikill andstæðingur Craxi. Hann hefur barizt fyrir efnahagsstefnu í anda Thatchers og fékk tii liðs við sig Guido Carli, fyrrverandi bankastjóra Ítalíubanka, sem nýtur virðingar og búizt var við að gegna mundi lykilhlutverki í næstu stjórn. De Mita fékk einn- ig nokkra unga, óflokksbundna tæknifræðinga til að bjóða sig fram sem óháða fyrir kristilega demókrata og naut stuðnings helztu frammámanna viðskipta- lífsins. Craxi hefur verið iaginn að færa sér fjölmiðla í nyt, en að þessu sinni stálu aðrir stjórn- málaleiðtogar frá honum sen- unni. Einnig var ljóst að mörg- um kjósendum féll það ekki vel í geð að hann hafði fellt þrjár rík- isstjórnir einn síns liðs. Það kom Craxi einnig í koll í Óvissan eykst á Ítalíu KRISTILECIR demókratar á Ítalíu urðu fyrir alvarlegasta áfalli sínu frá stríðslokum í kosningunum á sunnudaginn og mánudaginn, þétt flokkur þeirra sé enn sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hlaut aðeins 32,9% atkvæða að þessu sinni miðað við 38,3% f síðustu kosningum. ó gengu kristilegir demó- kratar til kosninganna undir forystu nýs leiðtoga, Ciriaco de Mita, sem hefur reynt að hleypa nýju lífi í flokkinn. En hann megnaði ekki að vinna bug á al- mennri óánægju, sem ríkir með stjórnmálakerfið á Ítalíu. Við tekur mikið óvissusumar í ít- ölskum stjórnmálum, en að lok- um verður þó líklega mynduð samsteypustjórn fimm mið- og vinstriflokka. Svo mikil er óánægjan með stjórnmálakerfið að talið er að allt að fjórðungur kjósenda hafi notað atkvæði sín til að mót- mæla því. Þetta bitnaði mest á kristilegum demókrötum, þótt þeir misstu einnig fylgi til fjög- urra smáflokka, sem oft hafa unnið með þeim: lýðveldissinna, frjálslyndra, sósíaldemókrata og sósíalista. Flokkur nýfasista hagnaðist á óánægju kjósenda og hlaut 6,8% atkvæða, en það er mesta fylgi er hann hefur fengið í fimmtán ár. Lítill en hávær flokkur rót- tækra, sem vill binda enda á ofurvald stjórnmálaflokkanna, hlaut 2,2%. Rúmlega 11 af hundraði kjósenda kusu ekki, þótt það sé skylda, og a.m.k. fimm af hundraði skiluðu auðu, eða eyðilögðu atkvæðisseðla sína. Leiðtogi sósíalista, Bettino Craxi, kom kosningunum til leið- ar, einu ári áður en kjörtímabili lauk, í von um mikla fylgisaukn- ingu. En flokkurinn bætti við sig sáralitlu fylgi, það jókst úr 9,8 í 11,4 af hundraði. Sósíalistar voru sannfærðir um það í upphafi kosningabar- áttunnar að þeir fengju svo mikla fyigisaukningu að Craxi yrði næsti forsætisráðherra. Þegar skoðanakannanir leiddu í ljós að fylgi flokksins mundi lítið aukast var gefið í skyn að Craxi mundi segja af sér sem flokks- leiðtogi. En fylgistap kristilegra demókrata í kosningunum var svo mikið að þrátt fyrir allt hef- ur Craxi líklega færzt nær því marki að verða forsætisráð- herra. Craxi felldi þrjár síðustu rík- isstjórnir, tvær ríkisstjórnir Giovanni Spadolini úr Lýðveld- Ciriaco De MiU, nýr ritari kristi- legra demókrata. Honum vannst ekki tími til að breyta flokknum og verður líklega að víkja. isflokknum og ríkisstjórn Am- intore Fanfani úr flokki kristi- legra demókrata. Samband hans við þessa flokka er því stirt. I kosningabaráttunni ferðað- ist Spadolini um alla ítalfu og hvatti til „opnari" ríkisstjórnar og sparnaðar, en sakaði sósíal- ista að hafa staðið í vegi fyrir hvorutveggja í ríkisstjórn. Flokkur Spadolini bætti við sig fleiri sætum í fulltrúadeildinni en aðrir stjórnmálaflokkar og hlaut 29 þingsæti í stað 16 áður. Flokkurinn virðist hafa fengið talsvert fylgi meðal ungra kjós- enda og í Mílanó hafnaði hann í þriðja sæti í stað sósíalista, á eftir kristilegum og kommúnist- um. Almennt er talið að Craxi hafi fellt stjórn Fanfani þar sem svo virtist að De Mita, hinum nýja ritara kristilegra demókrata, ætlaði að takast að gefa flokkn- um nútímalegt yfirbragð. Flestir höfðu þó talið að slíkt væri ógerningur, þar sem flokkurinn hefur verið bendlaður við óstjórn, spillingu og fyrir- greiðslupólitík á 38 ára valda- ferli. Craxi virtist hafa metið stöðuna rétt að því leyti að De Mita hafði gengið of langt í því að útrýma gamaldags flokks- klíkum, en ekki gefizt nægur tími til að byggja upp nýja og öfluga flokksvél, sem gæti leitt kristilega demókrata til sigurs. baráttu hans gegn spillingu, að frambjóðandi sósíalista í Savona skammt frá Genua og fleiri sósí- alistar voru handteknir, ákærðir fyrir spillingu. Áður höfðu nokkrir leiðtogar sósíalista í Torino einnig verið handteknir ásamt nokkrum kristilegum demókrötum og tveimur komm- únistum. Borgarstjóri kommún- ista í Torino hafði hins vegar hreinan skjöld og borgarstjórnin endurkaus hann. Grunur leikur á að sósíalist- arnir í Genúa hafi verið viðriðn- ir frímúrarahneykslið, sem þar var afhjúpað fyrir tveimur ár- um. í kosningabaráttunni komu fram margar ásakanir um spill- ingu, þótt óvíst sé að þær hafi haft mikil áhrif á kjósendur. Ein var á þá leið að Aldo Moro, fv. forsætisráðherra, hefði staðið í tengslum við frímúrarafélagið í Genua. í Napoli, þar sem nokkrir leið- togar kristilegra demókrata og einn sósíalisti hafa verið hand- teknir vegna Camorra-mafíu- málsins þar, voru endurvaktar ásakanir um að Ciro Cirillo úr flokki kristilegra demókrata hefði verið sleppt úr haldi fyrir tveimur árum vegna samkomu- lags Camorra-mafíunnar og Rauðu herdeildanna. Því var einnig haldið fram að þrýstingur frá Camorra hefði neytt tilræðismann páfa, Mehe- met Ali Agca, til að bendla Búlg- ari við páfatilræðið. Þessum ásökunum hefur öllum verið vís- að á bug. Kannski var það engin tilviljun að þær komu fram í kosningabaráttunni. Upplausn virðist ríkja í flokki kristilegra demókrata eftir kosningarnar. Fram hafa komið háværar kröfur um að De Mita segi af sér og líklega verður hann að víkja, þótt það geti bitn- að á tilraununum til að breyta flokknum. Flokkurinn jók hvergi fylgi sitt nema í Basilicata, kjördæmi Emilio Colombo utanríkisráð- herra, sem átti manna stærstan >átt í því að samþykkt var að oma fyrir stýrieldflaugum á 'kiley og senda friðargæzlu- s eit til Beirút. Orslitin komu n ög á óvart og nokkur ítölsk dagblöð tala um „sögulegt hrun kristilegra demókrata." Hvað sem því líður er búizt við að staða lírunnar veikist og efna- hagsvandinn aukist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.