Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
Ólafur konungur átt-
ræður á laugardaginn
Osló, 29. júní, frá Jan Erik I>aure, fréttar. Mbl.
NORSKA þjóðin undirbýr sig af kappi þessa dagana fyrir
80 ára afmæli Ólafs Noregskonungs, sem er 2. júlí næst-
komandi. Fjölda tiginna erlendra gesta er vænst og hátíða-
höld verða mikil.
Hátíðahöldin hefjast raunar
strax á morgun, með miklu tón-
leikahaldi í Osló og verða þar
flestir frægustu hljóðfæraleik-
arar Norðmanna, auk ýmissa
erlendra gesta.
Afmælisdagurinn, 2. júlí,
verður konunginum eflaust erf-
iður, enda í mörgu að snúast, en
hann er afar sprækur þrátt fyrir
að árin séu nú orðin áttatíu.
Dagurinn hefst á því að konung-
ur mun taka á móti gestum í
konungshöllinni. Þar munu
mæta ráðherrar, þingmenn,
hæstaréttardómarar og lög-
menn, auk fulltrúa fyrirtækja og
stofnana. Mun ólafur hafa í
nógu að snúast að opna gjafir
sem honum verða þá færðar.
Síðar, en þó fyrir hádegið, mun
Ólafur ieggja blómsveig á
norska minnisvarðann í Osló og
síðan snæðir hann mikinn há-
degisverð með mörgu því sama
fólki og heimsækir hann í höll-
ina á laugardagsmorguninn.
Eftir hádegi gefst Norðmönn-
um sjálfum kostur á að hylla
kóng er hann mun ganga út á
hallarsvalirnar klukkan 15 og
heilsa löndum sínum, sem ef-
laust munu fylla torgið. Þjóð-
dansarar og hljóðfæraleikarar
munu sýna og leika listir sínar á
torginu og fleira verður þar auk
þess til skemmtunar. Um kvöldið
verða svo útisamkomur þar sem
sungið verður og dansað fram á
nótt. Á miðnætti hefst síðan
mesta flugeldasýning sem haldin
hefur verið í Noregi. Meginhluta
hátíðahaldanna verður sjón-
varpað beint um allan Noreg.
Qlíulekinn við Persaflóa:
Vita ekki hvar
olíubrákin er!
Manama Kahrain, 29. júní. AP.
Olíuflekkurinn mikli sem flotið
hefur fram og til baka um Persaflóa,
strandríkjum þar til hins mesta ama,
er enn til umræðu, því enn lekur úr
olíulindum írana við Nowruz. Sér-
fræðingar hafa setið og skrafað um
hvernig best væri að vinna bug á
vandamálinu, en eitt mikilvægt at-
riði stendur í veginum fyrir hvaða
hugmynd sem er. Það veit nefnilega
enginn lengur hvar olíubrákin er.
Khaled Farhko, formaður 8-landa
nefndar sem fjallað hefur um
vandamálið, sagði í gær, að ekki
einu sinni sjálfir íranir gætu gefið
upplýsingar um staðsetningu
stærstu olíuflekkjanna eða það olíu-
magn sem búast mætti við að hafi
sturtast í sjóinn. Saudi-Arabía,
Kuwait, Quatar og Bahrain hafa
fengið olíuflekki upp að ströndum
sínum, en þeir hafa ekki verið nema,
að því að talið er, brot af því olíu-
magni sem talið er að sé á sveimi
um Persaflóa.
Farkho sagði að nefndin hefði
nokkurn veginn komið sér saman
um baráttuaðferð gegn olíunni, þeg-
ar hún finnst, en einn hængur er á
því að hafist verði handa. Hann er
sá, að áætlaður kostnaður er talinn
um 10 milljónir dollara og ósætti er
um hvernig skipta eigi kostnaðin-
um.
• Ólafur Noregskonungur á Þingvöllum, er hann kom í heimsókn til fslands árið 1974.
Mikið um dýrðir f Noregi:
IgjjjÉ á .......
Harrier-þotan komin heim
Mynd þessi sýnir hvar Harrier-þota úr breska flotanum sem lenti á
spænsku flutningaskipi er hún varð eldsneytislaus á Atlantshafi, er flutt
frá borði bresks herskips í Portland í sfðastliðinni viku.
Saumuðu
handlegg-
inn á á ný
Salisburv Knglandi 29. júní. AP.
í ANNAÐ skiptið á sama sól-
arhringnum, saumuðu lækn-
ar handlegg á mann sem
hafði lent í slysi. Hér var um
hinn 34 ára gamla David
Kuffel að ræða, en í gær-
morgun lenti hann í því að
flækja handlegginn í vélsög í
trésmiðjunni sem hann starf-
ar hjá.
Sögin sýndi enga vægð,
tók af manninum handlegg-
inn við olnboga og var Ruff-
el drifinn í skyndi á sjúkra-
hús þar sem handleggurinn
var saumaður á. Læknar á
sjúkrahúsinu í Salisbury
vildu ekki tjá sig að svo
stöddu um hvernig til hefði
tekist, enda ótímabært.
Sem fyrr segir, er þetta í
annað skiptið á um það bil
sólarhring að slík aðgerð
fer fram í Bretlandi. Frá
hinni var greint í Mbl. í
gær, þar stm heybindivél
reif handlegg af manni við
öxl og stauiaðist sá með
handlegg sinr. á annan kíló-
metra til að leita sér að-
stoðar. Það tók lækna 10
klukkustundir að sauma á
hann handiegginn, en
fréttaskeyti gre'ndu ekki
frá því hversu kng síðari
aðgerðin var.
Víetnamar segja Kín-
verja vera ógnvaldinn
Bankok, 28. júní. AP.
VÍETNAMAR hafa ákveðið að neita að
kalla herlið sitt aftur um 30 kílómetra frá
landamærum Thailands og Kamhódíu,
komi fram ósk um slíkt á fundi þjóða
suðaustur Asíu, sem nú þinga. Talið er, að
ósk þessa efnis kunni að verða lögð fram
sem skilyrði fyrir því, að hægt verði að
taka lausn deilunnar um vandamál Kam-
bódíu til umfjöllunar. Kom þetta fram í
frétt í málgagni víetnamska kommúnista-
flokksins í dag.
Þetta eru fyrstu viðbrögðin, sem vit-
að er um af hálfu stjórnarinnar í Ví-
etnam. Thailendingar lögðu fram
beiðni á utanríkisráðherrafundi ríkja
suðaustur Asíu fyrir skemmstu um að
skorað yrði á Víetnama að draga herlið
sitt til baka um 30 km frá landamærum
Thailands og Kambódíu.
I fréttinni var þess um leið getið, að
ljóst væri að aðildarþjóðir fundarins
hefðu ekki gert sér grein fyrir því að
aðalhættan stafaði af Kínverjum.
Kínverjar væru hin raunverulegi
ógnvaldur Thailendinga, en ekki Víet-
namar.
Ghana:
Uröu eldi að brád
Accra, (ihana, AP.
ELDUR kom upp í ferju
nokkurri, sem var að taka
eldsneyti í hafnarbænum
Assouinde á Fílabeinsströnd-
inni í dag og hvolfdi henni
með þeim afleiðingum að að
minnsta kosti 34 Ghana-búar
létust, að því er segir í fregn-
um útvarpsins í Ghana.
Svartsýni
í Belgrad
Bclgrad, 29. júní. AP.
FULLTRÚAR iðn- og þróunarríkja á Þróunar- og viðskipta-
ráðstefnu Sameinuöu þjóöanna í Belgrad vöruðu við því í dag
að gera of mikiö úr árangri ráðstefnunnar í þetta sinn. Aðild-
arríkin hafa nú setið að samningaborði í þrjár vikur og líkur
ráðstefnunni á fimmtudag.
„Við höfum reynt að ná sam-
komulagi um aðferðir frekar en
markmið varðandi lausn á efna-
hagsvanda heimsins," sagði
fulltrúi í stjórn Efna-
hagsbandalagsins, Ivan Klaric
frá Belgíu, við fréttamenn í dag.
„Hvað snertir einstök markmið
ber okkur allt of mikið á milli,"
bætti hann við.
Þróunarlöndin hafa mælzt til
þess að þeim verði veitt bein
fjárhagsaðstoð til að greiða aft-
ur skuldir og bæta upp fyrir
tekjumissi af völdum óviðun-
andi hráefnaverðs á heims-
markaði. Iðnríkin hafa neitað
að verða við þessum kröfum og
benda á að aukin viðskipti séu
vænlegri til úrlausnar vandans
en bein fjárhagsaðstoð.