Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
Leitað íslenskra þátttakenda
í alþjóðlega fegurðarsamkeppni
TÍMARITIÐ Samúel hefur tekid að
sér að velja íslenskan þátttakanda i
alþjóðafegurðarsamkeppn; sem
haldin verður í Róm í október nk. á
vegum tímaritsins „Pentho jse“. f
samtali við Mbl. sagði Ólafur
Hauksson, ritstjóri Samúels, að
þessi keppni væri í mörgu frábrugð-
in þeim aiþjóðakeppnum öðrum sem
ísland hefur sent fultrúa á, bæði
væru verðlaunin snöggtum hærri eða
ein milljón dollara.
Sá háttur verður hafður á í vali
íslenska keppandans að forráða-
menn Samúels taka við ábending-
um um stúlkur út júlímánuð en
síðan sér ritstjórn ásamt ljós-
myndurum um að velja þá stúlku
sem fer. íslenska þátttakandan-
um, sem verður að vera orðin 18
ára, verður séð fyrir þeim klæðn-
aði sem hún þarf til keppninnar og
ferðir verða greiddar af forráða-
mönnum keppninnar. Þá munu
ljósmyndarar Samúels taka þær
myndir sem stúlkan þarf að hafa
með sér.
Prestafélag íslands:
Um 70 prestar
sóttu aðalfundinn
AÐALFUNDUR Prestafélags íslands var haldinn í Háskóla íslands mánudaginn
20. júní 1983 og hófst með ritningarlestri og bænagjörð. Kftir fundarsetningu og
kosningu starfsmanna, flutti formaður félagsins, sr. Þorbergur Kristjánsson, ítar-
lega skýrslu stjórnar um félagsstarfið og gjaldkeri las og skýrði rcikninga félags-
ins. Fluttar voru greinargerðir starfsnefnda félagsins, kjaranefndar, starfskjara-
nefndar og námsmats- og námsleyfanefndar. Urðu miklar umræður á fundinum
um skýrslur stjórnar og starfsnefnda og um kjaramál prestastéttarinnar yfirleitt.
Þá urðu einnig nokkrar umræður
um kirkjuritið og útgáfu þess. Voru
menn á einu máli um að brýnt væri
að efla ritið og auka útbreiðslu þess.
Úr stjórn áttu að ganga sr. Geir
Waage og sr. Guðmundur Þorsteins-
son, en voru báðir endurkjörnir.
Stjórn Prestafélags íslands skipa
eftirtaldir menn: Sr. Guðmundur
Þorsteinsson, formaður, sr. Geir
' Waage, varaformaður, sr. Þórhallur
Höskuldsson, ritari, sr. Karl Sigur-
björnsson, gjaldkeri og sr. Þorberg-
ur Kristjánsson, meðstjórnandi, en
hann hafði eindregið beðist undan
því að gegna formennsku áfram.
Voru honum á fundinum þökkuð
mikil og góð formennskustörf í þágu
félagsins.
Um 70 prestar víðsvegar af land-
inu sátu þennan aðalfund Presta-
félags íslands.
Fréttatilkynning.
Þetta er i fyrsta sinn sem
keppnin er haldin en ráðgert er að
hún fari fram árlega og þá í mis-
munandi löndum. Dómarar verða
frá ritstjórn „Penthouse" auk al-
þjóðadómara í fegurðarsamkeppn-
um og skemmtikrafta. Verður sig-
urvegarinn valin út frá fimm aðal-
atriðum þ.e. hvernig hún kemur
fyrir í kvöldkjól og í sundbol, per-
sónuleiki hennar, hugmyndaflug
og frumleiki og að lokum hvernig
hún myndast.
Keppendur verða frá þrjátíu
löndum þar af flestum Norður-
löndunum.
Norrænt sunnudagaskólamót:
Jazz í
Djúpinu
„Hvað er maðurinn?“
„Hvað er maðurinn?“ er yfirskrift norræna sunnudagaskólakennaramóts-
ins sem sett var síðastliðinn mánudag og lýkur nú í dag.
Sækja mótið um 80 kennarar frá Skandinavíu og fjöldi íslendinga að auki.
f KVÖLD, fimmtudag, verður leik-
inn jazz í Djúpinu, kjallara Horns-
ins í Hafnarstræti. Þar er fimmtu-
dagsjazzinn byrjaður aftur eftir
nokkurt hlé. En ekki verður þó leik-
ið öll fimmtudagskvöld. Þeir sem
leika í kvöld eru Sigurður Flosason
á altsaxófón, Björn Thoroddsen á
gítar, Tómas R. Einarsson á
kontrabassa og Guðmundur R. Ein-
arsson á trommur.
Sagði Bjarni Karlsson aðstoðar-
æskulýðsfulltrúi að svona mót
væri mikil uppörvun fyrir presta
og aðra sem standa að kristinni
fræðslu, um leið og það er mikil
lyftistöng fyrir það geysimikla
barnastarf sem unnið er á vegum
kristinna safnaða.
Mót þessi hafa verið haldin allt
frá síðustu aldamótum og eru nú
reglulega á fjögurra ára fresti.
Þetta er í fyrsta skipti sem það er
haldið á íslandi. Fyrirlestrar voru
fluttir og unnið í hópum að verk-
efnum tengdum barninu. f dag
verður haldin fjölskyldusamkoma
í Neskirkju í tengslum við mótið,
er hún öllurn opin og börn og for-
eldrar sérstaklega hvattir til að
mæta.
Hljómsveitin Frakkarnir.
Reglulegir popptónleikar í Safari:
Framlengt líf
lifandi tónlistar
— hljómsveitin iss! kemur fram í kvöld
SVO virðist sem popptónlistarmenn
hafi eignast nýjan heimavöll, ef svo
má að orði komast. Eftir að tekið var
fyrir tónleikahald í veitingahúsinu
Borg (Hótel Borg) hafa popparar
verið á hrakhólum. Nú hefur Safari,
undir stjórn nýrra eigenda, ákveðið
að bjóða upp á lifandi tónlist öll
fimmtudags- og sunnudagskvöld.
í kvöld, fimmtudag, kemur
hljómsveitin iss! fram í Safari.
Auk hennar leikur hljómsveitin
Fitlarinn á þakinu og flutt verður
atriði er nefnist Stormsker. Höf-
uðpaur Fitlarans á bakinu er
Valgarður Guðjónsson, sem eitt
sinn tóð í forsvari fyrir Fræbbbl-
ana.
Á sunnudagskvöld kemur svo
hljómsveitin Frakkarnir fram.
Hún er ný af nálinni og skipuð
þremur tónlistarmönnum, sem
allir hafa getið sér gott orð innan
popptónlistarinnar; Mike Pollock
syngur og leikur á gítar, Finnur
Jóhannsson leikur á gítar og Þor-
leifur leikur á bassa. Hann var áð-
ur í Egó. Þá er trommuleikarinn
Gunnar ónefndur.
Auk Frakkanna kemur Þor-
steinn Magnússon fram á sunnu-
dagskvöld með sérstaka dagskrá.
„Junkman“
frumsýndur í
Regnboganum
REGNBOGINN hefur tekið til sýn-
ingar, bandarísku kvikmyndina
Junkman með þeim H.B. Halicki og
Cristoper Stone í aðalhlutverkum.
Fjallar myndin um flótta aðal-
persónunnar Hollins undan
mönnum sem reyna að koma hon-
um fyrir kattarnef. Þegar honum
tekst að komast í felur fer hann að
rannsaka hverjir þessir menn eru
og hversvegna þeir elta hann, og
ýmislegt furðulegt kemur í ljós.
verður sýning í sprangi undir
Fiskhellum og sýna þar listir
sínar unglingar undir stjórn
Hlöðvers Johnsen. Kl. 17 á laug-
ardag verður síðan skemmtisigl-
ing umhverfis Eyjar með Herj-
ólfi.
í Félagsheimilinu verða
kvikmyndasýningar, sýndar
myndir frá gostímanum svo og
ýmsar gamlar og nýjar Eyja-
myndir.
Á sunnudaginn verður hátíð-
armessa í Landakirkju kl. 11 og
mun biskup Islands, herra Pétur
Sigurgeirsson, predika. Kirkju-
kór Landakirkju frumflytur
söngverkið Nelson-messan eftir
tónskáldið Haydn í Samkomu-
húsinu.
Fjölbreytt fjölskylduhátíð
Gosloka minnzt í
V estmannaeyjum
Vestmannaeyjum, 27. júní.
VESTMANNAEYINGAR ætla að minnast þess um næstu helgi að sunnu-
daginn 3. júlí verða liðin rétt 10 ár frá því eldgosinu lauk á Heimaey
1973. Þann dag kom opinber yfirlýsing um lok jarðeldanna og var þá
strax tekið til við endurreisn bæjarfélagsins með þeim hætti sem heims-
athygli vakti. Og nú eru sem sagt 10 ár liðin og ástæða talin til þess að
fagna á þessum tímamótum.
Sérstök framkvæmdanefnd
hefur verið starfandi að undir-
búningi og framkvæmd hátíða-
haldanna og hefur hún fengið
fjölmarga aðila, einstaklinga og
félög, til liðs við sig. Hátíðin
hefst á laugardag en aðalhátíðin
verður sunnudaginn 3. júlí.
Dagskráin verður mjög fjöl-
breytt og reynt verður að gera
sem flestum til hæfis.
Þrjár sýningar verða opnaðar.
Málverkasýning starfandi
myndlistarmanna í Vestmanna-
eyjum verður í Akogeshúsinu og
þar verður einnig sýning á teikn-
ingum Sigmunds Jóhannssonar,
en hann hefur nú m.a. teiknað í
Morgunblaðið í 20 ár. Myndlist-
arfólkið sem á myndir á sýning-
unni eru Alda Björnsdóttir, Guð-
geir Matthíasson, Guðjón
Olafsson, Guðni Hermansen, J6-
hann Jónsson, Ragnar Engil-
bertsson, Sigurfinnur Sigur-
finnsson og Skúli Ólafsson. Tvær
sýningar verða í Safnahúsinu.
Sýning á gömlum ljósmyndum
úr Eyjum í eigu Ljósmynda-
safnsins og sýning á árangri
fornleifarannsókna Margrétar
Hermannsdóttur fornleifafræð-
ings í Herjólfsdal.
Á laugardaginn kl. 14 verður
knattspyrnuleikur á Hásteins-
velli milli drengjalandsliðsins og
2. flokks ÍBV og í leikhléi mun
óskar Svavarsson sýna bjargsig
í Fiskhellanefi. Eftir leikinn
verður á Stakkagerðistúni sem
íþróttafélögin Týr og Þór annast
um. Lúðrasveit Vestmannaeyja
leikur, forseti bæjarstjórnar,
Sigurgeir Ólafsson, flytur ávarp.
Ýmsum leiktækjum verður kom-
ið upp á túninu og veitingar
verða á boðstólum. Slegið verður
upp barnaballi. Um kvöldið lýk-
ur hátíðinni með kvöldverði í
Samkomuhúsinu. Dansleikir
verða föstudags- og laugar-
dagskvöld á vegum samkomu-
húsanna í bænum.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
hefur boðið forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, og
Steingrími Hermannssyni, for-
sætisráðherra, til Eyja á sunnu-
daginn. Einnig hefur nokkrum
fulltrúum hjálparstofnana og
vísindamönnum, sem unnu mik-
ið starf í gosinu, verið boðið til
hátíðahaldanna.
I tengslum við goslokaafmælið
verður hér um helgina vinabæja-
mót þar sem 30 manns frá vina-
bæjum Vestmannaeyja á hinum
Norðurlöndunum heimsækja
Vestmannaeyinga. Vinabæirnir
eru Jyváskylá Finnlandi, Fred-
rikshavn í Danmörku, Bárlange í
Svíþjóð og Larvik í Noregi.
Einnig var fulltrúm frá Götu í
Færeyjum boðið að mæta á mót-
ið en fyrirhugað er að taka upp
vinabæjatengsl við Götu. Færey-
ingarnir sáu sér ekki fært að
mæta á mótið að þessu sinni.
Það verður því mikið um að
vera í Eyjum um næstu helgi og
er búist við fjölmörgum gestum
víða að. Svo er bara að hugsa
hlýlega til veðurguðanna og óska
eftir blíðviðri.
- hkj.