Morgunblaðið - 30.06.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
35
Fréttir af Skák-
félagi Akureyrar
Skák
Margeir Pétursson
Starfsomi Skákfélags Akureyrar
hefur verið með allra mesta móti
það sem af er þessu ári. Mörg mót
hafa verið haldin og skákmenn á
vegum félagsins hafa gert víðreist
með góðum árangri. Pálmi Pét-
ursson varð skákmeistari Norður-
lands með því að sigra á Norður-
landsmótinu sem haldiö var á
Sauðárkróki, en það var óvenju vel
skipaö að þessu sinni. Pálmi hélt
síðan suður helgina á eftir og varð
þá efstur í áskorendaflokki á
Skákþingi íslands og öðlast því
rétt til setu í landsliðsflokki næsta
ár. Fulltrúar Akureyringa í lands-
liðsflokknum hafa oft orðið að bíta
í það súra epli að berjast um
neðstu sætin, en svo fór þó ekki nú
því Gylfi Þórhallsson hlaut þar sex
vinninga af 11 mögulegum og varð
í sjötta sæti og Askell Örn Kára-
son varð í sjöunda til áttunda sæti
með fjóra og hálfan vinning.
Af starfinu heima í héraði er
það að segja að á Skákþingi Ak-
ureyrar varð Jón Björgvinsson
hlutskarpastur í A-flokki með
fimm og hálfan vinning af sjö
mögulegum, en annar varð Kári
Elísson með fimm vinninga.
Gylfi Þórhallsson lenti í þriðja
sæti með fjóra vinninga. Gylfi
leiddi mótið lengst af, en tapaði
tvéimur síðustu skákunum og
var þar með úr leik. í B-flokki
sigraði Sveinn Pálsson og Ungl-
ingameistari Akureyrar varð
Arnar Þorsteinsson.
Þá var í sjöunda sinn haldið
minningamót um Júlíus Boga-
son. Þar urðu þeir ólafur Krist-
jánsson og Jón Garðar Viðars-
son jafnir og efstir með fimm
vinninga af sjö mögulegum. Ein-
vígi um efsta sætið lauk síðan
með sigri Ólafs, lVfe — xk. Þriðja
sætinu deildu þeir Gylfi Þór-
hallsson og Sigurjón Sigur-
björnsson, sem hlutu fjóra vinn-
inga. í unglingaflokki sigraði
Eymundur Eymundsson.
Sá hluti starfseminnar sem
heppnaðist verst var þátttaka
Skákfélagsins í deildakeppninni,
en það varð í sjöunda og næst-
neðsta sæti í fyrstu deild. Orsak-
aðist þetta fyrst og fremst af því
að illa gekk að smala sterkustu
skákmönnum félagsins saman á
einn stað þegar tefla átti.
Skákfélag Akureyrar hefur nú
um nokkurt skeið haft fast hús-
næði undir starfsemi sína þar
sem Skákheimilið að Strandgötu
19 er. Þetta húsnæði er í eigu
Akureyrarbæjar, en félagið sér
um allan rekstur þess. I sumar
verða haldnar æfingar einu sinni
í viku, á fimmtudögum kl. 20.
í stjórn SA síðasta starfsár
voru þeir Gylfi Þórhallsson,
formaður, Halldór Jónsson,
varaformaður, Jón Garðar
Viðarsson, gjaldkeri, Áskell örn
Kárason, ritari, Jakob Þór
Kristjánsson, áhaldavörður, og
meðstjórnendur eru þeir Pálmi
Pétursson og Sveinbjörn Sig-
urðsson. Sem sjá má af þessari
upptalningu eru virkustu skák-
menn félagsins jafnframt í
stjórn þess og mættu önnur tafl-
félög taka sér þetta til fyrir-
myndar.
Um hvítasunnuna styrkti
Kaupfélag Eyfirðinga Skákfé-
lagið til að halda myndarlegt
helgarskákmót og tóku þátt í því
nokkrir öflugir skákmenn að
sunnan. Sigurvegari í því varð
Jóhann Hjartarson eftir harða
keppni. Skákin, sem hér fer á
eftir, var tefld á KEA-mótinu.
Helga Ólafsson, alþjóðlegan
meistara, sem hefur hvítt, þarf
ekki að kynna, en Halldór Jóns-
son, sem hefur svart, var um
árabil öflugasti skákmaður á
Akureyri.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Halldór Jónsson
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. a3 — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6.
cxd5 — Rxd5, 7. Dc2
Tízkuafbrigðið á síðasta
Ólympíuskákmóti.
7. — Rxc3, 8. bxc3 — Be7, 9. e4 —
Rd7, 10. Bd3 — c5, 11. 0-0 — 0-0,
12. De2 — Hc8, 13. Bb2 — Rf6
Virkara er 13. — Dc7. Nú nær
hvítur álitlegri sóknarstöðu.
14. Re5 — De7, 15. f4 — Hfe8, 16.
Hael — Bf8, 17. f5 — Bd6!, 18.
Rxl7?
Glæfralega teflt. Eftir 18. Rg4
— Rxg4, 19. Dxg4 — e5! stendur
hvítur heldur betur.
18. — Bxh2+!, 19. Khl — exf5, 20.
e5 — Dxf7, 21. Hxf5 — Bg3, 22.
Hefl — cxd4, 23. cxd4 — Dd7??
Þar missti svartur af stór-
kostlegu tækifæri. Hinn bráð-
snjalli leikur 23. — Dg6! tryggir
svörtum unnið tafl vegna hótun-
arinnar 24. — Dh6+ með máti í
kjölfarið. 24. Hxf6 bætir þá ekk-
ert úr skák fyrir hvít vegna 24.
— Dg5 með endurnýjaðri mát-
hótun.
24. De3! — Bxe5, 25. dxe5 — Rd5,
26. Dh3! og svartur gafst upp, því
nú er það hvítur sem hefur
mátsóknina. Stutt en viðburða-
rík skák.
Sumarbústaður óskast
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir aö kaupa
sumarbústaö fyrir starfsfólk sitt. Fjarlægöamörk 120
km frá Reykjavík.
Tilboðum meö sem gleggstum upplýsingum og verö-
hugmyndum skal skilaö á auglýsingadeild Morgun-
blaösins eigi síöar en föstudaginn 1. júlí merkt:
„S — 8627“.
Einbýlishúsið að Engimýri 1
í Gaiðabæ e r t i I söl u.
Veið kr. 2.850.000-
HNIN&AHÚS UR TRÉ A
STCYPTUM óftUNNI
«IS>SnTA71J
r? ■ |C
r-KN rv «e«?
J 1 V,
Húsiö er tvflyft timburhús, byggt
eftir teikningu Viðars Olsen,
arkitekts, meö einingum frá Hús-
einingum hf. Húsið verður
selt fullfrágengið að utan
ásamt bflskúr og sléttaðri lóð.
Engimýri 1 er einn af betri stöðum
Garðabæjar, steinsnar frá Bæjar-
braut. Húsið er mjög vandað,
byggt af Beyki sf. Húsasmíða-
meistari er Reynir Sigurðsson.
Húsið er samtals 189,9 mz að
flatarmáli, hæðin 105,8 mz
og risið 84,1 mz. Þar að auki
fylgir bflskúr sem er 29,9 m2.
Húsið er tilbúið til afhendingar
strax!
ALLAR UPPLÝSINGAR
GEFUR
Gísli Jónsson
Rjúpufelli 36, Reykjavík
Sími 72794
WftHÁ.0
ÓSA
w
Gódan daginn! s
Vörumarkaðurinn kf.
o