Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 39
Aðalheiður Elsa
Óskarsdóttir sjúkra-
liði — Minning
Við storminn mega slofnar háir glíma,
þó stráin falli. Allt hefur sinn tíma.
Davíð frá Fagraskógi.
Misjafnt er stríðið sem menn-
irnir heyja.
Fyrir tæpum tveimur árum
kvaddi á dyr hjá vinkonu minni
sjúkdómur sem mönnum hefur
reynst erfitt að vinna bug á. Vin-
kona mín, Aðalheiður Elsa
Óskarsdóttir, var dóttir hjónanna
óskars Pálssonar og Þórunnar
Guðmundsdóttur og var hún yngst
sex systkina, þar af dóu tvær syst-
ur í barnæsku. Aðalheiður fæddist
23 nóvember 1952 í Reykjavík.
Hún giftist ung og eignaðist tvö
börn, Óskar Þór, sem er 13 ára og
Guðrúnu Ögnu, sem er 8 ára. Mega
þau nú sjá af ástkærri móður og
er söknuðurinn sár og erfiður
svona ungum börnum.
Ég kynntist Aðalheiði 1978 í
forskóla Sjúkraliða, hófust þar
fljótt með okkur góð kynni sem
urðu að enn betri vináttu. Báðar
vorum við áhugamanneskjur um
hesta og eru margar góðar minn-
ingar tengdar þeim. Ennfremur lá
áhugi okkar í náminu og hjálpuð-
umst við þar að og hvöttum hvora
aðra. Því erfitt gat verið að sam-
ræma heimili, vinnu og nám. En
þetta tókst og við útskrifuðumst
úr Sjúkraliðaskóla íslands í sept-
ember 1980. Þann dag vorum við
hressar og litum björtum augum
til framtíðarinnar. En aðeins ári
síðar gripu örlögin í taumana hjá
Aðalheiði. Hún fékk að vita að
hún væri með krabbamein og ætti
aðeins stuttan tíma eftir ólifaðan.
Þegar hún fékk þessa vitneskju
um hvað beið hennar og hvers hún
mætti vænta, þá sagði hún: Fyrst
á mennina er lagður þessi sjúk-
dómur verður einhver að bera
hann. Þá átti ég ekkert andsvar en
hugsaði: Hversvegna hún, svona
ung og full af lífsorku og gleði.
Þarna hóf hún baráttuna og hóf
hana svona jákvæð og endaði hana
eins. Aldrei gafst hún upp og aidr-
ei kvartaði hún. Sumir hafa ótrú-
lega mikinn styrk, en hennar
styrkur var meiri en annarra.
Hún hóf strax eftir útskrift
störf á Arnarholti, sem er endur-
hæfingar- og vistheimili fyrir
geðsjúka. Þarna var áhugi hennar,
hjá þeim sem minna máttu sín.
Var hún dáð og virt af sjúklingum
og samstarfsfólki.
Sjúkdómi hennar fylgdu stuttar
spítalalegur með jöfnu millibili.
Það lýsir henni vel að hvort sem
var nótt eða dagur, var hún hlaup-
in út af spítalanum eftir hverja
meðferð. Því það var algjör tíma-
sóun að eyða stund þar lengur en
þurfti. Og var hún þá óðar komin
á fullt að sinna heimili, vinnu og
áhugamálum. Enginn gat séð að
henni hefði fallið verk úr hendi,
þvílíkan drífandi kraft hafði hún.
Þótt oft hafi hún verið sárþjáð.
Hún hafði frá fyrstu tíð gert sér
grein fyrir að allar þær meðferðir
sem hún gengi í gegnum voru að-
eins tilraunir til að stöðva sjúk-
dóminn, en ekki loforð um bata.
Meðal annars fór hún til Svíþjóðar
í meðferð sem hún og allir gerðu
sér vonir um að stöðvað gæti
framvindu hans. Með einstöku
jafnaðargeði tókst hún á við örlög
sín, varð sér út um hnúð á stýrið á
bílnum svo hún gæti ekið. Einnig
varð hún sér úti um önnur hjálp-
artæki til að geta haldið heimilinu
í horfinu.
Hún var ekki sú manngerð sem
lagði árar í bát, heldur lagði sitt
af mörkum. Svona þrjóskaðist hún
og þráaðist gegn öllum lögmálum
og vann stóra sigra. Eitt sinn varð
mér að orði: Aðalheiður, ég hef
aldrei séð þig gráta. Hún svaraði:
Sara mín, að gráta færir aðeins
fjölskyldu minni meiri sorg og
hver heldur þú að vildi svo heim-
sækja mig eða umgangast, sívol-
andi. Þarna var henni rétt lýst,
aðrir fyrst, svo hún. Eins sagði
hún: Ég ætla mér að verða þrítug,
og það varð hún. Þá bætti hún við,
jólin ætla ég líka að lifa og þannig
tók hvert takmarkið við af öðru.
Enda sögðu þeir sem hana þekktu
og hjúkruðu: Hún er hetja. Betri
eftirmæli getur engum hlotnast.
Aðalheiður var mikið fyrir
ferðalög, bæði innanlands og utan.
Hún var svo heppin að eiga systur
og mág í Lúxemborg og þangað fór
hún eins oft og hún gat. Hér á
landi á hún aðra systur og mág,
sem fyrstur vakti áhuga hennar á
hestamennskunni. Átti hún góðar
minningar frá þeim tíma. Enn-
fremur átti hún bróður og mág-
konu, sem voru henni mjög góð.
í Aðalheiði eignaðist ég góðan
vin og sannan. Allar samveru-
stundir þakka ég og alla góðu tím-
ana.
Eftir lifir minning hennar sem
var hlý og björt. Minning um ein-
stæða manneskju sem aldrei gafsl
upp. Ég sendi hennar elskulegum
foreldrum og ungum börnum,
Óskari Þór og Guðrúnu Ögðu,
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi Guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiða tíma. Einnig sendi
ég systkinum hennar og mökum
þeirra og eftirlifandi manni sam-
úðarkveðjur.
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum óldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Kahil Gibran
Spámaðurinn
Sara B. Ólafsdóttir
Minning:
Sigurður Bjarna-
son skipstjóri
Fæddur 26. júlí 1941.
Dáinn 21. júní 1983.
Mikill atorku- og drengskapar-
maður er fallinn í valinn langt um
aldur fram og óhætt að fullyrða að
skarð er fyrir skildi þar sem Sig-
urður Bjarnason, skipstjóri á Isa-
firði, skipaði sæti.
Hann lést í sjúkrahúsi í London
21. júní sl. eftir mikla aðgerð
vegna hjartasjúkdóms. Dauða
hans bar þó ekki alls óvænt að
garði, en allt um það jafn sárt og
miskunnarlaust.
Sigurður var Arnfirðingur að
ætt og uppruna, fæddur á Bíldudal
26. júlí 1941, sonur hjónanna Sig-
ríðar Lovísu Guðmundsdóttur
Þórðarsonar og Bjarna Jörunds-
sonar Bjarnasonar frá Dufansdal.
Sá hörmulegi atburður gerðist að
móðir Sigurðar lést þegar hann
var 8 mánaða gamall og fékk
sveinninn þá athvarf hjá afa sín-
um, Guðmundi, og ömmu, Þuríði
Þórarinsdóttur, en móðursystir
hans, Gíslína, og Friðrik ólafsson
tóku hann í fóstur 5 ára og ólu
hann upp sem son sinn upp frá
því.
I uppvexti Sigurðar bar snemma
á þeim hæfileikum og manndómi
sem setti svo áberandi svip á lífs-
hætti hans og samskipti við annað
fólk og gerðu hann að traustum og
kjarkmiklum skipstjórnarmanni.
Nítján ára gömlum var honum
falin skipstjórn á vélbúnu fiski-
skipi og fórst honum það með af-
brigðum vel úr hendi og leiddi
auðvitað til þess, að honum var
trúað fyrir stærri hlutum síðar.
Hann aflaði sér fullra skipstjórn-
arréttinda og lauk prófi úr Stýri-
mannaskólanum vorið 1966. Á ár-
unum bæði fyrir og eftir veru sína
í Stýrimannaskólanum stýrði
hann skipum frá Tálknafirði og
Bíldudal, og átti þá þegar, sem
jafnan síðar, kost á mannvali á
skip sitt og fylgdi honum árum
saman. Það atriði segir sína sögu
án mikilla skýringa.
1964 kvæntist Sigurður Urði
Ólafsdóttur, dóttur hjónanna Sig-
ríðar Davíðsdóttur og Ólafs Þ.
Sigurðssonar, sem búa hér í borg-
inni. Guð gaf þeim fjögur börn,
Úlfar, Guðmund, Ólaf og Sigríði,
sem nú er 10 ára. Þau hjónin
fluttu frá Bíldudal þar sem þau
höfðu komið sér vel fyrir í húsinu
Orrastaðir til ísafjarðar árið 1973
og þar tók Sigurður við skipinu
Orra, sem er um 300 tonna fiski-
skip. Þar gerðist sama saga og
fyrr. Hann reyndist sérlegur afla-
maður, kjarkmikill en gætinn
stjórnandi, hlýr í viðmóti og skiln-
ingsríkur við skipshöfn sína og
samstarfsfólk, en tók ábyrgð sína
sem yfirmaður mjög alvarlega.
Hann undi hag sínum vel á ísa-
firði, reisti myndarlegt einbýlis-
hús og helgaði allar frjálsar
stundir heimili og ástvinum og
fann þar allt yndi. Hugur hans var
þó ávallt bundinn tryggðarbönd-
um við æskustöðvarnar í Arnar-
firðinum, ættfólkið þar og sam-
ferðafólk. Gagnkvæmt mun það
vera, að við Arnfirðingar minn-
umst Sigurðar jafnan með merki-
ngarfullum lofsyrðum.
1979 kenndi hann harkalega
hjartasjúkdóms, sem dró sig þó í
hlé um stund en lá eins og falinn
eldur þar til sl. vetur, að hann
heltók líf og fjör þessa vaska
manns og dró hann að lokum til
dauða.
Margs er að sakna en þeim mun
meira að þakka, virða og lofa.
Aðstandendum öllum eru hér
með sendar hjartanlegar samúð-
arkveðjur.
Andrés Davíðsson
Góð húsgögn á lægsta verði
og bestu kjörum sem hugsast
geta. Úrval á 5000 fm.
HÚS6AGNAHÖLI1IN
BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410