Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 „Spennandi keppni'* — í 4 x 400 m boðhlaupi kvenna Keppni í 4x400 m boðhlaupi var mjög spennandi á Meistaramót- inu í gærkvöldi, en sveit ÍR sigr- aði. Aðeins tvær sveitir mættu til kepprii, sveitir ÍR og FH. Síöasta sprettinn fyrir FH hljóp Ragnheiður Ólafsdóttir en Oddný Árnadóttir fyrir ÍR. Ragnheiöur haföi gott forskot — fékk kefliö þó nokkru á undan — en Oddný hljóp mjög vel og náöi henni þegar rúmir 100 m voru eftir og kom einum til tveimur metrum á undan henni í markiö. Tími ÍR-sveitarinnar var 4:02,7 en FH fór á 4:03,0. í karlaflokki kepptu þrjár sveitir, a- og b-sveitir IR og sveit FH. A-sveit ÍR sigraði á 3:30,1, B-sveit félagsins varö önnur á 3:33,9 og FH-ingar fóru á 3:36,2. Keppendur voru sex í 3000 m hindrunarhlaupi og sigurvegari varö Hafsteinn Óskarsson ÍR. Hann hljóp á 9:32,8. Annar varö Magnús Haraldsson FH á 9:47,8, þriöji Einar Sigurösson UBK á 10:15,7, Sighvatur Dýri Guö- mundsson ÍR varð fjóröi á 10:21,3, Magnús Friðbergsson ÚÍA varö fimmti á 11:04,3 og Ingvar Garö- arsson HSK varö sjötti á 11:46,2. — SH. Víkingssigur í fallbaráttunni VÍKINGSSTULKUR náöu dýrmæt um stigum í fallbaráttu 1. deildai kvenna er þær sigruöu Víði 2—1 ■ Garðinum í fjörugum leik. Víöir haföi forystu í hálfleik, 1—0, en Víkingur sneri síðan blaðinu viö og sigraði sanngjarnt 2—1. Leikið var á grasvellinum í góðu veðri. maöur. Víöisliöið var mjög jafnt líka og engin áberandi best. Síðasti leikurinn í 4. umferðinni veröur í kvöld, en þá keppa ÍA og UBK uppi á Skaga. SS. MorgunblaAM/ KEE • Boöhlaupssveitir ÍR. Fremst er kvennasveitin, sem sigraöi, þá B-sveitin í karlaflokki, sem varö önnur, og aftast sigurverarnir í karlaflokki, A-sveit félagsins. Um miöjan fyrri hálfleik skoraöi Víðir heppnismark. Þaö var Auður Finnbogadóttir sem skoraöi þaö, og var staöan þannig í hálfleik. Vikingar byrjuöu af miklum krafti í seinni hálfleik og Valdís Birgisdótt- ir jafnaöi á 16. mínútu með góöu skoti eftir góðan samleik hennar og Gunnhildar. Fjórum mínútum síöar skoruöu Víkingar sitt annaö mark. Þar var að verki Inga Lára Þórisdóttir. Leikurinn var jafn framan af en eftir annaö mark Víkings fór a/lur kraftur úr Víöi og Víkingur haföi undirtökin í leiknum. Inga Lára fékk aö sjá gula spjaldið snemma í leiknum. Víkingsliöiö var mjög jafnt en mest bar þó á Öldu Rögnvalds- dóttur sem er mjög leikinn leik- • Kristján Hreinsson UMSE stökk 2,03 m í hástökki og varö íslandsmeistari. Kristján var mjög nálægt því að fara vel yfir 2,07 m en felldi á niðurleið. Eins og sjá má á myndinni er hann v«i vfir ránni. Þráinn Hafsteinsson: „Gerði mér vonir um íslandsmet" „ÉG GERÐI mér vonir um að setja íslandsmet hér í kvöld, en ég get ekki kennt neinu nema mér sjálf- um um að það tókst ekki,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, HSK, eftir keppni í fimmtarþraut á meist- aramóti íslands í gærkvöldi, en þetta var síðasti keppnisdagur. Þráinn hlaut 3275 stig, en ís- landsmet Elíasar Sveinssonar, sem hann setti 1976, er 3533 stig. Keppendur í gær voru tveir, Guöni Sigurjónsson, auk Þráins. Hlaut Guöni 2841 stig. Þráinn stökk 6,05 í langstökki (sem gefur 615 stig), kastaöi spjót- inu 50,18 (635 stig), hljóp 200 m. á 23,4 sek. (700 stig), kastaði kringlu 50,26 m. (876 stig) og hljóp 1500 m. á 4.52,6 sek. (449 stig). Guöni stökk 6,03 í langstökki, spjótiö flaug 52,62 m., 200 m. hljóp hann á 23,9, hann kastaöi kringlunni 29,60 m. og hljóp 1500 m. á 4.53,5. „Það gekk ekkert hjá mér í tveimur fyrstu greinunum, þannig aö ég var aö hugsa um aö hætta eftir þær, en ákvaö þó aö klára þetta. Ég vil ekki kenna aöstæöum um þaö aö ég náöi ekki betri ár- angri. Ég vona aö þaö sé vegna ferðaþreytu, en ég vil þó ekki kenna henni um,“ sagöi Þráinn, en hann kom frá Los Angeles í fyrra- dag. ágás/SH. • Eggert Bogason FH hefur náð góðum árangri í kastgreinum það sem af er sumrinu og á án efa eftir að bæta sig verulega. Eggert varö íslandsmeistari í sleggjukasti kastaöi 45,64 m. Ljóum. MM. KÖE. • Oddur Sigurösson sigraöi í 100 m hlaupi en þar var keppni mjög jöfn og spennandi. Lengst til vinstri er ! Siguröur Sigurðsson Ármanni, þá Jóhann Jóhannsson. Þá mé sjé í Hjört Gíslason og Egil Eiösson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.