Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 6

Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Lýðræðið, þekki- ingin og þingið — eftir Sighvat Björgvinsson Nú á dögunum fjallaði einn af föstum dálkahöfundum dagblað- anna um það áhugamál margra þingmanna að kveðja saman sumarþing m.a. til þess að kjósa forseta og fastanefndir Alþingis. — Uss, þetta er bara aura- græðgi, voru ummæli þessa spaka þjóðmálahöfundar. Með því átti hann við, að áhuginn stafaði bara af því, að þingmenn vildu krækja sér í viðbótargreiðslur með því að láta kjósa sig í fastanefndir Al- þingis. Einhverjar kröfur um lág- marksþekkingu á einföldustu und- irstöðuatriðum stjórnkerfisins verða blöðin að gera til þeirra, sem skrifa jafnaðarlega frétta- skýringaþætti á þeirra vegum. Slíka lágmarksþekkingu hefur umræddur dálkahöfundur ekki — fjarri því. Hann hefur augljóslega ekki hugmynd um að seta í fasta- nefndum Alþingis er hluti af þing- mannsstarfi og því ekki launuð. Hefði lágkúran átt að styðjast við frumstæðustu þekkingaratriði hefði greinarhöfundur frekar get- að haldið því fram, að vegna per- sónulegra fjárhagsaðstæðna væri Alþingi ekki kvatt saman til fund- ar svo þingmenn hefðu næði til þess að sinna öðrum störfum. Að ræða starfsemi löggjafarstofnun- arinnar út frá slíkum sjónarmið- um ber vott um afstöðu höfundar. Að ræða málin með slíkum rök- stuðningi ber vott um algeran þekkingarskort hans á því mál- efni, sem hann þykist þó vera maður til þess að fjalla um í reglu- legum skrifum oft í mánuði. Fjöl- miðlar með sjálfsvirðingu myndu annað hvort ekki birta slík skrípa- skrif eða í versta falli meðal lesendabréfa — rækilega stytt. Ekki einsdæmi Þessi þekkingarskortur á undir- stöðureglum stjórnkerfisins og starfsemi mikilvægustu stofnana þess er því miður ekki einsdæmi — hvorki hjá háum né lágum. Allt of margir fjölmiðlamenn, sem teljast sérhæfa sig í fréttum og fréttaskýringum af vettvangi þjóðmála, þekkja ekki einu sinni stafróf stjórnkerfisins. Hvað eftir annað snúa stjórnmálamenn þá upp í hrútshorn vegna slíks þekk- ingarbrests. I sjónvarpinu á dögunum sagði forsætisráðherra við fréttamenn, að forseti sameinaðs Alþingis „væri víst til“ og héti Jón Helga- son. í næsta svari, að utanríkis- málanefnd Alþingis „væri ekki til“ hvað þá heldur formaður hennar. Fréttamenn urðu klumsa. Þeir fundu, að eitthvað var ekki eins og það átti að vera í svörum ráðherr- ans en brast þekkingu til þess að fylgja spurningum sínum eftir. Þeir vissu ekki hvernig háttað er kjöri og störfum þingforseta og þingnefnda samkvæmt þingsköp- um og þinghefðum og urðu að láta málið niður falla — en ráðherrann glotti. Hvað eftir annað sneri hann fréttamennina af sér með þessum hætti. Þá brast þekkingu til þess að fylgja honum eftir. Bókmennta- verðlaunin Sama máli gegndi um umdeilda tilkynningu forseta íslands og ráðherra um skattfrjáls bók- menntaverðlaun, sem ekki er í þeirra verkahring að ákveða. Flestir fjölmiðlar sáu ekkert at- hugavert við hvernig á málum var haldið fyrr en á það var bent utan úr bæ — og sumir hafa ekki séð það enn. En fjölmiðlafólki er ekki láandi þegar æðstu embættismenn þjóðarinnar virðast ekki kunna stafróf stjórnkerfisins. Það geta sumir þeirra þó alltaf lagað með bráðabirgðalögum auk þess sem öllu virðist valda með hvaða hug- arfari menn fara stafavillt enda er vilji víst allt sem þarf! Tvær flug- ur mætti þó slá í einu höggi með Sighvatur Björgvinsson „Þessi þekkingarskort- ur á undirstöðureglum stjórnkerfisins og starf- semi mikilvægustu stofnana þess er því miður ekki einsdæmi'— hvorki hjá háum né lág- um. Allt of margir fjöl- miölamenn, sem teljast sérhæfa sig í fréttum og fréttaskýringum af vettvangi þjóömála, þekkja ekki einu sinni stafróf stjórnkerfisins. Hvaö eftir annað snúa stjórnmálamenn þá upp í hrútshorn vegna slíks þekkingarbrests.“ því að félagsfræðideild Háskóla Islands kæmi upp a.m.k. vísi að langþráðu námi í fjölmiðlun. Þjóð- málaumfjöllun fjölmiðla yrði þá vandaðri og ráðamenn gætu lært að rata um stofugólfið hjá sér með því að lesa blöðin. Þá væri líka von til þess, að forsætisráðherra léti öðrum eftir að ákvarða hvaða stofnanir löggjafarvaldsins „væru til“ og hverjar ekki. „Virðing“ Alþingis! Krafan um þinghald sem fyrst eftir kosningar og stjórnarskipti varðar ekki „virðingu" Alþingis. Islendingar hafa valið sér stjórn- kerfi þar sem þjóðfélagsvaldinu er skipt í þrjá innbyrðis óháða þætti — löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald — og kalla lýð- ræði. Spurningin er: Ætla menn að starfa samkvæmt þessu stjórn- kerfi, vilja menn breyta því, eða á ekki að taka það alvarlega heldur „leika af fingrum fram"? Fjármálaráðherra og forseti ís- lands tilkynna opinberlega um fjárútlát af almannafé og breyt- ingu á skattalögum, sem sam- kvæmt landslögum er viðfangsefni annars stjórnvalds — löggjafar- valdsins. Dómsmálaráðherra og forseti gætu með sama „rétti" kveðið upp dóm í máli, sem þriðja stjórnvaldið — dómsvaldið — er að fjalla um. Fráleitt, segja menn og hlæja. En hér er um sambæri- lega hluti að ræða. Eini munurinn er sá, að menn eru orðnir svo van- ir því að handhafar framkvæmda- valds gangi inn á svið löggjafans að það þykir ekki tiltökumál. Hitt hefur ekki gerzt — ekki hjá okkur. Alþingi er til Alþingi sem stofnun er auðvitað til þótt það hafi ekki verið kvatt saman eftir kosningar — löggjaf- arvald er í landinu. En stofnanir þess og trúnaðarmenn eru ekki til. Utanríkismálanefnd Alþingis, sem blöðin segja að hafi setið á fundi fyrir fáum dögum — er ekki til. Kosningarnar rufu umboð .Roðinn í austri — 2. grein: Eommúnistaávarpið — eftir dr. Sigurð Pétursson II. Öreigar og kommúnistar „Kommúnistar eru ekki sérstak- ur flokkur gagnvart öðrum verkamannaflokkum. Þeir eiga engra hagsmuna að gæta, sem ekki eru hagsmunir alls öreiga- lýðsins." — „Það eitt skilur kommúnista og aðra öreigalýðs- flokka, að í verkalýðsbaráttu hverrar þjóðar leggja þeir áherzlu á hina almennu hags- muni verkalýðsins, sem óháðir eru öllu þjóðerni." Þannig stendur í upphafi þessa kafla, en hann fjallar aðallega um markmið og leiðir. Kemur þá fyrst að tilgangi flokksins, en síðan er lýst meðulum, sem greinilega eru látin helgast af þessum tilgangi: „Næsta markmið kommúnista er hið sama og allra annarra ör- eigalýðsflokka: að skipuleggja öreigalýðinn á stéttargrundvelli, steypa valdi borgarastéttarinnar og framkvæma pólitíska valda- töku öreigalýðsins." Þá eru talin önnur helztu markmið kommúnista, en þau eru: afnám séreignarréttarins, afnám fjölskyldunnar og afnám þjóðern- istilfinningar. Hér er fyrst og fremst verið að keppa að valdinu og útrýmingu á sjálfstæði einstaklinga og þjóða og þeirra lifnaðarháttum. Valdið er fyrir öllu. Síðan er haldið áfram: „Þess gerist ekki þörf að ræða ýtarlega þær sakir, sem bornar eru á kommúnismann frá trúar- legu, heimspekilegu og andlegu sjónarmiði" — „upplausn gam- alla hugmynda verði samfara upplausn gamalla lífshátta.“ Svo mörg eru þau orð, en þó er nú lítið eitt vikiö að mótbárum borgaranna: „En nú munu menn segja sem svo: „Hugmyndir trúar og sið- fræði, heimspeki, stjórnmála og réttar, o.s.frv. hafa að vísu breytzt og mótazt á þróunarferli sögunnar. En trúin sjálf, siðgæð- ið, heimspekin, stjórnfræðin og rétturinn lifðu þó af öll um- skipti. Auk þess eru til eilíf sannindi, svo sem frelsi, réttlæti, o.s.frv., sem eru sameiginleg öll- um þjóðfélagslegum högum. En kommúnisminn afnemur hin ei- lífu sannindi, hann afnemur trú og siðgæði í stað þess að steypa þær í nýtt mót, hann er því á öndverðum meiði við alla sögu- lega þróun fortíðarinnar." Þessari réttmætu gagnrýni, sem höfundar Kommúnistaávarpsins leggja í munn andstæðingum sln- um, svara þeir 115 línum, sem eru einskis virði, en segja síðan: „En vér skulum ekki eyða fleiri orðum að mótbárum borgara- stéttarinnar." Eftir þennan flótta frá rökræð- um er vikið aftur að baráttu bylt- ingarinnar að gera öreigalýðinn að drottnandi stétt. „Öreigalýðurinn mun beita póli- tísku valdi sínu til þess að svipta borgarastéttina smám saman öllu auðmagni, sameina ö!l Friedrich Engels framleiðslutæki í höndum ríkis- ins, þ.e. öreigalýðsins, er hefur skipulagt stéttarveldi sitt, og efla og margfalda framleiðslu- tækin svo fljótt sem unnt er. Þetta getur fyrst í stað því að- eins orðið, að ofbeldi sé beitt við borgarastéttina, að því er varðar eignarrétt hennar og fram- leiðsluhætti." í lok II. kafla kemur svo kjarni málsins, en það eru tilteknar ráðstafanir, sem hægt muni að beita í þeim löndum, sem lengst eru komin I þróuninni. Birtust hér árið 1848 í fyrsta sinn í heild þau úrræði, sem síðan hafa verið not- uð, færri eða fleiri, sem aðaluppi- staðan í stefnuskrám allra sósíal- istaflokka, og eru á þessa leið: „1. Eignarnám á lóðum og lend- um, en jarðrentan falli til þarfa ríkisins. 2. Háir og stighækkandi skatt- ar. 3. Afnám erfðaréttarins. 4. Eignir allra flóttamanna og uppreisnarmanna verði gerð- ar upptækar. 5. Stofna skal þjóðbanka með ríkisfjármagni og algeru einkaleyfi til seðlaútgáfu og sameina þannig fjárlána- starfsemina í höndum ríkis- ins. 6. Flutningakerfið skal samein- að í höndum ríkisins. 7. Fjölga skal þjóðarverksmiðj- um og framleiðslutækjum, rækta lönd og græða eftir sameiginlegri áætlun. 8. Jöfn vinnuskylda allra þegna. Mynda skal vinnusveitir iðn- lærðra manna, einkum handa landbúnaði. 9. Sameina rekstur akuryrkju og iðnaðar og vinna að því að mismunur á borgum og sveit- um hverfi smám saman. 10. Opinbert og ókeypis uppeldi allra barna. Afnám barna- vinnu í verksmiðjum í þeirri mynd, sem hún nú tíðkast. Samræma skal uppældið framleiðslustörfunum o.s.frv." Með þessi úrræði á stefnuskrá sinni er flokkum sósíalista ætlað að útrýma borgarastéttinni í þeim löndum, sem lengst eru komin í tækniþróun, menningu og stjórn- arfari og gera þar alla þegnana að öreigum á ríkisframfæri. III.—IV. Bókmenntir sósíalista og fleira Samkvæmt eðli málsins eru sósíalistar misjafnlega á vegi staddir á leið til kommúnisma og skoðanir þeirra oft skiptar. Hefur þetta aðallega komið fram í rituðu máli, en minna verið um bylt- ingar. Kenningarnar hafa verið af ýmsu tagi. Þarna kom fram sósíal- ismi afturhaldsins, sem birtist I aðalbornum sósíalisma, sósíal- isma smáborgaranna og þýzkum sósíalisma. Þá var talað um íhalds-sósíalisma eða sósíalisma borgaranna og „útopiskan" eða draumórakenndan sósíalisma. Allar eru þessar kenningar taldar óalandi og óferjandi að dómi kommúnista, nema að því leyti sem þær voru á móti borgara- legum ríkisstjórnum. Afstaða kommúnista til ann- arra stjórnarandstöðuflokka birt- ist í því: „Að styðja alls staðar hverja þá byltingarhreyfingu, sem snýst gegn ríkjandi þjóðfélags- og stjórnmálaháttum. í öllum þess- um hreyfingum er eignarréttur- inn það málefni, er skipa verður öndvegis-sess í hreyfingunni, á hvaða þróunarstigi, sem þessi eignarréttur birtist. Loks vinna kommúnistar að sambandi og samvinnu lýðræðisflokka í öllum löndum." Kommúnistaávarpinu lýkur svo með þessari frægu herhvöt: „Öreigar allra landa sameinizt!" Á frummálinu, þýzku: „Proletarier aller Lánder vereinigt euch.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.