Morgunblaðið - 13.07.1983, Side 9

Morgunblaðið - 13.07.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JtJLÍ 1983 41 Eldmessan - 200 ára minning HINN 20. júií 1983 eru 200 ár liðin síðan séra Jón Steingrímsson söng „Kldmessu" sína í kirkjunni á Kirkju- bæjarklaustri, þegar Skaftáreldar voru í algleymingi og hraunstraumurinn ógnaði mannlífi og byggð. Undir mess- unni stöðvaðist hraunið rétt vestan við Systrastapa og má þar enn líta Eld- messutanga. Þessa atburðar verður minnst með kirkjuhátíð í Prestsbakka- kirkju á Síðu og Kirkjubæjar- klaustri. Ilagskrá hátíöarinnar verður sem hér segir: Hátíðarguðsþjónusta í Prests- bakkakirkju kl. 14. Biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson predikar, sóknarprestar úr Vestur- Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari og kirkjukórar sýslunnar syngja. Eftir messuna, kl. 15.30, verður há- tíðarsamkoma við hina fornu kirkjutótt á Kirkjubæjarklaustri, þar sem eldmessan var sungin. Dagskráin þar verður sem hér segir: Ávarp Jón Helgason kirkjumálaráð- herra. Ræður flytja Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og Einar Laxness sagnfræðingur. Sóknarpresturinn, séra Sigurjón Einarsson, stjórnar samkomunni og milli atriða syngja kirkjukórarnir undir stjórn organ- ista sinna. Eftir samkomuna verður fólki boðið til kaffidrykkju í Félagsheim- ilinu Kirkjuhvoli — og eftir kaffi verður fólki gefinn kostur á að sjá sýningar þær um Skaftárelda, sem opnaðar voru í Kirkjubæjarskóla og í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar þ. 8. júní sl. í tilefni þessara hátíða kemur út skaftfellska ritið Dynskógar, en í því er m.a. fjallað um Skaftárelda og skaftfellska sögu. Útgefandi rits- ins er Vestur-Skaftafellssýsla, en ritstjórar þess eru Björgvin Saló- monsson, Helgi Magnússon og séra Sigurjón Einarsson. herra, Curt Boström, að hann beitti áhrifum sínum til að færa allt þetta mál í fyrra horf. En það segist Curt Boström ekki geta, því allt hafi málið gengið löglega fyrir sig. Curt Boström er sósíaldemó- krati, og það sem meira er, hann er formaður sósíaldemókrata í Norrbotten-léni. Og þeir, sem teljast yfirvöld umferðarmála í Norrbotten-léni, jú þeir eru sósí- aldemókratar líka. Það er ekki alltaf auðvelt að vera sósíal- demókrati í Svíþjóð. Folke Pudas hætti mótmæla- sveltinu í febrúar, þar sem um- ferðaryfirvöld lofuðu honum við- ræðum um málið. En í marsbyrj- un var hann aftur lagstur úti fyrir þinghúsinu; viðræðurnar voru árangurslausar og loforð yfirvalda einskis virði, sagði Pudas. Og þar við sat, þar til fyrir skemmstu, að Pudas var færður á sjúkrahús. En hann er án efa væntanlegur aftur á Serg- elstorg. Þar hafa mótmæli hans mest áhrif. Leiðarahöfundur síðdegis- blaðsins Expressen skrifaði í febrúar, að í Svíþjóð ættu menn ekki að venjast mönnum á borð við Folke Pudas: „í margra aug- um er það grunsamlegt að einn einstaklingur ögri yfirvöldum á þennan hátt. Akvarðanir yfir- valda eru í margra augum efnis- lega réttar í og með því að þessi yfirvöld eru kjörin eftir lýðræð- islegum leiðum". Þetta segir auðvitað sitthvað um Svía og sænskt þjóðfélag, en það færir aftur heim sanninn um það, að mótmæli Folke Pudasar hafa áhrif og koma illa við marga þá, sem minnst vilja vita af. — jsj. P.S. Nýjustu fregnir í máli Pud- asar eru þær, að hann var fyrir skemmstu fluttur brott af Serg- elstorgi og á sjúkrahús. Stjórn- kerfið lét sér fátt um finnast, að því er best er vitað. Sirkustjaldiö uppsett. í 29 ára sögu sirkusins hefur tíu slíkum tjöldum verið slitið upp. Cirkus Arena væntanlegur til íslands Á næstu dögum eiga íslend- ingar von á góðum gestum, Cirk- us Arena, næststærsta sirkusn- um hjá frændum vorum Dönum. Hann kemur hingað á eigin veg- um og mun verða með sýningar bæði í Reykjavík og Akureyri. Cirkus Arena hóf sumarstarfið 16. apríl sl. í 29. sinn, en hann var stofnaður árið 1954. Fyrír- hugaðar eru sýningar í 57 dönskum bæjum og borgum áð- ur en lagt verður upp í Islands- fcrðina en að henni lokinni munu grannar okkar Færey- ingar fá að njóta þess, sem sirk- usfólkið hefur upp á að bjóða. Cirkus Arena hefur jafnan vetursetu í Árslev við Slagelse en það er langt í frá, að sirkus- fólkið sitji auðum höndum all- an þann tíma. Veturinn er notaður til að þjálfa dýrin og til að yfirfara allan búnaðinn, sem saman stendur af rúm- lega 135.000 einstökum hlut- um. Sérsmíðaðir sirkusbíl- arnir þurfa líka mikils við- halds við enda mikið notaðir. Þegar lagt er upp til nýs Sýningar í Reykjavík og á Akureyri — Heimsfrægt listafólk med í för, m.a. gull- verölaunafólk frá Rúmenska ríkissirk- usnum. áfangastaðar er hálfur annar km milli fyrsta og síðasta bíls og eins gott að enginn heltist úr lestinni. Svo er það líka" rafstöðin, sem enginn sirkus getur verið án, en hún er svo öflug, að hún gæti hæglega séð litlum bæ fyrir nauðsynlegri orku. Eins og fyrr segir mun Cirk- us Arena koma til íslands og Færeyja í sumar og er það í fyrsta sinn, sem danskur sirk- us leggur upp í slíkt ferðalag. Ferðin hefst 9. júlí í Hanst- holm en þaðan verður Smyrill tekinn og siglt með honum til Seyðisfjarðar. Þaðan verður ekið til Reykjavíkur og verður fyrsta sýningin sunnudaginn 17. júlí kl. 20.00. Næstu 22 dag- ana verða svo sýningar alla daga kl. 20.00 nema laugar- daga og sunnudaga kl. 15.00 og 20.00. Þegar Reykjavíkurdvöl- inni lýkur mun Cirkus Arena leggja íslenskt land undir fót og halda norður til Akureyrar. Það verður enginn rallakstur, heldur mun ferðin taka nokkra daga, og verður fyrsta sýningin þar miðvikudaginn 10. ágúst. Sýnt verður í fimm daga, til 14. ágúst, og sýn- ingartíminn sá sami og i Reykjavík. Því miður verða engin dýr með í förinni til íslands og Færeyja og stafar það af hættunni á smiti, sem þau geta borið með sér. Til að bæta úr þessu hefur Cirkus Arena fengið til liðs við sig heims- frægt sirkusfólk frá Rúm- enska ríkissirkusnum, fólk, sem allt hefur fengið gullverð- laun fyrir snilli sína og segir það allt, sem segja þarf. Sýningar sirkusins verða kynntar undir heitinu GALLA CIRKUS ’83, alþjóðleg sýn- ingaratriði með fyrsta flokks listamönnum og stórkostleg- um trúðum, sem koma nú í fyrsta sinn fram á íslandi. Benny Berdino og fjölskylda hans eru potturinn og pannan í Cirkus Arena og starfa þau öll við hann. Benny sjálfur er hér yst til hægri, síðan kemur dóttir hans, Susanne, Lydia, móðir hans, Hanne, kona hans, og sonurinn Jackie.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.