Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 19 ** g ”1Vi «*■«*& 3 ; I Hafréttarsáttmálí fær vind í seglin Sikorsky-þyrla svipuð þeirri sem fórst við Scilly-eyjar. Brezka þyrl- an ófundin London, 18. júlí. AP. LEITARMÓNNUM mistókst í dag að finna flak þyrlunnar, sem hrapaði í sjó á Ermarsundi á laugardag með þeim afleiðingum að tuttugu manns fórusL Talsmaður brezka samgöngu- málaráðuneytisins sagði að kafar- ar af hjálparskipinu „Seaforth Clansman" hefðu skýrt frá því að þeir hefðu orðið varir við merkja- sendingar, sem þeir teldu að væri frá neyðarsenditæki um borð í þyrlunni. Senditækið mun kveikja á sér sjálfkrafa hvenær sem það kemst í vatn og sendir það frá sér neyðarmerki í allt að mánuð. Þeg- ar síðast spurðist höfðu kafarar farið niður á sextíu metra dýpi með kvikmyndatökuvélar en ekki orðið varir við neitt. Embættismenn segja að gengið hafi seint að finna þyrluflakið vegna roks og sterkrar undiröldu, Enn elta Svíar kafbáta Stokkhólmur, 17. júlf. AP. SÆNSKI sjóherinn leitaói f gær, sjötta daginn í röó, árangurslaust aó óþekktum kafbáti sem um 20 manns sáu til austur af eyjunni Alno í síó- ustu viku. Sást í sjónpípu og ólgu er báturinn sigldi hægt og rólega skammt frá djúpsprengjusvæói sem þarna cr. Blaðafulltrúi sænska varnar- málaráðuneytisins, Bertil Lager- wall, sagði að leitinni yrði haldið áfram um óákveðinn tíma. Hann gaf ekkert út á hversu umfangs- mikil leitin væri, en gat þess þó að þyrlur tækju ekki þátt í henni. Ekkert hefur spurst til kafbátsins síðan hann sást fyrst. Þetta er fyrsta meiriháttar kafbátaleit sænska sjóhersins, síðan leitin mikla fór fram í Hors-flóa og ná- grenni skammt frá Sundsvall í maí síðastliðnum. Lagerwall sagði jafnframt í gær, að Svíar væru vissir um að báturinn væri þarna enn að laum- ast, það væri meira segja ekki loku fyrir það skotið að þeir væru fleiri en einn. Sænski flotinn hef- ur leitað vel að undanförnu og ekki með hálfum hug, djúp- sprengjustöðin. sem kann að hafa fært flakið um set. Sex manns lifðu slysið af, þegar þyrlan, í eigu flugfélagsins „Brit- ish Airways", hrapaði i námunda við Scilly-eyjar, í um fjörutíu kíló- metra fjarlægð frá Cornwall í suð- austur-Englandi. Talið er að lík tuttugu fórnarlamba séu lokuð inni í þyrlunni. Þyrluslysið mun vera hið versta sinnar tegundar á Bretlandi fyrr og síðar. Hafréttarsáttmálinn nýi hefur fengið örlítinn meðbyr á hafréttar- ráóstefnunni í Ósló, þótt enn sé langt í land að hann hljóti óskoraða alþjóðavióurkenningu. Meira en 300 sérfræóingar frá 43 löndum sóttu ráðstefnuna, sem stóó í fjóra daga. f þessari viku verður haldið áfram samningum í Genf um víð- tækar og flóknar reglur um yfir- ráð yfir hafsbotninum og þá stofn- un, sem stjórna á námagrefti á hafsbotninum í framtíðinni. Á ráðstefnunni í Osló var lagður mikilvægur skerfur til þessa starfs enda taka margir, sem þátt tóku í Hafréttarráðstefnunni í Osló, einnig þátt í viðræðunum í Genf. Það sýnir einnig að ráðstefnan var vel heppnuð að fyrirspurn barst frá SÞ þess efnis hvort stofnun Friðþjófs Nansen gæti efnt til framhaldsráðstefnu á næsta ári. Willy Östreng, formað- ur stofnunarinnar, dregur þó ekki dul á að enn séu mörg vandamál óleyst, t.d. hafi Bandaríkin ein- angrast. Utanríkisráðherra Norð- manna, Sven Stray, reyndi þó á ráðstefnunni að fá Bandaríkin til að styðja sáttmálann. Það kom glögglega fram á ráð- stefnunni að Norðmenn geta auð- veldlega lent í útistöðum við Sov- étmenn vegna 200 mílna efna- hagslögsögu á Barentshafi. Ræðu- menn Sovétmanna ítrekuðu and- stöðu sína við lögsöguna, en þeir telja að þar sem hafréttarsáttmál- inn hefur ekki verið fullgiltur, hafi ekkert ríki í rauninni rétt til 200 mílna efnahags- eða fiskveiði- lögsögu. Armenar klófestir París, 18. júlí. AP. LÖGREGLA handtók flmmtíu og einn meintan armenskan þjóóernis- sinna í París í dag og gerói upptæk skotvopn og sprengjur í tengslum við rannsókn á sprengingunni á Orly- flugvelli, sem drap sex manns og særði flmmtíu og fímm i föstudag- inn var. Að sögn franska dómsmála- ráðuneytisins voru Armenarnir handteknir vegna gruns um að þeir væru viðriðnir eða hefðu vitn- eskju um leynilegan frelsisher Armeníu, ASALA. Frelsisherinn hefur tekið á sig ábyrgðina af sprengingunni. Sovéskri þyrlu hlekktist á Oaló, 17. júni. Jan Erik Lauré, trétUriUra Mbl. EKKI er reiknað með því að norska ríkisstjórnin mótmæli opinberlega, en vafalaust mun hún biðja Sov- étmenn skýringar á því hvaó þyrla með tólf mönnum innanborös var að gera á Svalbarða á föstudaginn. Þyrlunni hlekktist á og laskaðist hún, en allir komust lífs af, fjórir Sovétmenn og átta Pólverjar. Norski sýslumaðurinn á Sval- barða kom að þyrluflakinu á föstudaginn, sama dag og óhappið átti sér stað, tilkynnti hann stjórnvöldum um atburðinn, en Sovétmenn höfðu ekki gert það. Sovéski sendiherrann í Osló gaf þær skýringar að svo lítið hefði verið vitað um slysið að ekki hefði verið tímabært að tilkynna það. Óskum eftir aö kaupa gamlabvottavél fyrir 2500kr! Ótrúlegt en satt. Við hjá Heixnilistækjum erum tilbúnir til þess að gefa 2.500.-krónur fyrir gömlu þvottavélina þína án tillits til gerðar, ástands og aldurs. Við tökum hana sem greiðslu upp í nýja fullkomna Philco þvottavél. Mismuninn greiðir þú svo eftir samkomulagi og manst að við erum afburða sveigjanlegir í samningum! Hafðu samhand strax, lagerinn er ekki ótæmandi. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTUNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.