Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 29 TÖÍSt yja öflug að sprengjubrotin eru talin geta borist allt að 2 km frá sprengjustaðnum. Slíkan 2 km radí- us er ekki að finna á Heimaey svo öruggt sé talið. Var því ákveðið að flytja duflið hangandi neðan í þyrl- unni Gró uppá Landeyjasand og sprengja það þar. Hálfgert stríðsástand ríkti hér við höfnina í morgun, svæði voru lokuð af, lögregluvakt á vegum og menn komust ekki til vinnu sinnar meðan á flutningi þessa viðsjár- verða hlutar stóð. En allur er var- inn góður og mönnum létti þegar horft var á eftir þyrlunni þar sem hún flaug af Eiðinu áleiðis til lands með stríðsleifarnar dinglandi neðan i sér. — hkj. m það var í, þegar búið var að sprengja Gæðaflokkun þorskafla mjög mismunandi eftir verstöðvum ÞORSKAFLI línubáta fyrstu 5 mánuði þessa árs flokkaðist nær eingöngu i fyrsta gæðaflokk svo og þorskafli handfærabáta. Þorskafli netabáta flokkað- ist talsvert verr, en af honum fóru að meðaltali i kringum 70% í fyrsta flokk. Um það bil 90% af þorskafla togara og botnvörpunga flokkaðist í fyrsta gæðaflokk. Hér er einungis um að ræða landanir innanlands og eingöngu afla þeirra báta, sem fengu meira en 50 lestir á umræddu tímabili. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram i skýrslu Fiskifélags íslands um gæðaflokkun þorskafla fyrstu 5 mánuði þessa árs. Er þar ekki fjallað um gæðaflokkun ann- ars afla. í skýrslunni er ennfrem- ur yfirlit yfir aflamagn þorsks og aflaverðmæti einstakra skipa og báta, svo og magn annars afla og verðmæti hans. Þá er i skýrslunni yfirlit yfir gæðaflokkun og afla- magn báta eftir verstöðvum. Þá kemur fram í skýrslunni að þorskafli hefur flokkazt mjög mis- munandi eftir verstöðvum. Þannig hafa frá um 60% þorskaflans og allt upp í 100% farið i fyrsta gæðaflokk eftir verstöðvum. Fer þetta nokkuð eftir þvi hvort netaf- iskur hefur verið i meirihluta eða ekki, en netafiskurinn flokkast mun verr en fiskur, sem veiddur er á handfæri, línu eða í botnvörpu. Þetta er í fyrsta sinn, sem skýrsla sem þessi er gefin út og voru það Þorsteinn Gislason, veiðimálastjóri, og Jónas Blöndal, höfundur skýrslunnar, sem hana kynntu. Sögðu þeir ástæðu þess, að slik skýrsla hefði ekki verið gefin út áður þá, að hingað til hefði það þótt óheppilegt að út- lendingar fengju of nákvæmar upplysingar um gang mála hér og ennfremur væri matið viða við- kvæmnt mál. Nú hefði hins vegar verið tekin upp sú stefna, að gera landmönnum kunnugt ástand þessara mála. Mat væri nú lakara en áður og væri skýringa þess viða að leita. Þá kom fram hjá þeim, að væri meiri verðmunur á fyrsta gæðaflokki og lægri flokkunum myndi það hvetja sjómenn til að vanda meira meðferð afla um borð. Það væri til dæmis algengt að íslenzkir sjómenn færu mun betur með fisk, sem landa ætti er- lendis en hér heima. Nú er verð annars flokks fisks 77% af verði fyrsta flokks og verð þriðja flokks fisks 50% af verði fyrsta flokks. Hundrað ára afmælis Bergsstaðakirkju minnst HUNDRAÐ ára afmælis Bergs- staðakirkju í A-Húnavatnssýslu var minnst á sunnudag með guðs- þjónustu á Bergsstöðum þar sem séra Ólafur Þ. Hallgrímsson, sókn- arprestur, predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt séra Birgi Snæ- björnssyni á Akureyri. í guðsþjónustunni talaði séra Gunnar Árnason, sem lengst hefur verið prestur kirkjunnar á þessum hundrað árum, eða 27 ár, og Sigurjón Guðmundsson á Fossum, formaður sóknarnefnd- ar, rakti sögu kirkjunnar. Átta prestar voru viðstaddir hátíðarhöldin, en fjórir fyrrver- andi sóknarprestar á Bergsstöð- um færðu kirkjunni hökul að gjöf ásamt stólu og voru þrír þeirra viðstaddir guðsþjónust- una. Að aflokinni guðsþjónustu bauð sóknarnefndin til kaffi- samsætis í Húnaveri þar sem margar ræður voru fluttar og kirkjunni voru færðar árnaðar- óskir. Fjölmenni tók þátt í hátíðar- höldunum, en rigning var og kalt í veðri. Frá hátíðarguðsþjónustunni í Bergsstaðakirkju. Morgunbladid/Björn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.