Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 41 félk í fréttum Gömlu stjörnurnar þola ekki hvor aðra Bette Davis — mætir á réttum tíma. Lana Turner — alltaf of sein. + Framleiöendur bandaríska sjónvarpsmynda- flokksins „Hótels“, sem nú er veriö aö taka upp, eiga í fremur óvanalegum erfiöleikum. í aöalhlut- verkunum veröa nefnilega tvær gamlar Holly- wood-drottningar, þær Lana Turner og Bette Davis. Framleiöendurnir hafa ákveöiö aö þær megi aldrei vera á sama tíma í kvikmyndaverinu og alls ekki koma fram saman og er ástæöan fyrir því sú, aö Bette Davis, sem nú er 75 ára, og Lana Turner, 63 ára, eru erföafjendur, sem aldrei hafa getaö þolaö hvor aöra. Þetta er þó ekki eina vandamáliö. Lana Turner var lengst af hjá MGM-kvikmyndaféiaginu þar sem fólki leiöst aö koma mörgum klukkustundum og seint í vinnuna og taka sér góöan tíma fyrir upptök- urnar, en þetta fyrirkomulag gengur ekki hjá sjón- varpinu nú á dögum. Bette Davis var hins vegar hjá Warner Bros. þar sem leikararnir komust ekki upp meö neina prímadonnustæla og Bette Davis mætir alltaf á réttum tíma og kann rulluna sfna. Þaö er þó nokkur huggun harmi gegn hjá Lönu Turner á þessum erfiöu sjónvarpstímum, aö hár- greiöslumeistarinn hefur falliö flatur fyrir henni, horfir á hana löngum stundum og getur ekki leynt hrifningu sinni. Mike Oldfield: Uppskrift að metsölulagi + Mike Oldfield, breski söngvarinn sem hefur veriö háttskrifaöur á vin- sældalistunum fyrir lagiö sitt „Moonlight Shadow“, sagöi nú nýiega frá því hvernig hann færi aö því að semja metsölulög. „Ég bara settist niður og hugsaöi máliö, kannaöi ofan í kjölinn hvaö eitt lag þarf aö hafa til aö bera, til aö komast á toppinn. Þaö þarf nefnilega aö matreiöa þaö vel fyrir áheyrendur. Stundum eru þaö jafnvel bara eitt eöa tvö orö, endurtekin nokkrum sinnum, sem gera útslagiö. Lagiö veröur líka aö höföa til tilfinninganna og laglínan veröur aö hljóma þannig, aö fólki finnist sem þaö hafi heyrt hana áður,“ sagöi Mike Oldfield. , COSPER — Ég mundi allt í einu, aö ég var meö miðana. Martina Navratilova: Hinar eru ekki nógu góðar + Við sögöum nýlega frá honum John McEnroe, heimsmeistara í tennisleik, en nú er rööin komin að henni Martinu Navratilovu, sem hefur svo mikla yfirburði í kvennatennisnum, að sumir segja, að hún muni ganga frá honum dauðum. „Þetta hljóta hinar kon- urnar að hafa sagt, sem eru ekki nógu góðar sjálfar," segir Navratilova. „Ég ætla mér aö vinna alla þá sigra, sem ég get, hvað sem það kann að kosta tennisleikinn, og þiö getiö verið alveg viss um, að einhvern tíma koma einhverjar fram, sem steypa mér af stóli.“ Tennisferill Navratilovu er einstæður í sinni röð. í fyrra sigraöi hún á 16 mótum af 19, sem hún tók þátt í, vann 90 leiki en tapaöi þremur og í ár hefur hún unniö níu mót, en tapað einu. Frá því í janú- ar í fyrra hafa aðeins fjórar konur unniö þaö sér til frægöar að bera sigurorð af Navratilovu í leik burðamaöur í kvennatenn- isnum. FRISTUNDIR áfullu kaupi ÁMAN ÁRMÚLA 2 1 Garðtætarar AFKASTAMIKLIR, HANDHÆGIR, LÉTTIR (AÐEINS 27 KG) Nú þarf ekki aö stinga upp garö- inn. Notið Honda garötætara. Verö aðeins honda á íslandi 15.900.- VATNAGARÐAR 24, REYKJAVÍK, SÍMI 28772. fSTender ||||l vsttles Hagsýn húsmóðir gefur kisu sinni PURINA kattafóður daglega. Næring við hæfi - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI PURINA umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.