Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 39 um og erilssömum lögmannsstörf- um hans. Páll hélt fram skoðunum skjólstæðinga sinna af mikilli ein- urð og festu. Eftir að verk var haf- ið voru það hagsmunir skjólstæð- inganna, sem sátu í fyrirrúmi, og hvorki mun Páll hafa sparað tíma né fyrirhöfn til að gera hlut um- bjóðenda sinna sem bestan. Enda var Páll eftirsóttur lögmaður og störf hans farsæl. Eins og áður segir var Páli mjög annt um allan framgang lög- mannastéttarinnar og vildi veg hennar sem mestan. Var hann ódeigur við að koma með ábend- ingar og ráð um hvaðeina, sem til heilla gæti horft í því sambandi. Fyrir öll hans góðu störf í þágu Lögmannafélags íslands er nú þakkað að leiðarlokum. Nafn Páls S. Pálssonar mun lengi lifa innan íslenskrar lögmannastéttar. Ekki nægði það Páli að taka ein- ungis þátt í samstarfi íslenskra lögmanna. Hann var virkur þátt- takandi í alþjóðlegum félagsskap lögfræðinga, sem ber heitið „World Peace Through Law Cent- er“ og var formaður íslandsdeild- ar samtakanna. Persónuleg viðkynning undirrit- aðs af Páli var hvorki löng né náin en með þeim hætti að mér likaði strax vel við Pál og bar fyrir hon- um virðingu. Mér er það minnis- stætt hversu vel Páll tók mér, er ég var að hefja lögmannsstörf og þurfti að eiga við hann samskipti. Slíkt var mér mikils virði. Veit ég að margir yngri lögmenn hafa sömu sögu að segja. í minum aug- um var Páll ákaflega heilsteyptur maður, hreinn og beinn og fór ekki í manngreinarálit. Minnisstæður persónuleiki og merkur samferðarmaður er nú kvaddur. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum færi ég hugheilar samúðarkveðjur. Hafþór Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Lög- mannafélags íslands. Kveðja frá Lions- klúbbi Reykjavíkur Við fráfall Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns hefur enn einu sinni verið höggvið stórt skarð í raðir félaga í Lionsklúbbi Reykjavíkur. Með skömmu milli- bili höfum við kvatt mæta félaga, þá Kristin Bergþórsson og Gunnar B. Sigurðsson. Verður því með sanni sagt: Nú er skarð fyrir skildi. Páll gekk í Lionshreyfinguna árið 1953 og var því einn af elztu félögum hennar og alla tíð hin styrka stoð. Það er mikið happ fyrir félagsskap, sem hefur líknar- og mannúðarmál efst á stefnuskrá sinni, að Páll skyldi gerast liðs- maður í Lionshreyfingunni, enda gegndi hann þar mörgum trúnað- arstörfum og var oft til kvaddur þegar mikið lá við. Auk fræðigreinar sinnar var Páll víðlesinn og margfróður. Við félagarnir fengum oft að njóta þess, þegar Páll sagði frá hugðar- efnum sínum, en hann var frábær sögumaður. Minninguna um góðan dreng munum við varðveita í hjarta okkar með þakklæti fyrir liðnar samverustundir. Við ferðalok vottum við eigin- konu, frú Guðrúnu G. Stephensen, og öðrum ástvinum innilega sam- úð. Sigurdur B. Oddsson SVAR MITT eftir Billy Graham í einrúmi með Guði Eg á svo erfitt með að einbeita huganum, þegar eg biðst fyrir, les í Biblíunni eða hugleiði orð hennar. Getið þér gefið mér einhver ráð? Biblían segir, að í heiminum séu að verki andleg öfl, sem vilji koma í veg fyrir, að við eigum samfélag og samband við Guð. Biblían segir líka, að við eigum að „berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefir í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld“. Eg vil benda yður á þrjú atriði og byggi á eigin reynslu: I fyrsta lagi skulið þér ætla ákveðinn tíma til lest- urs Biblíunnar og bænar. Gerið „samning" við Guð og haldið hann nákvæmlega eins og aðra samninga. Morgunstundirnar eru drýgstar til náms og íhugun- ar. í öðru lagi: Gerið yður ljóst, að Satan reynir að spilla þessum helgistundum öllu öðru fremur. Verið viðbúnir truflun, t.d. að dyrabjöllu eða síma sé hringt. Bíðið með að anza. Guð á himnum á að ganga fyrir öllum öðrum. í þriðja lagi: Fylgið áætlun á helgistundum yðar. Byrjið á guðspjalli Jóhannesar og lesið einn kapítula á dag. Verjið tíma til hugleiðingar, svo að þér látið heilagan anda „leiða yður í allan sannleika". Þegar þér farið síðan að biðja, skulið þér ekki tala einn. „Verið hljóðir og viðurkennið, að eg er Guð,“ segir sálmaskáldið (ensk þýð.). Látið Guð gefa yður fyrir- mæli fyrir daginn. OLLUM OÐRUM FEAMAR Gerðu bestu bílakaupin Líttu á staðreyndirnar Við bárum saman verð svolítið sportlegra bfla með vélarstærðinni 1300 cc. - 1600 cc. og með fímm gíra gírkassa þar sem það fékkst. (Samanburður gerður 11.7. '83) Alfasud 1500cc, 5 gíra, 4radyra, Ford Escort 1600cc, 5 gíra, 3ja dyra, Honda Civic S 1335cc, 5 gíra, 3ja dyra, Mazda323 1500cc, 5 gíra, 3jadyra, Mitsubishi CordiaSR lóOOcc, 4ragíra, 3jadyra, ToyotaTercel 1300cc, 5 gíra, 3jadyra, Volvo 343 1400cc, 4ra gíra, 3ja dyra, ÍL 310.000.00 kr. 420-430.000.00 kr, 293.000.00 kr. 272.000.00 kr. 307.000.00 kr, 275.000.00 kr. 346.000.00 OG LOKS Á LANGBESTA VERÐINU NISSAN CHERRY 1500cc, 5 gíra, 3ja dyra á aðeins kr. 257.000.00 Samt er CHERRYríkulega búinn. Hann er t.d. með snúningshraða- mæli, lituðu gleri, útvarpi, skottlok, bensínlok og báða afturglugga má opna úr ökumannssæti, veltistýri, rafmagnsklukku, hitaðri afturrúðu með rúðuþurrku og rúðusprautu, 6-12 sekúndna stillan- legum biðtíma á þurrkum, framhjóladrifi, 84ra hestafla vél og margt margt fleira. Munið bílasýningar okkarum helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar VERIÐ ÓHRÆDD VIÐ AÐ GERA SAMANBURÐ - ÞAÐ ERUM VIÐ NISSAN LANG-LANG MEST FYRIR PENINGANA INGVAR HELGASON Sim, ««0 SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.