Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 + RAGNARPÁLSSON, fyrrverandi bóndi, Arbce, Mýrasýalu, andaöist 16. júlí í sjúkrahúsinu á Akranesi. Úttörin fer fram frá Borgarneskirkju kl. 2.00 e.h. laugardaginn 23. júlí. Aðatandendur. t Eiginkona min, móöir okkar og amma, Aslaug þorleifsdóttir, Tangagötu 26, ísafirði, andaöist 13. júlí. Kjartan Brynjólfsson, börn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, DAVÍO ÁRNASON, fyrrum stöövarstjóri, Eskihlfð 12, andaöist 17. júlí. Þóra Steinadóttir. 1 Systir mín. h BJÖRG STEINER, andaöist 12. júlí i Fredriksberg-spitala í Kaupmannahöfn. Jaröarförin hefur fariö fram. Fjóla Jónsdóttir. + Tengdafaöir minn, ÍSLEIFUR HANNESSON, Fögrubrekku 11, Kópavogi, andaöist i Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö i Kópavogi, sunnudaginn 17. jútí. Fyrir hönd barnabarna og annarra vandamanna, Tómas Óskarsson. Minning: Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður Vinarkveðja í dag kveð ég vin minn og fé- laga, Pál S. Pálsson, eða Palla eins og hann vildi láta kalla sig. Ég ætla með fáum orðum að minnast hans, okkar kynni hófust í Lionsklúbbi Reykjavikur, síðan urðu kynni okkar meiri og betri, við höfðum svipuð áhugamál, fé- lagsstarfsemi, hestamennsku o.fl. Hann átti marga góða hesta um dagana og hafði gott lag á hestum enda ferðaðist hann mikið um landið á hestum og fór marga svaðilförina norður Arnarvatns- heiði o.fl. Palli var félagsmaður hinn mesti enda ræðumaður mik- ill, talaði íslensku sérlega vel, hann hafði frá miklu að segja og sagði skemmtilega frá og var hann hrókur alls fagnaðar í vinahópi, hann naut sín best þegar hann var að segja okkur strákunum skemmtilegar sögur og þegar hann hafði nógu marga áheyrend- ur þá var Palli í essinu sínu. Hann var snyrtimaður svo af bar enda tekið eftir því hve vel hann var ávallt klæddur hvort sem var í samkvæmi eða á hestum. Við Palli töluðum saman næstum því á hverjum degi sl. 15 ár, það leið varla sá dagur að við hringdum ekki hvor í annan. Við ferðuðumst mikið saman bæöi innan lands og utan, sjaldan hef ég séð honum líða betur en norður í sínum heimahögum við Laxá á Ásum, þvi laxveiðimaður var hann með afbrigðum og notaði aðeins flugu, annað kom ekki til greina hjá Palla, því sportmaður var hann fram í fingurgóma. Hann hafði alveg einstætt minni og var hann geysilega vel að sér í íslenskum fornsögum, þá var hann frábært skáld og liggja margar skemmtilegar vísur eftir hann, einnig kunni hann mikið af ljóðum eftir okkar bestu ljóðskáld og fór sérstaklega vel með þau. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Stefánsdóttur 1945 og eignuðust þau 8 myndarleg börn, sem öll eru á lífi og uppkomin. Son átti Palli áður en hann giftist Guðrúnu, Hlöðver en hann býr í Bandaríkjunum og vissi ég að mikill kærleikur var á milli þeirra. Hann er nú meðal virtustu stjörnufræðinga í Bandaríkjun- um. Ekki get ég lokið við kveðju þessa án þess að minnast þess hve vel var tekið á móti mér þegar ég kom í Steinnes til Palla og Guð- rúnar, þar var ávallt opið hús og veitt vel. Að lokum votta ég Guð- rúnu, börnum og barnabörnum og öllum ættingjum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. „Deyr fé deyja frændur deyr sjálfr it sama; en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur.“ Birgir Þorvaldsson Tveir af virtustu lögmönnum þessa lands eru látnir með stuttu millibili. Jón E. Ragnarsson hæstarétt- arlögmaður lést um aldur fram, og nú er Páll S. dáinn. Að sumu leyti kom það ekki á óvart. Það var fimmtudaginn 26. maí að Páll átti að flytja mál hjá Hæstarétti að hann kom ekki. f stað hans kom Páll Arnór sonur hans og til- kynnti að faðir hans hefði fengið hjartaáfall og væri á sjúkrahúsi. Þetta var líkt Páli. Hann var aldrei svo sjúkur að hann vissi ekki að hann átti að mæta í Hæstarétti. Því miður reyndist sjúkdómurinn erfiðari en við var búist í fyrstu, því Páll komst ekki til meðvitundar eftir þetta. Páll S. var ættaður úr Húna- þingi, aðrir munu vafalaust fjalla um ættir hans, en mér er kunnugt um að Páll S. var alltaf trúr sínu heimahéraði. Það var sorglegt að þetta vor tókst honum ekki að opna Laxá i Ásum eins og venju- lega. Ég hafði kynnst Páli S. lítillega en vinátta okkar hófst að marki þegar ég hóf störf hjá Hæstarétti. Þar bar aldrei skugga á öll þessi ár. Alltaf birti yfir þegar Páll S. kom, sem var oft. + Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir, ULRICA MARGARETA AMINOFF, HKöarvegi 56, lést i Landspítalanum 14. júlf. ingimundur Stafónason, Blanca Ingimundardóttir, Vilhjálmur Guömundsson, Helga Ingimundardóttir, Árni Jóhannesson, Jan Ingimundarson, Guörún Garöarsdóttir. + Móöir okkar, GUÐFINNA ARNFINNSDÓTTIR, frá Flafeyri, Framnesvegi 44, lést í Landakotsspítala, laugardaginn 16. júlí. Brynhildur Stefánsdóttir, Kjartan Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hallur Stefánsson, Lóa Stefánsdóttir. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og sonar, GUNNLAUGS PÁLSSONAR, arkitekts, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. júlí kl. 13.30. Áslaug Zoöga, Geir Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir, Páll Gunnlaugsson, Hrafnhildur Óttarsdóttir, Helgi Gunnlaugsson, Hólmfríöur Gunnlaugsdóttir, Páll Kristjánsson. + Eiginkona mín, GUDMUNDÍNA ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Innra-Ósi, Steingrfmsfiröi, Öldutúni 4, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju, miövikudaginn 20. júlí kl. 13.30. Jarösett veröur i Hafnarfjaröargaröi. Blóm vinsamlegast afþökkuö, fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Siguröur Tryggvi Arasoti. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, JAKOBÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hátúni 10 a, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 20. júlí kl. 10.30. Ólafur Pátusson, Anný Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson, Þórunn Friöriksdóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur minnar, ömmu okkar og systur RAKELAR Á. GÍSLADÓTTUR, Ijósmóöur, Suöurgötu 38, Keflavík. Fyrir mína hönd, dætra minna og systkina hinnar látnu, Hafrún Albertsdóttir. Páll stofnaði lögmannsskrif- stofu að Bergstaðastræti 14, sem fljótlega vann sér gott álit. Ekki síst leituðu til Páls S. bændur víða af landinu, sem þótti hlutur sinn fyrir borð borinn. Þar kippti Páli í kynið. Ég held að á engan sé hall- að þó ég segi að í slíkum málum stóð enginn Páli S. framar. Þessu fylgdu oft ferðalög. Eitt slíkt stóð fyrir dyrum í vor, en féll niður vegna veikinda Páls. í svona ferð- um var Páll í essinu sínu. Synir Páls S., þeir Stefán og Páll Arnór komu til starfa á skrifstofu föður síns, er þeir höfðu lokið lagaprófi. Skrifstofan heldur því áfram störfum. Þó höfðingi sé fallinn er þess að vænta að merki hans verði haldið á lofti. Ég vil fyrir mig og allt starfslið Hæstaréttar þakka Páli S. sam- starfið á liðnum árum. Fallinn er einn af virtustu og bestu lög- mönnum þessa lands. Mér finnst að það verði langt þangað til að Hæstiréttur verði sá sami. Ég votta frú Guðrúnu og afkom- endum samúð mína. Björn Helgason Nú er Páll Sigþór Pálsson, hæstaréttarlögmaður hefur kvatt þetta tilverustig, vakna margar minningar og hugsanir um óvenjulegan mann. Leiðir okkar Páls S. lágu fyrst saman í lagadeild H.í. Við tókum saman fyrrihlutapróf í lögfræði vorið 1943 og seinni hlutann vorið 1945 og vorum þeir einu í okkar hóni, sem fylgdust þannig að í gegnum lagadeildina öðruvísi en aðrir með því að eyða 2 árum í seinni hlutann, en venja var þá að ljúka honum á 3—4 árum. Páll S. hafði verið við kennslustörf jafn- framt námi sínu og vildi hespa því af á sem stystum tíma — eins og var eitt af einkennum hans um flest verk. Enda þótt hann væri kennari af guðs náð og elskaður sem slíkur, þá vildi hann geta snú- ið sér að lögmannsstörfum, svo fljótt sem verða mátti. Ástæður mínar voru allt aðrar, eða þær, að blinda vegna alvarlegs augnsjúk- dóms tafði fyrir háskólanámi mínu í tvö ár og til þess að ná í samstúdenta mína varð ég að hraða námi mínu meir en ella. Þannig voru við e.t.v. snögg- soðnari í ýmsum greinum lögfræð- innar en við hefðu kosið síðar. Hins vegar mun þetta naumast hafa komið að sök hjá Páli S. í lögfræðinni reynir á sitt hvað annað en það, sem bækur og doð- rantar geta miðlað, sem segja má að sé fremur einkenni þess starfs og töfrar svo sem réttsýni, mann- úð, gæska og mannvit. Þess vegna er starfið meira heillandi en ella. Þessa eiginleika spilaði Páll S. hiklaust og létt á, þeir voru honum eðlislægir, en hann var auk þessa góður leikari og með afbrigðum snöggur að átta sig á aðalatriðum hvers máls, stálminnugur, vel gef- inn og lék sér með mæki hins mælta máls af orðsins kynngi. Við áttum lengi samleið sem vinir og líka sem andstæðingar. Hann var ráðhollur og úrræðagóð- ur og það var gott að eiga hann að. Mér eru minnisstæð orð hans frá því við tókum fyrst tal saman. Þá skaut ættfræðinni upp í kolli Páls, er hann sagði með nokkrum valdsmannssvip, sem brá stundum fyrir: „Já, þú ert Húnvetningur eins og ég,“ og svo bætti hann við: „Veistu, að ef menn eru ættaðir úr fleiri en einu byggðarlagi og Húnaþing er eitt þeirra, þá skaltu taka eftir því, að undantekn- ingarlaust nefna þeir húnvetnsku arfleiðfðina fyrst, enda segist Jón- as á Hriflu aldrei hafa hitt heimskan Húnvetning." , Hins vegar voru bláþræðir í þessu hjá Páli. Auðvitað var ég Reykvíkingur, enda þótt föðurætt mín væri úr Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu og ættir Páls S. úr Skagafirði og Eyjafirði, þótt hann hefði fæðst og alist upp á Sauðanesi i Torfalækjarhreppi í Húnaþingi. En þá vitnaði hann til orða Grettis og sagði: „Fjórðungu bregður til fósturs." Við tveir vinir Páls S. vorum um daginn að spjalla saman um þá þætti, sem persónuleiki hans er tvinnaður úr. Við vorum sammála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.