Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 21 MorgunMaðM/ Skaptl Islandsmeti fagnað! • Vésteinn Hafsteinsson lyfti höndum fagnandi eftir að hann haföi tekið viö gullpeningi sínum fyrir sigur í kringlukasti í bikarkeppni FRÍ ó sunnudaginn. Vésteinn kastaði kringlunni 65,60 metra, og er þaö nýtt íslandsmet. Glæsilegur árangur hjá Vésteini og gott veganesti fyrir þau stórmót sem fram- undan eru. Sjí allt um bíkarkappní FRÍ Ma. 24, 2S og M. British Open í golfi: Watson vann í fimmta sinn Tom Watson varö um helgina fyrsti Bandaríkjamaöurinn til að sigra fimm sinnum á Opna breska meistaramótinu í golfi. Watson, sem haföi ekki sigraö á stórmóti í heilt ár, bætti nú vió sigri á 112. Opna breska meistaramótinu, en áður hafói hann sigrað í Carnoustie 1975, Turn- berry 1977, Muirfield 1980 og í fyrra í Troon. Watson lék á níu höggum undir pari í keppninni, lék alls á 275 höggum, en í öðru sæti urðu jafnir Hale Irwin og Andy Bean, báðir með 276 högg. Irwin og Bean léku báðir á fjórum undir pari síóasta hringinn, og voru þeir á meöal þeirra sjö sem höföu forystuna á hinum mismun- andi tímum þennan síöasta dag. Watson geröi hins vegar sigurvonir annara keppanda aó engu á 16. holunni er hann setti niöur um ell- efu metra langt pútt. Tvær síöustu holurnar fór hann svo á pari, og sigurinn því hans. .Ég bætti upp fyrir síóustu níu holurnar í Oakmond um daginn,“ sagöi Watson á eftir, en í Oak- mond missti hann af sigri í Opna bandaríska meistaramótinu fyrir mánuöi síöan meö slakri frammi- stööu í lokin. „Síöustu niu holurnar voru ekki beisnar hjá mér þá, en annaö var uppi á teningnum núna. Mér finnst líka mun meira koma til sigursins nú en í fyrra. Nú vann ég mótiö meö frábærum leik, en í fyrra var mér færöur sigurinn á silf- urfati.“ Graham Marsh, 39 ára gamal- reyndur kylfingur frá Ástralíu, haföi forystuna er hann haföi loklð keppni, hann fór á 277 höggum. Hann þurfti aö bíöa lengi eftlr framvindu mála, þar sem hann haföi lokið síðasta hringnum tveimur og hálfum tíma áöur en Watson lauk keppni. Lee Trevino fór á 278 höggum (70 höggum í gær), Seve Ballester- os (68) og Suöur-Afríkubúinn Har- old Henning (69) á 279 og á 280 höggum fóru fjórir kappar: Bill Rogers (69), sem sigraöi í keppn- inni 1981, Christy OtConnor (68), Nick Faldo (73) og Denis Durninan (67). Ray Floyd fór á 282 höggum (75), Jack Nicklaus á 285 (70), Arn- old Palmer 289 (75) og Larry Nel- son á 288 (72). • Tom Watson sigraöi í Opna breska meistarmótinu í fimmta skipti og verður þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að ná því afreki. Vonandi laus við þetta vandamál — segir Ásgeir Sigurvinsson, en uppskurðurinn heppnaðist vel á föstudaginn • Jean Paul Colonval Þjálfari Víkings fer í frí Jean Paul Colonval, þjálfari Víkings, fer í dag til Belgíu í 10 daga frí og mun því missa næstu tvo leiki með félaginu. Hann mun ekki stjórna sínum mönnum í bikarleiknum gegn Breiöabliki á morgun og einnig mun hann missa af leik Víkings og KR í 1. deildinni sem fer fram þriöjudaginn 26. júlí. Um þetta frí var samið strax í upphafi og mun hann vera aö fara út til þess aö sinna fyrirtæki sínu þar, en Colonval rekur þar trygg- ingafyrirtæki. SUS. „Mér líður ágætlega. Þaö versta er nú afstaðið, en fyrstu dagarnir eru alltaf verstir," sagöi Ásgeir Sigurvinsson í samtali viö Mbl. í gær, en eins og viö sögðum frá í síöustu viku, var hann skor- inn upp á föstudaginn vegna meiðsla sem tóku sig upp í nára. „Ég vonast til aö geta farið aö æfa lítillega þremur vikum eftir uppskurö, sem sagt um fimmta ágúst, en Bundesligan hefst 13. ágúst." Ásgeir sagði aö fyrsti leikur Stuttgart væri á heimavelli gegn Braunschweig, síöan yröi leikiö á útivelli gegn Kaiserslautern og þar á eftir heima gegn Waldhof Mannheim. Hann sagöist gera sér vonir um aö geta byrjaö aö leika í öörum eöa þriöja leik í deildinni. „Ég hef ekkert getaö hreyft mig stöan á föstudaginn, en nú er maö- ur svona aöeins aö fara á stjá. Ég er aö byrja að ganga upp á nýtt.“ Ásgeir sagöi aö uppskuröurinn heföi heppnast mjög vel og hann ætti nú aö veröa laus viö öll nára- • Ásgeir Sigurvinsson. vandamál í bili, enda nóg komiö af þeim upp á síðkstið. —SH. „Þaö á aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriöum en það er öruggt að ég verð hér áfram,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við Mbl. í gær, en eins og við sögðum allar líkur á fyrir helgina verður hann áfram hjá Antwerp- en. Pétur sagöi forseta félagsins hafa haft samband viö sig í fyrra- dag, og allt væri klappað og klárt • Pétur Pétursson. nema örfá smáatriöi. „Þaö veröur örugglega skrifaö undir í vikunni eöa nú á allra næstu dögum.“ Pétur ákvaö fyrir helgina aö bíöa ekki lengur eftir aö Ajax ákvæöi sig, og endurnýja þess i stað samning sinn viö Antwerpen. Honum líkar mjög vel í borginni, og þrátt fyrir aö liöiö hafi veriö að kaupa fleiri erlenda leikmenn lætur hann þaö ekkert á sig fá. SH. Iþróttir eru einníg á bls. 46 og 47 Pétur Pétursson: „Verð áfram“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.