Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 23 Mark úr aukaspyrnu af um 60 metra færi — þegar Einherji vann Víði 1—0 Gústaf Baldvinsson fyrirliði Einherja vissi varla hvað var að gerast hinum megin á vellinum þegar samherjar hans byrjuðu aö hoppa af kssti framan við mark Víöis, en hann hafði tekið auka- spyrnu á eigin vallarhelmingi og spyrnt að marki Víöis. Knötturinn hafnaði í markinu, fór í gegnum alla þvöguna sem hafði staðsett sig framan við markið og framhjá Gísla markverði sem hljóp út úr markinu og missti boltann fram- hjá sár. Þetta varð eina mark leiksins og kærkominn sigur Ein- herja á heimamönnum, en leikur- inn fór fram sl. laugardag í Garð- inum. Víöismenn byrjuöu leikinn vel og sóttu móti nokkrum vindi. Voru þeir mun meira meö boltann og brá fyrir hjá þeim skemmtilegum samleik á köflum. Einherjamenn áttu aftur á móti mjög hættulegar skyndisóknir og komst t.d. Gísli Davíösson tvívegis í dauðafæri á sömu mínútunni en mistókst í bæöi skiptin. Þá komst Stefán Guömundsson í dauöafæri á 32. mínútu en skaut himinhátt yfir af 5 metra færi. Víðismenn áttu einnig sín tækifæri í fyrri hálfleik en mun hættuminni. Síöari hálfleikur var endurtekn- ing á hinum fyrri. Víðismenn voru mun meira meö boltann en náöu sjaldan aö skapa sér færi. Á 54. mínútu kom hættulegasta tækifæri Víðismanna. Gefinn var góöur bolti fyrir mark Einherja og kom Guöjón Guðmundsson á fullri ferö en var aöeins of stuttur í annan endann og náöi ekki aö pota nógu vel í boltann sem rúllaöi rétt framhjá stönginni — öfugu megin. Einherjamenn léku á ails oddi síöustu mínúturnar meðan ör- væntingin skein út úr Víöis- mönnum og komst Gísli Davíðsson enn einu sinni einn inn fyrir vörn Víöis en tókst ekki aö skora frekar en í fyrri skiptin. Leikurinn fjaraöi svo út Einherjamönnum til mikillar gleði. Sami dómari dæmdi þennan leik og þegar Vföir lék gegn KS. Einhver árátta viröist hjá honum aö hafa síðari hálfleik lengri en þann fyrri. i leiknum gegn KS stóö hann í 47 mínútur, en þá uröu eng- ar tafir í leiknum. Nú stóö hann í liölega 48 mínútur, en einhverjar tafir uröu aö þessu sinni. A.R. • Jóhann Jakobsson, KA, og örn Valdimarsson, Fylki, í baráttu um boltann. Jóhann fiskaði vftið sem KA skoraði sigurmarkið úr. Morgunblaöiö/Skapti. Hinrik færði KA tvö stig — með marki úr víti í lokin HINRIK Þórhallsson tryggöi KA tvö stig í toppbaráttu annarrar deildar er hann skoraöi eina mark leiksins gegn Fylki úr víta- spyrnu einni mínútu fyrir leikslok á Laugardalsvellinum á sunnu- dagskvöldiö. Jóhann Jakobsson var felldur innan teigs og viti var umsvifalaust dæmt. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku og barningi, og haföi slakur dómari engin tök á honum. Þrátt fyrir aö leikmönnum hlypi kapp í kinn var hann sallarólegur og sá yfirleitt ekki ástæöu til aö tala viö þá. Meö þessu gaf hann leikmönnum tækifæri til aö leika gróft og geröu þeir þaö óspart. Ekki meiddust neinir þó vegna grófs leiks, en aftur á móti varð Erlingur Kristjánsson, miðvöröur KA, aö fara af velli eftir aö hann og Loftur Ólafsson höföu skallaö saman. Erlingur fékk Ijótan skurö á augabrún og varö aö fara á slysa- varöstofu. Lítiö er hægt aö lýsa gangi leiks- ins, þar sem fátt markvert gerðist. Besta færiö kom í hlut Guömundar Baldurssonar, Fylkismanns, er hann skallaöi framhjá úr dauöa- færi í síöari hálfleik. i fyrri hálfleik vildu KA-menn fá vítasþyrnu, sem þeir heföu líklega átt aö fá heföi allt veriö meö felldu, en dómarinn sá ekkert athugavert t þaö skiptið. — SH. • Sigurður Grétarsson hefur hér sent knöttinn í netið hjá Val án þess að þeir kæmu nokkrum vörnum við. MorgunblaSW/ Gubjón Valsmenn stálu öðru stiginu af Breiðabliki Breiöabliksmenn geta sjálfum sér um kennt að sigra ekki Vals- ara í l.deildarkeppninni um helg- ina. Þeir voru mikið betri, sér- staklega í fyrri hálfleik og framan af þeim síöari, en þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum fóru Valsarara að sækja í sig veörið og gerðu harða sókn að marki UBK. Ingi Björn jafnaöi fyrir Val þegar 10.mín. voru eftir af leiknum en þá hefðu Blikarnir hæglega getaö verið með 4—5 marka forskot, en þeir voru óheppnir að skora ekki meira og úrslitin urðu jafntefli, 2—2. Þaö voru Valsmenn sem tóku forustuna strax í upphafi leiksins. Guöni Bergsson, nýliöi hjá Val, fékk boltann eftir aukaspyrnu, tók hann fallega niöur á brjóstiö og skoraði af öryggi. Fallega gert hjá þessum unga nýliöa, hans fyrsta snerting í leiknum. Eftir þetta mark sóttu Blikarnir heldur meira en þaö voru samt Valsmenn sem fengu næsta færi. Úlfar átti gott skot frá vítateig en Guðmundi tókst aö verja meö fætinum. Nú tóku Blik- arnir leikinn í sínar hendur og spil- uöu mjög skemmtilega, þaö var mikill hraöi hjá þeim og gekk Völs- urum erfiölega aö ráöa viö þá sér- staklega Sigurö Grétarsson, en þeir brutu hvað eftir annað á hon- um því þaö virtist eina leiöin til aö stööva hann. Á 21. mín. komst Sigurður þó inn fyrir vörnina án þess aö brotiö væri á honum en hann renndi boltanum á Hákon sem þurfti ekki annaö en renna boltanum í netiö. Staöan í hálfleik því 1 — 1 og Breiöablik var mun nær því aö skora annað mark. Síöari hálfleikur var varla hafinn þegar Breiöablik haföi tekiö for- ustuna, enn var þaö Siguröur sem skóp usla í vörninni en aö þessu sinni fór hann alla leiö sjálfur, lék á varnarmenn og markmanninn og renndi knettinum i rietiö, snyrtilega gert hjá honum. Næstu tuttugu mínúturnar sóttu Blikarnir stans- laust og áttu aragrúa af marktæki- færum sem þeir nýttu ekki og þaö átti eftir aö korina þeim í vandræöi. UBK 0 0 Valur Á 80.mín. jafnaöi Ingi Björn metin eins og áöur sagði. Hann fékk góöa sendingu frá Hilmari Sig- hvatssyni beint á kollinn og af- greiddi boltann örugglega í netiö. Þarna var vörn Blikana illilega sof- andi og þá ekki síöur Guömundur í 1. deild ENN jafnast 1. deildin og mátti hún þó varla við því fyrir helgina. Staðan eftir 11 umferöir er þessi: ÍA 11 614 19:7 13 UBK 11 452 12:7 13 ÍBV 11 4 4 3 20:13 12 Þór 11 3 53 12:12 11 ÍBK 10 5 1 4 14:15 11 KR 11 272 10:13 11 Valur 11 343 16:20 10 Þróttur 11 3 44 10:18 10 ÍBÍ 11 254 11:15 9 Víkingur 10 1 6 3 6:10 8 Næsti leikur er á laugardaginn og leika þá ÍA og UBK á Skagan- um. 2. deild Eftir leiki helgarinnar í 2. deild er staöan nú þessi: Fram 9 6 2 1 13—6 14 KA 10 5 4 1 17—9 14 Völsungur 11 5 2 4 11—7 12 Víðir 10 5 2 3 9—7 12 FH 10 4 3 3 15—12 11 UMFN 11 5 1 5 13—11 11 KS 11 2 6 3 10—11 10 Einherji 8 3 3 2 5—5 9 Reynir 11 1 3 7 7—22 5 Fylkir 11 1 2 8 11—21 Næstu leikir verða á föstudag- inn og leika þá FH og Víðir á Kaplakrika og Njarövík og Fylkir í Njarövík. Báöir leikirnir hefjast kl. 20. markinu því Ingi Björn var aleinn á markteig fyrir miöju marki þegar hann fékk boltann. Þaö sem eftir var af leiknum sóttu Valsmenn meira og átti vörn UBK í hinu mestu vandræöum, þeir voru óákveðnir og hálf taugaóstyrkir. Ingi Björn var nálægt því aö skora annað mark en Guömundur varði vel og úrslitin ráöin. Siguröur Grétarsson var besti maðurinn á vellinum aö þessu sinni, eldfljótur og leikinn. Einnig var Jóhann bróöir hans góöur. Annars var liöiö nokkuö jafnt en þaö er langt síöan vörnin hefur veriö eins óörugg og hún var undir lok þessa leiks. Hjá Val var Hilmar Sighvatsson bestur og einnig áttu Úlfar og Þorgrímur góöa spretti en aðrir léku verr en þeir hafa oft gert í sumar. Þaö vantaöi marga af fastamönnum Vals í þessum leik og viröist eins og þeir ætli aö hafa allmarga menn í meiöslum í sumar því í dag eru sex af þeim mönnum sem alltaf hafa byrjað inná á sjúkralista og er það mest vegna tognunar. Sigurður Haraldsson stóö nú í marki Valsmanna aö nýju og virkaöi hann nokkuö óöruggur og ævintýraleg úthlaup hans gætu orðiö dýrkeypt, en aö þessu sinni bjargaöist þaö. Einkunnagjöfin. UBK: Guömundur Asgeirs- son 6. Ólafur Björnsson 6, Ómar Rafnsson 5. Benedikt Guömundsson 5, Vignir Baldursson 7. Sigurjón Kristjánsson 6. Trausti Ómarsson 6. Jóhann Gretarsson 7. Hákon Gunnarsson 7, Jón Gunnar Ðergs 6, Siguröur Gretarsson 8, Sævar G. Gunnleifsson (vm) 5, Björn Þ. Egils- son (vm) lék of stutt. Valur: Siguröur Haralds- son 5, Grimur Sæmundsen 5, Guömundur Kjartansson 5, Þorgrimur Þráinsson 6, Berg- þór Magnússon 4, Ingi Björn Albertsson 5. Hilmar Sighvatsson 7, Hilmar Haröarson 4, Magni Pétursson 5. Guöni Bergsson 5, Ulfar Hróarsson 6. Valur Valsson (vm) 4. í stuttu máli. Kópavogsvöllur t .deild UBK - Valur 2—2(1 —1) Mörkin: Guöni Bergsson (2.min.) og Ingi Björn Albertsson (80.min.) skoruöu fyrir Val en Hákon Gunnarsson (21.min.) og Siguröur Grétarsson (47.mín.) fyrir Breiöablik. Gul spjöld: Siguröur Haraldsson og Guö- mundur Kjartansson hjá Val og Sigurjón Kristjánsson UBK Dómari: Grétar Noröfjörö og var hann smá- munasamur, sleppti Ijótum brotum en eltist viö smáatriöi. Ahorfendur: 1078 — sus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.