Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl 1983 Hótel Húsavíkurrall: Omar og Jón sigurvegarar TUTTUGU bílar hófu keppni í Hótel Húsavíkurralli ’83 sem hófst á föstu- dag klukkan 17.00. Fyrsta kvöldió féllu tíu bílar úr keppni og þar með bfll rallikappans Hafsteins Hauks- sonar, en hann féll út á fyrstu sér- leið vegna lítilsháttar bilunar í kæli- kerfi. Ekið var um 400 kflómetra leið og var helmingur þeirrar vega- lengdar ekinn á svokölluðum sér- leiðum. Tvær sérleiðir varð að fella niður sökum bleytu. Á laugardagsmorgun hófu tíu bílar aksturinn og luku þeir allir keppni. Sá síðasti þeirra kom f markið um klukkan 18. Sigurvegarar voru bræðurnir ómar og Jón Ragnarssynir á Ren- ault-bíl með 19,44 refsistig. f öðru sæti voru Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson á Toyota- bíl með 27,03 refsistig og í þriðja sæti voru Jón Sigþórsson og Hall- dór Gíslason á Lancer-bíl með 30,29 refsistig. Síðan var keppt í rally-cross á sunnudag og þar sigraði Haf- steinn Hauksson. í öðru sæti var Þórður Valdimarsson og í þriðja sæti Erik Carlsen. FréttarítarL Frá Hótel Húsavfkurralli á laugardag. Ljimrnd MbL aga Húsmæðraskólanum á ísafirði slitið Húsmæðraskólanum Ósk á ísa- firði var slitið laugardaginn 28. maí sl. Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri skýrði frá skólastarfinu, en skólinn byrjaði um miðjan september og starfaði í námskeiðum til áramóta en þá byrjaði fimm mánaða hús- stjórnarnáraskeið með heimavist. Á því voru kennd öll venjuleg hússtjórnarskólafög, matreiðsla, fatasaumur, vefnaður og þvottur og ræsting. Því lauk með prófi. Hæstu einkunn og verðlaun úr Camillusjóði hlaut Ingibjörg Júlía Þorbergsdóttir, Gerði í Suður- sveit. Um 140 nemendur stunduðu nám í skólanum yfir námstímann. GENGIVERÐBRÉFA 17. JÚLÍ1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur 1983 1. flokkur Moóalévöxtun umfram 3,7—5,5%. Sölugengi pr. kr. 100.- 15.270,64 13.197,03 11,449,82 9.708,00 6.878,39 6.336,78 4.374,04 3.600,41 2.712,74 2.570,51 2.047,56 1.899,45 1.586,05 1.287,88 1.013,25 854.17 660.18 498,21 391,73 336,54 249.94 226.95 169,63 131,70 varötryggingu ar VEÐSKULDABRÉF ÓVEROTRYGGO: VEÐSKULDABRÉF MEO v. 7—8% ávöxtunarkröfu: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) varðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2V4% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% VA% 7 ár 87,01 3% 7'/«% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS prkrTw9! C — 1973 4.100,17 D — 1974 3.536,40 E — 1974 2.502,85 F - 1974 2.502,85 G — 1975 1.658,99 H — 1976 1.503,34 I — 1976 1.203,20 J — 1977 1.064,11 1. fl. — 1981 231,17 Solugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. Verðbréfemarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566 Horgunblaðið/Björn Guðmundsson. Nýi Ennisvegurinn kominn í notkun. Umferð hleypt á Ennisveginn nýja ÓUfevfk, 18. júlí. Frá athöfninni á Ennisveginum. Bæjarstjórnarmenn frá Ólafsvík eru fremstir hægra megin. Morgunblaðið/Björn Guðmunduon. Hagvirkismenn; Svavar Skúlason og Gfsli Friðjónsson, framkvæmda- stjórar og Jóhann Bergþórsson, forstjóri. Morgunblaðíð/Bjðrn Guðmundsson. opnun hins nýja Ennisvegar undir Olafsvíkurenni. Forsvarsmenn Vegagerðar ríkisins og Hagvirki hf. stóðu fyrir formlegri opnun vegarins. Byggingu vegarins er ekki lokið, en opnun hans þótti tímabær meðfrui vegna þess aö verktakinn gerir ná hlé á framkvæmdum, þar til í hust vegna annarra verkefna, enda ern þeir langt á undan áætlun með verkið. Opnun vegarins var með þeim hætti að sveitarstjórarnir f Nes- hreppi og í Ólafsvík óku í farar- broddi fylkingar frá hvorum enda vegarins. Hittu þar vegagerðar- menn og fulltrúa Hagvirkis. Þar var heilsast með hamingjuóskum og Birgir Guðmundsson umdæm- isverkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins lýsti veginn opinn til notkunar og bauð gestum til fagnaðar í Röst á Hellissandi í nafni Hagvirkis hf. og Vegagerðarinnar. Þar lýsti Birgir Guðmundsson aðdraganda og framvindu verks- ins. Hinn nýi vegur er 2,2 km að lengd og er lagður í fjörunni fram- an við Ennið. Hann er einn af hin- um svonefndu Ó-vegum, en hinir eru vegirnir um Óslandshlíð og Ólafsfjarðarmúla. Á árinu 1982 var á vegaáætlun veitt 6,9 milljón- um króna í tilrauna- og undirbún- ingsframkvæmdir. I mars í vor var svo boðinn út meginhluti verksins. Hagvirki hf. átti hið lægsta 10 tilboða og var tilboðið 36,8 millj. króna eða 53% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar. Samningurinn við Hagvirki hf. hljóðaði upp á 40,3 millj. og var þá miðað við fullnaðarfrágang. Nú er vegurinn orðinn akfær og er um 72% af verki Hagvirkis lok- ið. Úr Enninu hafa verið rifnir niður um 166 þús. m3 og í vegar- stæði eru komnir um 185 þús. m3 af fyllingarefni. 78.000 m3 af grjóti hafa verið sprengdir í námu og þeim komið fyrir í grjótvörn. I haust mun verktaki halda áfram við verkið og ljúka því fyrir 1. maí nk. Næsta sumar verður svo lagt slitlag á veginn. Yfirumsjón var í höndum Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi, en Verkfræðistofa Sig. Thoroddsen hf. hefir annast eftirlit. Birgir Guðmundsson tók í máli sínu skemmtilega samlíkingu með Hagvirki hf. og berserkjum þeim, er Víga-Styr lét leggja hinn forna veg um Berserkjahraun. Birgir lýsti ánægju Vegagerðarinnar með verkið og samvinnu við verk- takana, sem hefði verið með ágæt- um. Til máls tóku einnig Gunnar Már Kristófersson, oddviti Nes- hrepps utan Ennis, Stefán Jóhann Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsvíkur, Friðjón Þórðarson, 1. þm. Vesturlands, Alexander Stef- ánsson, félagsmálaráðherra, Skúli Alexandersson, alþm. og fyrrv. oddviti Neshrepps og svo Jóhann Bergþórsson, stjórnarformaður Hagvirkis hf. Ræðumenn lýstu allir ánægju með áfangann og framgang verks- ins. í máli félagsmálaráðherra kom fram, að m.a. vegna- þeirrar reynslu, sem fengist hefði af verki þessu, mætti gera ráð fyrir að meira yrði um útboð af hálfu hins opinbera. „Allur framgangur Hag- virkis hf. við þetta verk er á heimsmælikvarða," sagði félags- málaráðherra m.a. „Vegurinn verður góður minnisvarði um hverju hægt er að fá framgengt með útboðum." Jóhann Bergþórsson í Hagvirki sagði fyrirtækið hafa byrjað starf- semi sína árið 1979 og ævinlega boðið lágt og tekist að standa við tilboðin. Mikilsvert væri að hafa verkefni árið um kring til að halda mannskap og jafna út kostnað. Jóhann sagði að þeir Hagvirk- ismenn hefðu verið dálítið kvíða- fullir í upphafi, en allt hefði snúist þeim til betri vegar og öll sam- skipti við Vegagerðina og heima- menn hefðu verið með ágætum. Nú færu þeir um sinn burtu til að ljúka við Sultartangastíflu en kæmu aftur í haust með „ber- serki" sína til að ljúka Ennisvegi. Fréttaritari átti að auki stutt spjall við Gísla Friðjónsson, fram- kvæmdastjóra Hagvirkis, en hann hefir haft umsjón með verkinu af þeirra hálfu. Gísli sagði að þrátt fyrir að grjótnámið og „skering" í hömrunum hefðu verið erfiðari en ætlað var, hefði þeim gengið allt að óskum. Unnið hefði verið allan sólarhringinn á 8 tíma vöktum, 22 menn á vakt hverju sinni. Hefðu verið þrír menn um hvert flutn- ingstæki, einn að verki, annar í hvíld og sá þriðji í fríi. Nú ættu þeir eftir að hækka veginn um tæpl. hálfan metra og um helmingur grjótvarnar væri eftir. Ekki væri ljóst hvort grjót- náman í Rifi dygði til, en það kæmi í ljós í haust. Gísli sagði, að Hagvirki hf. færi jákvætt út úr þessu verki, ekki síst með hliðsjón af góðri nýtingu tækja. Gísli sagði einnig, að baga- legt væri fyrir íslenska verktaka hve skammt þeir gætu áætlað framkvæmdir fram í tímann og skoruðu þeir Hagvirkismenn á yf- irvöld fyrir sína hönd og annarra að breyta þar um svo verktakar gætu notið sín betur og skipulagt verk sín. Snæfellingar eru afar ánægðir með hinn nýja veg og er það mikill léttir að losna undan þeirri hættu sem var á gamla veginum. Taka má undir orð Friðjóns Þórðarsonar, sem sagði að holl- vættir hefðu jafnan hlíft þó illa horfði á stundum. Einnig minntist Alexander Stefánsson á það, að þakka bæri frammámönnum Vest- firðinga og Norðlendinga, sem hefðu beygt sig fyrir þeirri ákvörðun, að ólafsvíkurenni yrði fyrst í framkvæmdaröð Ó-vega. Snæfellingar óska þeim sömu úr- lausnar og hér er orðin og það hið fyrsta. Það er margra mál að Hagvirki hf. hafi í verki þessu komið fram sem verðugur fulltrúi einkafram- taksins og sýni glöggt hver máttur þess er, fái það að njóta sín. Læt ég hér fljóta vísu, sem mér varð á munni, þegar ég var að búa mig til þessa mannfagnaðar: Sólin Ijúft á landiA skín viö lok á Ennisvegi. í einkaframtak.sfótin mín fer ég á þessum degi. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.