Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 162. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíutunnan á 29 dollara til 1986? Hebinki, 19. júii. AP. NÝR forseti Samtaka olíuútflutn- ingsríkja, OPEC, sagðist í dag telja að viðmiðunarverð olíu ætti að vera tuttugu og níu dollarar á tunnu til loka ársins 1985. Ráöherrafundi OPEC lauk í Heisinki í dag. Forsetinn, Mana Saeed Otaiba, olíumálaráðherra Sameinuðu Prinsi álasað London, 19. júlí. AP. KARL Bretaprins sætti þungum ásökunum í dag eftir að hann lét svo um mælt í ræðu að vand- ræðaunglingar á Bretlandi hefðu gott af að kynnast heraga. Þrír félagar í brezka Verka- mannaflokknum brugðust ókvæða við og sögðu að ríkis- erfinginn hefði engan skilning á lífskjörum venjulegs fólks. Bættu þeir við að með um- mælum sínum væri prinsinn jafnframt farinn að rekast í stjórnmálum. í ræðu sem Karl prins flutti á fundi með lögreglumönnum í Guildhall í London sagði hann m.a. að unglingar á glapstigum kynnu að hafa gott af því að sækja búðir undir yfirstjórn leiðbeinenda úr hernum, þar sem listin að „leiða, örva og ýta", sem slík- um leiðbeinendum væri lagin, kenndu þeim að hafa frum- kvæði. Orðrétt sagði prinsinn: „Reynslan hefur sýnt mér síð- astliðin tíu ár, að ef ungling- um er komið fyrir í agandi umhverfi þar sem takast þarf á við vandamál, getur árang- urinn orðið undraverður." Viðbrögðin við ræðu ríkis- erfingjans létu ekki á sér standa. Frank Allaun, fyrr- verandi þingmaður og áber- andi vinstrisinni, kallaði ræð- una „hættulegan þvætting" og sagði að ungmenni þyrftu á störfum að halda, ekki heraga. Eddie Loyden, þingmaður frá Liverpool, sagðist efast um að prinsinn væri með báða fætur á jörðinni, og annar þingmað- ur, Martin Flannery, frá Sheffield, sagði að Karl Breta- prins ætti að „hugsa af meiri grandgæfni um mannleg vandamál, sem hann hefði ekki kynnt sér agnarögn". Karl Bretaprins. furstadæmanna, lýsti stuðningi sínum við óskir Ahmeds Yamanis, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, um stöðugt olíuverð næstu átján mánuði. Saudi-Arabar eru stærstu olíuútflytjendurnir í OPEC. Otaiba var að því spurður hvort aðrir fulltrúar á fundi samtak- anna hefðu verið samþykkir af- stöðu hans og Yamanis. Hann svaraði: „Við viljum ekki gera neinar skuldbindingar fram yfir næsta ráðherrafund. En við vilj- um heldur ekki ræða hækkanir rétt eftir að við lækkum verðið." Viðmiðunarverðið, sem um er að ræða, á við um létta hráolíu frá Saudi-Arabíu og er það notað sem verðlagsgrundvöllur fyrir aðra olíu. Eftir lækkun úr þrjátíu og fjórum dollurum í mars, hefur verð hráolíutunnunnar verið tutt- ugu og níu dollarar. Sökum úlfúðar milli írana og ír- aka tókst ekki að ná samkomulagi á fundinum um nýjan aðalritara samtakanna til að taka við af Marc Nguema frá Gabon. Irakinn Fadhil Al-Chalabi, sem gegnt hef- ur starfi aðairitara til bráða- birgða, mun verða aðstoðarmaður Otaibas unz nýr aðalritari hefur verið fundinn. Til móts við frelsið Símmmynd AP. — Gina ( hmvkhalov, eins og bálfs árs að aldri, er yngsti medlimur fjölskyldu hvítasunnumanna fri Síberíu, sem fékk að yfirgefa Sovét- ríkin í gær. Myndin er tekin um borð í þotunni, sem flutti fjölskvIduna frá Sovétríkjunum til Austurríkis. Begin hittir Reagan ekki Wishington, 19. júlí. AP: FORSETI Líbanons, Amin Gema- yel, kom í dag til Washington til viðræðna við hátt setta ráðamenn um brottkvaðningu útlendra her- sveita frá Líbanon. Forsætis- ráðherra ísraels, Menachem Begin, aflýsti á sama tíma fyrirhugaðri ferð sinni vestur um haf í næstu viku til viðræöna um skyld málefni. Gemayel mun dvelja í Wash- ington í vikutíma. Er þetta önnur heimsókn hans til Randaríkjanna eftir að ísraelsmenn réðust inn i Líbanon 6. júní í fyrra. Hann mun eiga viðræður við Reagan forseta á föstudag, en síðar mun hann einnig eiga fund með George Shultz, utanríkisráð- herra, og Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra. í stuttu símtali, sem Begin átti við Reagan í dag, kenndi hann „persónulegum ástæðum" um að af för hans getur ekki orðið í þetta sinn. Telja fréttaskýrendur að Begin eigi við heilsubrest að stríða um þessar mundir, en hann verður sjötugur á laugardag. í út- varpi ísraelska hersins sagði hins vegar að ástæður Begins væru ekki heilsufarslegs eðlis, þótt ekki kæmi nákvæmlega fram hvers vegna af förinni gæti ekki orðið. Deilt á Bandaríkjaþingí um íhlutun í Nicaragua Washington, Leon, Nicarigua, Moskvu, 19. júlí. AP. FULLTRÚADEILD bandaríska þings- ins kom í dag saman fyrir luktum dyrum til þess að ræða stöovun að- stodar við uppreisnarmenn í Nicar- agua. íbúar í Nicaragua héldu hátío- legt fjögurra ára byltingarafmæli sandinista og lagði leiðtogi herstjórn- arinnar af því tilefni fram tillógur um víðtækar friðarviðræður í Mið-Amer- íku. Skipun Henry Kissingers, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem formanns sérstakrar Mið- Ameríkunefndar Reagans, hefur mælz) misjafnlega fyrir innan Banda- ríkjanna sem utan. Reagan kemur til liðs við Chad Washington, Moskvu, 19. júlf. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti hefur akveðið að senda hergögn að jafnvirði tíu milljóna dollara til stuðnings Habre forseta Chad, en hinn síðarnefndi hefur að undanförnu átt undir högg að sækja sökum yfirgangs uppreisnarmanna með Líbýu að bakhjarli. Bandarískir embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns get- ið, skýrðu frá því í dag að farmar með klæðnaði, matvælum, jeppum og öðrum farartækjum yrðu sendir áleiðis síðar í vikunni. Stjórnir Frakklands og Zaire hafa áður sent birgðir til Chad. Að sögn embættismannanna óttast stjórnvöld vestanhafs að kollsteypa Habres forseta kynni að höggva nær stjórn nágranna- landsins Súdan, sem hlynnt er vestrænni samvinnu. Reagan hefur umboð til að senda hjálp í neyðartilvikum án samþykkis bandaríska þingsins og er fyrir hendi sérstakur sjóður. sem forsetinn hefur aðgang að í tilvikum sem þessum. Sovézka fréttastofan Tass sagði í dag að ákvörðun Bandaríkja- manna um að senda hergögn til Chad markaði „stórt skref í átt til aukinna afskipta" af innanríkis- málum iandsins. Fréttastofan sagði orðrétt: „Aðgerðir stjórn- valda í Washington eru nýjustu sannindin um að lýðveldið Chad er skotspónn fyrir hlutdeildarstefnu tveggja Atlantshafsríkja, Banda- ríkjanna og Frakklands. Þó leikur lítill vafi á að það er Washington, sem hefur frumkvæðið um skipu- lögð ítök." Sjá nánar um Chad á bls. 17. Áður en bandaríska fulltrúa- deildin hóf umræður um Nicaragua í dag höfðu fjórir þingmenn úr röð- um demókrata, sem nýlega voru á ferð í Mið-Ameríku, sagt að Banda- ríkin myndu „flækja sig æ dýpra" í málefni þessa stríðshrjáða heims- hluta, ef þau hættu ekki leynilegum stuðningi sinum við andstæðinga stjórnarinnar í Nicaragua. Þing- mennirnir, sem eru á öndverðum meiði við stefnu stjórnarinnar, kváðust á hinn bóginn efins um að þeir hefðu nægjanlegt fylgi í full- trúadeildinni til að fá stuðningnum hætt. Einn herforingjanna þriggja, sem sæti eiga í herstjórn Nicaragua, Daniel Ortega, hélt i dag ræðu þar sem hann lagði fram tillögur í sex liðum um lausn á ófriði í Mið- Ameríku. Ortega hvatti m.a. til að aðilar þeir, sem hlut eiga að máli, legðu niður vopn og að Nicaragua og Honduras semdu með sér sér- stakan friðarsáttmála. Einnig skor- aði hann á erlend ríki að hætta hernaðarlegri íhlutun sinni og að nota landsvæði eins ríkis til að gera árásir á annað. Herforinginn krafð- ist þess að allir utanaðkomandi hernaðarráðgjafar hyrfu brott af svæðinu og að endi yrði bundinn á vopnaflutning til stríðandi afla í El Salvador. Skipun Henry Kissingers til að gegna formennsku Mið-Ameríku- nefndar beggja þingflokkanna hef- ur reynzt umdeild vestanhafs. Jesse Helms, öldungadeildarþingmaður og repúblíkani frá Norður-Karól- ínu, sagði í dag að vera kynni að Reagan hefði getað valið verri mann en Kissinger til starfsins, en „þó kæmi sér enginn verri í hug". Leiðtogi meirihluta öldungadeildar, Howard Baker, var á öðru máli og sagði að fáir nytu viðlíka virðingar og trausts á alþjóðavettvangi sem Kissinger. Sovézka fréttastofan Tass fór í dag hamförum yfir tilnefningu Kissingers, sem hún kallaði „stað- gengil Rockefeller-fjölskyidunnar og annarra einokunarsinna". Fréttastofan varaði við því að Mið- Ameríkustefna Reagans kynni að hafa „stórhættulegar afleiðingar", en skýrgreindi orðin ekki nánar. Ræningjar gera kröfu Páfagaroi, 19. júli. AP. ÓKUNNUR maður hringdi til Páfagarðs á þriðjudagskvöld varðandi rán á fimmtán ára gam- alli dóttur starfsraanns kaþólsku kirkjunnar. Maðurinn, sem hringdi í leynilegt númer, setti fram formlega kröfu um að sjálf- stæðar fréttastofur birtu yfirlýs- ingar frá meintum ræningjum stúlkunnar á miðvikudag. Yfirlýsingin, sem um er að ræða, fannst á segulbandi á sunnudag eftir að lögreglu hafði borizt vísbending. Þar sagði að stúlkan yrði tekin af lífi, ef tilræðismaður páfa, Ali Agca, yrði ekki látinn laus. Sjá nánar frétt á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.