Morgunblaðið - 20.07.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 20.07.1983, Síða 40
BILLINN BÍLASALA SlMI 79944 SMIOJUVEGI4 KÖRAVOGI .> ■FYR ■Sfas Laugaveg IRTÆKI& FASTEIGNIR Laugavegí 18 - Sími 25255 Seljum: íbúöarhúsnæöi, fyrirtæki, verslanir og atvinnuhúsnæöi. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 Ný lánskjaravísitala íbúðalána í burðarlið Hugmyndir Seðlabanka kynnt- ar á ríkisstjórnarfundi í gær HUGMYNDIR Seðlabankans að nýrri lánskjaravísitölu við hlið nú- verandi vísitölu, sem notuð yrði í út reikningum við íbúðalán og fleira, voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en forsætisráð- herra hafði látið fara fram lögfræði- lega athugun á því hversu bindingin væri mikil við núverandi lánskjara- vísitölugrunn. Benedikt Sigurjónsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, var feng- inn til að gera athugunina og mat hans var, að vafasamt væri að breyta gundvellinum gagnvart lánum, sem væru með skriflegum samningi þar að lútandi eins og ríkistryggðum skuldabréfum og almennum lánum í bönkum og sparisjóðum. Gert er ráð fyrir, að hin nýja vísitala tengist náið hinum nýju mánaðarlegu útreikningum á framfærsluvísitölu, sem teknir Arnarvarp í meðallagi „ARNARVARPIÐ virðist vera sæmilega gott, — eóa í meðallagi á þeim stöðum sem kannaðir hafa verið, en þó er eftir að rannsaka meirihluta Vestfjarða og Djúpið,“ sagði Kjartan G. Magnússon er hann var spurður hvernig arnar- varpið hefði tekist í ár. Hann sagði ennfremur að varp- ið hefði verið kannað í Breiðafirði og á Barðaströnd og fljótlega mundi maður á vegum Náttúru- fræðistofnunar íslands fara til Vestfjarða í því skyni. En upplýs- ingar um innkomuna yfir allt landið þyrftu að liggja fyrir um miðjan ágústmánuð. hafa verið upp og komi breytingar á verðlagi í landinu fyrr og ná- kvæmar inn í vísitöluna, en sam- kvæmt núverandi grundvelli er lánskjaravísitala reiknuð út miðað við framfærsluvísitölu að % hlut- um og byggingarvísitölu að Vs hluta, en þær vísitölur hafa verið reiknaðar út á þriggja mánaða fresti. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að vegna þessa væri í raun nauðsynlegt, að vera með tvo vísitölugrundvelli, þannig að það kæmi önnur láns- kjaravísitala við hlið þeirrar nú- verandi, sem næði væntanlega fyrst og fremst til íbúðarlána, þe. lána hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. „Annars er Seðlabankinn með þetta mál í frekari vinnslu og mun væntanlega taka upp viðræður við viðskiptabanka og sparisjóði inn- an tíðar. Seðlabankinn telur það reyndar orka tvímælis, að breyta vísitölugrundvelli þeirra innlána, sem eru bundin í bönkunum í dag, en um það eru skiptar skoðanir," sagði Steingrímur Hermannsson. Horfur á lélegri kartöfluuppskeru HORFUR eru á að kartöfluupp- skeran í ár verði mjög léleg ef tíð- arfar breytist ekki til batnaðar á næstunni, að því er Yngvi Mark- ússon að Oddsparti í Þykkvabæ tjáði Mbl. Hann sagði jarðveg hafa verið mjög kaldan í vor og fram á sumar og því seint farið að setja niður. „Það vantar sólskin," sagði Yngvi. „Éf ekki rætist úr veðrinu eru horfur mjög slærnar." Á Norðurlandi hefur verið kalt og í samtali við Mbl. sagði Sveinbjörn Laxdal, kartöflubóndi á Svalbarðsströnd, að ef hiti yrði í meðallagi fram á haust myndi uppskera að öllum líkindum verða þokkalega góð. Hann sagði að ekki hefði verið lokið við að setja niður kartöflur fyrr en 20. júní í Eyja- firði og væri það hálfum mánuði til þrem vikum seinna en vana- lega. Vegurinn við Kóngsnef í Almenningum: Hefur sigið um þrjá metra síð- an í fyrrahaust Um 8.000 lestir fara f uppfyllingu Morjfunblaðiú/Helgi Bjarnason. Þeir eru hressir þessir veiðimenn á Patreksfirði þótt fengurinn hafi ekki verið mikill í þetta sinn, lítill marhnútur. VEGAGERÐ ríkisins í Skagarirði er nú byrjuð að byggja upp veginn við Kóngsnef í Almenningum, sem hef- ur sigið um 3 metra á nálægt 100 metra kafla síðan í fyrrahaust. Verð- ur bæði ýtt upp í veginn og keyrð í hann fylling, en vegurinn var nánast orðinn ófær vegna sigsins til end- anna. Þá hefur sigs orðið vart á tveimur stöðum sitt hvorum megin þessa svæðis, en það er mun minna í sniðum. Að sögn Jónasar Snæbjörnsson- ar, umdæmisverkfræðings Vega- gerðarinnar á Norðurlandi vestra, er sigið á þessum tíma það mesta, sem vitað er um til þessa. Fjár- veiting til verksins nemur um, 400.000 krónum og áætlað er að ! Mjög góðar laxagöng- ur í eldisstöðvarnar LAXAGÖNGUR í laxeldisstöðina í Kollafirði ganga mjög vel og mun betur en í fyrra og ef svo heldur fram sem horfir næst það markmið stöðvarinnar að fá 3000—4000 laxa í sumar, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Arna ísakssyni, fiskifræðingi hjá Veiði- málastofnun, í gær. Sagði Árni að tala göngulaxa á sama tíma í fyrra hefði verið 135, en Árni tók fram að allar göngur þá hefðu verið sér- staklega seint á ferðinni. Ennfrem- ur ber þess að geta að í fyrra var sleppt um 60 þúsund sjógönguseið- um, sem eru uppistaðan í göngun- um í ár, en í hitteðfyrra var aðeins sleppt um 40 þúsund seiðum. Um 100 laxar hafa gengið í til- raunastöð ISNO í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu og er megin- uppistaðan í þeim afla 2ja ára lax, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Eyjólfi Konráði Jónssyni. Sagði hann að menn væru að gera tilraunir með sleppingu seiða úr Laxá í Aðaldal og hefði 20 þúsund seiðum verið sleppt í fyrra og hitteðfyrra. í fyrra hefðu endurheimturnar af eins árs fiski verið 1%, og hefðu menn verið ánægðir með það því Laxárstofninn væri einkum 2ja ára stofn. Hins vegar tók Eyjólf- ur Konráð fram, að laxinn gengi seint í ár nyrðra. Heldur eru menn óánægðir með laxagöngurnar í iaxeldisstöð Pólarlax við Straumsvík, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í stöðinni, en þangað hafa nú gengið um 1000 til 1200 laxar, en í fyrra var sleppt um 100 þús- und sjógönguseiðum, auk 20 þús- und sumaralinna seiða í til- raunaskyni. Hins vegar er vonast eftir meiri göngum á næstunni. um 4.000 rúmmetrar eða 8.000 lestir af efni fari í uppfyllinguna. Nú er byrjað að ýta efni upp að veginum og reiknað er með að verkinu ljúki í þessari viku. Sagði Jónas, að hér væri um bráðbirgðaviðgerð að ræða eins og áður hefði verið, því rannsóknir Vegagerðarinnar á svæðinu væru enn í gangi og hvorki niðurstöður né framtíðarlausn lægi fyrir. Að- alsigið næði ekki langt upp fyrir veginn, en sprungur virtust þó ná lengra upp í fjallið en áður. Þar sem sigið næði alveg niður í sjó virtist einn möguleikinn vera sá, að færa veginn ofar í fjallið. Þá væru komnir áberandi stallar í veginn á öðrum stöðum á milli Fljóta og Siglufjarðar. Sem dæmi mætti nefna Heljartröð og Stíflu- hól, en það væri ekkert svipað að- alsiginu, aðeins um 15 til 20 sentí- metrar frá því í sumar. Væri fyrr- nefndi staðurinn Fljótamegin en hinn Siglufjarðarmegin. Vitað væri að hlíðin öll frá Brúnastöðum í Fljótum og út í Mánárskriður væri á hreyfingu, þannig að erfitt væri að finna þar öruggt vegar- stæði. Skattskrá lögð fram 27. júlí nk. ÓÐUM líöur aö því að menn fái senda heim álagningarseðla fyrir tekjur síðastliðins árs Áætlað er að skattskrár í öllum skattumdæmum muni liggja frammi miðvikudaginn 27. júlí, næstkomandi, að sögn skattstjór- ans i Reykjavík, Gests Steinþórs-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.