Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 13 Tvö í Nýlistasafninu Myndlist Valtýr Pétursson Tvær sýningar eru nú í Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Þarna eru á ferð karl og kona. Hann landi vor, en hún frá hinu blauta Hollandi. Hún í fremri sal, hann í hinum stærri. Þarna eru mjög ólíkir listamenn á ferð, og sýningar þeirra eiga að mínum dómi afar lítið sameiginlegt, enda eru þær algerlega aðskildar og því sjálf- stæðar einingar. Hún heitir Marleen Buys og fer þannig leiðir, að maður stendur berskjaldaður fyrir framan þessi verk. Þau eru í sambandi við um- hverfi og munu eiga að skoðast annaðhvort í samhengi hvert við annað eða sem sjálfstæðar heildir. Hvernig sem ég lít á þessi verk, segja þau mér afar lítið og hvort heldur þau hanga úr loftinu eða eru gerð á veggi til að lyfta upp húsnæðinu. Ég stend jafnt á gati. Ég ætla að vona, að Hollendingar, ættmenni gömlu meistaranna og van Gogh, fái að njóta þessara verka, því að við hér erum vafa- samir meðtakendur á svoddan hluti. Magnús V. Guðlaugsson er af allt öðru sauðahúsi, enda íslend- ingur í húð og hár. Hann sýnir þarna 9 stór málverk gerð með þekjulitum á pappír. Hagkvæm aðferð það, enekki veit ég hvert endingargildi slíkra verka er. Hvað um það, þá eru þessi mál- verk Magnúsar af því tagi, að maður staldrar við. Hann hefur áður vakið athygli mína fyrir meðferð lita, og nú bætir hann við hróður sinn með því að sýna góða teikningu í þessum verkum. Hann nær dramatískum áhrifum í liti sína, og hann stemmir þá við inni- hald verka sinna á þann hátt, að verkið í heild snertir mann og það verður greinilegt, að hér eru góðir hæfileikar á ferð. Það er að vísu nokkur byrjendabragur á þessum verkum Magnúsar, en þau lofa sannarlega góðu, og þar sem hér er um sjöundu einkasýningu Magnúsar að ræða, verður að álíta að honum sé alvara, og út frá því verður að gera til hans þær kröfur að framhalda því, sem auðsjáanl- ega er þegar í mótun. Hitt er svo annað mál, að nú á tímum er mik- ið af ljónum í veginum í listinni, en ef til vill vart meir en ætíð hefur verið. Það er því hollt fyrir alla þá, er við listir fást, að fara sér bæði hratt og hægt. Athuga vel sinn gang og vinna af sam- viskusemi og þrótti að því, sem þeir trúa á. Ég hafði ánægju af því að ganga í innri salinn í Nýlistasafninu, en því miður var sá fremri mér um megn að meðtaka. Þetta er ekki það lakasta, sem sýnt hefur verið við Vatnsstíginn. Safnplata í betri kantinum Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson. Enn ein safnplatan hefur nú litiö dagsins Ijós. Þetta fyrirbæri, sem snemma árs í fyrra var nánast óþekkt hér á landi, hefur farið eins og eldur í sinu um hugi poppunnenda. Þrátt fyrir dræma plötusölu al- mennt séð hafa flestar safnplöt- urnar selst mjög vel og kannski ekki að undra, þar sem fólki er á einni plötu boðið upp á „hit“-lögin af 12 plötum. Sumar þeirra hafa kannski ekki haft upp á neitt annað að bjóða en eitt „hit“-lag. Ávinn- ingurinn er því augljós. Hitt er svo annaö mál að það er strembið verk og vandasamt að velja saman lög, sitt úr hverri átt- inni, og smella niður á eina og sömu plötuna svo vel fari. Oftast heppnast þetta þokkalega — aldrei þó eins vel og á plötunni I blíðu og stríðu, sem að mati undirritaðs er hin eina og sanna safnplata, sem gefin hefur verið út hér á landi. Niðurröðunin á Ertu með hefur tekist prýðilega og platan er tví- mælalaust í hópi þeirra betri af þessum toga. Fyrri hliðin er undir- lögð af þvt sem kalla má „hefð- bundið“ rokk til þess að greina það frá diskótónlistinni, sem er allsráð- andi á síðari hliðinni. Fyrir minn smekk er fyrri hliðin miklum mun betri. Þar er enda að finna góð lög með Men at Work (Overkill), Nena (99 Luftballons) og Joan Armatrading (Drop the Pil- ot). Ég er ekki eins sáttur við hin þrjú með Bonnie Tyler, Chris de Burgh og Ellen Foley þótt öll séu þó vel hin þokkalegustu. Seinni hliðin er ekki eins áhuga- vekjandi, en kjörin fyrir „dansfrík- in“. Þar á meðal er að finna Rockall Mezzoforte. Það, þótt ekki sé það besta framlag Mezzo til þessa, ásamt lögunum Das Blech með Spliff, Wot með Captain Sensible og Electric Avenue Eddy Grant eru bestu lög þeirrar hliðar. Þótt lögin hér að framan fari vel saman hvert með öðru á sitt hvorri hliðinni er ekki þar með sagt, að heildarútkoma plötunnar sé neitt afbragð. Fjögur góð, fjögur ágæt, þrjú þokkaleg og tvö léleg lög er mín niðurstaða. Slangur fyrir aur- inn, en engin bylting. Bandaríki N ordur-Amer íku Bókmenntír Jenna Jensdóttir Bandaríki Norður-Ameríku, land og þjóð. Höfundur: John Bear. Þýðandi: Helga Guðmundsdóttir. Bjallan hf. Reykjavík 1982. Þetta er sjötta bókin í bóka- flokknum Landabækur Bjöllunn- ar. Ég býst við að þeir sem þekkja til þessara bóka séu mér sammála um ágæti þeirra. Bókin Bandaríki Norður- Ameríku er með sama sniði og hinar fyrri. Hún skiptist að efni í 23 kafla auk nokkurra yfirlits- greina. Aftast í bókinni eru stjórn-, sýslu- og landslagskort af Bandaríkjunum. Eins og í hinum fyrri Landabók- um byrjar að segja frá landnámi. „Innfæddir Ameríkumenn eru að- eins indíánar, eskimóar og Ha- wai-menn.“ Flestir innflytjendur komu frá Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki, og Rússlandi. Hin 50 ríki Bandaríkjanna eru öll mjög frábrugðin hvert öðru. „Hvert ríki hefur sín lög, þótt einnig séu nokkur alríkislög. „Land öfganna." Sannarlega á það við um náttúru og veðurfar. „Sama daginn getur verið ofsalegt þrumuveður í Norður-Dakota, 29 gráðu frost í Maine og sólbaðsveð- ur á heitum ströndum Flórída." „Bandarísk áhrif." Bandaríkin eru auðugasta land heims. „Afrek Bandaríkjamanna á sviði vísinda og tækni hafa haft gífurleg áhrif á framfarir í heiminum." f kaflanum Heimilislíf er m.a. frá því sagt að: „Umtalsverður hluti af útgjöldum fjölskyldunnar fer í heilbrigðisþjónustu því að ríkið hefur hana ekki á sínum veg- um nema fyrir þá sem orðnir eru 65 ára.“ Bandaríkjamenn eru miklir íþróttaunnendur. „Hafa áhuga á flestum greinum íþrótta nema hinni vinsælustu í heimi, knatt- spyrnu." Öll börn í Bandaríkjunum eru skólaskyld 6—16 ára. „Næstum helmingur nemenda heldur enn áfram í æðri menntaskóla (col- lege).“ Mjög fáir einkaskólar eru í Bandaríkjunum. Leit að bandarískri list nefnist einn kaflinn og þar er frá því sagt að: „Bandarískir listamenn hafa aldrei öðlast frægð á við banda- ríska rithöfunda." Hér finnst mér eitthvað hafa brugðist í frásögn — eða teljast rithöfundar ekki einnig til listamanna? í kaflanum Bandaríkin breyt- ingum undirorpin er þess getið að „Bilið minnkar þó milli þeirra sem búa við allsnægtir og allsleysi." Árið 1970 voru fátæklingar 12 milljónum færri en 1959. Hér læt ég staðar numið með tilvitnanir í kafla bókarinnar — þótt ég viti að af ótal mörgu áhugaverðu er enn að taka. Ég las þessa bók mér til ánægju eins og aðrar Landabækur Bjöll- unnar. Þær eru allar, að mínu mati, í senn fróðlegar og skemmti- legar og hinar fjölmörgu myndir sem prýða Landabækurnar vekja allar áhuga. Ég held að ferðalangar sem sækja heim þessi lönd hljóti að fá fræðandi og gagnlegar upplýs- ingar í Landabókum Bjöllunnar. Og nemendur grunnskólans ættu sannarlega að hafa þessar bækur með höndum í landafræðinámi. I sioo1 okV 3' 6777 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÚTA HF VHS Sumir versla dýrt- aðrir versla hjá okkur Grillborgarar 1 tZ Stórir og safaríkir _L meö nýbökuöu hamborgarabrauöi .00 pr. stk. 1 Grillkol: 3kg 14í 2.00 AÐEINS Xrrv J Franskar Kartöflur 900] g 3^ j_.00 Ný Egg A < i.00 | AÐEINS T-( J pr. kg Nýr Lax 1682L Bláber .50 bakkinn 0 AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.