Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 27 15. mót í Galtalækjarskógi — eftir Svein H. Skúlason Nú nálgast verslunarmannahelgin óðfluga. Nokkrir aðilar hafa skipu- lagt mótshald og bjóóa upp á fjöl- breytta dagskrá frá fostudegi til sunnudagskvölds. Allt eru þetta aðil- ar er hafa reynslu í því að halda mót sem þessi og því er þessi þróun á skemmtanahaldi um þessa mestu ferðamannahelgi ársins mjög já- kvæð. Eitt þessara móta hefur þó nokkra sérstöðu, en það er Galta- lækjarmótið. Sérstaðan er í því fólg- in að mótshaldarar Galtalaekjarmót- anna hafa staðið fyrir mótshaldi í 24 ár og þar af síðan 1967 austur í Galtalskjarskógi. I hugum margra fjölskyldna er það hápunktur hvers sumars að fara austur í Galtalækjarskóg um verslunarmannahelgina. Hvers vegna sækir fólk ár eftir ár, um þessa helgi hvernig sem viðrar, í þennan unaðsreit við rætur Heklu? Fyrsta bindindismótið var hald- ið árið 1960 í Húsafellskógi. Hug- sjónin að baki upphafsmótunum var að gefa ungum sem öldnum kost á að sækja vel skipulögð mót og dvelja á fallegum stað án þess að gestir undir áhrifum áfengis eyðileggðu ánægjuna af úti- vistinni. Þetta hefur ætíð verið sú hugsjón sem hefur ráðið ferðinni. Það að hafa peningalegan hag af mótshaldinu hefur. aldrei fengið að vera aðalatriði. Þess vegna höldum við bindindismót enn í dag og þess vegna er hátið í bæ hjá svo mörgum fjölskyldum þegar versl- unarmannahelgin nálgast og hald- ið verður austur í „skóg“. Hefur tekist að uppfylla vonir þeirra er fyrstir fóru? Er óhætt að nefna mótin „bindindismót" eða er það eintóm hræsni? Ég fullyrði að vel hefur tekist til og að mótin standa undir nafni. Það að hafa haldið 14 mót á Galta- læk og hafa varla þurft að kalla lögreglu til aðstoðar, það telst árangur. Vissulega hefur sést vín á mönnum. Við erum líka að tala um 5—8.000 gesti. Ég hef unnið í 14 ár við framkvæmd bindindis- mótanna og á orðið kunningja í hópi manna er sóttu mótin hér áð- ur fyrr, með það í huga að stríða og jafnvel að hleypa upp þessum bindindispostulum er unnu við framkvæmd mótanna. Þessir sömu menn eiga nú fjölskyldur og koma árvisst með þær á bindind- ismótin, því þeir vita af reynslu að þar er gott að vera og eiga góða helgi í friði. Komi upp vandamál þá eru þessir „gömlu" æringjar fyrstir til að rétta hjálparhönd. Hvað er það sem veldur að hægt hefur verið að halda þessi mót all- ar götur síðan 1960 án þess að nokkurn skugga hafi á borið? Ástæðan er fyrst og fremst sú að gróðasjónarmiðið hefur aldrei fengið að ráða ferðinni. Aðalatrið- ið er og hefur ætíð verið að halda gott mót. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Gæsla hefur ætíð verið mjög ströng. Yfirvöld í Rangárvallasýslu eiga líka sinn þátt í að vel hefur tekist til. Sýslu- mennirnir sem við höfum átt sam- starf við, þeir Björn og Böðvar, hafa ætíð sýnt okkur mikið traust. Þeir hafa leyft okkur að fara sjálf- ir með gæslu á mótssvæðinu, þó þannig að 2 lögregluþjónar hafa verið í kallfæri ef eitthvað skyldi koma upp. Sem betur fer hefur sjaldnast þurft að kalla í þá heið- ursmenn í öðrum tilgangi en að bjóða þeim upp á kaffi og meðlæti. Þetta traust hefur skapað ánægju- legan blæ yfir mótshaldið, en það skal fúslega viðurkennt að það skapar ákveðið öryggi að hafa lögregluyfirvöld í nálægð. Það skal tekið fram að þessi afstaða þeirra sýslumanna hefur sparað stórar fjárhæðir við framkvæmd mótanna og hefur það síðan komið fram í lægra miðaverði til móts- gesta. Lögregluyfirvöld í sýslunni eiga sérstakar þakkir skildið fyrir afstöðu sína til bindindismótanna. Sigurjón bóndi á Galtalæk og allt hans fólk hefur alltaf stutt við bakið á mótshöldurunum og eins Sigurþór oddviti í Hrólfstaðahelli og hans menn. Svona mætti lengi telja, en árangurinn hefur fyrst og fremst náðst vegna mikils sjálboðaliða- starfs. Ungir sem aldnir hafa sameinast í að vinna vel, daga og nætur með það takmark eitt að launin verði „gott“ mót. Látum okkur vona að laun sjálfboðalið- anna verði „góð“ um mörg ókomin ár. Sreinn H. Skúlason er skrífstofu- stjórí Verslunarmannafélags Reykjaríkur. Nýsmíði fyrir ÚA: Erlendar skipasmíða- stöðvar veita vaxtaafslátt ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur nú reiknað út tæknilega sam- ræmd tilboðsverð í smíði nýs skuttogara, sem komi í stað Sólbaks, sem lagt hefur verið fyrir allnokkru. Jafnframt hefur ÚA reiknað út smíða- verð skipsins komins til Akureyrar, þar sem tekið hefur verið tillit til styrkja og mismunandi vaxta af lánum til 8 ára. Þegar litið er á þessar tölur keraur í Ijós, að staðgreiðsluverð skipanna frá erlendu verksmiðj- unum lækkar verulega frá tilboðsverði eða um allt að 34 milljónum króna, en frá íslenzku skipasmiðjunum standa tilboðin nánast í stað. Hagstæðasta tilboðið, bæði miðað við tilboðsverð og staðgreiðslu er frá Japan, en tilboð Slippstöðvarinnar á Akureyri var 9. lægst og tilboð Stálvíkur í Garðabæ 12. í röðinni. Alls bárust 19 tilboð í smíðina. Morgunblaðið innti Gísla Kon- ráðsson, annan framkvæmda- stjóra UA hvernig á þessu stæði. Sagði hann, að þegar talað væri um staðgreiðsluverð eða verð skipsins komins til Akureyrar, væri tekin með fyrirgreiðsla, sem skipasmíðastöðvarnar fengju er- lendis, hver í sínu landi. Fælist hún aðallega í vaxtalækkun. Það væri að segja, að útveguð væru lán með skipinu, sem væru á hag- stæðari vöxtum en almennt væri. Þessi lánsfyrirgreiðsla væri reiknuð til baka miðað við 8 ára lánstímabil. Væri þetta aðallega hjá Norðmönnum, en þar væru einhverjar ríkisstofnanir, sem með því að veita vaxtalækkun vegna láns af smíðinni auðveld- uðu fyrirtækjunum að selja vöru sína. Norðmenn ættu sjóð eða stofnun, sem kölluð væri „Export Finance" og hefði það hlutverk að auðvelda fyrirtækjum að selja vöru sína úr landi. Gísli sagði ennfremur, að enn hefði engin ákvörðun um kaup verið tekin, þvi enn ætti eftir að ná fundi þeirra ráðherra, sem gefa þyrftu heimild til skipá- kaupa. Það væri þó líklegt að lægsta tilboðinu yrði tekið, feng- ist til þess heimild, þó fjarlægð til Japan væri anzi mikil og gæti það valdið ýmsum erfiðleikum. Aðspurður um það, hvort Ak- ureyrarbær, sem er stór hluthafi, bæði í ÚA og Slippstöðinni, hefði lagt áherzlu á að skipið yrði smíðað á Akureyri, sagðist Gísli ekki geta sagt um það. Raddir heyrðust um það á Akureyri, að æskilegast væri að Slippstöðin smíðaði skipið. Væru forsvars- menn ÚA sammála því og þætti það í raun betra en að aðrir gerðu það vegna nálægðar Slipp- stöðvarinnar. Væru þeir tilbúnir til að greiða 5% hærra verð til Slippstöðvarinnar en annarra, en það nægði ekki til að brúa bilið milli lægri tilboðanna nú. Hér fer á eftir listi yfir tilboð- in eins og Útgerðarfélagið hefur reiknað þau út, svo og afhend- ingartími skipsins: Skipasmídastöd: Afhendinga- Tæknilega sam- Smíóaveró skips Naraski Shipbuilding Co LTD, Japan 10 tími mánudir: ræmd tilboösverö komins til Akureyr. IKR.: (í þus. kr.) IKR.: (í þús kr.) 130.700 126.184 Astilleros Luzuriaga SA, Spánn 16 152.600 140.331 Skaaluren Skipsbyggeri A/S, Noregur 14 161.400 141.208 Hellerey Skipsbyggeri A/S, Noregur 16 162.900 143.214 Sterkoder Mek. Verksted A/S, Noregurl2 157.800 146.260 Harmsdorf Werften G.M.B.H. Þýskaland 15 163.600 147.737 Bolsenes Verft, Noregur 13 163.200 151.355 Örskov Staalskibsverft, Danmörk 14 179.300 155.453 Slippstöðin hf., ísland 20 162.300 162.100 Kaarbes Mek. Verksted A/S, Noregur 15 173.900 162.200 Rickmers Werft, Þýskaland 12 193.900 164.775 Stálvík hf., ísland 16 166.900 167.060 Ateliers et Chantiers De La Manche, Frakkland 16 190.595 171.181 Societa Espritio, Ítalía 14 187.500 171.916 Richard Dunston Ltd, England 18 198.400 178.008 Seebeck Werft, Þýskaland 12 217.700 184.746 Verolme Cork Dockyard, írland 14 180.600 185.600 Soviknes Verft A/S, Noregur 14 217.300 189.692 Schichau Unterweser AG, Þýskaland 11 227.500 193.176 Síóasti dálkur á aö sýna staógreiósluverð skipsins komins til Akureyrar, þar sem tillit hefur verið tekió til styrkja og mismunandi vaxta af lánura til smídinnar í átta ár. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Trésmiö vantar 2ja til 3ja her- bergja ibúö til leigu, tvennt i heimili, lagfæring eöa önnur standsetning kemur til greina. Upplýsingar eftir kl. 18.00 í sima 36808. Flygill Tónlistarskólanemi utan af landi óskar eftir leigu á flygll, meö eöa án herbergis (Reykjavík). Leigu- tími frá 1. sept. 1983 til vors a.m.k. Helst í miöbæ eöa vestur- bæ. Góöri meöferö heitlö. Uppl. í sima 94-3388 og 42592. UTIVISTARFERÐIR Miövikudagur 27. júlf kl. 20.00. Búrfelltgjá. Létt og skemmtileg kvöldganga. Verö kr. 130.- Fritt fyrir börn. Brottför frá bensínsölu BSl (í Hafnarfiröi v/Kirkjugarö). FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Verslunarmannahelgin — Ferðir Feröafélagsins 29. júlí — 1. ágúst: 1. Kl. 18. Isafjaröardjúp — Snæfjallaströnd — Kaldalón Gist í tjöldum 2. Kl. 18. Strandir — Ingólfs- fjöröur. Gist í húsi. 3. Kl. 20. Skaftafell — Blrnu- dalstindur. Gist í tjöldum. 4. Kl. 20. Skaftafell — Jökullón. Gist í tjöldum. 5. Kl. 20. Nýidalur — Vonar- skarö — Trölladyngja. Glst i húsi. 6. Kl. 20. Hvítárnes — Þver- brekknamúli — Hrútfell. Gist i húsi. 7. Kl. 20. Hveravellir — Þjófa- dalir — Rauökollur. Gist í húsi. 8. Kl. 20. Þórsmörk — Fimm- vöröuháls — Skógar. Gist í húsl. húsi. 9. Kl. 20. Landmannalaugar — Eldgjá — Hrafntinnusker. Gist i húsi. 10. Kl. 20. Álftavatn — Há- skeröingur. Gist í húsi. 30. júlí — 1. ágúst: 1. Kl. 08. Snæfellsnes — Breiöafjaröareyjar. Gist í svefnpokaplássi. 2. Kl. 13. Þórsmörk. Gist i húsi. Farmiöasala og upplýsingar á skrifstofunni. Öldugötu 3. Nauö- synlegt aö kaupa farmiöa tím- anlega. Feröafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11796 og 19533. Miðvikudagur 27. júlí: 1. Kl. 08. Þórsmörk 2. Kl. 20. Þverárdalur noröan í Esju (kvöldganga). Verö kr. 100. Fariö frá Umferöarmiöstööinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Verslunarmannahelgin 29. júlí — 1. ágúst. Fariö veröur i Lakagíga. Nánari uppl. og farmiöasala aö Lauf- ásvegi 41. Sími 24950. Farfuglar. m UTIVISTARFERÐIR Sumarleyfisferðir: 1. Hornstrandir — Hornvik. 29. júli. 9 dagar. Tjaldbækistöö i Hornvík. Gönguferöir fyrir alla. 2. Hálendishringur. 14. ágúst. 11 dagar. Tjaldferö um hálendiö m.a. komiö viö i Kverkfjöllum, Öskju og Gæsavötnum. 3. Lakagígar. 5.—7. ágúst. 3 dagar. Skaftáreldar 200 ára. Gist í húsi. 4. Eldgjá — Strútslaug — Þórsmörk 8,—14. ágúst. 6 dag- ar. Skemmtileg bakpokaferö. 5. Þjórsárver — Arnarfell hiö mikla. 8,—14. ágúst. Einstök bakpokaferö. Fararstj. Hörður Kristinsson. grasafræöingur. Þórsmörk. Vikudvöl eöa 'A vlka í góöum skála i Básum. Upplýsingar og farmiöar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606 (símsvari). Sjáumst Utivist. 1 l.t»J UTIVISTARFERÐIR Verslunarmannahelgin: 29.7— 2.8 1. Kl. 08.30 Hornstrandir — Hornvík. Tjaldbækistöö í Horn- vik. 29.7— 1.8 2. Kl. 20.00 Dalir. Sögustaöir skoöaöir Léttar gönguferöir. Gist í húsi. 3. Kl. 20.00 Kjölur — Kerl- ingarfjöll. Hveravellir — Snæ- kollur — Hveradalir. Gist í húsi. 4. Kl. 20.00 Lakagígar. Skaftár- eldar 200 ára. Gist i tjöldum. 5. Kl. 20.00 Gæsavötn. Gengiö m.a. á Trölladyngju. Gist í tjöld- um. 6. Kl. 20.00 Þórsmörk. Glst i Útl- vistarskálanum i Básum í friö- sælu og fögru umhverfi. 30.7—1.8 7. Þórsmörk. Gist i Utivistar- skálanum. 8. Fimmvörðuháls. Gönguferö yfir Fimmvöröuháls. Gist i Bás- um. Upplýsingar og farmiöar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606 (símsvari). Kotsmót hvítasunnu- manna 1983. Dagana 27. júlí — 1. ágúst f Kirkjulækjarkoti i Fljótshlið. Dagskrá: Miövikudagur Kl. 20.30. Opnunarsamkoma. Guöni Guönason. Fimmtudagur Kl. 10.30. Bibliulestur. Hallgrim- ur Guömannsson. Kl. 17.00. Bibliulestur. Daniel Jónasson. Kl. 20.30. Almenn samkoma. Yngvi Guönason. I Föstudagur i Kl. 10.30. Biblíulestur. Vörður Traustason. Kl. 17.00. Bibliu- lestur. Sam Glad. Kl. 17.00. Barnasamkoma. Svanur Magnússon. Kl. 20.00. Almenn samkoma. Hafliöi Guöjónsson. Kl. 23.00. Kvöldvaka. Sigur- mundur Einarsson. Laugardagur Kl. 10.30. Biblíulestur. Snorri j Óskarsson. Kl. 17.00. Norðan- j mannasamkoma. Kl. 17.00. Barnasamkoma. Kl. 20.00.Al- menn samkoma. Hafliöi Krist- insson. Kt. 23.00 Kvöldvaka. Matthías Ægisson. Sunnudagur j Kl. 10.30. Brauösbrotning. J Óskar Gislason. Kl. 14.00. Biblíulestur. Einar Gislason. Kl. 14.00. Barnasamkoma. Kl. 17.00. Samhjálparsamkoma. Kl. 17.00. Barnasamkoma. Kl. 20.00. Vitnisburöur. Hinrik Þorsteinsson. j Mánudagur Kl. 10.30. Lokasamkoma. Hvitasunnumenn Hörgshlíd Samkoma í kvöld, miövikudag kl. 8. Kristniboössambandiö Bænasamvera veröur í kristni- ! boöshusinu Betanía i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.