Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLl 1983 15 þjóðar, sem þreytti sína för í veðrasömu landi og gegn mörg- um andviðrum. En það má lesa í blöðum, að óvænt sól heilsaði staðnum, þegar vfgslustundin var að renna upp. Fréttamenn segja fra því, að þeir óku í belj- andi regni og dimmviðri alla leið frá Reykjavík, en um leið og sá heim á Skálholtsstað braust sól- argeisli gegnum skýin og skein beint yfir kirkjuna. Og síðar þegar skrúðgangan hófst, „leyst- ist skýjaþykknið skyndilega sundur og sólin baðaði Skál- holtsstað geislum sínum", „regnskýin sveimuðu hins vegar allt í kring". Þetta var „ævintýri líkast", það var Jarteikn". Eng- inn viðstaddur komst hjá því að verða snortinn og undrandi. Þeir sáu í þessu tákn: Guð hafði þóknun á því, sem hér hafði gerst og var að gerast, Guð var að bjóða góðan, nýjan, bjartan dag yfir Skálholtsstað, Guð var að benda í sólarátt þeirri þjóð, sem á þessari stundu hugsaði öll til Skálholts og leynt eða ljóst laut höfði til háaltaris kristn- innar í landinu í þökk fyrir ljós heilagrar trúar á aldanna för og í vitund um þá skyldu að ávaxta sinn helgasta þjóðararf komandi kynslóðum til blessunar. Þegar Bjarni ráðherra Bene- diktsson f.h. ríkisstjórnar fs- lands afhenti þjóðkirkjunni musterið nýja ásamt Skálholts- stað, sagði hann, að þetta væri gert af opinberri hálfu í þakkar skyni fyrir „ómetanlegan þátt kirkjunnar í mótun íslenskrar menningar og þróun hennar á hverju sem hefur gengið". Og forsetinn, herra Ásgeir, sagði: „Móðuharðindum Skálholtsstað- ar er aflétt, slitinn örlagaþráður knýttur á ný og endurvígður. Vér hugsum nú ekki síður með fögn- uði til þeirrar sögu, sem er fram- undan en hinnar, sem er liðin og skráð." Þegar þessi orð féllu hér í kórnum, þegar Skálholti hafði með slíkum ummælum og atvik- um verið skilað aftur í hendur kirkjunnar, þá fundu allir, að það var saga að gerast. Og um leið og það höfga augnablik leið hjá urðu mestu örlagastundir liðinnar tíðar nálægar. Hér var Gissur í nánd, hann sem í önd- verðu gaf kirkjunni þetta óðal sitt og bjó að öðru leyti svo um, að forusta þeirrar dómkirkju sem hann hafði reisa látið og helgunarhlutverk hennar í lífi landsmanna átti að vera tryggt um aldur. Og hér var Hannes í nánd, hann sem flúði staðinn, þegar bæjarhúsin höfðu hrunið yfir hann og ailar hinar traust- byggðu undirstöður undir af- komu stólsins virtust brostnar í bili og þau yfirvöld, sem landið laut þá, voru dauf og dumb. Það var sem þeir mættust þessir tveir skörungar eða feðgarnir fyrstu hér og feðgarnir síðustu, ísleifur og Gissur, Finnur og Hannes, einhverjir mestu at- gervis- og nytjamenn hvorir um sig í sögu Skálholts og sögu ís- lands. Það var sem þeir tækjust í hendur við altarið hér, þegar kirkjan hafði verið vígð og stað- urinn gefinn að nýju. Sá atburð- ur, hinn þriðji mesti í sögu stað- arins, brúaði djúpið milli gerðar Gissurar, þegar dagur var að rísa yfir Skálholtsstað, og örlaga Hannesar þegar nóttin lagðist að, þegar þeir skuggar, sem um áratugi höfðu þokast nær og nær urðu að helmyrkva og dauða- dómi upp kveðnum við Eyrar- sund 29. apríl 1785. Hvorki Móðuharðindi né jarðskjálftar hefðu getað unnið þetta sterka vígi, þessa ímynd andlegs sjálfstæðis á íslandi, ef ekki hefðu köld ráð og völd manna komið til. En 21. júlí 1963 var þeim völdum hnekkt, þeir náðu saman aftur, Gissur og Hannes, sá, sem hóf Skálholt, og hinn, sem flúði það í rústum, sá, sem gaf staðinn í vorskrúði, og hinn, sem keypti hann haustfölan og kalinn í rót, og nú sneru báðir eina leið til nýrrar framtíðar. Og með þeim fylkingin öll. Hér hef- ur verið ein kirkja í landi í nær þúsund ár. Það var engin ný kirkja stofnuð á íslandi, þegar Gissur hinn annar Einarsson settist að stóli. En áhrif Mart- eins Lúthers veittu nýjum lífsstraumum yfir hana og Skálholt varð aldrei áhrifa- meira, ásamt Hólum, í andlegu lífi þjóðarinnar en undir merkj- um Lúthers. En við engan skal metast um eitt eða neitt. Sam- hengi íslenskrar kirkjusögu mætti vera augljósara hér í Skálholti en á öðrum stöðum, dómkirkjan hér rís jafnt á mold- um þeirra allra, hvort sem er höfundur Hungurvöku eða Odd- ur Gottskálksson, Þorlákur heigi eða meistari Jón. Ég vil sjá þá saman fyrir þessu altari. Synd- arar voru þeir allir, eins og ég og þú. En Jesús Kristur var og er nógu ríkur í fátækt sinni og krossins kvöl til þess að hýsa þá alla, nógu mikill til þess að rúma þá í sínum krossfesta upprisulík- ama, rúma alla þá kirkju, sem horfir til hans og sér í honum allt sitt réttlæti, helgun og endurlausn. Ég sé ekki betur en að þeir snúi allir eina leið til nýrrar framtíðar. Vegur hins nýja Skálholts er skammt genginn enn. En hann er ekki tvísýnn, ef þjóð og kirkja halda augum opnum. Þá mun Skálholt enn sanna þá útvaln- ingu sína, sem sagan vottar og þau Guðs fyrirheit, sem vér höf- um flestum kynslóðum framar fengið að sjá yfir Skálholti helga. MorKunblaöið/ HBj. Myndin var tekin fyrir skömmu af einum draslhauganna, sá var við Svigna- skarð. Síríus ámillivina D D JMOD MQ Hreint súkkulaói fyrir sælkera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.