Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 29 LandssamDand sjálfstæðiskvenna Margrét S. Einarsdóttir f garði sínum við Garðastrætið. Lykillinn er hjá konum sjálfum Rætt við Margréti S. Einarsdóttur, fráfar- andi formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna og nýkjörinn formann Sjúkraliðafélags íslands Fagurt sumarkvöld meö gróð- urangan í lofti gekk einn umsjón- armanna síöunnar á fund Marg- rétar S. Einarsdóttur á heimili hennar við Garðastræti í Reykja- vík. Margrét er uppalin í þessu hlýlega húsi, fluttist burt um skeið, en er nú komin aftur í Vesturbæinn og kveðst kunna því mjög vel. Erindið til Margrétar var að ræða við hana í tilefni þess, að hún lét af formennsku Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna á 14. landsþingi þess í vor, eftir að hafa gegnt formannsstarfinu eins lengi og iög sambandsins leyfa, eða fjögur ár. Margrét hefur gegnt mörgum öðrum trúnaðar- störfum. Hún er nú formaður fag- félags síns, Sjúkraliðafélags Is- lands, og varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Áður en Margrét tók við for- mennsku Landssambands Sjálf- stæðiskvenna, hafði hún setið í stjórn í sex ár, þar af fjögur ár sem varaformaður. Við biðjum Margréti að segja okkur frá starfí Landssambandsins. Kvenfélög mikilvæg „Þetta er samband allra sjálfstæð- iskvennafélaga á landinu og var stofn- að 1956, en félögin eru nú sautján tals- ins. Tilgangur sambandsins er fyrst og fremst að vinna að framgangi sjálf- stæðisstefnunnar, styrkja stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og auka þátttöku þeirra í opinberu lífi. Fulltrúar aðildarfélaganna koma sam- an til landsþings annað hvert ár, þar sem m.a. er kosið í trúnaðarstörf, sam- þykkt stjórnmálaáiyktun og skipst á skoðunum um þau mál, sem liggja sjálfstæðiskonum helst á hjarta. Arið, sem landsþing er ekki, er haldin ráð- stefna formanna Sjálfstæðiskvennafé- laganna. Á milli þessara tveggja sam- koma er það hlutverk stjórnarinnar að skapa sem nánust téngsl milli félag- anna.“ — Nú eru konur í stjórn sambands- ins úr öllum landshlutum. Er ekki erf- itt að halda stjórnarfundi? „Jú. Það háir óneitanlega starfsem- inni hvað margar stjórnarkvenna eiga langt að sækja á fundina, sem haldnir eru hér í Reykjavík, þar sem aðalstöðv- ar Landssambandsins eru. Fundirnir hafa ekki verið nema 4—5 á ári, en síminn notaður þeim mun meira. Með nýrri Stjórn var ráðin nokkur bót á þessu, því að skipuð hefur verið fram- kvæmdastjórn Landssambandsins. Af fjórtán stjórnarkonum eiga sex sæti í henni. Þær búa allar á Suðvesturhorn- inu og geta hist oftar en stjórnin." — Hvernig er tengslum Landssam- bandsins við annað flokksstarf háttað? „Formaður sambandsins á sæti í miðstjórn flokksins með fullum rétt- indum og hefur rétt til setu á þing- flokksfundum með málfrelsi og tillögu- — Og þú fylgdir Sjálfstæðisflokkn- um að málum. Af hverju? „Það yrði of lángt mál að telja upp þær mörgu ástæður, sem þar liggja að baki. Ég er einlægur lýðræðissinni, og fylgi því stefnu, sem byggir á frelsi ein- staklingsins og framförum almennt. Ég er andstæðingur haftastefnu, einokun- ar og alls þess sem lýtur að skerðingu almennra mannréttinda. Stefna Sjálf- stæðisflokksins byggist í grund- vallaratriðum á þeirri hugmyndafræði, sem ég get sætt mig við.“ Margrét og maður hennar, Atli Pálsson, eiga fjóra syni á aldrinum 17—25 ára, sem allir eru enn í foreldra- húsum. Margrét sagðist hafa gert hlé á stjórnmálaafskiptum meðan drengirn- ir voru ungir, en steypt sér út í pólitík- ina aftur um 1966, þegar þeir voru komnir nokkuð á legg. Hún heldur áfram: „Ég fór að sækja fundi hjá sjálfstæð- iskvennafélaginu Hvöt, en í það félag gekk ég á unglingsárum. Þegar sjálf- rétti. Landssambandið á 12 fulltrúa í flokksráði. Þetta skapar mikilvæg tengsl við stofnanir flokksins." — Hver er helsti árangurinn af starfi sjálfstæðiskvennafélaganna og hvernig hafa þau þróast? „Félögin hafa tvímælalaust laðað konur að flokknum og ýtt undir þátt- töku þeirra í stjórnmálum. Framan af störfuðu kvenfélög stjórnmálaflokka i anda hefðbundinna kvenfélaga, en þetta hefur verið að breytast og stjórn- málaþátttakan sem slík er orðin aðal- atriðið. Með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu hefur orðið viðhorfs- breyting, sem hlýtur að endurspeglast í starfsháttum kvenfélaga stjórnmála- flokkanna. Staða konunnar í þjóðfélag- inu hefur breyst og hin hefðbundna hlutverkaskipting kynjanna raskast. Það er skylda kvenna að takast á við slíkar breytingar og koma á framfæri sjónarmiðum sínum og vilja." — Kvenfélög innan stjórnmála- flokka eiga þá enn fullan rétt á sér, þau eru ekki að verða úrelt eins og stundum heyrist? „Nei, alls ekki. Þau eru ekki síður mikilvæg en áður. Þau laða konur að flokksstarfinu, eins og ég sagði áðan, og innan þeirra fá konur tækifæri til að undirbúa þátttöku í almennu flokks- starfi. Það er nauðsynlegt að kvenfé- lögin leggi aukna áherslu á stjórnmála- fræðslu og samstarf við önnur flokksfé- lög, annars er hætta á að konur ein- angrist. Kvenfélögin eru einnig mikil- væg fyrir konur, sem vilja berjast til áhrifa innan flokkanna, þaðan fá þær stuðning." Pólitík í blóðinu — Svo að við snúum okkur aftur að þér sjálfri. Hvað vakti áhuga þinn á stjórnmálum og þátttöku í stjórnmála- starfi? „Þetta er arfur frá uppeldinu. Heim- ilið mitt var mjög pólitískt og stjórn- málaumræða daglegt brauð. Ég fór ung að fylgjast með af áhuga og í skóla tók ég mikinn þátt í stjórnmálastarfi. Tal- aði t.d. oft á málfundum." — Varstu eina stúlkan, sem það gerði? „Við vorum alla vega ekki margar, en ég vona að þetta hafi breyst." stæðismenn ákváðu að stofna flokksfé- lög í hinum ýmsu hverfum Reykjavík- ur, átti ég heima í Árbænum og tók þátt í stofnun sjálfstæðisfélagsins í Árbæjar- og Seláshverfi, en í stjórn þess sat ég í rúm tíu ár.“ — Þú hefur oftar en einu sinni verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Mér var boðið 15. sætið á lista flokksins fyrir þingkosningarnar 1971, og 1974 tók ég þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Siðan hef ég verið varaborgarfulltrúi með setu í ýmsum ráðum og nefndum borgarinn- ar.“ — Er einhver þáttur borgarmála þér hugleiknastur? „Ég hef aðallega beitt kröftum mín- um að heilbrigðismálum, en innan þess málaflokks hef ég mestan áhuga á bættri heimilislæknaþjónustu við borg- arbúa, m.a. með uppbyggingu heilsu- gæslustöðva. Finnst mér mjög ánægju- legt hvað áunnist hefur á þessu sviði undanfarin ár. Félagsstarf heillar — Þú hefur látið til þín taka víðar en í pólitíkinni? „Félagsstarf veitir mér mikla ánægju og ég hef starfað í mörgum ópólitískum félögum. T.d. hafði ég for- göngu um stofnun Kvenfélags Árbæj- arsóknar og var formaður þess í sex ár. Ég hef líka átt sæti í stjórnum Hús- mæðrafélags Reykjavíkur, Kvenrétt- indafélagsins og Kvenfélagasambands íslands." — Þú ert greinilega „súperkona", því að þú hefur líka unnið utan heimilisins. Margrét brosir við: „Já, já, ég hef unnið úti lengst af, en 1980 venti ég mínu kvæði í kross og settist á skóla- bekk aftur í Sjúkraliðaskóla íslands. Námið tók eitt ár og síðan hef ég unnið á Landakoti. Þetta er gott starf." — Þú ert orðin formaður Sjúkraliða- félagsins? „Akvörðun, sem ég tók þegar ég hóf námið, um að skipta mér ekki af félags- málum stéttarinnar, varð ekki langlíf. Bakterían er of sterk og í náinni fram- tíð ætla ég að beina kröftum mínum að málefnum sjúkraliða. Ég tók sæti í stjórn Sjúkraliðafélagsins 1982 og var kosin formaður í apríl í vor. Sjúkraliða- félagið er fagfélag innan BSRB og starfar á landsvísu með félagsdeildir víðs vegar um landið. Félagsmenn eru um 1.600. Þetta er ekki starfsstéttarfé- lag og gerir því ekki kjarasamninga fyrir félagsmenn sína.“ — Hver eru helstu verkefni stjórnar fagfélags? „Mestur er áhuginn á að auka mennt- un sjúkraliða. Einnig stefnum við að auknum tengslum félagsmanna og efl- ingu félagsstarfsins, m.a. með funda- höldum og útgáfustarfsemi. Við viljum að sjúkraliðar verði sér meðvitandi um félag sitt og að þátttakan í félagsstarf- inu verði almennari." — Er þetta kvennafélag? „Það má segja að svo sé. Karlar fyr- irfinnast að vísu innan félagsins, en þeir eru mjög fáir. Þetta er láglaunafé- lag, eins og önnur félög, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Slík félög hafa ekki náð eins góðum árangri í samningum og karlafélögin. Þessu verður að breyta og að því stefnum við, þótt samningarnir séu ekki beinlínis í okkar höndum." Hrist upp í flokknum — Við skulum taka stjórnmálin aft- ur á dagskrá. Hlutur kvenna á Alþingi jókst mjög í kosningunum í vor, ein- kum vegna tilkomu kvennalistanna. Það væri forvitnilegt að heyra skoðun þína á sérframboði kvenna, því að ég veit að þú vilt hlut kvenna á opinberum vettvangi sem mestan. „Framboð eins og kvennalistarnir eru fram komin af illri nauðsyn,14 segir Margrét og heldur áfram. „Konum hef- ur ekki tekist nægilega vel að hasla sér völl innan stjórnmálaflokkanna. Ég tel sérframboð af þessu tagi óeðlileg og er sannfærð um að þau verða ekki langlíf. Það eru engin rök fyrir því, að konur séu sammála í stjórnmálum bara af því að þær eru konur. Hins vegar verður að viðurkenna, að sérframboð kvenna hafa komið konum innan stjórnmála- flokkanna að gagni. Þau hafa hrist upp í flokkunum og opnað augu manna fyrir því að tíðarandinn krefst aukinn- ar þátttöku kvenna í stjórnmálum.“ — Hvað telur þú brýnast til þess að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu? „Lykillinn að aukinni hlutdeild í þjóðmálum er hjá konum sjálfum. Ef áhugi og vilji eru fyrir hendi, er enginn, sem heldur konum niðri. Konur hafa gert kröfur um raunverulegt jafnrétti, en á sama tíma hafa þær ekki haft sig í frammi sem skyldi. Konur verða sjálf- ar að vera tilbúnar að nýta sér frelsi einstaklingsins og axla ábyrgðina, sem því fylgir að takast á við ný verkefni í þjóðfélaginu. Konur verða sjálfviljugar að ganga fram fyrir skjöldu og taka í auknum mæli að sér stjórnunarstörf í atvinnulífinu og á félagslegum grund- velli. Þær þurfa, eins og karlar, að berj- ast fyrir framgangi sínum og til þess hafa þær nú bæði menntun og mögu- leika. Konur verða að hafa sjálfstraust og sýna í verki að þær beri traust til annarra kvenna. Það þarf dugnað, hæfni og sterkan vilja til þess að ryðja úr vegi fordómum og gamalli hefð, sem rótgróið veldi karla hefur skapað jafnt innan stjórnmálaflokkanna og úti í þjóðfélaginu." Farsæl störf Margrétar S. Einars- dóttur innan Sjálfstæðisflokksins og víðar gefa sjúkraliðum góð fyrirheit um nýkjörinn formann félags þeirra. Margrét talar svo sannarlega af eigin reynslu, þegar hún gerir lítið úr væl- inu, sem oft heyrist um, að konum sé haldið niðri. Hún hefur sýnt, svo ekki verður um villst, hve langt konur geta náð, ef áhugi og vilji er fyrir hendi. Þegar við kveðjumst í kvöldsólinni í fallega garðinum hennar Margrétar, hljótum við að vona, að sem flestar konur geri sér ljóst, eins og hún, að enginn getur bætt hlut okkar í þjóðfé- laginu nema við sjálfar og verði okkur lítið ágengt, er ekki við neinn annan að sakast. S.J. J Umsjón: Sólrún Jemdóttir, Björg Einaredóttir, Ásdí* J. Rafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.