Morgunblaðið - 04.08.1983, Page 11

Morgunblaðið - 04.08.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 11 Haffræðingar kanna sýni um bord f Árna Friðrikssyni. Frá vinstri: Karl Gunnarsson, Sigurður Jónsson og Sigurður Þráinsson. Ljósmynd Guöbjartur Gunnarsson. Þörungum fjölg- ar við Surtsey Sums staðar orðin fullmótuð fjara í nýja hrauninu á Heimaey „SJÁVARLÍF kringum Surtsey fer heldur vaxandi og í nýafstöðnum leiðangri þar fundum við um 40 teg- undir þörunga við eyna, þó ekki hefði tekist að kanna hana nogu vel vegna veðurs. Þá könnuðum við líf- ríkið á nýja hrauninu í Heimaey og Seglskúta á Reykjanesi Midhúsum, Bardastrandarsýslu, 2. ágúst. í GÆR kom að Staö á Reykjanesi seglskútan Drífa, en eigandi hennar, Guðmundur Thoroddsen, kom sigl- andi frá Hollandi, þar sem hann er við myndlistarnám. Skipverjar voru þrír og stansað var á Hjaltlandseyj- um og í Færeyjum, en þar þurfti einn skipverja að yfirgefa skútuna. Þeir voru því tveir sem sigldu skút- unni frá Færeyjum til Reykjavíkur og Guðmundur kom einn frá Reykjavík að Stað og þar tóku 20—30 manns á móti honum. Að- spurður sagði Guðmundur að þeir hefðu verið tíu og hálfan sólarhring á siglingu frá Hollandi til Reykjavík- ur og hefði hann smíðað skútuna sjálfur. Hann hafi byrjað á henni fyrir tveimur árum í Svíþjóð og lokið við hana í Danmörku og þaöan sigldi hann skútunni til Hollands. Segl- skúta Guðmundar er fyrsta skútan sem kemur hingað á hinni nýju skútuöld. FrétUritari. kom í Ijós, að því hefur fleygt veru- lega fram og er það komið mun lengra en við Surtsey,“ sagði Sigurð- ur Jónsson, þörungafræöingur í sam- tali við Morgunblaðið. „Þessi leiðangur var í síðustu viku og er þáttur í langtímaskoð- un eyjarinnar, sem hófst 1964. Við fórum þarna út á Árna Friðriks- syni og ætlunin var að taka sýni. Við vorum því með nokkra kafara með okkur þessa fimm daga sem leiðangurinn stóð en gátum ekki kafað nema einu sinni vegna veð- urs. Þetta er annars að spretta upp hægt og sígandi, en mikill sandburður við austurhluta eyjar- innar hefur fært gróður þar í kaf. Þessi sandburður kemur sennilega úr eynni sjálfri og hefur hann stórspillt gróðri þar. Okkur tókst ekki að athuga botninn að vestan- verðu svo ekki er hægt að segja til um stöðu gróðurs þar. Til samanburðar könnuðum við gróður á nýja hrauninu í Heimaey og hefur það ekki verið kannað áð- ur. Þar er miklu meiri gróska en í Surtsey og stafar það sennilega af því að nýja hraunið er í tengslum við gróðursvæði, sem ekki eyddust í gosinu. Þar er sums staðar orðin fullmótuð fjara og á botninum fundum við fimm ára gamlar þaraplöntur. Það var mjög leiðin- legt að sýnataka við Surtsey skyldi ekki takast betur, þvi ekki verður hægt að fara aftur á næst- unni, en venjan er að skoða þetta á tveggja ára fresti," sagði Sigurður Jónsson. Hvað sem ferðaskrifstofukóngar segja þá er ódýrasta ferðin, innanlands eóa utan, ferð sem þú ferð á eigin bíl þar sem þú og þínir geta bæði sofiö í og eldaö. Þú ert engum háður, hvorki hótelum né matsölu- stöðum. Já, þú þarft að kaupa bensín og mat, en þaö þarftu líka aö gera heima. Ef þú átt pallbíl bjóðum viö þér Camper-hús sem sett er á pallinn þegar þú vilt breyta honum í ferðabíl og þar er allt: svefnpláss fyrir 4 fulloröna, eldhús, hiti og kæliskápur. Á ferð er þakið á hæð við bflhúsiö, en svo skrúfaö upp í fulla hæð. Ef þú átt sendibfl, þá eigum við fullkomna innréttingu sem hægt er á fljótlegan hátt að skrúfa úr og I. Þar er einnig svefnpláss fyrir 4 fullorðna. Þar er eldhúsmubla með vaski, vatnsdælu, vatnstanki, eldavél og ísskáp fyrir gas, 12 v og 220 v. Sætisbekkir sem breytast í svefnbekki, borð, skápa og gardínur og þak á bílinn sem hægt er að lyfta þegar búiö er í honum. Nú ef þú átt fólksbíl (eða jeppa) þá höfum við líka ráö til aö þú getir ferðast ódýrt. Viö setjum bara tjaldvagn eöa hjólhýsi aftan í bílinn og þú af stað óháöur öllum föstum plönum og hótelum. Sjálfs þín herra. Góða ferð. Gísli Jónsson og co. hf. Sundaborg 44, sími 86644. í sumarbú- staöinn og ferðalagið Still-Longs ullarnærföt Regnfatnaður Kuldafatnaður Vinnufatnaður Klossar Gúmmístígvél • Olíulampar Olíuofnar Lampaglös Olíulamper og luktir ( miklu úrveli. Útigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR VIOARKOL — KVEIKILÖGUR Gas-ferðatæki OLÍUPRÍMUSAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR Björgunarvesti ÁRAR — ÁRAKEFAR SILUNGANET ÖNLGAR, PILKAR, SÖKKUR. Handfæra- vindur VIDLEGUBAUJUR SÚÐHLÍFAR, MARGAR ST. VÆNGJADÆLUR BÁTADÆLUR íslensk flögg FLAGGSTENGUR FLAGGSTANGARHÚNAR FLAGGLÍNUR, FESTLAR VaMljða, tjaldljóa og rafhlöður. STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR PLÖTUBLÝ FJÖLBREYTT ÚRVAL Ananaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.