Morgunblaðið - 04.08.1983, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
„Fjölfötluðum allar dyr lokaðar“
Rætt við Marlaugu Einarsdóttur, formann foreldrasamtaka barna með sérþarfir
„VIÐ EIGUM það sameiginlegt að
börn okkar eru fötluð og hið stóra
sameiginlega vandamál - það virðist
hvergi gert ráð fyrir börnunum
okkar, nema ef ske skyldi á pappír-
um. Húsnæðismál fatlaðra barna,
sérstaklega fjölfatlaðra, eru í lama-
sessi. Það eru til stofnanir og skólar
fyrir börn með eina fötlun, en þegar
búið er að greina bam fjölfatlað lok-
ast allar dyr,“ voru orð Marlaugar
Einaifpdóttur, formanns foreldra-
samtaka barna með sérþarfij, þegar
Mbl. ræddi við hana um samtökin
og* þau mál sem þar eru talin brýn-
ust.
Mislitur hópur með
sama markmiö
„Samtökin hafa starfað frá því í
október 1973 og voru stofnendur
níu. I dag erum við hópur 140 for-
eldra víðsvegar af landinu. öll eig-
um við börn á ýmsum aldursskeið-
um sem eru fötluð á einn eða ann-
an máta. í samtökunum eru bæði
foreldrar barna með eina fötlun,
foreldrar mongólíta og foreldrar
fjölfatlaðra barna. Tilheyri ég
þeim hópi, en minn drengur er
sextán ára og mikið fatlaður,"
sagði Marlaug. „Það má því segja
að þetta sé mislitur hópur að því
leyti að börn okkar eru fötluð á
mjög misjafnan hátt. Innan sam-
takanna sitja við sama borð for-
eldrar barna með eina fðtlun, for-
eldrar barna sem eru andlega heil
heilsu en líkamlega fötluð og for-
eldrar innhverfra barna, spast-
ískra og þar fram eftir götunum.
Þarna er breitt bil á milli og
finnst kannski einhverjum eðli-
legra að foreldrar þeirra sem við
samskonar fötlun eiga að stríða
myndi með sér sjálfstæða hópa.
Ástæða þess að svo er ekki gert er
sú, að okkar styrkur felst í því að
standa saman, miðla reynslu og
læra af öðrum. Á annan hátt fáum
við okkar málum ekki framgengt."
Enginn staður fyrir barnið
„Það mál sem við setjum á
oddinn er húsnæðisvandinn. Sem
stendur eru hér engar stofnanir
sem taka við fjölfötluðum börn-
um, hvorki til langtíma- né
skammtímavistar. Auðvitað reyna
allir að hafa börn sín sem mest
inni á heimilunum, en í mörgum
tilfellum er slíkt erfitt. Börnin
þurfa oft hjálpartæki sér til að-
stoðar, gott húspláss og það sem
mikilvægast er, umönnun allan
sólarhringinn. Þetta er nokkuð
sem allir foreldrar reyna að veita
fötluðum börnum sínum. En ef
foreldrar hafa ekki fulla heilsu
sjálfir og þurfa sjúkrahúsvist eða
af öðrum ástæðum þurfa að
hverfa frá í einhvern tíma kemur
sú bitra staðreynd í ljós, að engin
stofnun er reiðubúin að taka við
börnunum. Það er hart til þess að
hugsa að ef aðstandendur veikjast
eða falla frá er enginn staður til
fyrir barnið þeirra. Við höfum
dæmi þess innan samtakanna, að
móðir veiktist alvarlega og lagðist
inn á sjúkrahús til langlegu. Þessi
kona átti fimmtán ára gamla fjöl-
fatlaða telpu sem eftir nokkurra
mánaða þras og betl var hægt að
koma inn á stofnun."
Stofnanir yfirfullar
„Þetta ástand er hræðilegt bæði
fyrir aðstandendur og börn. Ef
stofnun tekur við fjölfötluðu barni
þarf yfirleitt að hliðra til fyrir
barnið og er gert í greiðaskyni
þannig að foreldrum líður sem
þeir hafi verið að biðja um ölm-
usu. Neyðarúrræðið er í flestum
svona tilfellum að leita á náðir
stofnana fyrir vangefna, en þær
eru undantekningarlaust yfirfull-
ar og oft ekki með aðstöðu til að
sinna fjölfötluðum. Um valkosti er
því ekki að ræða fyrir okkur for-
elr1 Ef barn þarf vist verðum
aó taka því sem býðst, þó
sjaldnast bjóðist nokkuð, burtséð
frá því hvort stofnunin er undir
það búin að sinna barninu. Á hin-
um Norðurlöndunum er hámark
átta fatlaðir einstaklingar á einni
deild, en hér höfum við allt að
fjórtán. Svo er í sumum tilfellum
að fjölfötluð börn sem eru andlega
heilbrigð eru sett á sömu deild og
andlega vanheilir. Fjölfötluð börn
eru oft á tíðum erfiðir einstakl-
ingar að eiga við og þarf að sinna
þeim á allan hátt sem best og gefa
þeim nægan tíma. Mörg hver geta
á engan hátt tjáð sig, eins og
drengurinn minn sem er bæði
mállaus og blindur, því verður að
vinna traust þessara barna með
því að veita þeim tíma til að kynn-
ast starfsmönnum, fá að snerta
fólkið í kringum sig og umgangast
sömu aðila í langan tíma. Þarna
kem ég að atriði sem er mjög mik-
ilvægt að breytingar verði á, það
eru þær tíðu mannabreytingar
sem eru afar tíðar á stofnunum
fyrir fatlaða. Það má því segja að
neyðarástand ríki að öllu leyti í
málum fjölfatlaðra, það er sama
hvert er litið, alls staðar eru lok-
aðar dyr“
Ekki lífvana tuskudúkkur
„Það sem yfirvöld verða að gera
nú er að ákveða hvort stækka eigi
stofnanir sem fyrir eru eða byggja
ný heimili fyrir langtíma- og
skammtímavistanir, enda er nú
fyrirsjáanlegt að á næstu fimm
árum koma um sextíu einstakl-
ingar til með að þurfa vist á höf-
uðborgarsvæðinu einu. Eitthvað
verður að gera, það hlýtur öllum
að vera ljóst. Þau börn sem við
erum að berjast fyrir eru ósjálf-
bjarga einstaklingar ef aðstand-
endur falla frá - þjóðfélagið verð-
Ljósmynd Mbl./ Emilía.
Marlaug Einarsdóttir, formaður for-
eldrasamtaka barna með sérþarfir
ur að gera ráð fyrir þeim og sinna
á sama hátt og öðrum börnum.
Barn sem er mikið fatlað er ekki
lífvana tuskudúkka, það er mann-
eskja og ber að sinna því sem
slíkri. Von okkar innan foreldra-
samtakanna er að sá tími komi að
lítil og persónuleg heimili verði
byggð og rekin í hverju sveitarfé-
lagi. Heimili þar sem fötluð börn
og fjölfötluð geta átt skammtíma-
og langtímavist. Enn sem komið
er er þetta ekkert nema dag-
draumur, þó sambýli fyrir van-
gefna sé vísir að þessu. Innan
samtakanna erum við nokkur búin
að mynda hóp sem vinnur að
Mest frjósemi blárefa í Botni við Djúp:
Besta læðan gaut 16 yrðlingum
Toppfóður aðalástæðan, segir Ágúst Gíslason í Botni
„Jæja, er það, þetta finnst mér
ótrúlegt, því ég var óánægður með
þetta hjá mér. Sex læður voru alveg
geldar þannig að þetta kemur eftir
34 læður,“ sagði Ágúst Gíslason
refabóndi í Botni í Mjóafirði við ísa-
fjarðardjúp, í samtali við Mbl.
Eins og fram kom í Mbl. þá var
besta frjósemi af öllum refabúum í
landinu á búi Ágústar, 340 hvolpar
eftir 40 læður, sem er 8,5 hvolpar að
meðaltali eftir hverja læðu. Ofan-
greind tilvitnun var svar Ágústar
þegar honum var sagt að frjósemin
væri mest í hans búi.
Ágúst sagði að margar læður
hefðu gotið 12 til 13 hvolpum og
ein hefði gotið 16 hvolpum, en það
væri það mesta sem verið hefði
hjá sér. Þetta er annað árið sem
Ágúst stundar refaræktina.
Hann sagði: „Annars er ég að
gefast upp á þessu og myndi selja
þetta á tombólu ef einhver vildi
kaupa. Það er útilokað að standa I
þessu nema komið verði upp fóð-
urstöð einhversstaðar á svæðinu.
En því miður eru ekki líkur til
þess að það verði á þessu ári því
Önfirðingunum og Dýrfirðingun-
um sem sóttu um leyfi til að
stofna refabú í ár, 11 eða 12 tals-
ins, var öllum neitað um leyfi. Það
urðu mér mikil vonbrigði. Ég er
því ennþá einn í þessu. Norður-
tanginn á ísafirði hefur lagað
fóðrið fyrir mig, en þetta er ákaf-
lega lítið magn og óhentugt fyrir
þá að standa í þessu þannig að ég
er hálfgerð hornreka í þessu."
— Hverju þakkar þú þennan
góða árangur þinn í refaræktinni?
„Það er fyrst og fremst því að
þakka hvað fóðrið er gott. Fóðrið
sem þeir laga fyrir mig á ísafirði
er toppfóður og sýnir það sig í
frjóseminni annarsvegar og hins-
vegar í því að ég náði hæsta með-
alþunga hvolpa yfir landið í fyrra
ásamt Grávöru á Grenivík, og það
þýðir stærri skinn. En einnig
verður að stunda þetta af ná-
kvæmni og samviskusemi."
— En þú ert orðinn einmana í
þessu, einn á stóru svæði?
„Já, ég bjóst við örari þróun í
þessari búgrein en orðið hefur. Ég
keypti þessa refi í upphafi vegna
þess að 1981 varð hér ákaflega
mikill grasbrestur og var það ann-
að árið með stuttu millibili, því
árið 1979 var einnig mjög slæmt.
Ég ákvað því að fækka fénu og
taka í staðinn búpening sem ekki
krafðist grastekju og trúði á að
fleiri kæmu í kjölfarið. Það hefur
ekki orðið, enda hafa nágrannarn-
ir séð hvað ég hef átt í miklu basli
með þetta. Það er alveg ljóst að
þessari búgrein vex enginn fiskur
um hrygg hérna nema til komi
fóðurstöð."
— Og þú ætlar að hætta?
„Ég reikna með að flytja til ísa-
fjarðar í sumar eða haust með bú-
ið og sjálfan mig. Ég hef fengið
þar lóð þar sem ég ætla að byggja
yfir búið. Þar verður hægara að
annast fóðurgerðina sjálfur. Ég
hef verið að hinkra eftir að annar
ábúandi komi, því ég kann ekki við
að snúa bara lyklinum í skránni
og fara.“
Frjósemi blárefa eftir sýslum:
80% iminur
á milli sýslna
EINS og hefur komið í Mbi. þá
hefur frjósemi í íslensku refa-
búunum verið mjög góð á þessu
ári eða 6,4 hvolpar að meðaltali
á hverja ásetta iæðu, sem er um
40% betri frjósemi en í ná-
grannalöndunum. En þar kom
einnig fram að frjósemin er
ákaflega mismunandi eftir
búum og héruðum. Kemur þar
margt til bæði reynsla bænd-
anna, aldur læðanna, aðgangur
að sem bestu fóðri og umhirða
bændanna.
Mbl. hefur fengið lista um
frjósemi refalæðanna eftir
héruðum til birtingar og fer
hann hér á eftir. Fremri talan
er fjöldi refahvolpa á hverja
ásetta læðu og svigatalan er
fjöldi læða í viðkomandi
sýslu.:
1. N.-ísafjarðarsýsia 8,5 ( 40)
2. S.-Þingeyjarsýsla 7,3 (653)
3. Rangárvallasýsla 7,1 (260)
4. -5. Eyjafjarðarsýsla 6,9 (560)
4.-5. Gullbr. og Kjósars. 6,9 (420)
6. A.-Skaftafellssýsla 6,3 (100)
7. -8. Skagafjarðarsýsla 6,0 (610)
7.-8. V-Barðarstr.s. 6,0 (200)
9. N.-Þingeyjarsýsla 5,8 (115)
10. Dalasýsla 5,7 (174)
11. Árnessýsla 5,6 (238)
12. Strandasýsla 5,5 (125)
13. Múlasýslur 5,2 (283)
14. Snæfellsness. 4,8 ( 40)
14. A.-Húnavatnssýsla 4,7 (130)
Samtals 3948 læður sem
gáfu af sér 25.338 hvolpa, 8,5
hvolpa að meðaltali hver ásett
læða.
Skyndihjálpargögn í bfla
Rauði kross íslands hefur látið útbúa púða sem innihalda allra nauðsynlegustu gögn til skyndihjálpar.
Þessir púðar eru ætlaðir í bíla. í púðunum er bók um skyndihjálp en auk þess er þar að finna teygjubindi,
grisjur, plástra, skæri o.fl.