Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
33
Kaupþing hf.:
Ráðgjöf í erlend-
um viðskiptum
FYRIRTÆKIÐ Kaupþing hf. veitir
nú ráðgjafarþjúnustu i sviði er-
lendra viðskipta. Jafnframt gefur
Kaupþing út vikuritið Vísbendingu
sem fjallar um erlend viðskipti og
efnahagsmál bsði innanlands og
erlendis.
Færst hefur í vöxt að íslensk
fyrirtæki njóti erlendra lána til
reksturs og fjárfestingar. Það er
því ekki nema eðlilegt að samhliða
þessari þróun komi fram sérhæfð
ráðgjafarþjónusta sem getur gert
þessi viðskipti arðvænlegri. Kaup-
þing hf. hefur riðið á vaðið í þess-
um efnum og veitir ráðgjöf fyrir-
tækjum sem eru að taka lán, eða
standa andspænis ákvörðun um
lengd vaxtatímabils og vals á
gjaldmiðli, en núorðið er oft svig-
rúm í samningum til að breyta
bæði gjaldmiðli sem lánið er skráð
í og vaxtatímabili. Þá eru tölvu-
unnar greiðsluáætlanir vegna er-
Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur og ritstjóri Vbbendingar og Baldur
Guðlaugsson stjórnarformaður Kaupþings hf.
lendra fjárskuldbindinga og gerð
grein fyrir afkomu fyrirtækja eft-
ir ófyrirséðum gengis- og vaxta-
breytingum. Upplýsingarnar eru
gerðar eins aðgengilegar og mögu-
legt er til að auðvelda ákvarðana-
töku í erlendum viðskptum.
Eins og fyrr segir er Kaupþing
að hefja útgáfu vikuritsins Vís-
bendingar. Ritið verður ekki selt í
lausasölu heldur einungis í
áskrift. f því verða birtar nýjustu
upplýsingar og spár um gengi,
verðbólgu og fleiri mikilvægar
hagstærðir á íslandi og í helstu
viðskiptalöndum okkar. Að auki
verða svo greinar og annar fróð-
leikur. Ritstjóri Vísbendingar er
Sigurður B. Stefánsson prófessor í
hagfræði, en hann hefur starfað
hjá Þjóðhagsstofnun undanfarin
ár og einnig kennt við Háskóla ís-
lands.
Lenging
flugbrautar
á Flúðum
Hrunamannahreppi, 28. júlí.
NÝLEGA var lokið við að lengja
flugbrautina á Flúðum um 100
metra, en hún var 600 metra löng.
Síðar stendur til að lengja hana í 800
metra. Þá verður möguleiki fyrir
minni farþegavélar að lenda þar.
Fjármagn til þessara framkvæmda
er fengið frá flugmálastjórn og úr
sýslusjóði af fjárveitingum ’82 og
'83. Reyndar eru flugbrautirnar á
Flúðum tvær, sú iengri malarborin
en varabrautin er grasi gróin og ligg-
ur nær þvert á aðalbrautina en hún
er 640 metrar.
Nokkur hópur manna hér í
sveitinni hefur lært flug á undan-
förnum árum og eiga þeir nú sam-
tals tvær og hálfa flugvél. Flug-
skýli byggðu þeir í fyrra. Á góð-
viðrisdögum er hér allmikil um-
ferð lítilla einkavéla enda er stutt
að fara héðan til að sjá marga
fagra staði. Með lengingu flug-
brautarinnar opnast möguleikar
til að bjóða upp á útsýnisflug frá
Flúðum en fjöldi ferðamanna
kemur þangað á sumri hverju og
svo hefur einnig verið í sumar.
Sig. Sigm.
Skagafjörður:
Góður hey-
þurrkur
B* á Höfða.strönd, 2. ágúst.
í GÆR og dag hefur verið góður
heyþurrkur og bændur eru I óðaönn
að hirða inn hey í hlöður. í júlí var
kalsamur heyskapur, en náðist þó
inn töluvert hey og virðist mér að
• öllu betra hafi verið í úthéraðinu, þó
20 rigningardagar kæmu þann mán-
uð.
Þrisvar snjóaði í fjöll í mánuð-
inum, en ekki hafa kartöflugrös
fallið. Töluverð umferð hefur verið
um vegi, en þó minna vegna kulda
og rigninga og ekki hef ég heyrt
um miklar slysfarir. Silungsveiði
hefur verið með meira móti í sjó,
en þorskafli enginn í Skagafirði.
Togarar afla þó mjög sæmilega og
er því næg atvinna í frystihúsum.
Heilsufar er talið sæmilegt.
Björn í B*
Hrun í Dyr-
hólaey
Dyrhólaey er vinsæll viðkomustaður
ferðalanga um Suðurland, og þá einkum
útlendinga. Nokkuð hefur hrunið úr berg-
inu í eynni á síðustu árum, og þá síðast nú
í vor.
Mbl. hafði samband við Reyni Ragn-
arsson, lögreglumann í Vík í Mýrdal, og
sagði hann að eitthvað hefði hrunið úr
berginu i Dyrhólaey fyrir tveimur ár-
um, og kom þá í ljós brestur f brú, sem
er gjarnan notuð sem útsýnisstaður á
eynni. Reynir sagði að band hefði þá
verið strengt ofan við brúna, til að
hindra fólk í þvi að fara sér að voða.
Hann sagði að eitthvað hefði hrunið úr
klettunum i vor, en honum var ekki
kunnugt um hvar það hefði verið.
Reynir kvað þó ekki þurfa meiri varúð-
arráðstafana við, þar sem handið væri
strengt fyrir mesta hættusvæðið.
SINDRA
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, sfmi: 27222, bein Ifna: 11711.
SUÐUSKOFT
Safflre 3 Sýður allt að 25 mm.
Safflre FN Sýður allt að 8 mm.
SUÐU-OG
SKURÐAR-
Þessi auglýsing segir þér ekki hvernig
þú átt að logsjóða eða Jogskera.
Við viljum vekja athygli þina á vörum
til logsuðu og logskurðar frá breska stór-
fyrirtækinu BOC. Urvalið er mikið og
við nefnum eins fátt eitt.
Hjá okkur færð jfllK þu allarnanari
upplysingarum VHPMB einföldustu
tækin sem og hin sérhæf- SKUROAR-
ustu. ijt f SKÖFT
Safflre 3 Sker allt að 150 mm með gasi,
75 mm með propangasi.
Safflre FN Sker allt að 50 mm.
Safflre NM 250. Sker allt að 250 mm stál eða
75 mm steypujárn.
•is*
SUÐU-
GLERAUGU
Safflre DH Létt
og vel laqað suðu-
tæki. 6 suðustútar.
Sýðurallt að 4 mm
Margar gerðir og úrval glerja tyrir suðu
og skurð á ýmsum málmum. öryggi og
vellíðan í starfi.
TR 3 Kerra fyrir tvo kúta. Þægindi og
öryggi fyrir lítið verð.
Kvöld og helgarsími: 77988.
Safflre 3 Sýður allt að 8
mm og sker allt að 75 mm.
7 suðustutar og 2 skurðar
stútar. Stærri stutar fást.
PORTAPAK
er hannað fyrir suðu og skurð þar sem erfitt er að
komast með hefðbundin verkfæri. Heildarþyngdin er
aðeins 32 kg og er því auðvelt og fljótlegt fyrir einn
mann að bera tækin á viðgerðarstaðinn, upp stiga og
þar sem þrengsli eru. Portapak er óviðjafnanlegt tæki
til viðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Portapak er
fullbúið til suðu allt að 4 mm og skurðar allt að 20 mm.
Stærri stútar fást til suðu og skurðar.(8.2mm/50 mm).
BOC
ÁHÖLD OG TÆKI SEM JÁRN-
IÐNAÐARMENN NOTA TIL ÞESS
AÐ VINNA VANDAÐ VERK.