Morgunblaðið - 04.08.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.08.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 Um 0,32% hækk- un dollaraverðs í síðustu viku DOLLARAVERÐ hækkaði um 0,32% í síðustu viku, en við upphaf viku var sölugengi Bandaríkjadoll- ars skráð 27,760 krónur, en sl. föstudag hins vegar 27,850 krónur. Frá því að gengi krónunnar var breytt í maílok hefur dollaraverð hækkað um 2,77%, en sölugengi Bandaríkjadollars var þá skráð 27,100 krónur. Það sem af er árinu hefur doll- araverð hækkað um 67,27%, en sölugengi Bandaríkjadollars var í upphafi ársins skráð 16,650 krónur, en 27,850 krónur sl; föstudag eins og áður sagði. Brezka pundið f liðinni viku hækkaði verð á bresku pundi um 0,36%, en við upphaf vikunnar var sölugengi brezka pundsins skráð 42,216 krónur, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 42,367 krónur. Frá áramótum hefur breska pundið hækkað um 57,90%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 26,831 króna. Danska krónan Danska krónan lækkaði um 1,24% í verði í liðinni viku. í vikubyrjun var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,9648 krónur, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 2,9281 króna. Frá áramót- um hefur danska krónan hækkað um 47,5% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. Vestur-þýska markið Vestur-þýska markið lækkaði um 1,31% í verði í síðustu viku, en við upphaf hennar var sölu- gengi marksins skráð 10,6769 krónur. Sl. föstudag var sölu- gengið hins vegar skráð 10,5365 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýska markið hækkað um 50,43% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krón- ur. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 18 22 0G 25 29JULI 1983 ».4. »2- 28,0. 27,«. 1$ 27,4 mi. Þr. in&v- fím t661 mi þi. «&v. fiiB.fegt. 1C «3,5. «3.8. «2.5. «2,8- «l>. 41.«, , . . . • . . . , . mé, jir. m&v fwvfftrt mé mi þr miiv. fim fösl. mi þr miftv fim.fest 1.288 hafa tekið þátt í „Pepsi-áskoruninni" Hin svokallaða „Pepsi-áskonin“ hefur nú staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Að sögn Ragnars Birg- issonar, forstjóra Sanitas, hafa þeg- ar 1.288 einstaklingar tekið þátt í áskoruninni, sem fer þannig fram, að fólki er boðið að bragða á tveim- ur glösum. í öðru glasinu er Pepsi, en í hinu Coca Cola og fólk beðið að segja til um hvor drykkurinn sé betri, án þess að vita hvaða drykkur er í hvaða glasi. „Af þessum 1.288 einstaklingum hafa 655 sagt Pepsi vera betra og 633 Coca Cola. 55 einstaklingar tóku ekki afstöðu, þannig að lið- lega 50% aðspurðra telja Pepsi betra en Coke,“ sagði Ragnar Birgisson ennfremur. „Okkar niðurstaða eftir þennan tíma er því einfaldlega sú, að fólk kaupir drykkina ekki eftir bragði, heldur eftir vana, tízku eða ímynd. Þessi áskorun hefur farið fram erlendis síðustu árin og niðurstöð- ur þar eru mjög samhljóma því, sem hefur komið í ljós hér á landi," sagði Ragnar. Að síðustu kom það fram hjá Ragnari, að Sanitas stefndi að því að fá liðlega 5.000 þátttakendur, en fyrirtækið verður með áskorun- ina á iðnsýningunni 19. ágúst til 4. september nk. Janúar — Júní: Liðlega 31% söluaukning hjá Iceland Seafood SÖLUAUKNING Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum var liðlega 31% á fyrri helmingi þessa árs, í dollurum talið. Salan var sam- tals upp á liðlega 61,2 milljónir doll- ara, borið saman við 46 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. í magni talið er söluaukningin um 30% milli ára. Hjá sölufyrirtækinu Iceland Seafood Limited í Bretlandi varð söluaukningin á fyrri helmingi ársins um 87%. Salan í ár var tæplega 4 milljónir punda, borið saman við 2,1 millión punda á sama tíma í fyrra. I magni talið varð salan liðlega fjögur þúsund tonn, og er það ríflega helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Hjá Sambandsfrystihúsunum nam heildarframleiðsla allra frystra afurða frá áramótum og fram til 9. júlí 20.430 tonnum, á móti 18.180 tonnum á sama tíma í fyrra og er það aukning um liðlega 12%. Af þessu var botnfiskur 19.490 tonn, en til samanburðar um 17.340 tonn í fyrra. Aætlanir okkar um farþegafjölda M Hollandi hafa staðist fyllilega — segir Magnús Oddsson, svæðisstjóri Arnarflugs í Evrópu „ÁÆTLANIR okkar um farþega- fjölda frá Hollandi hafa staðizt fylli- lega á þessum tíma frá því hófum áætlunarflugið í byrjun júlí á síðasta ári,“ sagði Magnús Oddsson, svæð- isstjóri Arnarflugs í Evrópu, en hann hefur aðsetur í Amsterdam í Hol- landi. „Auk þess hefur vöruflug verið mun meira en við höfðum látið okkur í huga koma í upphafi. Aukningin í vörufluginu hefur í raun verið með ólíkindum jöfn og hröð,“ sagði Magnús. Aðspurður um aðra áætlunar- staði félagsins í Evrópu, Dússeld- orf í Vestur-Þýzkalandi og Zúrich í Sviss, sagði Magnús að flutn- ingar væru þar heldur minni en reiknað hafði verið með. „Reyndar hefur það sínar eðlilegu skýringar. Við ákváðum þegar í upphafi, að leggja megináherzluna á Holland og hreinlega koma því inn á landa- kortið á íslandi, ef svo má að orði komast. Meginþungi markaðs- starfseminnar fyrsta árið var því í Hollandi". „Síðan verður þetta tekið koll af kolli og má reyndar segja, að upp- byggingarstarfið sé hafið fyrir al- vöru í Sviss, en félagið opnaði eig- in skrifstofu þar í vor, en þar starfa nú tveir íslenzkir starfs- menn. Við erum ekki í nokkrum vafa um, að Sviss er framtíðar- áningarstaður íslenzkra ferða- manna, auk þess sem ferðamanna- straumur frá Sviss mun aukast í framtíðinni. Það er því ljóst, að aðaláherzlan verður lögð á Sviss á næstunni og síðan verður farið í Þýzkaland. Við munum opna okkar eigin skrifstofu þar, en það hefur ekki verið tímasett ennþá. Reyndar erum við með eigin starfsmann þar, sem sinnir störf- um fyrir félagið," sagði Magnús. Magnús sagði að fjölgun hefði átt sér stað á erlendum ferða- mönnum, sem heimsæktu ísland sem aðaláningarstað, en svoköll- uðum „stop over“-farþegum á leið yfir Atlantshafið hefði hins vegar fækkað. „Ferðamenn hafa hingað til alltaf verið taldir eftir hausa- tölu, en sú viðmiðun gefur í raun ranga mynd af hlutunum. Það væri mun raunhæfara að telja þá í gistinóttum í landinu. Ef það væri gert er ég ekki í nokkrum vafa um að fjölgun hefur átt sér stað. Ef litið er á Holland sérstaklega hef- ur farþegum í svokölluðum pakka- ferðum, sem hollenzkar ferða- skrifstofur selja í, heldur fjölgað á síðustu mánuðum, þrátt fyrir þá staðreynd, að verulega hefur dreg- ið úr almennri pakkasölu hér í iandi. Segja ferðaskrifstofumenn, að um allt að 50% samdrátt sé að ræða í sölu ferða til sólarlanda. Við erum því ágætlega ánægðir með okkar hlut“. Magnús sagði aðspurður, að raun hefði ekki orðið umtalsverð aukning á farþegum til íslands frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.