Morgunblaðið - 04.08.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
39
Sæmundur E. Ólafsson fæddist
að Breiðabólstað í Ölfusi 7. apríl
1899 og voru foreldrar hans ólafur
Sæmundsson frá Vindheimum
sem er næsti bær við Breiðaból-
stað og kona hans Guðrún Jóns-
dóttir bónda frá Hrauni í ölfusi.
Þeim varð sjö barna auðið en að-
eins þrjú komust til fullorðinsára
og var Sæmundur þeirra elstur.
Sæmundur var um fermingar-
aldur er móðir hans fellur frá, og
var honum þá eins og títt var
komið fyrir í vinnumennsku til að
halda lífi í sjálfum sér og aðstoða
föður sinn með kornung börn.
Áður en þetta gerðist takast
með Sæmundi og yngismey af
næsta bæ, Vigdísi Þórðardóttur,
bernskuástir, kannski við hjásetu
yfir fé eða við önnur íslensk
sveitastörf þegar íslensk náttúr-
ufegurð skartar sínu besta og feg-
ursta. Eldur þessarar fyrstu ástar
brann aldrei út meðan bæði lifðu
og snarkaði hvað mest og fegurst
þegar að lokum lífs hans dró.
Þau gengu í hjónaband og stofn-
uðu sitt heimili þann 17. janúar
1924. Þau eignuðust fjögur börn:
Ólaf, fæddan 26. febrúar 1926,
dáinn 13. febrúar 1935. Guðrúnu
Guðmund, fædda 21. júlí 1932,
gifta Þorsteini Bjarnasyni sjó-
manni. Ólaf Þórð, fæddan 22.
mars 1940, kvæntan Jónínu
Sigurðardóttur. Ernu, fædda 4.
október 1942.
Sorgin heimsótti þau hjón ung
að árum er þau misstu frumburð
sinn, efnispilt tæpra 9 ára, úr
barnaveiki sem á þessum árum
herjaði á barnahópinn íslenska.
Móðirin var innilokuð í einangrun
og faðirinn til sjós svo að hún gat
ekki fylgt syni sínum til hinstu
hvíldar. Þetta reyndist þungbær
byrði, en flest él birtir upp um
síðir, og með tímanum varð þetta
áfall styrkur fyrir samlíf þeirra.
Eins og fyrr sagði réðst Sæ-
mundur um fermingaraldur í
vinnumennsku og auðvitað hafa
fylgt henni róðrar frá Þorlákshöfn
eins og þá tíðkaðist hjá vinnu-
hjúum. En sjórinn heillaði, og svo
fór að um 1919 ræðst hann á tog-
ara sem á þessum árum var lág-
launuð þrælavinna og enginn
munur gerður á degi og nóttu,
hvað þá að fólk nyti einhverrar
hvíldar.
Hann gekk í Sjómannaskólann
og öðlaðist þar menntun skip-
stjórnarmanna og varð síðar
stýrimaður á ýmsum skipum og
stundaði fiskveiðar í ís og salt
ásamt síldveiðum á sumrin eins og
þá tíðkaðist.
Hann gekk fljótlega í flokk jafn-
aðarmanna og haslaði sér jafn-
framt völl innan félagasamtaka
sjómanna, og með hans brennandi
áhuga og starfi vann sjómanna-
stéttin marga sigra, sem urðu
stéttinni allri til bóta og heimilum
þeirra til trausts og öryggis eins
og dæmin sýna okkur ljóslega í
dag.
Sæmundur var fyrr á árum
mjög liðtækur innan alþýðuhreyf-
ingarinnar og var um skeið vara-
forseti Alþýðusambands íslands.
Sæmundur hætti sjómennsku árið
1939 og réðst þá framkvæmda-
stjóri Kexverksmiðjunnar Esju hf.
sem hann starfaði óslitið við þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
En áhrifa Sæmundar gætti eft-
irleiðis hjá sjómannastéttinni
þannig að sjómenn sem oft fengu
kex með kaffinu nefndu kex aldrei
annað en „Sæmund" og er mér
ekki kunnugt um að þessi nafngift
sé niðurfallin þó að ég dragi í efa
að yngri sjómenn viti um uppruna
hennar.
Kynni mín af Sæmundi hafa
varað í meira en 40 ár, bæði vegna
frændsemi konu minnar við Vig-
dísi konu Sæmundar og ekki síður
fyrir hve barngóð þau hjón bæði
voru og kunnu að tala við börn og
laða þau til sín. Börn mín öll voru
kornung er þau tóku að venja
komur sínar til þeirra. Þar var
þeim tekið opnum örmum af báð-
um húsráðendum og veitingar að
sjálfsögðu af besta tagi.
Einnig voru þau bæði sérstak-
lega miklir dýravinir og mátti
segja að þau hafi á tímabili rekið
athvarf fyrir útigangsketti. Var
ÍÉte»i£^''
A FREEMANSof London leiðirþig
inn í heim hausttískunnar ’83.
Þú pantar-við sjáum um afganginn.
FREEMANS pöntunarlistinn, hausttískan ’83,
eryfir600síður.
FREEMANS í fararbroddi, beint
tölvusamband við London.
mJ8r
Freemon/
það nokkuð sem börnum þótti
gaman að fylgjast með, og sjá og
heyra að húsráðendur tala við
dýrahóp sinn. Rætur Sæmundar
til uppruna síns voru það sterkar
að þegar hann var á miðjum aldri
fór hann að hafa nokkrar kindur á
fóðrum. Umhyggja þeirra hjóna
fyrir skepnum sínum var með ein-
dæmum og í það minnsta höfðu
þau í tvígang heimalning hjá sér
og þegar þau hjón birtust hjá
þeim var þeim fagnað sem af
börnum sínum. Það var ekki lítil
skemmtun fyrir börn að koma á
slíkt heimili.
Við hjónin áttum sjálf mörg
sporin til þeirra hjóna að Sjafn-
argötu 2, nutum þar í hvert sinn
takmarkalausrar gestrisni. „Þar
var löngum hlegið hátt, hent að
mörgu gaman“. Allar þessar gleði-
stundir munu aldrei gleymast
okkur, né heldur börnum okkar.
Samskipti okkar við þau hjón hafa
verið og verða alltaf sólskins-
stundir í lífi okkar.
Sæmundur var hinn mesti nátt-
úrudýrkandi og ferðalangur hinn
mesti. Það var heillandi að ferðast
með honum um Suðurland og um
öræfin þar norður af. Þar gat
hann tengt saman sögu og staði og
örnefni og uppruna þeirra á eftir-
minnilegan og fróðlegan hátt sem
aldrei líður manni úr minni.
Fyrir þetta færi ég honum mín-
ar og minna þakkir fyrir ljúft og
gott viðmót og fjölda gleði- og
skemmtistunda.
Sæmundur var alla tíð tryggur
og trúr jafnaðarstefnunni og viss
um að það væri vegna sinnuleysis
okkar samlanda hans að hún átti
ekki meiri hlutdeiid með þjóðinni
en raun var og jafnframt á stund-
um vegna misheppnaðrar forustu.
Aldrei þurfti haninn að gala til að
vekja hann sjálfan á vaktinni, svo
trúr var hann. En ég er ekki eins
viss um að hann hafi gert sér fulla
grein fyrir því að mörg hans bar-
áttumál voru þegar orðin almenn-
ingseign og komin til fram-
kvæmda til heilla fyrir allan al-
menning.
Ég vil svo að lokum fyrir sjálfan
mig, konu mína og börn votta
Vigdísi vinkonu okkar samúð, og
við vitum að hún bíður endur-
funda. Jafnframt vottum við börn-
um og barnabörnum þeirra samúð
okkar. Líf góðs manns líður seint
úr minni.
Magnús Ingimundarson
Afi minn og nafni, Sæmundur
Elías Ólafsson, verður borinn til
grafar í dag, 4. ágúst. Hér ætla ég
að minnast hans nokkrum orðum,
enda vorum við nánir frændur og
vinir.
Afi fæddist á Vindheimum 1
Ölfusi 7. apríl 1899. Hann ólst upp
á Breiðabólstað hjá foreldrum sín-
um til 13 ára aldurs, en þá missti
hann móður sína. 16 ára fór hann
í vinnumennsku á nálæga bæi I
Ölfusinu og stundaði róðra frá
Þorlákshöfn. 21 árs að aldri hóf
hann nám í Stýrimannaskólanum
í Reykjavík og gerðist togara-
sjómaður að því loknu. Árið 1938
hætti hann sjómennsku og hóf
störf í Kexverksmiðjunni Esju og
tók við stjórn þess fyrirtækis
nokkru síðar. Þar vann hann
þangað til rekstrinum var hætt
árið 1976. Samhliða þessu gegndi
hann ýmsum störfum fyrir Sjó-
mannafélag Reykjavíkur og Al-
þýðuflokkinn.
-Árið 1925 giftist hann ömmu
minni, Vigdísi Þórðardóttur, og
lifir hún mann sinn. Þau byggðu
húsið að Sjafnargötu 2 í Reykjavík
árið 1931 og áttu þar heima síðan.
Þau eignuðust 4 börn, Ólaf árið
1926, Guðrúnu móður mína 1932,
Ólaf Þórð 1940 og Ernu árið 1942.
Ólaf eldri misstu þau árið 1935, 9
ára gamlan. Einnig var Elín Sjöfn
Sverrisdóttir hjá þeim hjónum um
nokkurt skeið í bernsku, og var
þeim síðan nákomin.
Afi átti margs konar hugðar-
efni. Ber þar hæst sauðfjárbú-
skap, sem hann stundaði frá tæp-
lega sextugsaldri og fram á níræð-
isaldur. Framan af var búskapur-
inn smár í sniðum og fór fram í
Reykjavík. Olnbogarýmið óx að
mun þegar búið var flutt að
Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd
og taldi þá um 100 fjár. Þykir það
gott af Reykjavíkurbónda. í
tengslum við búskapinn urðu
kynni okkar afa mikil og náin. Við
áttum margar góðar glaðværar
stundir saman í Hvassahrauni, ég
óharðnað ungmenni og hann með
stærstan hluta lífsins að baki.
Þrátt fyrir þennan mun var ég
aldrei látinn finna til míns and-
lega vanmáttar, hann hlustaði á
mínar skoðanir og rök, og ég á
hans. Hann fræddi mig um sveita-
lífið þegar hann ólst upp, sjó-
mennskuna og kynni sín af ýms-
um málefnum og mönnum. Átti
hann þá til að setja upp galgopa-
legan svip og herma eftir svo að
stórgaman var að, eða kasta fram
stöku. Virtist óþrjótandi magn
vísna rúmast í minni hans, og átti
hann vísu er hæfði hverju tilefni.
Samræðurnar voru þó aldrei ein-
hliða því afi var maður forvitinn
og hafði áhuga á flestu sem
mannlegt var. Spurði hann mig í
þaula um mínár gerðir, skólann,
félagana og áhugamálin. Forvitn-
in hafði skilað honum góðri upp-
skeru, hann kunni að spyrja og
skapaði mönnum ekki leiða með
því. Afi var glöggur maður. Fé sitt
þekkti hann allt með nafni. E.t.v.
þykir það ekki frásagnarvert, en
hitt gæti þótt merkilegra að
greina sitt fé á fjalli frá öðru, úr
fjarlægð. Eitt sinn sem oftar vor-
um við saman í sunnudags-
skemmtiferð austur í Ölfus. Þá
glittir í fé nokkurn spöl frá vegin-
um og afi stöðvar bílinn, fer út og
kallar „gibba gibba". Brá þá svo
við að ein ærin sperrti eyrun og
kom, að vísu vör um sig en þáði þó
kexköku úr hendi afa. Hann hafði
yndi af kindunum sínum, enda
voru þær hændar að honum. Hann
var dýravinur.
Öðru sinni vorum við á
skemmtigöngu á Sveifluhálsi á
Reykjanesskaga. Allt í einu nemur
gamli maðurinn staðar og horfir
stíft upp í hlíð all langt í burtu.
Ekki sá ég neitt athugavert í hlíð-
inni, en þó var haldið í átt þangað.
Er nær dró komu í ljós 2 sauðir í
sjálfheldu. Höfðu þeir álpast
niður á grasi gróna syllu og ekki
komist þaðan aftur. Var allur
gróður uppétinn og niðurtraðkað-
ur og ekkert beið skepnanna nema
dauðinn. Björgunarstörf gengu
greiðlega. Nefni ég þetta til að
sýna hve glöggskyggn afi gat verið
með ólíkindum og athugull.
Annað hugðarefni átti afi sem
hann lagði mikla rækt við. Það
voru óbyggðaferðir. Hann var einn
af frumkvöðlum þeirra ferða og
tók m.a. þátt í fyrstu bílferðinni
inn á norður- og austuröræfin.
Hann gerði sér mjög far um að
þekkja örnefni. Mundi hann það
allt og þekkti af myndum mörgum
árum síðar, hvaðanæva af land-
inu. Þó þekkti hann ekkert svæði
betur en Ölfusið og má heita að
þar hafi hann kunnað nafn á
hverri þúfu. Þessari þekkingu
reyndi hann að miðla mér en því
hef ég mestu týnt. Þó er það ekki
glatað að öllu leyti enda hefur
miklu verið komið á kort. Landinu
unni hann mjög og fann sér hvíld
og uppörvun á öræfum. Um þetta
vil ég vitna í orð hans, er hann
ritaði í bókina „Hálendið heillar"
um óbyggðafara:
„í vissum skilningi voru þeir að
safna til komandi ára á þessum
ferðalögum, safna skemmtilegum
endurminningum og dýrmætum í
friði og fegurð öræfanna, sem eng-
inn gat frá þeim tekið, um leið og
þeir voru að afla sér sólskins til
vetrarins og heiðríkju og jökul-
birtu fyrir skammdegið."
Afi kunni vel að meta góðan
skáldskap bæði í bundnu og
óbundnu máli. Hann átti ágætt
safn bóka, mest íslendingasögur
og annan þjóðlegan fróðleik. Hann
lagði rækt við íslenska tungu og
var ágætlega ritfær. Mest skrifaði
hann um stjórn- og verkalýðsmál
á fimmta og sjötta áratugnum.
Glíman við Elli kerlingu sóttist
honum lengi vel. Hann vann erfið-
isvinnu fram á níræðisaldur, þar
sem sauðfjárbúskapurinn var.
Góða heilsu sína þakkaði hann
því. En ellin hallar öllum leik.
Hún náði bráðu taki á honum. Á
útmánuðum þessa árs tók honum
að þyngjast gangur. Lagðist hann
í sjúkrahús í byrjun júní og lést þ.
24. júlí.
Afa minnist ég nú með þakklæti
og virðingu. Framan af setti lífið
honum harða kosti, eins og títt er
um hans kynslóð. Það mótaði
manninn, og æðraðist hann aldrei
út af smámunum. Greindi hann
mér frá því að hans stærsti lær-
dómur af sjómennskunni væri sá,
að láta eigi hugfallast meðan ekki
sekkur. Það er boðskapur sem öll-
um væri hollt að hlýða. Þeim
boðskap fylgdi hann fram á
dauðastund.
Ömmu minni votta ég dýpstu
samúð mína og bið henni blessun-
ar og góðra daga.
Sæmundur Þorsteinsson
Vinsamlega sendiö mér nýja
FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu.
Nafn: _____________________________________
Heimili:
Staður:
Sendist til:
FREEMANS
of London
c/oBALCO hf.
Reykjavíkurvegi 66,
220 Hafnarfirði,
sími 5 39 00.