Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 45

Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS 11 það er ekki fyrr en á okkar dögum, sem einangrun geðsjúkra hefur verið rofin. Á hans árum var hjá- trú mjög almenn og alþýða kenndi gjarnan huldum vættum um or- sakir sjúkdóma. Að sjálfsögðu hafnaði Sveinn öllu slíku en getur þó víða um slíka hjátrú í ritum sínum. Sumarið 1792 ferðaðist Sveinn um Kjöl til Skagafjarðar. Hann kom m.a. við á Hólum í Hjaltadal. I septemberbyrjun varð hann veð- urtepptur hjá Páli Hjálmarssyni, skólameistara á Hólum. Kom það sér vel að hafa lækni við höndina, því að kona Páls fæddi andvana barn um svipað leyti. Sveinn segir svo frá þeim atburði: „Kona hans fæddi andvana sveinbarn hinn 4. september og gaf sá atburður mér tilefni til að halda, að kunnáttu ljósmæðra á íslandi sé all ábótavant. Fæð- ingarhríðirnar byrjuðu nóttina áður, og var þá yfirsetukonan sótt. Án þess að hún kynnti sér nokkuð með höndunum hversu ástatt var um konuna, né heldur um hægðir hennar, neyddi hún tvisvar sinn- um kaffi ofan í hana. Þetta hafði þær afleiðingar, að hríðirnar urðu svo ákafar, að barnið var komið í ljós áður en nokkurn varði, sam- ankreppt með bakið á undan og var auðsætt að það hafði dáið í fæðingunni. Konan var svo hrjáð af þessu, að hríðirnar komu ekki fyrr en daginn eftir, en þó svo vægar, að fylgjan kom ekki fyrr en ljósmóðirin fékkst til að nota stólpípu. Kom fylgjan þá þegar í stað ... “ „Því verður eigi neitað að slíkt ástand er ábyrgðarhluti bæði fyrir klerkadóminn og fjórð- ungslækninn." (Ferðabók bls. 134.) Getur Sveinn þess, að svona at- burðir séu afar fátíðir hér á landi. Sumar 1793 ferðaðist Sveinn um Rangárvallasýslu og leitaði þá til hans bóndi nokkur. Sveinn segir: „í þetta skipti fékk ég einkenni- lega sjúkdómslýsingu: Bóndi nokkur, sem hafði verið alheill og kátur, var fyrir þremur árum að vetrarlagi úti í tótt og leysti hey til þess að gefa skepnunum. Allt í einu flaug eitthvað eins og elding inn í hægri mjöðmina á honum og þaðan á ská upp í hjartað. Ekki fann hann þó mikið til, en í sama bili kom yfir hann svo mikil löng- un til að hengja einkabarn sitt, nokkurra ára gamla telpu, sem honum þótti raunar svo vænt um, að hann mátti ekki af henni sjá, að honum lá við sturlun um langan tíma. Þessir órar haldast ennþá öðru hverju, en þó er sú breyting á orðin, að löngunin til að drepa barnið grípur hans aðeins er hann tekur sér hníf í hönd eða önnur eggjárn. Nú er maðurinn orðinn raunverulega veikur, mest út af sí- felldri iðrun og ótta við það, að hann muni einhvern tíma í æðis- kasti svipta barnið lífi, en það reynir æ því meir, sem vit þess vex, að gleðja hinn áhyggjufulla föður, enda þekkir það ekki enn þá undarlegu ástriðu, sem þjáir hann.“ (Ferðabók bls. 234-35.) Árið 1794 er Sveinn ferðaðist um Austurland kom hann til 9 ára gamallar telpu. Kallar hann sjúkdóm hennar „einkennilegan". En í skýringum aftan við ferðabók getur Vilmundur Jónsson læknir þess, að eftirfarandi sjúkdómslýs- ing eigi við sykursýki, sem þá þekktist ekki og læknisráð því fá við henni, eins og Sveinn getur raunar um. Stúlkan, sem var „heilbrigð, fjörmikil og hraustleg í útiiti, var gripin slíkum þorsta, er hún var hálfs annars árs, að hann var því nær óslökkvandi. Helst krankleiki þessi ennþá en í köstum þannig, að þessi fáheyrði þorsti getur ýmist vaxið eða þorrið ann- að misserið, en hitt misserið er hún að mestu leyti laus við hann. Þorstaköstin koma allt i einu, og eru svo sár, að hún hljóðar, ef hún fær eigi þegar að drekka. Hún drekkur eintómt vatn með ögn af mjólk í blandaðri og af þessu drekkur hún að jafnaði 9 potta yf- ir daginn. Þangað til hún kastar því upp. Sem svíunarlyf eða öllu heldur til að gera afsökun mína, ráðlagði ég henni að taka einn skammt af hreinsuðum saltpétri á hverju kvöldi og öðru hverju upp- sölumeðal, og ennfremur dálítið af appelsínubarkarseyði, til að styrkja magann." (Ferðabók bls. 388.) Aftast í ferðabókinni eru prent- aðir ýmsir minnisþættir. Sumir nokkuð merkir. Hér verður birtur einn slíkur frá vetrinum 1795. „í Leirunni í Gullbringusýslu gerðist m.a. þessi atburður í vetur: Drengur, sem misst hafði málið á unga aldri af geðshræringu og verið mállaus í 14—15 ár, var bor- inn einhverjum ósönnum sökum, svo að hann varð mjög reiður. Hljóp hann þá í skyndi út úr bæn- um, en kom svo aftur að fám mín- útum liðnum og hafði þá fengið málið að fullu. Tók hann þegar að bera hönd fyrir höfuð sér og síðan talar hann fullum fetum." (Ferða- bók bls. 687.) Hér skal látið staðar numið við lýsingar úr ferðabók Sveins Páls- sonar. Þær ættu að gefa örlitla hugmynd um erfiðleika fólks á ofanverðri 18. öld hér á íslandi, og hve lífsbarátta var hörð. Sjúk- dómslýsingar og skýrslur lækna frá fyrri tíð eru einhverjar albestu heimildir um andlegt og líkamlegt ástand þjóðarinnar. f ljósi þeirra fæst mjög raunsæ mynd af högum fólks og siðferði í landinu og ein- stökum sýslum og landshlutum. Á heilbrigði einstaklinganna hvíla allar aðrar framfarir þjóðfélags- ins og félagsleg framvinda. Sama er að segja um hinar prentuðu Heilbrigðisskýrslur, en regluleg útgáfa þeirra hófst snemma á þessari öld. Við lestur slíkra gagna og af samanburði við sam- tímann, sést best hvílíkum grett- istökum hefur verið lyft í heil- brigðismálum sl. mannsaldra." Tapaði armbandi í snjónum Þessir hringdu . . . Ferðalangur hringdi. Um verslunarmannahelgina lögð- um við hjónin land undir fót, eins og fleiri, og lá leið okkar um Suðurland. Vakti það furðu okkar hversu illa sveitabæir eru merktir, sérstaklega þar sem okkur íbúum í þéttbýli er gert að merkja hús okkar með númeri og oft götuheiti. Svo virðist sem sama regla gildi ekki á meðal bænda, því fleiri voru þeir sveitabæir sem við fórum framhjá sem ómerktir voru en hinir. Það er kannski ekki við neinn að sakast um merkingu sveitabæja en verra fannst Á.S. skrifar: Kæri Velvakandi. Á liðnum vetri týndi ég silfur- armbandi sem ég er miður mín yf- ir að hafa tapað. Armbandið er gróf silfurkeðja með áfestri silfur- plötu. Er konumynd á annarri hlið piötunnar en upphafsstafir mínir, Á.S., á hinni hliðinni. Þessi gripur á sér langa sögu og er mér per- sónulega mjög dýrmætur. Vona ég að einhver hafi fundið armbandið þegar snjóa leysti og heiti ég fundarlaunum þeim sem fært gæti mér armbandið aftur. Ef einhver hefur fundið armband- ið er hann beðinn um að láta vita í síma 51525 á kvöldin. GÆTUM TUNGUNNAR Oft heyrist: Hann tefldi á tæpasta vað. Rétt væri: Hann lagði á tæpasta vað. Eða: Hann tefldi á tvær hættur. 53^ SlúeA V/QGA g \iLVtmi Útsala Útsala Mikil verðlækkun Elízubúöin Skipholti 5. Blaóburðarfólk óskast! Austurbær Bergstaöastræti Skipholt I. Langholtsveg 110—150 fttotátttt Odýr furusófasett 3ja sæta sófi og 2 stólar kr. 3ja sæta — 2ja sæta og 1. stóll kr. 7.912 8.991 ef staögreitt. ef staðgreitt. Opiö til kl. 8 í kvöld. Sendum um land allt. m Vörumarkaðurinn hf. wr Sími 86112. okkur að sjá hversu margar kirkjur og kirkjustaðir voru ómerktir. Þetta er til hábor- innar skammar því kirkjur eru jú eign okkar íslendinga allra. Og til að setja punktinn yfir i-ið, þá tókum við eftir því að bænahúsið á Núpsstað í Vest- ur-Skaftafellssýslu var með öllu ómerkt, bæði við þjóðveg- inn og upp við húsið sjálft. Ur þessu þarf að bæta og vonast ég til að sjá skilti við kirkjur á Suðurlandi, næst þegar leið mín liggur um svæðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.