Morgunblaðið - 11.08.1983, Side 1

Morgunblaðið - 11.08.1983, Side 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 179. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Linnulaus stórskota- hríd í Faya Largeau Fangar hafðir til sýnis Rúmlega 500 fangar úr röðum uppreisnarmanna í Chad eru hér saman komnir fréttamönnum til sýnis. Þeir voru handteknir við Faya Largeau í síðasta mánuði. N’Djamena, ('had, 10. ágúst AP. AÐ SÖGN vestrænna hernaðarsérfræðinga seint í kvöld er hinni mikilvægu bækistöð stjórnarhersins í bænum Faya Largeau í Chad nú stöðugt ógnað með linnulausri skothríð frá fjölmennu liði uppreisnarmanna og líbýskra hermanna. Sagði ennfremur, að stjórnarherinn ætti í vök að verjast og ef engin breyting yrði á framvindu mála armanna á hverri stundu. Kréttir þessar stangast á við yf- irlýsingu stjórnvalda frá því fyrr í dag. Þar sagði, að her þeirra hefði hrundið kröftugri árás tveggja herfylkinga Líbýumanna og upp- reisnarmanna, sem gerð var við sólarupprás. Hefði stjórnarherinn hafið gagnsókn og hrakið óvininn á flótta. Að sögn upplýsingamálaráð- herra stjórnarinnar, Soumaila Mahamat, áttu þarna í hlut um 2000 líbýskir hermenn og 3000 hermenn uppreisnarmanna. Nutu þeir aðstoðar orrustuþota í árás sinni. Endurtók Mahamat hins vegar, að árásinni hefði verið hrundið. Þriðja útgáfan af málinu barst síðan er talsmaður uppreisnar- mannanna í París hélt þvi fram í gæti bærinn fallið í hendur uppreisn- dag, að þeir hefðu náð Faya Largeau fullkomlega á sitt vald. Árásin á Faya Largeau í morg- un hófst aðeins nokkrum stundum eftir að tilkynnt var, að Frakkar hygðust senda hermenn til lands- ins. Voru þeir upphaflega sagðir 180, en í kvöld var fjöldi þeirra sagður vera a.m.k. 500. Voru her- mennirnir væntanlegir í dag eða á morgun. Sagði Mahamat það jafnframt vera „siðferðilega skyldu" Frakka með tilliti til samkomulags þjóð- anna frá 1976 um hernaðaraðstoð að „beita í það minnsta" flugher sínum gegn Líbýumönnum. Frakkar túlka samkomulagið hins vegar ekki á þann hátt, að þeim beri skylda til að beita her sínum gegn Líbýumönnum. Handjárnaður flugmaður úr líbýska flughernum rekinn áfram í N’Djamena, raunamæddur á svip. simamynd ap. Þremur ráðherrum var rænt af drúsum — Afsagnar líbönsku stjórnarinnar krafist í skiptum fyrir þá Beirút, Líbanon, 10. ágúst. AP. HERMENN drúsa rændu í kvöld þremur ráðherrum í stjórn Amin Gemayels. Nokkrum stundum seinna kröfftust þeir þess, að ríkis- stjórn Gemayels segði af sér í skiptum fyrir ráðherrana. Ráðherrarnir, sem allir voru á ferð í fjalllendinu í miðhluta landsins er þeim var rænt, voru sagðir vera þeir Pierre Khoury, ráðherra opinberra framkvæmda, fjármálaráðherrann Adel Hamiy- eh og heilbrigðis- og atvinnumála- ráðherrann Adnan Morweh. Voru ráðherrarnir þrír að koma af fundi með andlegum leiðtoga Belgíumaður tilkynnir gerð nýrrar bílvélar: Þarf 70% minna bensín Bru.HMcl, 10. ágúst. AP. BELGI nokkur, Alfred Ziemba, uppgjafabyggingaverkamaður, seg- ist hafa smíðað bflvél, sem sé minni og léttari en venjulegar vél- ar. Aðalkost vélarinnar segir hann vera þann, að hún eyði aðeins 30% þess eldsneytis, sem aðrar tegund- ir jafn öflugra véla noti. Vélin, sem sýnd verður á sér- stakri samkomu uppfinninga- manna í Belgíu í desember, snýst 10.000 snúninga á mínútu. Stimplarnir taka fjögur slög á hverri hringferð og vinna saman tveir og tveir eins og í venju- legum vélum. Stimplarnir í vél Ziemba eru hins vegar minni en gengur og gerist, auk þess sem þeir snúast um sveifarásinn í stað þess að ganga upp og niður. Þrátt fyrir minni stimpla eru slögin lengri. Það veldur minni núningsmót- stöðu, meiri þjöppun, meiri snúningshraða og hreinni brennslu. Hreinni brennsla kem- ur m.a. til af því, að sprengihólf- ið er tiltölulega lítið. Aðeins eitt kerti er í vélinni. Umfram allt er bensíneyðslan ekki nema 30% af því sem venjulega er. Ziemba sagði í viðtali við AP- fréttastofuna, að vél sín væri miklu fullkomnari en Wankel- vélin svonefnda, sem kennd var við v-þýska vélasmiðinn Felix Wankel. Sú vél hefur einkum verið kunn fyrir gífurlega bens- ineyðslu og litla endingu. drúsa, hinum 73 ára gamla Mo- hammed Abu Shakra, er þeim var rænt. Aðalumræðuefnið á fundin- um var átök drúsa og kristinna hægrimanna. Ætlun þeirra var að biðja Shakra að reyna að stilla til friðar. Þetta voru ekki einu aðgerðir drúsa í Líbanon í dag. Þeir létu ennfremur til sín taka svo um munaði í morgun er þeir gerðu kröftuga sprengjuárás á alþjóð- lega flugvöllinn í Beirút. Höfðu hörð átök drúsa og kristinna hægrimanna staðið um hríð er sprengjum tók að rigna yfir flug- völlinn. Létu fimm manns lífið í árásinni og a.m.k. 30 aðrir særð- ust. Á meðal hinna særðu var bandarískur gæsluliði. Líbanski herinn svaraði árás- inni í sömu mynt og er þetta í fyrsta sinn frá því í borgarastyrj- öldinni á árunum 1975—76, að herinn lætur til skarar skrfða innanlands. Þá voru hinir 1.200 bandarísku gæsluliðar í landinu sagðir í viðbragðsstöðu og reiðu- búnir til atlögu. Hefur það ekki gerst frá því þeir komu til lands- ins sem hluti friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna fyrir 4 mánuðum. Þetta er einhver róstusamasti dagurinn í Líbanon frá því stjórn Gemayels tók við völdum í sept- ember á síðasta ári. Hafa deilur kristinna og drúsa ekki verið jafn mannskæðar um langa hríð. Metgengi dollars Lundúnum, 10. ágúst AP. STAÐA Bandaríkjadollars styrkt- ist enn á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu. Hafði dollarinn aldrei staðið jafn sterkur gagnvart ít- ölsku lírunni og franska frankan- um er gjaldeyrismarkað lokaði. Þá hafði gengi hans gagnvart öll- um öðrum Evrópugjaldmiðlum hækkað frá í gær. Við lokun markaðs í dag voru 1606,75 lírur í hverjum dollara en höfðu verið 1592,75 í gær. Þá stóð dollarinn betur en nokkru sinni gagnvart frankanum. Voru 8,1775 frankar í hverjum dollara við lokun markaða í dag, en voru 8,0850. Verð á gulli og silfri lækkaði í dag eins og jafnan þegar staða dollarans styrkist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.