Morgunblaðið - 14.08.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983
83
Hneykslaður
lesandi
skrifar
Satt best að segja þá get ég bara
ekki lengur orða bundist. Allt frá
því að bera tók á skrifum um hvaða
hljómsveit væri æskilegast að fá
hingað til lands, hefur það verið eitt
af áhugamálum mínum að fylgjast
með þeim skrifum. En hægt og ró-
lega hafa verið að renna á mig tvær
grímur. Hreint ótrúlega margt ungt
fólk hefur látið í sér heyra og lagt
til málanna hvaða hljómsveit ætti
nú að fá hingað. En enginn hefur
lagt meira í púkkið en þann vísdóm
að hann viti hvaða hljómsveit sé
best. Þannig hefur þetta allt gengið
þangað til að ég sá, mér til mikillar
gleði, grein hér í Blöndungnum um
eitthvað meira en áðurnefndan vís-
dóm og gott innlegg í umræðuna.
Samt virtist enginn taka eftir þessu,
að minnsta kosti lét enginn í sér
heyra, nema Kiss-aðdáandi sem
vildi hafa það á hreinu að Kiss plöt-
urnar seldust vel. Hvernig sem
þetta virkaði á aðra var mikið
spjallað um greinina milli okkar
vinanna og við þökkum fyrir hana.
En áfram hélt umræðan og þótt hún
hafi verið nokkuð einhæf slysast
enn eitt og eitt bréf sem gefur
breidd í bullið. Eitt þessara bréfa
olli mér svo mikillar reiði að ég sett-
ist niður og hripaði þetta niður, en
áður en komið verður að efninu
langar mig að varpa þeirri spurn-
ingu fram hvort enginn hafi lesið
grein Jónatans í Blöndungnum hér
fyrir nokkru? Ef ekki þá ættu flestir
að gera það og ef hún fær engan til
að hrista blek fram úr penna geta
þeir hinir sömu bara haldið áfram
að horfa á videóið.
En að bréfinu. Það er frá Ólafi
Rúnarssyni og birtist í Velvakanda
þann 5. ágúst. Ólafur þessi tekur
undir með einhverjum, sem á undan
hafði skrifað um að Queen ætti að
koma á Listahátíð. Góð hugmynd en
hún er bara tímaskekkja. Þannig
vill nefnilega til, að það sem Queen
var að gera á síðustu plötu var
steingelt og stenst því engan veginn
snúning því sem Queen gerði hér á
árum áður. Það getur vel verið að
hún nái til breiðari hóps en þær
hljómsveitir sem Ólafur nefnir, en
það er ekkert pláss fyrir gelda
hljómsveit á Listahátíð. Þetta er
nefnilega Listahátíð. Við þetta má
svo hins vegar bæta að t.d. Iron
Maiden er án nokkurs efa sú
hljómsveit sem hvað mest er skap-
andi á sinni línu og á þess vegna
fullt erindi á Listahátíð rokkar-
anna.
Að síðustu langar mig að lýsa
ánægju minni með tilkomu Blönd-
ungsins og fagna þvi að loksins sé
farið að gefa unglingum og ungu
fólki tækifæri í Mogganum.
Fyrrverandi Queen-aðdáandi.
Ætlarðu á Doning-
ton —eða veistu
ekki hvað það er?
Hvaða unglingur lætur sig ekki
dreyma um það að komast ein-
hvern tíma á tónleika hjá erlendri
hljómsveit erlendis? Margir og
sennilega hafa allir sagt við kunn-
ingjann, „mikið djö. væri gaman að
sjá ’ana live“, þegar einhver góð
plata hefur snúist á spilaranum.
Já, en sjaldan rætist þessi draumur
og þá oftast vegna þess að engin er
aðstaðan til að láta hann rætast.
MANCHESTE
STtXE N
NOTTINGHAM
WOCVEHHAMPTON
BIRMINGHAM
DONINGTON
mi PARK
'\LONOON
Hingað er ferðinni heitið.
Að minnsta kosti hafa langfæst-
ir aðstöðuna, en nú bregður svo við
að Farskip hefur kunngjört hóp-
ferð með ms. Eddu á rokkhátíðina í
Castel Donington sem fer fram
þann 20. ágúst.
Það er ekki nóg með að þetta
standi nú til boða, heldur er boðið
rausnarlegt þar sem hægt er að
komast fram og til baka fyrir að-
eins 5.040 kr. (þá sem dekkfarþegi).
í þessu verði er ekki gjaldeyrir, en
eftir því sem við komumst næst þá
þarf hann ekki að vera mikill. Lagt
verður af stað á miðnætti 17. ágúst
og ætti því að gefast góður tími til
að komast á áfangastað. Ef þessi
hátíð fer eins fram og hún gerði
1981 (en þá var Finnbogi á staðn-
um), þá má búast við einhverju á
þessa leið:
Tónleikarnir byrja kl. 1 og
standa stanslaust til kl. 12 á mið-
nætti. Upp frá sviðinu liggur góð,
sæmilega brött brekka (nógu stór
til að koma 70.000 manns fyrir), og
efst á henni er röð af söluskálum.
Engar áhyggjur þarf að hafa af
pissi og kúki því allt slíkt gleymist
þegar komið er á staðinn. Misjafnt
er hvað hver hljómsveit spilar
lengi og á milli þeirra er misjafn-
lega löng bið. Betra er að hafa með
sér léttan regngalla því blautt er að
standa í rigningu. Verði veðrið
gott, eins og það var seinni helm-
inginn ’81, er fátt sem jafnast á við
dagstund í Donington. Svæðið er
um hálftíma keyrslu frá Derby og
verður farið á milli í strætó.
Vonandi hefur þetta kveikt ( ein-
hverjum og ef frekari upplýsingar
vantar, er bara að hafa samband
við Farskip eða fararstjórana, sem
eru Pétur Kristjánsson og Sigurður
Sverrisson.
PJS. Blöndungurinn hefur tryggt
sér miða og verður sagt frá tripp-
inu við fyrsta tækifæri.
Hluti af fólkinu og græjurnar í baksýn.
Að þiggja slatta
og gefa gommu
Þið hafið verið vinkonur í
mðrg ár, farið saman í bíó, í bæ-
inn, í ferðalög, í partý og Guð má
vita hvað. Þið hafið setið saman
heilu næturnar og kjaftað sam-
an um allt og ekki neitt. Þú
þekkir hana betur en þína tíu
fingur og treystir henni fyrir
öllu. Svo einn daginn segir einn
kunninginn við þig: „Heyrðu
annars, vinkona þín var að segja
mér að þú værir svo yfirborðs-
kennd," eða „hún sagði að stund-
um færir þú hreint ofboðslega í
taugarnar á henni". Bíddu nú
hæg. Vinkonan getur haft sínar
ástæður. Oft eru þær nú fjarska
meinlausar, og það er engin
ástæða til að rjúka til og segja
henni að hypja sig. Ef til vill er
hún sár vegna einhvers mis-
skilnings sem þú ert löngu búin
að gleyma eða þá að þú hefur
virkilega farið í taugarnar á
henni kvöldið áður. Það kemur
fyrir hjá bestu vinkonum. Vertu
bara fegin að hún talar um það
við einhvern. Það er slæmt að
byrgja svona nokkuð inni, því
það eitrar út frá sér. Svo getur
líka verið að kunninginn hafi
misskilið orð hennar eða kryddi
þau eilítið eftir smekk.
Ef til vill hefur vinkonan kom-
ið sér upp vissri ímynd um þig í
byrjun vináttunnar. Þegar þú
svo fellur ekki að þeirri ímynd
verður hún vonsvikin og tekur
þá enn betur eftir göllum og
veikleikum þínum og miklar þá
fyrir sér. Ræddu bara málið við
hana og taktu það ekki óstinnt
upp þó hún gagnrýni þig.
Auðvitað skipta tilfinningarn-
ar miklu máli í vináttu jafnt og í
ástarsambandi. Öfund, afbrýði-
semi og jafnvel illkvittni er til í
okkur öllum og þess vegna er
einmitt enn minni ástæða til að
æsa sig yfir mannlegum hliðum
lífsins. Segjum svo að þú hafir
fengið sumarvinnuna sem vin-
konuna langaði svo mikið í. Hún
reynir að samgleðjast þér en það
bara tekst ekki alltaf. Þess
vegna finnur hún sér ástæðu til
að nöldra við aðra um þig. Það
getur líka allt eins verið að hún
sé afbrýðisöm út í glimrandi
strákasambönd þín á meðan hún
þarf að standa í eilífum rifrild-
um. Þó það hljómi fáránlega þá
þarf það ekki að vera vinkonunni
að kenna þó hún baktali þig. Það
getur allt eins verið þín eigin
sök. Ef þú ert með einhvern leik-
araskap, stæla eða átt það til að
grobba svolítið fyrir henni, þá
hættu því. Þú skalt vera heiðar-
leg, hreinskilin og gera henni
ljóst að þitt líf sé ekki eintómur
dans á rósum, að þú og strákur-
inn geti líka rifist eins og venju-
legt fólk. Þá minnkar minni-
máttarkenndin gagnvart þér og
ábyrgðartilfinningin bærir á sér.
En samræðurnar mega heldur
ekki vera eins og heimsóknar-
tími hjá sálfræðingi. I vináttu-
sambandi gildir enn gamla góða
uppskriftin að þiggja slatta og
gefa gommu.
Síðast en ekki síst láttu vin-
konuna vita að hún sé þér ein-
hvers virði. Hrósaðu henni með
nýju klippinguna eða peysuna.
Það á ekki alltaf að vera hún
sem hringir eða hefur frum-
kvæðið að því að gera hitt og
þetta. Góða vinkonu er ekki
hægt að geyma niðri í skúffu
fram að næsta kunningjahall-
æri, eða tína af trjánum.
AM/FM.
Hringborð og önnur borð
Ein af þeim hugmyndum sem
viðraðar hafa verið við okkur
Blöndunga er að setja upp nokk-
urs konar hringborðsumræðu
unglinga. í þessari umræðu væri
tekið fyrir eitthvert ákveðið efni,
jafnvel tvö eða kannski yrði bara
talað um alla þá hluti sem varða
unglinga. Hugmyndin er ekki svo
slæm, en spurningin er hvernig
eigi að framkvæma hana. Eftir að
hafa velt þessu í grautnum þá
skvettist sú hugmynd upp úr að
velja fjóra unglinga til að taka
þátt í þessu og draga þá i sumar-
bústað. Jafnvel ætti að velja þessa
einstaklinga eftir samkeppni og
launin væru ferð og uppihald í
sumarbústað eina helgi. Kostur-
inn við þessa ferð væri sá að þann-
ig kynntust allir miklu betur í
stað þess að hittast eina kvöld-
stund, sitja í kringum borð og
reyna að koma upp góðum móral.
Ekkert hefur verið ákveðið enn
og væri mikið og vel þegið að fá
hugmyndir um hvernig mætti
velja fólk og um hvað ætti að
ræða.
FM/AM
Hvar er hann, hvernig verður ’ann, um hvað skrifar ’ann.
Af ævintf rum í London
Þá er fyrsti fréttaritari
Blöndungsins kominn í leitirn-
ar. Er hér um að ræða ungan
pilt sem hyggur á nám í London
og hefur hann fallist á að senda
okkur línu öðru hverju í vetur,
af þeim viðburðum sem falla
inn á svið Blöndungsins. Ekki
vitum við hvort rétt sé að skýra
frá nafni pilts en hann kemur
til með að skrifa undir nafninu
Allonson anfan.
Um leið og við þökkum hon-
um fyrir bendum við á að enn
vantar fleiri og viti einhverjir
um einhverja sem til væru í
tuskið þá látið okkur vita. Takk.
FM/AM.