Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
Nýr hámarkshraði í Vesturbæ:
„Flýttu þér hægt“
(búasamtök Vesturbæjar hafa strengt boröa yfir Vesturgotuna meö áminn-
ingu til ökumanna um breyttan hámarkshraöa í gamla Vesturbænum.
Nýr hámarkshraöi er genginn í gildi
í gamla Vesturbænum og er nú 30
km á klst. Hámarkshraði umferðar
var lækkaöur samkvæmt óskum
íbúa í Vesturbænum og vinna nú
íbúasamtökin að því aö kynna nýja
hámarkshraðann með ýmsu móti,
s.s. með límmiðum og dreifiritum.
„Flýttu þér hægt — 30 í gamla
Vesturbæ". Á þessa lund hljóða
áróðursmerki íbúasamtaka Vest-
urbæjarins, en samkvæmt ósk
samtakanna var hámarkshraði í
gamla Vesturbænum lækkaður
niður í 30 km á klst. í samtali við
Mbl. sagði Stefán Örn Stefánsson,
formaður íbúasamtakanna, að til
að kynna nýja hámaarkshraðann,
hefðu samtökin strengt borða yfir
Vesturgötuna á tveimur stöðum,
með ofangreindum orðum. Einnig
væru meðlimir samtakanna önn-
um kafnir við að dreifa límmiðum
og dreifiritum í bíla, sem leið eiga
um hverfið, og á nokkrum stöðum
hafa verið máluð á göturnar sjálf-
ar áminningarorð til ökumanna.
Stefán sagði að göturnar í gamla
bænum væru ekki gerðar fyrir
hraða umferð, og þar sem mikið af
eldra fólki byggi í Vesturbænum,
svo og ungu fólki með börn, hefði
þótt ástæða til að lækka há-
markshraðann til að fyrirbyggja
slys. Stefán sagði að áróðri fyrir
lækkaða hámarkshraðanum yrði
haldið uppi eftii* getu, og næst
lægi fyrir að mynda svokallaðar
„þrengingar", sem víða er búið að
koma fyrir, og upphækkanir á göt-
um til að hægja á umferðarhraða.
Stefán sagði að tillagan að lækk-
aða hámarkshraðanum í Vestur-
bænum hefði verið borin fram af
Katrínu Fjeldsted í borgarráði, en
ekki væri úr vegi ef önnur afmörk-
uð íbúðarhverfi tækju upp lækk-
aðan hámarkshraða þar sem þess
væri þörf, s.s. Þingholtin. Stefán
sagði að of hraður akstur væri
mikill slysavaldur og væri hug-
myndin að beina hraðakstrinum
þá frekar inn á þær götur, sem
betur tækju á móti slíkum akstri
s.s. Hringbrautin og Tryggvagöta.
Nýi hámarkshraðinn gildir á
svæðinu sem afmarkast af Aðal-
stræti, Suðurgötu, Hringbraut,
Ánanaustum, mýrargötu, Trygg-
vagötu og Grófinni. Undanskildar
eru Túngata og Hofsvallagata.
Nokkrir virkir félagar í íbúasamtökunum. T.f.v. Valgarður Egilsson, Katrín
Fjeldsted, Stefán Orn Stefánsson, Kristín G. Andrésdóttir og Halla Bald-
ursdóttir.
Viðbrögð ökumanna við hraðalækkuninni:
Jákvæð — en misjöfn
HINN nýi hámarkshraði hlýtur að
vekja misjöfn viðbrögð hjá vegfar-
endum, enda nokkur viðbrigði að
lækka umferðarhraða um 20 km á
klst. Mbl. fór á stúfana og kannaði
viðbrögð nokkurra ökumanna á
Vesturgötunni, sem líklega er fjöl-
farnasta gatan sem nýju hraðatak-
markanirnar ná yfir. Sumir vildu
ekkert segja og gáfu í. Einn kallaði:
„Þetta er geðveiki!"
„Slæmt að fá ekki að aka á lög-
legum hraða í friði“
Haraldur Karlsson, ökumaður
og íbúi í Vesturbænum, sagðist
kunna hinum nýja hraða mjög vel,
en var samt ekki hlynntur þung-
um refsingum fyrir brot á 30 km
hámarkshraða. „Það væri gott ef
hægt væri að koma fólki í skilning
um nauðsyn þess að lækka há-
markshraðann, en það á eftir að
koma í ljós hvernig til tekst. Verst
þykir mér að fá ekki að aka á lög-
legum hraða í friði fyrir fólki sem
ekki virðir hámarkshraðann."
„Tekur tíma að venjast þessu“
„Mér hefur gengið ágætlega að
halda mig við löglegan hraða í
Vesturbænum fram að þessu, en
það tekur eflaust nokkurn tíma að
venjast nýjum hámarkshraða,"
sagði Guðmundur Ingólfsson, öku-
maður í stuttu spjalli við Mbl. „Ég
er hlynntur refsingu við broti á
hraðatakmörkunum hér, og þær
mættu gjarnan vera meiri en við
maður verður að bíta í það súra
epli.“
„Mörkin einum of neðarlega"
„Mér finnst mörkin nú vera ein-
um og neðarlega — hefðu frekar
átt að vera 40 km á klst., en þetta
tefur mig svo sem ekkert óskap-
lega“, sagði Þórhallur Haukur
Reynisson, sendibílstjóri. „Ég er
hlynntur því að refsingum verði
beitt við brotum á hraðatakmörk-
unum hér, en ekki þó mjög þung-
um. Það er allt í lagi að lækka
hraðann hér, þar sem göturnar
Haraldur Karlsson Guðviundur Ingólfsson Aðalsleinn Sigurjónsson Kristján Jónaason Þórhallur Haukur Reynisson Bjarni Björnsson Þorsteinn Sæberg
Óskar Qlason, yfirlögregluþjónn:
„Göturnar byggðar
fyrir hestvagna“
MBL. HAFÐI tal af Óskari Óla-
syni, yfirlögregluþjóni, og spurðist
fyrir um viðbrögð lögreglunnar og
viðurlögum gagnvart nýja há-
markshraðanum í gamla Vestur-
bænum.
„Þetta var samþykkt af borg-
aryfirvöldum að hámarkshrað-
inn skyldi lækkaður niður í 30
km á klst. á þessu svæði, og við
lítum á þetta sem hvert annað
verkefni lögreglunnar að fylgj-
ast með hraðanum og refsa fyrir
brot á lögum. Ökuhraðinn á
þessum götum er nú yfirleitt
ekki meiri en 30, svo þetta ætti
ekki að verða mikið mál. En það
verður að koma reynsia á þessa
nýju tilhögun, áður en hægt er
að dæma um það.“
— En hvernig verður viður-
lögum háttað?
„Það verður gaman að sjá
hvernig hámarkshraðinn verður
virtur, og lögreglan mun fylgjast
með því fyrst um sinn. Rat-
sjármælingar verða svo fram-
kvæmdar og og ökumenn sektað-
ir samkvæmt lögum ef um brot
verður að ræða. Það verður gef-
inn viss aðlögunartími en því
næst verður um venjuléga fram-
kvæmd að ræða eins og annars
staðar.
— Hvað með tafir í umferð-
inni?
„Göturnar í gamla Vestur-
bænum voru ekki byggðar fyrir
þvílíka umferð sem nú er, enda
voru þær gerðar fyrir hestvagna
en ekki bíla og ég býst ekki við
því að tafir verði meiri en þær
eru þegar orðnar, því það er
v^rla hægt að aka hraðar en á 30
um þennan hluta bæjarins. En ef
hraðalækkanir verða leyfðar um
allan bæ, verða tafirnar vafa-
laust meiri. Eins og ég hef áður
Óskar ólason, yfirlögregluþjónn.
sagt verður reynslan að skera úr
um tafir og aðra galla á hraða-
lækkuninni."
„Mér finnst þessi viðleitni íbú-
anna til að koma í veg fyrir slys
góðra gjalda verð og ég trúi ekki
öðru en að þetta gangi upp og
slysum, sem reyndar eru fá í
Vesturbænum, fækki enn meir,
því eitt slys er einu slysi of mik-
ið, ekki satt?“ sagði Óskar að
lokum.
broti á 70 km múrnum á hrað-
brautum." Guðmundur bætti því
við að í hverfi sem Vesturbænum,
þar sem göturnar væru þröngar,
ætti ekki að aka á meiri hraða en
30, en sagði að það gæti orsakað
slys ef fólk virti ekki löglegan
hraða og tæki fram úr bílum, en
það yrði ekki umtalsvert.
„Kemst ekkert hraðar
hvort sem er“
„Mér líst ágætlega á þetta, mað-
ur kemst ekkert hraðar hvort sem
er,“ sagði Aðalsteinn Sigurjóns-
son, leigubílstjóri. „Það getur ver-
ið að það tefji eitthvað á kvöldin,
þegar minni umferð er, en maður
verður að sætta sig við það. Þetta
hlýtur líka að venjast fljótt."
„Líst vel á þetta“
„Ég vona að það gangi vel að fá
fólk til að aka á 30 km hraða, og
mér líst mjög vel á að lækka hrað-
ann hér í Vesturbænum þar sem
göturnar eru svo þröngar," sagði
Kristján Jónasson, ökumaður og
íbúi í hverfinu. „Mér finnst að
lögreglan eigi að stoppa bílana og
veita ökumönnum áminningu ef
þeir aka of hratt til að byrja með.
Það yrði nú samt svolítið sárt að
vera sektaður fyrir að aka á 40, en
eru mjög þröngar og bílum þar að
auki lagt öðrum megin og ég
hugsa að þetta venjist eins og ann-
að.“
Að missa ökuleyfið á 60 km!
„Mér finnst þetta fínt hjá þeim
að lækka hraðann — gott framtak
og ég vona að þetta gangi vel. Fólk
verður auðvitað að halda sér við
löglegan hraða, en það væri nú
fáránlegt að missa ökuleyfið fyrir
að aka á 60 km hraða," sagði
Bjarni Björnsson í sambandi við
hraðalækkanir. „Svona gömul og
rótgróin hverfi eins og Vesturbær-
inn eru með svo þröngar götur,
þannig að varla sést fyrir horn og
því er í lagi að takmarka umferð-
arhraðann enn frekar, en þá má
nú ekki lækka hraðann um allt.“
„Sami hraði alls staðar
í þéttbýli"
„Mér gengur hálf erfiðlega að
venja mig við að aka á 30 km hér
um Vesturgötuna og finnst að
sami hraði eigi að vera allstaðar í
þéttbýli, og fólk eigi bara að aka í
samræmi við aðstæður", hafði
Þorsteinn Sæberg, strætisvagna-
bílstjóri um málið að segja. „Þetta
er nú enginn hraði á kvöldin, þeg-
ar lítil umferð er og það yrði
vissulega sárt að missa prófið
fyrir að aka á 60.“