Morgunblaðið - 16.08.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
27
V-þýska knattspyrnan:
Þeir voru álitnir
bestu leikmennirnir
ÞAÐ TÍDKAST í V-Þýskalandi aö leikmenn í „Bundesligunni“ fái ein-
kunn fyrir leiki sína. Síðan þegar keppnistímabilinu lýkur þá er reikn-
uö út meöaleinkunn hjá leikmönnum og valdir bestu framherjarnir,
miövallarleikmennirnir, varnarmennirnir og markveröir. Viö skulum nú
líta yfir hverjir náöu þeim árangri í fyrra að veröa meðal þeirra bestu.
Margir þeirra eru enn í eldlínunni.
Framherjar
Rummenigge var álitinn besti
framherjinn, hann varö að vísu
ekki markahæsti leikmaðurinn í
deildinni en lék samt sem áöur
mjög vel. Hann er nú einn hæst-
launaöi leikmaöurinn í deildinni.
Völler hjá Bremen varö í ööru sæti.
Hann þykir frábær leikmaöur og
stóru félögin á Spáni og Ítalíu eru
meö hann á lista sínum yfir þá
leikmenn sem þau sækjast mest
eftir. En hér er rööin á þeim bestu:
Hverju spá
þjálfararnir?
BUNDESLIGAN í Þýskalandi er nú hafin en um helgina var leikin
þar fyrsta umferöin. Þaö er ekki úr vegi aö athuga hvað þjálfarar
nokkurra liöa þar í landi segja um úrslit mótsins sem nú er
nýhafiö.
Ernst Happel hjá HSV: „Mér finnst mesta málið aö vita á
hvorn endann ég á aö setja Werder Bremen — en ég reikna þó
meö aö við ásamt Stuttgart, Bremen, MUnchen, Köln og Kais-
erslautern munum berjast um titilinn."
Udo Lattek hjá MUnchen: „Viö veröum meistarar — aö vísu
eftir mikiö einvígi viö HSV en ég vona aö minnsta kosti að viö
sigrum í því einvígi."
Helmut Benthaus hjá Stuttgart: „Líklegustu liöin eru HSV,
MUnchen og Bremen en þaö vasri gaman aö vera einnig í þeirri
baráttu.“
Branko Zebrec hjá Frankfurt sagöi, aö HSV væru líklegastir til
aö vinna en þeir þyrftu aö berjast viö Bremen, Bayern, Stuttgart
og Köln.
Rinus Michels hjá Köln: „Besta tillagan um sigurvegara er aö
spá HSV, Stuttgart eöa Bayern sigri og ég held aö eitthvert
þeirra veröi sigurvegarar.
• Þessir tveir flokkar stóöu sig mjög vel í keppnisferöinni í Dan-
mörku. Á efri myndinni er 3. flokkur kvenna en á þeirri neöri er 4.
flokkur karla.
Rummenigge (Bayern) 2,59
Völler (Bremen) 2,74
Meier (Bremen) 2,93
Tscha Bum (Frankfurt) 3,12
Wuttke (Schalke/Gladbach) 3,20
Littbarski (Köln) 3,24
Aligöwer (Stuttgart) 3,24
Waaa (Leverkuaen) 3,30
Th. Allofs (Kaiserslautern) 3,31
Milewski (HSV) 3,32
K. Allofs (Köln) 3,36
Six (Stuttgart) 3,36
Miðvallarleikmenn
Þrátt fyrir þrálát meiösli allt síö-
asta keppnistímabil náöi Ásgeir
Sigurvinsson þeim frábæra árangri
að vera álitinn áttundi besti mið-
vallarleikmaður deildarinnar.
Breitner var álitinn sá besti. Hann
leikur ekki meira meö og er mikil
eftirsjá í þeim leikmanni. Hér koma
þeir bestu:
Breitner (Bayern)
Groh (HSV)
Rolff (HSV)
Mattháus (Gladbach)
Raducanu (Dortmund)
Möhlmann (Bremen)
Magath (HSV)
Sigurvinsson (Stuttgart)
Geye (Kaiserslautern)
Sidka (Bremen)
Nickel (Frankfurt)
• Dieter Burdenski, hinn 32 ára markvörður Werder Bremen, var
talinn besti markvörður Bundesligunnar í fyrra.
Varnarmenn
Það leika margir sterkir varn-
armenn í þýska boltanum. Á síö-
asta tímabili var Bast hjá Bochum
álitinn sá besti. En Karl Heinz hjá
Stuttgart var ekki langt undan.
Þessir tveir eru heimsklassaleik-
menn. En þessir uröu í efstu sæt-
unum yfir varnarmennina:
Burdenski (Bremen) 2,56
2,57 Bast (Bochum) 2,71 Franke (Braunschweig) 2,61
2,62 Kh. Förster (Stuttgart) 2,75 Schumacher (Köln) 2,62
2,67 Jakobs (HSV) 2,83 Pfaff (Bayern) 2,89
2,94 Strack (Köln) 2,89 Kargus (NUrnberg) 2,91
2,96 Kaltz (HSV) 2,94 Stein (HSV) 2,94
3,06 Zewe (DOsseldorf) 3,00 Wimmer (Karlsruhe) 3,09
3,15 Briegel (Kaiserslautern) 3,09 Roleder (Stuttgart) 3,20
3,30 Pezzey (Frankfurt) 3,09 Kleff (SUsseldorf) 3,32
3,31 Fichtel (Bremen) 3,10 Zumdick (Bochum) 3,36
3,37 B. Förster (Stuttgart) 3,10 Immel (Dortmund) 3,41
3,39 Steiner (Köln) 3,12 Samantekt ÞR
Markverðir
Dieter Burdenski hjá Bremen
átti gott keppnistímabil í fyrra og
átti stóran þátt í hinni miklu vel-
gengni Bremen. Hann er orðinn 32
ára gamall markmaöur meö mikla
reynslu. Hinn frægi Tony Schu-
macher var álitinn þriöji besti
markvöröur deildarinnar:
Glæsilegur árangur
ungra KR-inga erlendis
DAGANA 1.—15. júlí síðastliöinn fóru þrír yngri flokkar á vegum hand-
knattleiksdeildar KR í keppnisferö til Svíþjóöar og Danmerkur. Voru
þaö 3. flokkur kvenna og 3. og 4. flokkur karla. Flokkarnir tóku þátt í
alþjóðahandknattleiksmótum unglinga, Partille Cup '83 í Svíþjóö og
Dronninglund Cup ’83 í Danmörku.
Er skemmst frá því aö segja aö 4. flokkur sigraði í báöum mótunum
í sínum aldursflokki. Léku þeir alls 18 leiki á mótunum og unnu þá alla.
Fyrra mótið, sem flokkarnir tóku þátt í, var Partille Cup ’83, sem
haldið var í Partille, sem er bær í útjaöri Gautaborgar.
Partille Cup '83 er langstærsta unglingamót í handknattleik sem
haldið hefur veriö. f mótinu tóku þátt 356 lið frá 21 landi. Þar voru m.a.
lið frá Svíþjóö, Danmörku, íslandi, Noregi, V-Þýskalandi, Sviss, Frakk-
landi, Póllandi, Júgóslavíu, Grikklandi, Tékkóslóvakíu, Kuwait, Taiwan
og Nígeríu.
Liöunum var skipt í riðla, 4 lið í
riöli og léku allir viö alla. Tvö efstu
lið í hverjum riöli fóru áfram í A-úr-
slit, en tvö neöstu liöin í B-úrslit.
Öll liöin frá KR sigruöu í sínum riöl-
um. Þau fóru því í A-úrslitakeppn-
ina. Þar léku stöan öll liöin viö alla.
Tvö efstu liöin komust áfram í út-
sláttarkeppni, en tvö neöstu liðin
voru úr keppninni.
4. flokkur vann sinn riöil og hélt
því áfram í keppninni. Þeir héldu
síöan áfram sigurgöngu sinni og
komust í úrslit. í úrslitaleik keppn-
innar léku þeir viö Lugi frá Svíþjóö
og sigruöu, 12—8, eftir aö hafa
haft yfir í hálfleik, 6—4. 4. flokkur
fékk aö launum stórglæsilegan
bikar til eignar. Ennfremur fékk
hver leikmaöur áletraöan verö-
launaskjöld. f þeirra aldursflokki
lék alls 41 liö.
3. flokkur karla lenti í ööru sæti
í sínum riðli og komust þeir því
áfram í keppninni. í fyrsta leik út-
sláttarkeppninnar töpuöu þeir fyrir
Lugi eftir framlengdan leik. f þess-
um leik voru strákarnir okkar sér-
lega óheppnir aö bera ekki sigur úr
býtum. Flokkurinn hafnaöi því í 8.
sæti. f þeirra aldursflokki léku alls
52 liö.
3. flokkur kvenna hafnaöi í 3.
sæti í sínum úrslitariöli og voru þar
meö fallnar úr keppninni. En þrátt
fyrir þaö léku KR-stelpurnar mjög
vel og var oft á tíöum skemmtilegt
aö sjá tilþrifin í leikjum þeirra. í
þeirra aldursflokki léku alls 58 liö.
Aö mótinu loknu dvaldi hópur-
inn í Partille í tvo daga. Þaöan var
síðan haldiö til Dronninglund á
Jótlandi og tekiö þátt í alþjóöamóti
unglinga, Dronninglund Cup '83.
Þetta mót var mun minna en Part-
ille Cup. Þar voru 94 lið frá Dan-
mörku, Svíþjóö, Islandi, Noregi,
Taiwan, Kuwait, V-Þýskalandi og
Grikklandi.
Eins og í Partille Cup var liðun-
um skipt í riðla, 4 liö í hverjum riðli.
Þar léku allir viö alla. Tvö efstu
liöin fóru í A-úrslit en tvö neöstu
liðin í B-úrslit. Þar léku síöan öll
liðin viö alla og sigurvegarinn úr
þeirri keppni varð sigurvegari
mótsins.
4. flokkur geröi sér lítið fyrir og
sigraöi í öllum sínum leikjum og
uröu strákarnir þar meö sigurveg-
arar mótsins. Hlutu þeir veglegan
bikar til eignar og ennfremur fékk
hver leikmaöur verölaunapening
og tösku til eignar.
3. flokkur karla lék einnig vel á
þessu móti. Þeir höfnuöu í öðru
sæti í sínum riðli í forkeppninni og
komust því í A-úrslit. f úrslita-
keppninni höföu þeir unniö þrjá
fyrstu leikina og nægöi þeim jafn-
tefli í síðasta leiknum til aö bera
sigur úr býtum í sínum aldurs-
flokki. Síðasti leikur þeirra var viö
liö frá Kuwait. Eftir mjög spenn-
andi og haröan leik töpuöu strák-
arnir meö einu marki og uröu þar
meö aö sjá af bikarnum til arab-
anna. Þeir höfnuöu því í öðru sæti
mótsins. Þrátt fyrir þaö fékk hver
leikmaður verðlaunapening og
tösku til eignar.
3. flokkur kvenna varö númer
þrjú í sínum riðli í forkeppninni.
Þær léku því í B-úrslitakeppninni.
Þá keppni geröu stelpurnar sér lít-
iö fyrir og sigruöu. Hlutu þær
glæsilegan bikar til eignar. Enn-
fremur fékk hver leikmaöur verð-
launapening og tösku til eignar.
Nú var lokið einni eftirminni-
legustu keppnisferö sem hand-
knattleikshópur frá KR hefur fariö
á erlendri grund. Flokkarnir léku
alls 46 leiki í mótunum. Þeir unnu
38 leiki en töpuöu 8 leikjum.
Hinn stórglæsilegi árangur 4.
flokks á báöum mótunum var til
fyrirmyndar, þó sérstaklega í
Danmörku. Þetta var fjóröa áriö í
röö, sem handknattleiksdeild KR
sendir yngri flokka félagsins á mót
erlendis aö sumarlagi. Telur stjórn
deildarinnar að meö þessu sé unn-
ið mikið undirbúningsstarf fyrir
komandi keppnistímabil. Það sést
ef til vill best á því aö síðastliöin
tvö ár hafa allir yngri flokkar fé-
lagsins komist í úrslitakeppni is-
landsmótsins. Yngri flokkar KR
munu örugglega taka þátt í hlið-
stæðum alþjóöamótum á komandi
árum. KR-ingar hvetja önnur lið til
að gera slíkt hiö sama. Meö þvi að
senda unglinga til keppni á er-
lendri grund vaknar áhugi hjá
krökkunum og liöin eiga auöveld-
ara meö aö aöstoða viö uppbygg-
ingu handknattleiksins í landinu.