Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 23

Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 31 Hljómsveit Ingimars Eydal fastráðin við Sjallann „NÚ HEFUR verið gengið frá ráðn- ingu hljómsveiUr Ingimars Eydal hér við Sjallann í vetur og fram á næsta sumar. Ingimar mun því taka upp þráðinn hér að nýju eftir nokk- urra ára hlé og er Sjallanum mikill ávinningur af því,“ sagði Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjall- ans, í samtali við Morgunblaðið. Sigurður sagði ennfremur, að Ingimar hefði að vísu spilað í Sjallanum í sumar við mjög góðar undirtektir, en aðeins hefði verið ætlunin að það yrði fram í sept- Háskólabíó sýnir „Blóðuga hátíð u HÁSKÓLABÍÓ hefur í dag sýningar á myndinni My Bloody Valentine sem á íslensku hefur hlotið nafnið BLÓÐUG HÁTÍÐ. Myndin er sambland af hroll- vekju og thriller og byggð á sam- nefndri metsölubók. íbúar í smábæ fara að undirbúa valentinusardaginn og um leið more than one way to lose ynur heart_ k " } \:— L t •« mv WJEVHNE Skákmót um borð í Eddu OPIÐ skákmót verður haldið um borð í Eddunni, sem leggur upp frá Reykjavík á morgun. Farskip og Tímaritið Skák standa að þessu fyrsta skákmóti á úthöfunum og nefnist það „Atlantic Open“. Verð- laun nema 85 þúsund krónum. Tefldar verða sex umferðir eftir hinu svokallaða „Skák-Monrad- kerfi". Umhugsunartími verður 1 klukkustund á mann fyrir 30 fyrstu leiki hverrar skákar, en í tveimur fyrstu umferðunum verð- ur þó annar háttur hafður á; þá verður umhugsunartími 45 mínút- ur á alla skákina. Allar umferðir verða tefldar milli klukkan 15 og 18 daglega. Fyrstu verðlaun verða kr. 20 þúsund, önnur 15 þúsund og þriðju verðlaun 10 þúsund krónur. Auk þess verða aukaverðlaun. fara dularfullir atburðir að gerast. Spennan hleðst upp 1 myndinni og nær hámarki undir lokin, þegar málin skýrast. Leikstjóri er George Mihala og með aðalhlutverkin fara Paul Kelman, Lorie Hallier og Neil Aff- leck. ember. Vegna hinna góðu undir- tekta gesta hefði verið gripið til þess'ráðs að fastráða Ingimar og hljómsveit hans. Það væri mikill kostur hve fjölhæf hljómsveitin væri, hún gæti spilað fyrir alla aldursflokka. Þá sagði Sigurður, að nú hefði verið tekin upp sú nýbreytni að hljómsveit spilaði á sunnudags- kvöldum og sæi Ingimar því um fjörið alla helgina. Þá hefði í sumar verið opnaður nýr matsalur á þriðju hæð hússins og væri hann opinn í hádeginu og á kvöldin. Þá væri fyrirhugað að setja upp kab- arett í haust og ýmislegt annað væri á döfinni. Nokkrar breytingar hafa orðið á hljómsveit Ingimars síðan hún hætti að spila í Sjallanum á sið- asta áratug. Hljómsveitina skipa nú auk Ingimars, Inga, dóttir hans, Grímur Sigurðsson, Bryn- leifur Hallsson og Þorleifur Jó- hannsson. hrinsir Gódan daginn! Jazz- tónleikar í kvöld Þriðjudaginn 16. ágúst leika í Stúdentakjallaranum þeir Sigurð- ur Flosason á saxófón, Björn Thoroddsen á gítar, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa og Guð- mundur Steingrímsson á tromm- ur. Þetta verður í síðasta skipti um sinn sem þeir Sigurður og Tómas láta til sín heyra hérlendis, en þeir eru báðir á förum til náms erlendis. Jazzinn hefst kl. 21. (FrétUtilk.) Iðnfyrirtæki/Rafverktakar/Rafveitur í tilefni af hálfrar ALDAR afmæli Rönning munum við leggja áherslu á að kynna nýja vöruflokka og búnað. - Ef þú hefur ekki kynnst rafbúnaði frá Rönning, þá gefst tækifæri til þess núna: MÓTORAR: - Frá 0.18 kw - 22 kw 3ja fasa frá 0.25 kw - 2.2 kw 1 fasa. 2ja hraða mótorar fyrir blásara 4/6 póla og 4/8 póla. RAÐKLEMMUR: - Fjölbreyttasta úrval á markaðnum fyrir leiðara allt að 400 mm2. Sérstakar tengiklemmur fyrir núll og jarðleiðara. Fljótvirkt merkjakerfi. STÝRIBÚNAÐUR: - Tímaliðar frá 0.15 s til 180 h. Taktliðar. - Straum- og spennuliðar teljarar, IR-ijósnemar, nándaskynjarar, m.m. Óendanlegir möguleikar. SEGULROFAR: - Nýtt frá ASEA gerð EH, auðveld uppsetning og stöðluð mál. IP 20 fyrir EH 6-12. Ásetjanlegir fylgihlutir, s.s. hjálparsnertur og tímaliðar. Efnisval í ytrabyrði og snertufletir í hæsta gæðaflokki. HITÖLD: - Yfirhitavarnir - Herbergis hitastillar - Hitöld 1-fasa og 3-fasa fyrir vatn og olíu frá 0.5 kw - 15 kw. IÐNAÐARTENGLAR: - Frá 16 A til 125 A til innfellingar og utaná uppsetningu IP 54 og IP 65. - Iðnaðartenglar og klær úr höggþolnu plasti. HITASTILLAR: - Vatnshitastillar fyrir rafskautskatla. HITASTRENGIR: - Fyrir niðurföll, gólf, þakrennur. STRENGNIPPLAR: - Strengnipplar og þéttingar af öllum stærðum. Strengnipplar með togfestu. Vatnsþéttir strengnipplar. Minnkun / stækkun. TÖFLUBÚNAÐUR: - Háþróaðir töflukassar og búnaður. Innfeldir töflukassar, utanáliggjandi, fyrir þura staði og raka. EF ÞU ERT MEÐ VERKEFNI ÞÁ ERUM VK> MEÐ BÚNAÐINN: SÖLUMENN .//‘RÖNNING Sundaborg, sirni 84000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.