Morgunblaðið - 16.08.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
41
fólk í
fréttum
Barbra Streisand
vill giftast
Steven Spielberg
Spielberg og Streisand hafa verið tíðir gestir á einum fínasta veitingastað í
London nú síðustu daga.
+ „Steven er dásamlegur maður,
einmitt sá rétti fyrir mig,“ segir
leikkonan Barbra Streisand, sem
nú er farin að gera hosur sínar
grænar fyrir þessum fræga leik-
stjóra.
„Ég vona að vinátta okkar þró-
ist smám saman upp í ást og að
við getum gift okkur. Ég þarf á
Steven að halda. Hann er maður
sem trúir á sjálfan sig og þekkir
innri frið á hverju sem veltur."
Á ýmsu hefur gengið fyrir
Streisand í seinni tíð og ekki nema
eðlilegt að hún þrái nú frið og ró.
Fyrir skemmstu var hún yfir sig
ástfangin af leikaranum Richard
Gere og hringdi til hans og tjáði
honum ást sína mörgum sinnum á
dag, hvar sem hann var staddur í
heiminum. Gere býr hins vegar
með 22 ára gamalli, mexíkanskri
stúlku og hefur ekkert á prjónun-
um að segja skilið við hana.
Þau Barbra og Steven hittust í
London þar sem hún er að leika í
mynd, og hafa margsinnis sést
saman á einum fínasta veitinga-
stað borgarinnar. Steven á sér
hins vegar unnustu heima í
Bandaríkjunum og er það haft eft-
ir kunningjum hans, að það sé
harla ólíklegt að hann muni falla
fyrir Börbru Streisand.
Yoko Ono ætlar að segja
allan sannleikann um Lennon
Yoko Ono og John Lennon. Myndin var tekin í London fyrir allmörgum
árum þegar Lennon var fundinn sekur og sektaður fyrir að hafa kannabis-
efni í fórum sínum.
COSPER
— Hefurðu nokkuð á móti því að ég opni gluggann?
+ Fyrir skömmu gaf stúlka nokk-
ur að nafni May Peng út bók þar
sem hún gefur berorðar lýsingar á
ástarævintýri sínu með John
heitnum Lennon og Yoko Ono nær
ekki upp í nefið á sér fyrir reiði.
Hún hefur því ákveðið að bæta um
betur og segja frá sambúð þeirra
Lennons í smáatriðum og draga
ekkert undan.
Yoko Ono er líka búin að ákveða
hvað hún vill fá fyrir útgáfurétt-
inn, 75 milljónir ísl. kr., og svo
hefur hún beðið Jackie Onassis að
ritstýra verkinu.
Þessar tvær konur, sem báðar
misstu mann sinn fyrir morð-
ingjahendi, hafa átt með sér
nokkra leynilega fundi í aðal-
stöðvum útgáfufyrirtækisins
Doubleday and Co., en Jackie hef-
ur unnið ýmislegt fyrir það fyrir-
tæki í mörg ár.
Það var ekki fyrr en Yoko hafði
ráðfært sig við sálfræðing sinn, að
hún ákvað að kominn væri tími til
að leysa frá skjóðunni og segja
allan sannleikann um John Lenn-
on.
„Yoko var mjög ánægð með að-
stoð Jackiar við bókina „Ballaðan
um John og Yoko“, og henni finnst
hún geti treyst henni. Þær hafa
líka reynt það sama, báðar misst
manninn sinn fyrir hendi geð-
sjúklings," segir einn af vinum
Yoko Ono.
Jackie Onassis
Nú mælum við
barnaherbergið
og gefum barninu okkar vörduö og hentug húsgögn.
Hér er tegund 2024, bekkur meö hillum yfir, til í furulit.
Stærö: hæö 167, lengd 197, breidd 75. Verö meö dýnu
og 3 púöum 9.430.-, útborgun 2.000.- og rest á 6 mán-
uðum. Bekkurinn stakur kostar 6.290.-.
Hér er gagnlegur hlutur þar sem vantar klæðaskápa í
herbergi. Teg. 2033, er til í furulit. Stæröir eru: hæö 167,
lengd 274, breidd 75. Verö meö dýnu og þrem púöum.
13.290.-, útborgun 3.000.- og rest á 7 mánuðum.
Hringdu til okkar eöa líttu inn, viö höfum geysilegt
úrval húsgagna sem henta vel í lítil barnaherbergi.
HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA
HUSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410
Metsölublad á hverjum degi!