Morgunblaðið - 16.08.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 16.08.1983, Síða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 mnmtí Æ | J § r !••••• / II §•••• / /1 l»*'l / á 1 • • 1 » J • 1982 Unlvartat Friu Syntffcata k fbJL , Ertu ckki böínn db klstóa piq ennpd! Mamma er vatrrtanleg a. hverri mínú'tu.1 Ast er. að kveðja hann með kökk- inn x hálsinum. TM Rog U.S. Pat. Off.-all rights reserved c1983 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Nú vorum við heppin. Þau virðast ekki vera heima! Hvellisjúkur, segir þú. Þá er ég líka mjög veikur, hvellLsýkissjúkl- ingur, skal ég segja þér! Um fjöldatak- markanir og fleira Allt verður að vopnum Húsmóðir skrifar. Velvakandi. Þegar sá tími kemur að mann- kynið hefur frelsað alla þá sem nú lifa við kúgun kommúnismans, munu allir sjá að aldrei i verald- arsögunni hafa menn verið eins blekktir. Aldrei frá því Lenin hóf trúboð marxismans. Þegar frjáls- hyggjan var búin að koma léns- valdinu fyrir kattarnef, verka- menn höfðu eignast sinn verk- fallsrétt, þá kom Lenin og afnam allt í nafni verkamanna. Mikil verður smán okkar á spjöldum sögunnar. Þetta datt mér í hug þegar Strauss hælir sér nú af því að lána Austur-Þjóðverj- um mikla fjármuni gegn betri sambúð þjóðarbrotanna. Vestur- Þjóðverjar þekkja þakkirnar sem þeir hafa fengið frá Austur- Þýskalandi, Berlínarmúrinn, sem á að standa varðhundar marxism- ans, skjótandi á hvern þann sem reynir að flýja sæluríki kommún- ismans. Hvað gerist þegar Vesturveldin lána kommúnistum stórar pen- ingaupphæðir, eins og Strauss gerir nú? Kommúnistar nota þá peninga til að vígbúa skæruliða sína í öðrum löndum og ef lánin eru ekki í peningum, þá er þeim breytt í peninga til vopnafram- leiðslu. Rússar hafa selt allt sitt gjafakorn á okurverði til Angóla og Kúbu. Það er sama á hvern hátt kommúnistum er rétt hjálpar- hönd, þeir hugsa ekki um að brauðfæða sína alþýðu, heldur að fjármagna útþenslustefnu sína. Enda kostar lítið að brauðfæða þá sem eru í fangabúðum KGB. En menn láta blekkjast. Fyrir langa löngu var mér og nokkrum öðrum konum sýndar koparnám- urnar í Reraas í Noregi. Ungi leið- sögumaðurinn var ekki spar á að segja okkur frá aðbúnaði verka- fólksins á dögum Kristjáns IV. Þegar við höfðum fengið allan fróðleikinn greip ég fram í og sagði: „Maður getur séð á öllu að þetta hefur ekki verið neitt sæld- arlíf, en eitt hefur þetta fólk haft fram yfir milljónir manna í dag. Það hefur mátt formæla Kristjáni IV og öðrum kúgurum sínum, sér að meinalausu, því Gulagið kom fyrst með marxismanum." Leið- sögumaðurinn skildi sneiðina. Ég þoli ekki að heyra kommún- ista láta í ljós meðaumkum með lítilmagnanum. Allir hafa ráð á því, nema þeir. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þsttinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og hcimilisfong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástsða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvsðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Námskona skrifar: „Velvakandi! Háskólinn hefur töluvert verið til umræðu að undanförnu, í fjöl- miðlum og manna á milli. Hefur þar hæst borið á góma skerðing námslána og fyrirhugaðar fjölda- takmarkanir. Sýnist sitt hverjum og hafa námsmenn almennt verið mótfallnir hvoru tveggja. Ekki ætla ég að hafa mörg orð um skerðingu námslána, nóg hefur verið um það mál skrifað, en ég held að námsmenn taki slíkum niðurskurði, ef forráðamenn sýna fram á að hann sé nauðsynlegur og skeri þá jafnframt niður fjár- veitingar til annarra og oft á tíð- um ónauðsynlegri mála. Ég er fyllilega sammála sjálfstæðiskonu sem skrifaði í Velvakanda fyrir nokkru og sagði það óhæft að skera niður námslán á sama tíma og landinn væri hvattur til að eyða meiri gjaldeyri. Við náms- menn getum sparað við okkur í mörgu, en stjórnvöld þurfa að sýna fram á að aðrir séu hvattir til þess líka. Nóg um skerðingu námslána. Á liðnu hausti kom það fram í sjón- varpi að tæplega þriðji hver Is- lendingur, fæddur árið 1962, hefði innritað sig í Háskóla íslands fyrir veturinn 1982-83. Þýðir það vissulega ekki að allt þetta fólk hafi stundað nám í skólanum síð- asta vetur, en þessar tölur komu mörgum til að hugsa um hvort námsgleði manna væri gengin út í öfgar. Hvort við stefndum ekki á sömu braut og frændur vorir Sví- ar, sem ekki geta boðið öllu sínu háskólamenntaða fólki vinnu við hæfi. Markaðurinn þar er á mörg- um sviðum mettaður og reynist sérstaklega erfitt fyrir fólk með háskólapróf úr félagsvísindadeild að finna störf í samræmi við nám. Hvort sama ástand á eftir að ríkja hér hjá háskólamenntuðu fólki skal ósagt. Ekki vil ég meina einum aðgang að Háskóla íslands og veita öðrum, en staðreyndin er sú að ef fram heldur sem horfir verður hér á landi fleira háskóla- menntað fólk en þörf er á. Eitt- hvað verða Háskólayfirvöld að gera. Ég er þó eindregið á móti því að farið verði eftir einkunum í sambandi við inntökuskilyrði, verði fjöldatakmörkunum komið á. Raunin er nefnilega sú að mikill munur er á einkunnagjöf mennta-og fjölbrautaskólanna. Segir það lítið til um frammistöðu nemenda þó þeir séu með sömu einkunn á stúdentsprófi, kröfur framhaldsskóianna eru á engan hátt sambærilegar. Því væri geng- ið mjög á rétt þeirra sem útskrif- ast frá menntaskólum sem gera strangar kröfur til nemenda sinna, t.d. Menntaskólanum í Reykjavík og á Akureyri, og ann- arra slíkra. Sú vinna sem liggur að baki fyrstu einkunn frá þessun skólum er oft á tíðum mun meiri en sambærileg einkunn frá öðrum. Þá þarf jafnvel ekki að bera sam- an skólana, oft nægir að bera sam- an deildir innan þeirra. Einhvern tíma heyrði ég menntaskóla- kennara segja að einkunin 8 í tungumáladeild væri sambærileg einkuninni 6.5 í stærðfræðideild, hvað sem er svo til í því. Vegna þeirra ástæðna sem ég hef talið upp og ekki síður vegna þess að lærifeður okkar í Háskól- anum hafa oftar en einu sinni lát- ið hafa það eftir sér að námsgeta nemenda fari versnandi og þeir séu með hverju árinu verr undir það búnir að mæta kröfum Há- skólans, þá hefði ég haldið að fjöldatakmarkanir í Háskólann eigi ekki rétt á sér ef þær eiga að miðast við einkunnir. Væri ekki vitlegra að hafa sambærileg inn- tökupróf í allar deildir. Þá stæðu allir nemendur jafnir gagnvart inntökukröfum, burtséð frá stúd- entsprófseinkunn. Einnig er ég þess fullviss að ef slíkum inntöku- prófum yrði komið á og fram- haldsskólanemendur þyrftu meira en að veifa hvíta kollinum framan í Háskólayfirvöld, myndu nem- endur leggja harðar að sér og nýta framhaldsskólanámið betur og kennarar Háskólans hefðu minni ástæðu til þess að kvarta undan getuleysi nemenda í námi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.